Þjóðviljinn - 04.04.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Síða 11
VIÐHORF Enn fellur lagapró- fessorinn á prófinu eftir Karvel Pálmason í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 26. mars s.l. er mikið lagt undir. Heilsíðu uppsláttargrein er þar rituð af lagaprófessornum Gunnari G. Schram, hinni fal- landi stjörnu íhaldsins í Reykjan- eskjördæmi. í greininni gerir Gunnar að umræðuefni frv. til laga um breytingu á stjórn fiskveiða, 86. mál, flutt í neðri deild af undirrit- uðum ásamt þrem öðrum þing- mönnum. Grein þessi er einhver sú ómerkilegasta sem ég hef séð og um leið lýsandi dæmi um bæði málefnafátækt viðkomandi ein- staklings í hinu pólitíska hrapi sínu og trúgirni á það að almenn- ingur láti enn blekkjast og trúi nú svipað og skattalækkunarloforð- unum sem Gunnar flaut síðast inn á þing á. Hefur prófessorinn ekki lesið frumvarpið? í greininni fullyrðir Gunnar að ef 2.gr. frv. hefði verið fram- kvæmd þá þýddi hún að útgerð legðist víða niður og birtir ímynd- aða töflu yfir samdrátt á ýmsum stöðum. Fyrir þá sem vilja hafa það sem sannara reynist er fumvarpið sem heild birt hér, og getur þá hver sem er séð hvers konar blekking- arþörf hefur ráðið ferðinni hjá prófessornum. „1986. -1056 ár stofnun Al- þingis. 109. löggjafarþing. -86. mál. Nd. 86. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 97/ 1985, um stjóm fiskveiða 1986- 1987. Flm: Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Hjörleifur Guttormsson 1■ Sr- A eftir fyrri mgr. 1. gr. Iaganna kemur ný mgr, svo hljóðandi: Ákvæði 1. mgr. taka ekki til veiða með lfnu og handfærum. 2. gr. Við 2.gr. laganna bætist ný mgr. svo hljóðandi: Við úthlutun á aflamarki og sóknarmarki til einstakra skipa ber ráðherra að taka sérstakt tillit til þess efskip er gert út í byggðar- lagi þar sem a.m.k. 35% vinnu- afls starfar við fiskveiðar og fisk- vinnslu og skal aflamark og sókn- armark þeirra skipa, verði eftir því leitað, aukið um a.m.k. 25% frá því sem það hefði orðið ella eftir almennri úthlutunarreglu. 3. gr. Fyrri tölul. l.mgr. 9.gr. lag- anna falli brott. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1987. Greinargerð Engum, sem til þekkir, þarf að koma á óvart hve þungum búsifj- um kvótinn svokallaði hefur valdið í velflestum sjávarplássum þar sem flestir íbúar byggja af- komu sína á fiskveiðum og fisk- vinnslu. Ótal dæmi eru þess að bátar geta einvörðungu stundað veiðar 3-4 mánuði úr árinu. Þetta frv. er flutt með það í huga að lina á þeirri miðstýringu sem ríkir við stjórn fiskveiða. Breyting í þá átt, sem hér er iagt til, hefði í för með sér að þau sjávarpláss sem nær einvörðungu byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu nytu einhvers for- gangs viö kvótaskiptingu umfram aðra og að veiðar með línu og handfærum yrðu utan kvóta- skiptingar sem stjórnað er frá skrifborði í Reykjavík. Efnislega líkar tillögur voru fluttar af flm. þessa frv. og fleirum við meðferð kvótamáls- ins á Alþingi haustið 1984. Þessar tillögu voru þá felldar. Vonandi hefur síðan fjarað undan þeim kvótamönnum enda ljóst að helj- arfjötrar kvótastefnunnar hafa lamað atvinnulíf víða á lands- byggðinni og heft sjálfsbjargar- viðleitni manna. Frv. þetta er flutt í von um að augu fleiri þingdeildarmanna hafi opnast og þeir sjái nú betur hvíl- íkur vágestur kvótinn er í ís- lensku atvinnulifi.” Hvergi minnst á minnkun. Eins og sjá má af 2.gr. frv. er hvergi gert ráð fyrir því að kvóti verði minnkaður frá því sem er. Það eina sem gert er ráð fyrr er að í byggðarlögum þar sem a.m.k. 35% vinnuafls starfar við fisk- veiðar og fiskvinnslu, ber ráð- herra að taka sérstakt tillit til þess og verði eftir því leitað, auka kvóta þeirra skipa um 25% og taki menn nú eftir: Frá þvísem hann hefði ella orð- ið eftir almennri úthlutunarreglu. Það er: fyrst er almenna úthlut- unarreglan eins og hún er, en síð- an til viðbótar 25% á þá staði sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það eru þau byggðarlög sem svo til eingöngu byggja afkomu sína á sjávarfangi. Hvergi er minnst á það að minnka hjá neinum annars staðar en í heilabúi Gunnars G. Schram og hans fylgifiska. Á að líða þingmanni, tala nú ekki um prófessor til viðbótar, ómerkilegheit eins og fram koma í þessu máli af hans hálfu? Nei, slíkum mönnum á að hegna Nema þá því aðeins að Gunnar hafi ekki gefið sér tíma til að lesa frumvarpið, sem undirrit- uðum finn ólíklegt því það er svo stutt og auðlesið. Lætur Byggðastofnun plata sig? En skítt með Gunnar, úr þeim herbúðum eru menn ýmsu vanir. Hitt er enn alvarlegra ef full- trúar Byggðastofnunar hafa líka tekið þátt í þessum blekkingar- leik, sem undirrituðum sýnist að hafi átt sér stað. Láta þeir óprúttna stjómmála- menn plata sig til að gefa villandi upplýsingar? Var beðið um þess- ar villandi upplýsingar? Og þá hver? Eða er þetta uppfundið af fulltrúum Byggðastofnunar sjálf- um? Trúlega hafa þeir þó gefið sér tíma til að lesa frumvarpið, eða hvað? Það er með eindæmum að full- trúar ríkisstofnunar láti hafa sig til þeirra hluta sem Gunnar G. Schram fullyrðir í greininni, ef rétt er. Það hlýtur að vakna sú spurning: Hvað á ríkið að gera við slíka fulltrúa? Bolungarvík 28. mars 1987 Karvel Pálmason ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 V i n flgfS y-: ■*. - pk v {vl: , ’ ’tK'’ f ''' V ' 1. . Í&s líil *•' ''X fgxyyi ■' getur varað að eilífu! VAKNAÐU MAEMJR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiöingum umferöarslysa). ■gegngáleysi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.