Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Miðvikudagur 18. mars 1987 64. tölublað 52. órgangur
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Kjaradeilur
Alltað
stöðvast
lOfélög hafa boðað
verkfall
Þegar liggur fyrir verkfallsboð-
un frá tíu stéttarfélögum. í öllum
tilfeilum utan eitt, er ríkisvaldið
sá aðili sem stéttarfélögin eiga við
að etja um sín samningsmál.
Þau stéttarfélög sem þegar
hafa boðað verkfall, eru: Félag
háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga,19. mars, Félag ís-
lenskra sjúkraþjálfara,19. mars,
Skipstjórafélag Islands, 20. mars,
Félag íslenkra fræða, 23. mars,
Sálfræðingafélag íslands,
24.mars, Stéttarfélag íslenskra
félagsráðgjafa, 26. mars, Iðju-
þjálfafélag íslands, 26. mars, Fé-
lag íslenskra náttúrufræðinga,
31. mars, Matvæla- og næringa-
fræðingafélag íslands, 1. aprfl,
Félag bókasafnsfræðinga, 2. apr-
fl.
Komi til verkfalls ofangreindra
félaga, má hæglega búast við að
margvísleg opinber þjónusta
stöðvist, eða lamist að töluverðu
leyti. Þar á meðal má nefna
umönnun sjúkra og slasaðra.
Jafnframt má gera ráð fyrir að
skipaflotinn verði fljótlega bund-
inn við bryggju, ef af verkfalli
skipstjóra verður.
-rk
Kennaraverkfall
Talað við grjótið
Lítilla tíðinda að vœnta af samningamálum
kennara. Ríkið hótar að draga deiluna á lang-
inn
„Samninganefnd ríkisins virð-
ist hafa einsett sér að ræða málin
eingöngu á fyrirfram ákveðnum
nótum, sem ekki í einu einasta
atriði er hægt að hvika frá. Þetta
er því nánast eins og að tala við
grjótið,“ sagði Gísli Pétursson,
kennari og fulltrúi í samninga-
nefnd HÍK.
í gær var enginn sáttafundur
boðaður í deilu ríkisins og kenn-
ara, eftir að slitnaði upp úr við-
ræðum deiluaðila hjá sáttasemj-
ara í fyrrakvöld. Alls óvíst er hve-
nær næsti fundur verður boðað-
ur.
„Þegar ljóst var að það væri
ekki til neins að ræða málin á
þeim nótum sem ríkisvaldið ein-
setti sér, var okkur tilkynnt pent
og kurteislega af samninga-
mönnum ríkisins að fyrst slitnaði
upp úr viðræðunum, þyrftum við
ekki að búast við viðræðum
næstu daga.
Við metum launatilboð ríkisins
upp á 11% hækkun, sem er alltof
lítið þegar þess er gætt að það er
miðað við samning til tveggja
ára,“ sagði Gísli Pétursson.
KÍ hefur sent frá sér ályktun
þar sem fullum stuðningi er lýst
yfir við verkfallsaðgerðir HÍK og
minnt er á að loforð ráðherra
fjármála og menntamála hafa
fram að þessu reynst hjómið eitt.
-rk
Það er ósköp dapurlegt hvernig kuldinn hefur leikið blómin okkar, sagði Elísabet Gísladóttir frá Hvarfi í Víðidal, en hún býr
nú á Elliheimilinu Grund. Myndirnar tvær eru teknar með viku millibili og sýna glöggt hvernig frostið undanfarið hefur
leikið snemmsprottinn gróðurinn. Myndir Sig. og E.ÓI.
Arkarmálið
40 miljónir í skoðun
Reikningar uppá röskar 40 miljónir meðal annars vegna HótelArkar ófullkomnir.
Óljóst hvortsöluskattur vargreiddur. Ríkisskattstjóri vill skýringar frá Helga Pór
Reikningar að upphæð rösk-
lega 40 miljónir króna vegna
viðskipta Helga Þórs Jónssonar
við ýmsa aðila, sem tengjast með-
al annars byggingu Hótel Arkar,
eru í könnun hjá rannsóknadeild
ríkisskattstjóra, samkvæmt
heimildum Þjóðviljans. Emb-
ættið mun hafa óskað eftir skýr-
ingum á ýmsu í tengslum við
þessa reikninga, og annað sem
varðar bókhald fyrirtækja Helga
Þórs Jónssonar.
Reikningar þessir munu
óskipulagðir og ruglingslegir,
þannig að erfitt er að sjá hvaða
hluti þessara rösklega 40 miljóna
viðskipta er söluskattskyldur.
Sömuleiðis er torvelt að greina af
þeim, hvort skatturinn hafi verið
inntur af hendi af þeim hluta, sem
er söluskattskyldur.
Þeir reikningar sem smásjá
rannsóknardeildarinnar beinist
að eru frá fjölmörgum fyrirtækj-
um, sem tóku þátt í byggingu
Hótel Arkar, meðal annars
Byggingarfélaginu Borg s/f, Tré-
smiðju Hveragerðis, Hlaðbæ s/f
og Mótás s/f. Ekki leikur hins
vegar neinn grunur á um að þessi
fyrirtæki hafi gerst brotleg við
reglur.
Könnun Þjóðviljans á þeim
fyrirtækjum sem eiga reikninga
sem eru í athugun sýndi, að við-
skipti þeirra voru á bilinu frá 1,5
miljóniroguppítæpar20miljón- 1
ir króna.
Vélaleiga Helga Þórs, sem
ekki hefur starfað síðan 1985 er
einnig í athugun. En ósamræmi
virðist vera á milli bókhalds og
söluskattskýrsla.
Traustar heimildir Þjóðviljans
herma, að Helgi Þór hafi enn
ekki gefið neinar skýringar, sem
rannsóknardeildin óskaði eftir,
en hann hefur þráfaldlega neitað
í viðtölum við fjölmiðla að Hótel
Örk sé til athugunar hjá embætt-
inu. -ÖS/lg
Kuldakastið:
Gróðurinn í stórhættu
- Kalt verður áfram. Æðakerfi trjánna í hættu
Kuldinn hefur ekki enn unnið
gróðrinum verulegt tjón en
við verðum að vona að fljótlega
dragi úr frosti, sagði Theódór
Halldórsson yfirverkstjóri hjá
garðyrkjustjóra borgarinnar í
samtali við Þjóðviljann.
Lággróðurinn er vel settur því
snjórinn er fyrirtaks ábreiða, en
trén eiga mörg erfiða daga, eink-
um þó öspin sem víða var farin að
laufgast sem um mitt vor væri.
Að sögn Theódórs þola trén illa
langvinnt kuldakast og hætta er á
að æðakerfi þeirra springi.
Magnús Jónsson, veðurfræð-
ingur, tjáði Þjóðviljanum að
áfram yrði kalt næstu daga en
frost herti þó líkast til ekki. Norð-
austanátt verður ríkjandi í dag,
en á morgun má búast við að
gangi á með éljum á suðvestur-
landi. Um helgina tekur norð-
austanáttin sig væntanlega upp
aftur með frosti, trjám og
mönnum til ama og leiðinda.
-hj.
h - J 1 K 'wEm vW ! IHá f 1 I Huif f Jjjg H Hl wm Hri H Létt & laggott 1 2 co i cn >