Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 2
Hákon Hákonarson
útgerðarmaður:
Já, mér finnst kvótinn dreifast jafnt á
alla landshluta. Stjórnun er nauðsyn-
lega, en þó tel ég að gæði aflans hafi
ekki aukist, því miður.
—SPURNINGIN-
Ertu sammála núverandi
fiskveiðistefnu
stjórnvalda (kvótanum)?
Spurt niðri á Granda
Ingólfur Guðjónsson
sjómaður:
Nei, ég er ekki sammála þessari vit-
leysu. Ég vil að smáfiskadrápið verði
stöðvað á áhrifaríkari hátt en gert er í
dag með skyndilokunum sem hafa
sýnt sig að duga ekki til.
Jóhann Gestsson
kafari:
Já, ég er sammála henni, en það þarf
að herða á kvótastefnunni. Hún á full-
an rétt á sér en það þarf að framfylgja
henni betur. Koma í veg fyrir svindl á
tegundum.
Árni Sverrisson
viðskiptafræðinemi í H.Í.:
Ég er sammála henni en vil að réttur á
milli landshluta verði jafnaður þannig
að þorskkvóti hvers skips verði í sam-
ræmi við stærð þess. Einnig að sú
stefna sem stuðlar að fjölgun smá-
báta undir tíu tonnum verði endur-
skoðuð.
Kristbjörg
Kristmundsdóttir
fiskverkunarkona:
Mér finnst vera kominn tími til að
endurskoða hana. Það þarf að fylgj-
ast betur með veiðunum vegna þess
að ég hef heyrt að menn hendi fiski
sem búið er að veiða sökum þess að
hann sé of smár.
FRETTIR
Grálúða
Mokveiði fyrír vestan
Hafrannsókn: Ráðleggur 30þúsund tonna veiði úr
stofninum. Aðalveiðisvœði vestur afVíkurál. Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna: Verðið á henni hefurað-
eins slaknað. Var gott í byrjun vertíðar
Hafrannsóknastofnunin lagði til
í ár að það mætti veiða úr grá-
lúðustofninum 30 þúsund tonn,
en af því veiddu útlendingar 3-5
þúsund tonn og við íslendingar 25
þúsund tonn. Aðalveiðisvæðið er
vestur af Víkurálnum og stendur
vertíðin yfir frá apríl og út maí-
mánuð, segir Viðar Helgason
fiskifræðingur.
Að undanförnu hafa togarar
veitt vel af grálúðu og hafa fyllt
sig eftir nokkurra daga veiðiferð.
Að venju ber mest á grálúðunni í
fiskvinnsluhúsum á Vestfjörðum
og á Norðurlandi þó einnig sé
hana að finna í öðrum húsum víðs
vegar um landið.
Að sögn Gylfa P. Magnús-
sonar framkvæmdastjóra hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
er þegar komið meira magn af
henni á landi í ár en í fyrra þó svo
að ekki liggi fyrir heildartonnafj-
öldinn enn sem komið er. Sagði
Gylfi að verðið fyrir grálúðuna
hafi verið gott í byrjun vertíðar
en slaknað er á leið. Því er fyrst
og fremst um að kenna að fersk-
fisklandanir á grálúðu í Þýska-
landi hafa dregið verðið niður en
einnig hafa Japanir veitt mikið af
henni á Grænlandsmiðum.
Helstu markaðssvæði grálúð-
unnar héðan eru í Sovétríkjun-
um, Japan, Bandaríkjunum og
Vestur-Evrópu. Það fer þó eftir
því hvernig hún er unnin á hvaða
svæði hún er seld. Venjulegustu
verkanirnar eru þær að hún er
heilfryst eða flökuð.
grh
Frá tískusýningu Fínullar í gær. Mynd Sig.
Kanínubœndur
Föt úr kanínufiðu
Fyrirtækið Fínull hefur hafið
framleiðslu fatnaðar úr kan-
ínufiðu og hefur þegar verið sam-
ið við Sovétmenn um sölu á 24
þúsund treflum. Þá er reiknað
með að talsverður markaður sé
fyrir fatnað úr kanínufiðu í
Þýskalandi.
Það var skömmu fyrir síðustu
áramót að fyrirtækið Fínull var
stofnað. Þeir sem standa að
hlutafélaginu eru Landssamband
kanínubænda, Álafoss, Byggða-
stofnun og Kanínumiðstöðin
Njarðvíkum. Áður hafði verið
keypt verksmiðja frá Þýskalandi
og var byrjað að kemba og spinna
í henni í lok janúar. Reiknað er
með að ársframleiðslan af fiðu
verði um 3-5 tonn.
Kanínufiðan þykir mjög ein-
angrandi, heldur jöfnum hita og
tekur í sig mikinn raka. Þykir
kanínufiðan einkar hentug í
undirföt.
-Sáf
Málfar
„Eyðni“ er orðið
„Eyðni“ vinsælasta orðið um pláguna vondu sam-
kvœmt könnun
Fátt er svo með öllu illt... Nú-
tímaplágan vonda sem á ensku
heitir AIDS hefur á Islandi hleypt
af stað mikilli sköpunargleði í ný-
yrðasmíð. Það nýyrði sem vin-
sælast er samkvæmt nýlegri skoð-
anakönnun Hagvangs fyrir tíma-
ritið „Heilbrigðistíðindi“ er orðið
eyðni sem Páll Bergþórsson veð-
urfræðingur bjó til í hittifyrra.
í skoðanakönnuninni segjast
rúm 60 prósent vilja nota eyðni
um sjúkdóminn. Tæp 40 prósent
völdu alnœmi. Eitt prósent
nefndu ónœmistœringu í þessari
könnun um vinsældir orða, sem
hlýtur að vera nokkuð einstæð
meðal skoðanakannana.
í nýútkomnum „Málfregn-
um“, sem íslensk málnefnd hefur
nú hleypt af stokkum, eru rakin
þau íslensk orð sem mönnum hef-
ur dottið í hug að nota um
pláguna. Fyrsta þýðingartil-
raunin mun hafa verið áunnin
ónœmisbœklun, en aðrir töldu
fljótlega réttara að tala um á-
komna ónœmisþurrð eða ákom-
inn ónæmisbrest. Önnur helstu
nýyrði sem málnefndin hefur haft
uppá á síðustu þremur árum eru:
ínæming, óvar, alnæmi, næma,
ónæmistæring, ótveiki, ónœmi-
svisna, eisuveiki, varnarkröm,
næming, ótsýki, eyðni, eyðsli,
fjölnœmi og aðnœmi.
Síðan orðið eyðni kom fram
hefur það unnið jafnt og þétt á.
Nokkrir læknar vöruðu við orð-
inu í dagblaðsgrein í fyrra og
töldu sjúkdómsheitið of illilegt,
en það álit hefur ekki dregið að
ráði úr hylli orðsins. Og taki
menn mark á skoðanakönnunum
hefur nýyrði Páls veðurfræðings
hérmeð unnið sér fullan ríkis-
borgararétt í íslenskri tungu.
-m
Sakadómur
Frávísun synjað
Kröfu verjenda fyrrverandi bankastjóra
Útvegsbankans umfrávísun hafnað íSakadómi.
Kröfur verjendafyrir Hœstarétt í vikunni
Pétur Guðgeirsson sakadómari
hefur hafnað kröfu verjenda
fyrrverandi bankastjóra Útvegs-
bankans um að máli ákæruvalds-
ins gegn þeim yrði vísað frá dómi
vegna vanhæfl Hallvarðs Ein-
varðssonar ríkissaksóknara, sem
gaf út ákæru á hendur þeim.
Verjendur bankastjóranna
telja að tengsl Hallvarðs við tvo
bankaráðsmanna Útvegsbank-
ans geri það að verkum að hann
hefði átt að víkja úr sæti saksókn-
ara í málinu. Þar er vísað til setu
Jóhanns, bróður Hallvarðs, og
Alberts Guðmundssonar í banka-
ráði, en sem kunnugt er veitti Al-
bert Hallvarði tvö lán úr sérstök-
um sjóði sem hann hafði yfir að
ráða í fjármálaráðherratíð sinni.
Pétur vísaði kröfunni frá á
þeirri forsendu að ákæra eða ekki
ákæra á hendur bankaráðs-
mönnum væri málinu óviðkom-
andi.
Verjendur bankastjóranna
kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar
og er búist við niðurstöðu hans í
vikunni ásamt niðurstöðu úr
kærumáli verjenda Hafskips-
mannanna Ragnars Kjartans-
sonar og Björgólfs Guðmunds-
sonar.
~gg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. maí 1987