Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 2
Kjartan Jóhannsson, Alþýðu-
flokki: Mér sýnist að Alþýðuflokk-
urinn standi vel og hafi meiri
stuðning en næstum nokkru sinni
í sögu hans, svo framarlega sem
eitthvað verður af þessum tölum
ráðið.
Jón Kristjánsson, Framsóknar-
flokki: Niðurstöðurnar eru ákveð-
in aðvörun til okkar Framsóknar-
manna. Mér finnst líka athyglis-
vert að fylgi Alþýðuflokksins rétt
nær að halda utan um samanlagt
fylgi hans og BJ. Það er nú öll
uppsveiflan.
[— SPURNINGIN-
Hvað finnst þér um
niðurstöður skoðan-
akannana sem birst
hafa að undanförnu?
- Spurt á alþingi.
Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir:
Kvennalista: Ég er hress með út-
komu Kvennalistans. Mér finnst
mjög merkilegt að Sjálfstæðis-
flokkurinn komi sterkur út, en
Framsókn ekki, því hann ber ekk-
ert síður ábyrgð á stjórnarstefn-
unni.
Kristfn Kvaran, Sjálfstæðis-
flokki: Sjálfstæðisflokkurinn er að
vinna á, enda kunna kjósendur
að meta það við flokkinn að hann
hefur séð um allt sem máli skiptir
í stjórnarsamstarfinu.
Helgi Seljan, Alþýðubandalagi:
Ég hef aldrei verið oftrúaður á
skoðanakannanir, nema þá
kannski sem skoðanamyndandi
fyrir óákveðinn hóp. Ég uni hag
míns flokks allvel, enda hefur
hann ávallt komið betur út úr
kosningum en svona könnunum.
FRFTTIR
Skoðanakannanir
Obreytt ástand
Valdahlutföll á Alþingi virðast breytastmjög lítið í komandi kosningum
séu þœr skoðanakannanir sem nú birtast marktœkar
Þessa dagana streyma skoð-
anakannanir fram í dagsljósið
hver á fætur annarri. í byrjun síð-
ustu viku birti DV könnun sem
tekin var sömu helgi og lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins stóð
yfir í Laugardalshöll. í gær var
Morgunblaðið með könnun sem
Félagsvísindastofnun stóð fyrir.
Var byrjað á henni sama dag og
landsfundurinn hófst, 5. mars og
henni lokið 12 mars. Um svipað
leyti, dagana 5.-13. mars stóð
Hagvangur fyrir skoðanakönnun
á fylgi flokkanna og birti niður-
stöðurnar á blaðamannafundi í
gær. Á morgun birtist svo skoð-
anakönnun sem Skáís gerði fyrir
Helgarpóstinn.
Litlar breytingar
Þegar skoðað er meðaltal af
fylgi flokkanna samkvæmt þeim
könnunum sem þegar hafa birst
kemur í ljós að breytingarnar frá
kosningunum 1983 eru mjög litl-
ar. Fljótt á litið mætti álíta að
höfuðbreytingin sé sú að Alþýð-
uflokkurinn hafi bætt verulega
við sig, farið úr 11,7% í meðaltal-
ið 19,5%, en þá ber á það að líta
að þingflokkur Bandalags Jafn-
aðarmanna sem hafði 7,3% í
kosningunum hefur verið innlim-
aður á mestum hluta í Alþýðufl-
okkinn. Sameiginlega fengu Al-
þýðuflokkurinn og BJ slétt 19% í
kosningunum 1983.
Þetta er mikil einföldun því
nokkuð víst má telja að fylgi BJ
hafi dreifst víðar, en það breytir
ekki því að heildarniðurstaðan,
það fylgi sem Vilmundur heitinn
dró að sér, virðist hafa skilað sér
til Jóns Baidvins.
Framsóknarflokkurinn virðist
hinsvegar gjalda afhroð sam-
kvæmt skoðanakönnununum.
Meðaltalið hjá honum er 13,9%
en var í kosningunum 19,0%.
Virðist sem óánægjan með ríkis-
Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana en sennilega gefa þingmenn sér þó
þingsályktunum til að skoða niðurstöður skoðanakannana sem streyma að um
Guðrún Agnarsdóttir önnum kafnar við þingstörf í gær. Mynd Sig.
stjórnina bitni fyrst og fremst á
honum og kemur það í sjálfu sér
ekki á óvart. Reynslan hefur sýnt
að samstarf við íhaldið er nokkuð
örugg ávísun upp á fylgistap.
Þá má telja öruggt að fylgi Stef-
áns Valgeirssonar fyrir norðan og
Þjóðarflokksins er að miklu leyti
frá Framsókn runnið en sam-
eiginlegt fylgi þessara tveggja
framboða er um 2%. Leggi mað-
ur það við Framsókn fáum við út
18%.
Reykjavík
Reykjanes
Alþýðubandalagið hefur sam-
kvæmt þessu tapað rúmum tveim
prósentum frá kosningunum en
Kvennalistinn bætt við sig álíka
miklu. Á það ber svo að líta að
Alþýðubandalagið hefur yfirleitt
komið verr út í skoðanakönnun-
um en í kosningum.
Skáís og Félagsvísindastofnun
hafa tekið einstök kjördæmi út úr
sínum könnunum og birt niður-
stöðu í þeim. Félagsvísindastofn-
un reyndar eingöngu Reykjavík
og Reykjanes en Skáís öll kjör-
dæmin. Þá hefur DV birt niður-
stöðu könnunarinnar í Reykja-
vík.
Ef við beinum augunum að
Reykjanesi kemur í ljós töluverð
fylgisaukning hjá Alþýðubanda-
lagsins. í desemberkönnun Skáís
Kosningar 1983
DV-könnun 6.-8. mars
□ Félagsvísindast. könnun
5.-12. mars
Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Kvennalistinn
Einsog sjá má á súluritinu er innbyrðis mismunun á könnunum sem gerðar hafa verið í mars töluverðar. Meginbreytingin
er hinsvegar sú að Alþýðuflokkur hefur bætt töluverðu við sig frá kosningum vorið 1983, en fylgi hans er þó nánast
óbreytt só fylgi BJ í kosningunum lagt við krata. Framsókn virðist hafa tapað, Sjálfstæðisflokkur bætt örlitlu við sig en það
er þó vart marktækt þar sem hann kemur yfirleitt betur út úr könnunum en í kosningum. Alþýðubandalag taþaði örlitlu en
þó vart marktæku. Kvennalisti hinsvegar bætt sig töluvert.
tíma til að líta uþþ úr frumvörpum og
þessar mundir. Guðrún Helgadóttir og
hafði G-listinn í Reykjanesi 9%
en var í febrúarkönnuninni kom-
inn í 15,7%. í desemberkönnun
Félagsvísindastofnunar var G-
listinn Reykjanesi með 10% en
var kominn í 14,2% í könnuninni
sem birtist í gær. Þessar niður-
stöður virðast því benda til þess
að Alþýðubandalagið sé í mikilli
sókn á Reykjanesinu.
Sé útkoma Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík skoðuð verður
dæmið töluvert flóknara, svo
mikill mismunur er á könnunum
sem gerðar eru á nákvæmlega
sama tíma. Hjá DV fær Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík 19% en
hjá Félagsvísindastofnun bara
14,5%. í Skáískönnuninni í fe-
brúar var G-listinn í Reykjavík
með 17,6%.
Nýju
kjósendurnir
Félagsvísindastofnun kannaði
sérstaklega fylgi flokkanna hjá
yngstu kjósendunum 18-24 ára að
aldri. Þar kemur í ljós að Alþýðu-
bandalagið á meiru fylgi að fagna
meðal nýju kjósendanna en með-
al þeirra eldri, eða 17,8%. Sömu
sögu er að segja um Alþýðuflokk
og Sjálfstæðisflokk. Framsóknar-
flokkur og Kvennalisti eiga hins-
vegar minna fylgi að fagna meðal
ungra kjósenda.
Hagvangur kannaði fylgið
meðal mismunandi aldurshópa,
18-29 ára, 30-49 ára og 50 ára og
eldri. Þar kom í ljós að fylgi Al-
þýðubandalagsins var mest í
yngsta hópnum en fylgi Fram-
sóknar mest í elsta hópnum.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur sóttu mest fylgi til mið-
aldra fólks, en fylgi Kvennalist-
ans dreifðist nokkuð jafnt á alla
aldurshópa. -Sáf
2 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. mars 1987