Þjóðviljinn - 04.04.1987, Blaðsíða 9
Við opnun sýningarinnar f Galleri Suzanne Biderberg um síðustu helgi: til
vinstri er Jan Voss, þýskur myndlistarmaður sem oft hefur dvalið hér á landi, en
fremst er Hreinn á tali við dömu sem við þekkjum ekki.
Hreinn sýnir
í Amsterdam
Nokkrir starfsmenn Þjóðvilj-
ans voru í helgarferð í Amster-
dam um síðustu helgi og létu sig
ekki vanta þegar það fréttist að
Hreinn Friðfinnsson myndlistar-
maður væri að opna þar sýningu.
Sýningin er í Gallerí Suzanne Bi-
derberg í miðbænum, skammt frá
ráðhúsinu, og sýnir Hreinn þar fá
en vel unnin verk, sem njóta sín
vel í þrem sölum gallerísins. Á
sýningunni eru 4 veggmyndir
unnar úr tré og 2 grafíkmyndir.
Veggmyndirnar eru gerðar úr
fleiri einingum sem eru festar á
vegginn, og eru þær ýmist litaðar
eða í náttúrlegum viðariit. Mynd-
ir Hreins Friðfinnssonar verða
ekki túlkaðar með orðum, en í
þeim felst myndræn hugsun, sem
byggir á hárfínni tilfinningu og
þar sem afstaða formanna sín á
milli myndar eina ljóðræna heild.
Stundum minna þessi verk á eins
konar galdrastafi, en önnur
grafíkmyndin sem Hreinn sýnir
er einmitt trérista með galdra-
stöfum. Hreinn hefur haft mikið
að gera undanfarið, og hefur
hann sýnt bæði í Frakklandi og
Sviss á þessum vetri fyrir utan
sýninguna í Amsterdam. Fjöl-
menni var við opnun sýningar-
innar, og voru margir íslendingar
meðal sýningargesta.
-ólg.
Ragnheiður í
Norrænahúsinu
í kjallara Norræna hússins hef-
ur Ragnheiður Jónsdóttir hengt
upp grafíkmyndir sínar, 27 að
tölu, sem flestar eru unnar á síð-
asta ári. Þetta eru allt ætingar,
sem eru unnar á málmplötu og
þrykktar á pappír. Sýningin
skiptist í nokkrákafla eða megin-
þemu, og stór hluti hennar ber
vott um að Ragnheiður er að þró-
ast frá þeim hlutbundnu og
stundum hugmyndafræðilegu til-
vísunum, sem áður einkenndu
myndir hennar, yfir í óhlutbund-
nara og frjálsara myndmál.
Ragnheiður hefur áður sýnt að
hún hefur graffktæknina fullkom-
lega á valdi sínu og það kemur
einnig glöggt fram á þessari sýn-
ingu. Stundum finnst manni
jafnvel að tæknileg fullkomnun
myndanna verki truflandi, að
orkan hafi farið í tæknina á kostn-
að innihaidsins. „Veislumyndim-
ar“ með afþrykktum diskum,
göfflum og öðrum leifum veislu-
borðsins verða að skrautflúri í
tæknilegri úrvinnslu Ragnheiðar
og ég á erfitt með að upplifa í
myndum þessum annað en
skreytigildið. Sama má réyndar
segja um myndir þær sem hún
hefur gert af fataleifum. Myndir
þessar virka eins og röntgen-
myndir, þar sem flibbar, líningar
og hnappagöt verða yrkisefni í
áferðarfallega grafík. En ég get
ekki fundið að hún risti djúpt eða
miðli mikilli reynslu. En þar sem
Ragnheiður hverfur frá hinum
hlutbundnu viðmíðunum verða
myndir hennar sterkar í forminu
og átakamiklar og bera vott um
það að sjálf myndgerðin hefur
veitt listaiconunni annað og mik-
ilvægara viðnám en það sem feíst
í tækninni einní saman.
-ólg.
Laugardagur 4. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
UTHLUTUN HOFUNDARLAUNA
í LANDSBANKANUM
ER MEÐ HEFÐBUNDNUM HÆTTI:
KJÖRBÓKAREIGENDUR
FENGU TÆPAR 69 MILLJÓNIR
NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN
Kjörbókareigendur hafa gilda ástæöu til þess að
vera ánægðir með uppáhaldsbókina.
Nú um mánaðamótin fengu þeir greiddar tæpar
69 milljónir í uppbót á innstæður sínar fyrir síðustu
3mánuði vegna verðtryggingarákvæðis
Kjörbókarinnar.
Nafnvextir Kjörbókar eru 20% á ári.
1. þrep (16 mánuðir) 21,4%
2. þrep (24 mánuðir) 22%
Ársávöxtun á Kjörbók miðað við fyrstu 3 mánuði
ársins er 25% og enn hærri á þrepunum.
Svo má ekki gleyma því
að Kjörbókin er óbundin.
Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir
bjarta framtið.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna