Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Stofusmekkur
og endurnýjun
Rætt við Daða Guðbjörnsson formann Félags íslenskra myndlistar-
manna í tilefni Tvíærings FIM að Kjarvalsstöðum og einkasýningar
hans, sem verður opnuð í Gallerí Borg á morgun.
Nú stendur yfir samsýning
FÍM að Kjarvalsstöðum, oa ber
heitiðTvíæringur FÍM 87.1 ráði
er að samsýningar félagsins
verði haldnar á 2 ára fresti í
framtíðinni, en ekki árlegaeins
og verið hefur. Sýningin hefur
hlotið góðar undirtektir og ber
vott um þá miklu endurnýjun
sem nú á sér stað í íslenskri
myndlist. Þegarviðhöfðum
samband við formann félags-
ins, DaðaGuðbjörnsson
listmálara, til þess að ræða við
hann um málefni FÍM ítilefni
sýningarinnar, kom í Ijós að
hann er sjálfur að opna einka-
sýningu í gallerí Borg á morg-
un, þannig að tilefni samtals-
ins varð tvöfalt. Og við byrjuð-
um á því að spyrja hann álits á
þýðingu samsýninga FÍM fyrir
félagið og almenning.
- Ég hef þá trú að svona sýn-
ingar séu nauðsynlegar, ekki
bara listamannanna vegna, held-
ur ekki síst fyrir almenning, sem
þarna fær tækifæri til þess að fá
yfirlit yfir verk talsvert stórs hóps
listamanna. Sýningar eru nú
orðnar svo margar, að það er erf-
itt fyrir fjöldann að fylgjast með
öllu sem er að gerast í myndlist-
inni. En þarna sjáum við úrval
verka eftir allstóran hóp, sem er
að mestu á aldrinum 30-40 ára og
hefur ekki verið áberandi á sam-
sýningum félagsins fyrr. Það hef-
ur komið mikið af nýju fólki inn í
félagið á síðustu 3-4 árum, og það
er þetta fólk sem ber sýninguna
uppi.
- Hvernig voru verkin valin á
sýninguna?
- Pað var öllum félags-
mönnum boðin þátttaka - en þeir
eru yfir eitt hundrað - og sýning-
arnefnd valdi úr innsendum verk-
um. Þetta er sú aðferð sem venju-
lega hefur verið notuð, nema
hvað oft áður hefur ákveðnum
kjarna verið sérstaklega boðin
þátttaka. Ég held að það hafi
verkað uppörvandi á menn að
svo var ekki í þetta skipti, þarna
kepptu allir á jafnréttisgrundvelli
og því virðist fólk hafa lagt meiri
metnað í að senda inn góð verk.
Annars eru alltaf skiptar skoðan-
ir um hvernig standa beri að sýn-
ingu sem þessari, og ekki nema
gott eitt um það að segja.
- En ykkur finnst ekki ástœða
til þess að hafa þessa sýningu ár-
lega?
- Nei, ég held ekki. Það er viss
hætta á að það komi þreyta í
svona sýningar ef þær eru of þétt,
og svo eru líka fleiri félög lista-
„Nógir eru andskotans
peningamir“
Málþing um listir og menningu
(sjónvarpsþætti á sunnu-
dagskvöldið var voru fulltrúar
stjórnmálaflokka spurðirað
því, hvort þeir hefðu komið sér
upp menningarstefnu og
hvað þeir vildu helst til bragðs
taka ef þeir mættu ráða þeim
málaflokki. Svo vel vill til, að
það eru einmitt spurningar af
þessu tagi sem menn munu
reyna að svara á málþingi um
listirog menningarmál sem
efnt verður til á vegum Al-
þýðubandalagsins í Átthaga-
sal Hótel Sögu nk. sunnudag.
í sjónvarpsþættinum voru allir
á því vitanlega að sú menningar-
stefna væri eftirsóknarverð sem
byggði á auknum framlögum til
menningarstarfsemi í landinu.
Það er ekki slæmur samnefnari,
en hann er vissulega full al-
mennur og víður. Sumir svarend-
ur urðu líka næsta þokukenndir
þegar farið var út í einstök atriði -
töluðu helst í þeim hefðbundna
véfréttarstfl, að málið þarfnast
athugunar við. Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra,
sem á góðum stundum kveðst al-
veg samþykkur þeirri ágætu
kenningu að „nógir eru and-
skotans peningarnir" vildi svo-
sem engu sérstöku lofa - og hefur
bersýnilega sterka hneigð til að
skoða einstök dæmi og gera þá
kannski einstök mál að „sínum“
frekar en að líta á menningar-
dæmið í heild. Ingvar Gíslason
talaði í anda hins almenna vel-
vilja sem hefur tilhneigingu til að
verða nokkuð afstrakt. Jón Bald-
vin hafði góð orð um að hann og
hans menn vildu gera menning-
armál að forgangsmálum - en
hafði um leið uppi hagræðingar-
tal sem lét uppi eftirtektarverða
tilhneigingu til að styggja ekki þá
kjósendur ( sem því miður eru of
margir ) sem hafa horn í síðu
menningar og sjá eftir hverjum
eyri til hennar eins og honum
væri stolið frá þeim persónulega.
Þau Ragnar Arnalds og Þór-
hildur Þorleifsdóttir minntu á
stefnuyfirlýsingar sinna flokka
um að tvöfalda skuli framlög til
menningar og minntu réttilega á
það, að engin ofrausn væri að
hrinda þvflíkum áformum í fram-
kvæmd.
Heppilegur
vettvangur
Þetta var fróðlegt svo langt
sem það náði. Og vonandi er
samkunda eins og það málþing
sem Alþýðubandalagið gengst
fyrir á sunnudaginn hentugur
vettvangur til að fjalla nánar um
einstök atriði þessara mála. En
þar mæta bæði þeir sem virkir eru
í einstökum listgreinum og tals-
menn menningarstofnana og
munu væntanlega hver um sig
gera grein fyrir þeim vanda sem á
hverjum brennur og kannski setj-
ast í það óskasæti allra sem ber
yfirskriftina: ef ég mætti ráða.
Það er líka nauðsynlegt hverj-
um þeim stjórnmálaflokki sem
vill taka sig alvarlega að halda
málstefnu af þessu tagi. Sem er
opin að því leyti að ekki er spurt
að því fyrst úr hvaða pólitískum
röðum þeir koma sem tala. Og
snýr um leið inn á við í þeim skiln-
ingi, að hver flokkur, einnig sá
sem hefur látið sig menningarmál
allmiklu varða eins og Alþýðu-
bandalagið, þarf á því að halda að
skapa þrýsting á sína eigin menn,
að þeir standi sig sem skyldi þeg-
ar menningin kallar á liðveislu.
Því enginn skyldi neita því að í
pólitísku argaþrasi er það nokkur
freisting að láta menninguna eins
og hrekjast til hliðar fyrir þorski
og loðnu, sauðkind og mjólkuraf-
urðum og svo hinum félagslegu
öryggismálum.
Þegar menn koma saman í
nafni listar og menningar er þess
að vænta, að þeir séu næsta sam-
stiga um það, að þeir séu að tala
um nauðsynjamál. Um það sem
máli skiptir í tilverunni. Um
andóf gegn hinu daufa og vélræna
í tæknivæddu starfi og tóm-
stundadrápi. Það verður líka
minnst á það, hvflík nauðsyn ís-
lensk menning er lítilli þjóð. Og
veitir ekki af að kveða enn og
aftur góða vísu. En vitanlega eiga
menn þá margt ósagt, ekki bar-
asta um fjárupphæðir, heldur og
hvernig þeim er skynsamlegast
varið. Ekki bara um örlæti og
nísku, heldur og um móttökuskil-
yrði hjá nýjum kynslóðum fyrir
listum og bókmenntum og fleiru
því sem gott er, um þá þátttöku
almennings sem vinnur gegn því
að menning verði einangrað
fyrirbæri, séreign tiltölulega
þröngs hóps. Hér er þá líka spurt
um þá menntun, sem er annað en
fræðsla, og var mjög á dagskrá á
annarri málstefnu á vegum Al-
þýðubandalagsins um síðustu
helgi.
Af nógu er að taka, svo mikið
er víst... áb
manna sem halda samsýningar,
þannig að nóg framboð verður á
slíkum sýningum.
Stéttarhagsmunir
- Hvernig er félagsmálum
myndlistarmanna háttað, er ekki
líka til eins konar stéttarsamband
myndlistarmanna?
- Jú, okkar félag er reyndar
vettvangur fólks úr öllum grein-
um myndlistar, og innan okkar
félags eru eins og ég sagði á 2.
hundrað félagar. Félagafjöldinn
er bæði styrkur þessa félags og
veikleiki, veikleiki að því leyti að
áhuginn er nokkuð dreifður eftir
starfssviðum. En megintilgangur
félagsins er að standa vörð um
listrænan metnað og hagsmuni
félagsmanna. Auk þess eru síðan
starfandi félög myndhöggvara,
leirlistarmanna, grafíkera og
textfllistamanna, en saman
mynda þau Samband íslenskra
myndlistarmanna, SÍM, sem er
fyrst og fremst hagsmunafélag er
vinnur að faglegum hagsmunum
eins og höfundarrétti, samning-
um um greiðslutaxta og önnur
fagleg hagsmunamál.
- Hafa faglegir hagsmunir
myndlistarmanna setið á hakan-
um?
- Já, það verður ekki annað
sagt en að við sitjum á eftir öðr-
um samtökum listamanna hvað
varðar samningsbundin réttindi.
Við höfum til dæmis engan starfs-
launasjóð, en það er hlutur sem
ég hef mikinn áhuga á. Við
myndlistarmenn munum ganga á
stjórnmálamennina nú fyrir
kosningarnar og krefja þá álits
um málefni okkar. SÍM er nú að
vinna að þessu máli og ég vona að
við séum nú að finna árang-
ursríkari aðferðir við að berjast
við þessar vindmyllur en hingað
til hefur tíðkast.
Parísaríbúðin
er klúður
Annars er íbúðin sem ríkið,
Reykjavíkurborg og Seðlabank-
inn hafa keypt fyrir íslenska lista-
menn í París gott dæmi um það
hvernig myndlistarmennirnir
verða gjarnan afskiptir. Hug-
myndin að þessum kaupum er
komin frá myndlistarmönnum,
og íbúðin og sú aðstaða sem
þarna er boðið upp á er kannski
fyrst og fremst hugsuð fyrir
myndlistarfólk. Auðvitað hafa
margir unnið að þessu máli, og
við erum ánægðir með að það
skuli nú í höfn, en þegar upp er
staðið og skipað hefur verið í
nefnd þá sem á að ráðstafa hús-
næðinu, þá kemur í ljós að enginn
fulltrúi myndlistarmanna og eng-
inn sérfróður um þeirra
hagsmuni er hafður í nefndinni.
Þannig er eins og okkar hug-
myndir æxlist oft yfir i eitthvað
allt annað en til var ætlast í upp-
hafi.
- En nú hefur ríkisstjórnin
ákveðið að aflétta lúxustollum af
litum til listmálunar, er það ekki
ykkar hagsmunamál?
- Jú, þetta er búið að vera bar-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7