Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.03.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Knattspyrna Níu mörk í hálfleik ÍK vann stórsigur gegn Augnabliki, 10-0, í fyrsta leik Alison-Bikarsins í Kópavogi. Staðan í hálfleik var 1-0, en í síðari hálfleik gerði ÍK út um leikinn með 9 mörkum. Reynir Björnsson fór á kostum og skoraði 5 mörk, Gunnar Þ. Guðmundsson 2, Vignir Baldurs- son 1, Jón Hersir Elísson 1 og Steindór Elísson 1. Um næstu helgi leika svo Breiðablik og Augnablik. Ítalía Maradona fær Óskar Argentíski knattspyrnumaður- inn Diego Maradona og þýski tennisleikarinn Boris Becker fengu um helgina það sem kallað er „Óskarsverðlaun íþrótta- manna,“ fyrir framlag þeirra til íþrótta 1986. Þá fékk Péle sérstök verðalaun sem goðsögn íþróttamanna og fyrir störf sín að íþróttamálum. Að valinu stóðu íþróttafrétta- menn um allan heim. Þá fengu Ed Moses, Mike Ty- son, Alain Prost og Francesco Moser einnig verðlaun. -lbe/Reuter Brasilía Socrates vill hætta Fyrrum fyrirliði brasílska landsliðsins Socrates vill fara að leggja skóna á hilluna. Socrates, sem er 33 ára, hefur leikið með Flamenco í Brasilíu undanfarin tvö ár. Þangað kom hann frá Fiorentina á Ítalíu. Fer- ill hans hefur þó verið ansi slitr- óttur sökum meiðsla og veikinda. Þó að samningur hans renni ekki út fyrr en í september vill hann hætta strax. Hann hefur set- ið á bekknum í síðustu leikjum og segist nú vera búinn að fá nóg. Socrates hefur í hyggju að snúa sér að læknisstörfum. -Ibe/Reuter England Markalaust Það gengur ekkert hjá Arsenal um þessar mundir. Þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Nott- ingahm Forest á Highbury í gær og möguleikar þeirra á titlinum fara minnkandi. Þá voru tveir leikir í 2. deild. Sheffield United sigraði Crystal Palace, 1-0 og Stoke sigraði Sunderland, 3-0. -Ibe/Reuter Handbolti Burst í höllinni Sextán marka munur í hálfleik í handbolta getur ekki talist eðli- legt. En svo var það í leik Fram og Ármanns. í hálfleik var staðan 21-5, Fram í vil og þeir sigruðu 37-18. Syfjulegir Ármenningar áttu aldrei möguleika. Fram skoraði fyrstu fimm mörkin og þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik varstaðan 18-3. í hálfleik var svo staðan 21-5. Ármenningar náðu þó aðeins að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks, en minnstur varð munurinn 14 mörk. Framarar tóku svo við sér og munurinn í Laugardalshöll 17. mars Fram-Ármann 37-18 (21-5) 5-0, 9-1, 10-3, 18-3, 21-5, 25-11, 28- 11, 31-16, 37-18. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 15, Per Skaarup 5, Agnar Sigurðsson 5, Ragnar Hilmarsson 4, Júlíus Gunnars- son 4, Tryggvi Tryggvason 2, Ólafur Vilhjálmsson 1 og Hermann Björnsson 1. Mörk Ármanns: Haukur Halldórs- son 4, Einar Naabye 4, Björgvin Barð- dal 3, Bragi Sigurðsson 3, Jón Ást- valdsson 3 og Svanur Kristvinsson 1. Dómarar: Kjarlan Steinbach og Einar Sveinsson - góðir. Maður leiksins: Bírgir Sigurðsson, Fram. lokin var nítján mörk, 37-18. Leikur kattarins að músinni er líklega ekki nógu sterkt til að lýsa fyrri hálfleik. Ármenningar höfðu lítinn sem engan áhuga á leiknum, en Framarar voru sprækir. í síðari hálfleik hresstust Ármenningar lítillega en Framar- ar voru þó allan tímann mun sterkari. Bestir í liði Fram voru Per Ska- arup og Birgir Sigurðsson og voru sendingar Skaarups á Birgi einn af fáum ljósum punktum við þennan leik. Þeir Agnar Sigurðs- son og Július Gunnarsson áttu einnig sæmilegan leik. Hjá Ármenningum voru það aðeins Einar Naaby og Haukur Halldórsson sem áttu sæmilega spretti í síðari hálfleik. 18 áhorfendur voru í Laugar- dalshöllinni og fengu þeir ekki endurgreitt! -Ibe Endurtekning Að þessum leik loknum léku sömu lið í 1. deild kvenna. Þar var það sama upp á teningnum. Fram sigraði 45-10, en staðan í hálfleik var 24-3. Jón Birgir Gunnarsson (fyrir þriðja sæti varð Gunnar Örn miðju) sigraðiísnókermótisem Billi- Hreiðarsson (t.v.). Mót þetta gefur ardborgararnir í Kópavogi héldu fyrir stig fyrir titilinn Borgarameistari skömmu. hann hlaut 20 stig. í öðru 1987. sæti varð Jón Thorarensen (t.h.) og í 1X2... 1X2... 1X2...1X2...1X2... 31 . leikvika a 5 Q h O Œ ffi Chelsea-West Ham 1 11112 1 Manch.City-Newcastle 1 111111 Norwich-Luton 1 x 1 2 1 1 1 Sheff.Wed-Manch.Utd Southampton-Aston Villa.. 1 111111 Watford-Arsenal 2 12 1111 Wimbledon-Q.P.Ft Birmingham-Portsmouth.. 2 2 2 x 2 2 1 Cr.Palace-Leeds 1 2x1x11 Huddersfield-Stoke Hull-Derby 2 12 2x21 Sunderland-Oldham X x 1 1 1 1 1 í 30. leikviku kom fram 23 raðir með 12 réttum. Vinningur fyrir hverja röð erkr. 27.370. Með 11 réttum voru 446 raðir og vinningur kr. 604 fyrir hverja röð. Bjöm Steffensen reynir körfuskot, en Kristinn Jörundsson og Björn Zoega fylgjast opinmynntir með. Mynd:E.ÓI KörfuboltilBikar Valur í úrslit Það verða Valur og Njarðvík sem mætast í úrslitum Bikar- keppninnar í körfubolta. Vals- menn sigruðu ÍR-inga, í síðari leik liðanna í gær, 99-81. Valsmenn hófu leikinn með 26 stiga forskot úr fyrri leiknum og ÍR átti aldrei möguleika á að jafna það. Leikurinn var jafn framan af og mikil baráttu. Liðin skiptust á forystunni, en Valsmenn þó lengst af yfir. fsíðari hálfleik juku Valsmenn forskot sitt smám saman og sigur þeirra var öruggur. Það var mikill munur að sjá Valsliðið núna og í síðasta leik gegn KR. Vörnin var sterk og sóknarleikurinn hraður. Bestir í liði Vals voru Leifur Gústafsson og Sturla Örlygsson. Þá áttu þeir Tómas Holton og Páll Arnar góð- an leik. ÍR-ingar voru misstækir, áttu góða spretti, en duttu niður þess á milli. Karl Guðlaugsson og Bragi Reynisson voru bestir í liði ÍR, en Ragnar Torfason átti ágætan leik. Stig Vals: Tómas Holton 20, Leifur Gústafsson 18, Sturla Örlygsson 17, Páll Arnar 11, Björn Zoega 10, Torfi Magnússon 9, Einar Olafsson 8, Bárður Eyþórsson 4 og Svali Björg- vinsson 2. Stig KR: Ragnar Torfason 19, Bragi Reynisson 18, Karl Guðlaugs- son 15, Jón Örn Guðmundsson 12, Árni Gunnarsson 6, Kristinn Jör- undsson 5, Björn Leósson 4 og Þor- steinn Helgason 2. -HS/lbe Handbolti í kvöld Einn leikur er í bikarkeppninni í kvöld. Víkingar heija titilvörn sína og mæta KR. Leikurinn er í Laugardalshöllinni og hefst kl. 20.15. KOSNINGAVAKA FATLAÐRA HVER KÝS HVAÐ? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. PÓLITlK grínogalvara FJÖLMENNUM OG LEGGJUM BARÁTTUNNI LIÐ! ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS • LANDSSAMTÚKIN ÞROSKAHJÁLP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.