Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 3
Tíminn
Alþingi
FRÉTTIR
70 ára
í gær
Þingmálum stolið
Páll Pétursson: Gunnar hrífstsvo affallegum málum að hannprentar
þau upp og flytur sem sín eigin
Dagblaðið Tíminn hélt upp á
stórafmæli í gær. Átti afmælis-
barnið 70 ára afmæli og heim-
sóttu velunnarar blaðsins rit-
stjórnina. Þarna voru mættir fyrr-
verandi og núverandi starfsmenn
blaðsins, þingmenn og fyrrver-
andi þingmenn, fulltrúar annarra
fjölmiðla og lesendur blaðsins.
Um kvöldið efndi blaðið svo til
samsætis í Rúgbrauðsgerðinni
fyrir starfsfólk í tilefni dagsins.
-Sáf
Gunnar G. Schram hefur verið
staðinn að verki við stuld á
þingmálum. Komst upp um
kauða þegar Eiður Guðnason
kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær
og undraðist að í gær var dreift
tillögu frá Gunnari, samhljóða
tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur,
sem lögð var fram 15. október sl.
og þá vísað til Félagsmálanefnd-
ar, en Gunnar er formaður
þeirrar nefndar.
Guðrún Helgadóttir dró annað
Vertíðin
Sá guli tregur
Tíðin umhleypingasöm - Gœftir stopular-
Minni afliþað sem afer en í fyrra
að var samdóma álit þeirra
sem Þjóðviljinn ræddi við í
gær að vertíðin væri lakari nú en
á sama tíma í fyrra. Tíðin um-
hleypingasöm og minni afli en
menn höfðu búist við.
Til Ólafsvíkur höfðu borist á
land frá áramótum 3.469 tonn.
Þar urðu menn varir við smá
neista í síðustu viku og komu
bátarnir þá með 998 tonn að
landi.
Að sögn Hjörleifs Sigurðs-
sonar á Hafnarvigtinni hefur
þetta verið sæmilegur fiskur það
sem af er, en bara ekki nógu
mikið af honum. Þar vestra búast
menn við göngu hvað úr hverju
og eru tilbúnir með uppbrettar
ermar ti að taka á móti þeim gula.
í Sandgerði höfðu menn gert
það gott á línu frá miðjum janúar
en í febrúar og það sem af væri
mars hefði það verið ansi dapurt.
Frá áramótum og til loka febrúar
væru bátamir búnir að koma með
um 4.397 tonn, samkvæmt
Hrefnu Björg Óskarsdóttur á
Hafnarvigtinni. Sagði hún að síð-
ustu daga hefði hann gert brælu
og hefðu bátarnir þá verið að
koma með tveggja til þriggja
nátta fisk sem færi beint í fimm-
una, en það er úrgangsfiskur sem
færi í salt og síðan til Portúgals.
Á Höfn í Hornafirði kom smá
fiskiganga í kjölfar loðnunnar og
hafði verið ágætt í febrúar en síð-
an hefði hann dottið niður. Að
sögn Egils Jónassonar hjá
Kaupfélaginu hefur fiskurinn
verið ágætur en frekar smár.
Þangað höfðu borist á land frá
áramótum 3.600 tonn af bátafiski
sem væri nokkuð minna en á
sama tíma í fyrra. Þar bíða menn
óþreyjufullir eftir að sá guli láti
sjá sig almennilega og sagði Egill
að þar væri skortur á vinnuafli en
vonaði þó að úr því myndi rætast
áður en langt um liði.
grh
svipað mál farm í dagsljósið:
„Við Jóhanna Sigurðardóttir
lögðum fram frumvarp til laga
um breytingu á barnalögum um
að Tryggingastofnun greiði fram-
lög vegna menntunar eða starfs-
þjálfunar barns ef meðlags-
skyldur aðili er ekki lengur á lífi.
Við höfum ítrekað gengið eftir
því að fá það afgreitt frá Félags-
málanefnd og jafnan fengið þau
svör frá Gunnari G. Schram, for-
manni nefndarinnar að svo verði
eftir að Sjálfstæðismenn í nefn-
dinni hafi skoðað það.
Svo birtist hér fyrir nokkrum
dögum frumvarp til laga um
breytingu á barnalögum sem er
samþykkt sem lög og er algerlega
samhíj óða okkar frumvarpi en nú
flutt af allsherjarnefnd Neðri
deildar og aðalflutningsmaður
Gunnar G. Schram," sagði Guð-
rún Helgadóttir.
Gunnar G. Schram tók til máls
og átti heldur bágt og fór kring
um málið en gat þess að enginn
þingmaður ætti einkarétt á neinu
máli.
Þingmenn sem til máls tóku
auk Gunnars voru Guðrún Helg-
adóttir, Eiður Guðnason, Páll
Pétursson, sem var mjög háðskur
í garð Gunnars og sagði piltinn
mjög hrifnæman, Kristín Hall-
dórsdóttir og Jóhanna Sigurðar-
dóttir og gagnrýndu öll þessa að-
ferð Gunnars G. Schram við að
afla sér góðra þingmála. -sá.
Þær eru sposkar á svipinn, stúlkurnar tvær í Ólafsvík, þar sem þær standa við hausingavélina og mata hana á hverjum
þorskinum á eftir öðrum.
Alþingi
Listmunauppboð
Stjórnarfrumvarp um list-
munauppboð verður líklegast að
lögum fyrir þinglok, samþykkt
samhljóða. Þar er gert ráð fyrir
að ákveðinn hluti söluverðs hvers
munar sem seldur er á listmuna-
uppboðum renni til starfslauna-
sjóðs myndlistamanna. Það er
ljóst að ef frumvarpið verður að
lögum, mun það breyta miklu
fyrir starfsaðstöðu myndlista-
manna.
-sá.
Alþingi
Fæðingarorlof
,JÉ.g mótmæli því að um rang-
læti sé að ræða gagnvart heima-
vinnandi húsmæðrum,“ sagði
heilbrigðisráðherra, Ragnhildur
Helgadóttir er hún svaraði
gagnrýni Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur við 3. umræðu í
Efri deild í gær um stjórnarfrum-
varp um fæðingarorlof.
Ráðherra sagði að yrði frum-
varpið að lögum þýddi það stórt
skref í átt til jöfnunar og í því
fælist meðal annars 50% hækkun
fæðingarstyrkja af hálfu hins op-
inbera og yrðu þessi framlög jafn
há til allra kvenna, hvort sem þær
eru heimavinnandi eða ekki.
-sá.
Alþýðubandalagið í Kjósarsýslu
ÁRSHÁTÍÐ!
Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldin í Hlégarði
laugardaginn 21. mars og hefst dagskrá kl. 20.30.
Góður matur - Vönduð skemmtidagskrá - Dans
Sérstakur gestur kvöldsins verður Ásdís Skúladóttir, sem skipar 3. sœti G-listans
í Reykjaneskjördœmi. Veislustjóri verður Kristbjörn Árnason.
Ásdís Skúladóttir Kristbjörn Árnason Sofffa Guðmundsdóttir Bjarki Bjarnason Sigríður Halldórsdóttir
Meðal skemmtiatriða:
Dúettá túbu og básúnu- Reynir Kristbjörnsson og Jón Halldór Finnsson. Leikþáttur- Félagar
úr Leikfélagi Mosfellssveitar.
Bögglauppboð o.fl. -Sofffa Guðmundsdóttir,
Bjarki Bjarnason og Sigrfður Halldórsdóttir. Fjöldasöngur - hver einasti maður f salnum.
Miðinn kostar aðeins 1000 kr. og fœst hjá Kristbirni, s. 666698, Sigrfði s. 666617 og á
aðalskrifstofu G-listans f Hamraborg 11, Kópavogi, s. 41746.
Fjölmennið og takið með ykkurgesti! Alþýðubandalagið í Kjósarsýslu