Þjóðviljinn - 04.04.1987, Page 20

Þjóðviljinn - 04.04.1987, Page 20
Skoðum eftirfarandi spumingar - svari nú hver fyrir sig! Er bami þínu sinnt sem einstaklingi í skólanum? Kennarar þurfa oft að bera ábyrgð á tveimur bekkjum, allt að 60 nemendum. Verður þitt barn útundan? Breytum þessu. Á bam þitt kost á að ljúka vinnu sinni í skólanum? Aðstæður á heimilum eru ólíkar því sem áður var. Börn þurfa í vaxandi mæli að geta lokið vinnu sinni í skólanum. Til þess að svo megi verða þarf skóli að vera einsetinn og búinn góðri aðstöðu svo sem vel búnu skólasafni. Er bami þínu séð fyrir öryggi og aðhlynningu fyrir og eftir skólatíma? Margir foreldrar fara til vinnu áður en skólatími hefst og eru ekki komnir heim þegar skólatíma lýkur. Þarf börnum ekki að standa til boða aðstaða og umönnun þennan tíma? Er skólalóðin frágengin sem æskilegt og ömggt leiksvæði? Skólalóðin er hluti skólans og frímínútur eru hluti skólatímans. Þar verður að vera aðstaða til þroskandi leikja. Er öllu námi gert jafnhátt undir höfði? í öllu uppeldi þarf að leggja mikla áherslu á líkamsrækt, list og verknám. Þessir námsþættir eru þó ekki metnir til jafns við aðra, og lögboðinni kennslu er víða ekki framfylgt í skólum. Foreldrar ræðið málin við okkur kennarana - á fundum í foreldrafélögum -við þingmenn og steitarstjómarmenn -við fræðsluráð og skólanefndir. Knýjum á um úrbætur. MENKTmMÁTrUR KENNARASAMBAND ÍSLANDS I Kynningamefnd

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.