Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 3
Fíkniefni FRÉTTIR Fyrstufjóra mánuði ársins var lagt hald á 1344 grömm afhassi á móti rúm- lega tíu þúsund allt árið ífyrra. 168 hafa verið yfirheyrðir hjáfíkniefnadeildinni, þar af45 atvinnuleysingjar, fimm hús- mæður og níu sjálfstœðir atvinnurek- endur Amfetamín á undanhaldi Kristín Steinsdóttir tekur við fyrstu verðlaunum og fyrsta eintaki bókar sinnar Fransbrauð með sultu úr hendi Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda. Á bak við þau stendur Ármann Kr. Einarsson barnabókahöfundur. (mynd E.ÓI.) Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka Fransbrauð með sultu Kristín Steinsdóttir hlautfyrstu verðlaun fyrir bók sína Fransbrauð með sultu. Saga um börn á síldarárunum á Austfjörðum Igær voru íslensku barnabóka- verðlaunin veitt í annað sinn og hlaut Kristín Steinsdóttir fyrstu verðlaun fyrir barnabókina Fransbrauð með sultu en á þriðja tug handrita bárust í árlega sam- keppni sjóðsins. Nema verð- launin 50 þúsund krónum. í fyrra hlaut Guðmundur Ólafsson fyrstu verðlaun fyrir bók sína Emil og Skundi. Bókin Fransbrauð með sultu fjallar um líf, starf og ævintýri barna í kaupstað á Austfjörðum árið 1955. Lilla fer þangað frá höfuðborginni í heimsókn til ömmu sinnar og afa og lendir í margvíslegum ævintýrum, kynn- ist skrítnum og skemmtilegum krökkum og síldarplanið opnar henni nýja veröld. I bókinni eru margar myndir eftir Brian Pilk- ington. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 1985 í tilefni 70 ára afmælis Ármanns Kr. Einarssonar og lögðu fjöl- skylda Ármanns og bókaútgáfan Vaka fram stofnfé sjóðsins. Til- gangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og stuðla að auknu framboði ís- lensks lesefnis fyrir börn og ung- linga á öðrum árstíma en fyrir jól. Fransbrauð með sultu er fyrsta sjálfstæða barnabók Kristínar en hún hefur áður skrifað smásögur og í samvinnu við Iðunni systur sína skrifaði hún leikritið Síldin kemur og síldin fer. Bókin er gef- in út í kiljuformi og kostar 685 krónur. í dómnefnd sátu Hildur Hermóðsdóttir bókmenntafræð- ingur, Ragnar Gíslason útgáfu- stjóri og Halldóra R. Tryggva- dóttir nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. -ing Fyrstu ijóra mánuði ársins hafa 168 manns verið teknir til yfír- heyrslu hjá fikniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Lagt hef- ur verið hald á 1344 grömm af hassi (10.383 allt árið í fyrra), 82 grömm af marihuana (272 í fyrra), 158 grömm af amfetamíni (1.698 í fyrra), 13,7 grömm af kókaíni (7,9) og 192 grömm af hassolíu. Af þeim 168 sem yfirheyrðir hafa verið eru 136 karlar en að- eins 32 konur. Einungis 7 eru eldri en 38 ára, en 35 manns 21 árs og yngri hafa verið yfirheyrðir af fíkniefnadeildinni. Atvinnuskipting skjólstæðinga fíkniefnadeildarinnar er sem hér segir: 45 voru án atvinnu; 40 verkamenn; 23 sjómenn; 18 námsmenn; 10 iðnaðarmenn; 10 verslunarmenn; 3 opinberir starfsmenn; 5 húsmæður; 9 sjálf- stæðir atvinnurekendur og fimm flokkuðust annað. Óvenju lítið mun nú vera um amfetamín í umferð en það var mjög mikið á fíkniefnamarkaðin- um í fyrra. Kunna glöggir menn enga skýringu á þessum sam- drætti en óttast að neysla efnisins geti aukist með sumrinu. Heróín hefur ekkert fundist frekar en endranær og virðist svo sem það sé alls ekki í umferð hér nema í litlum mæli. Efnisins hef- ur aldrei orðið vart hér utan 0,3 grömm árið 1983. Ameríska tískuefnið „crack” sem veldur ógn og skelfingu vest- an hafs virðist ekki hafa borist hingað. -bj. Hvassaleitisskóli Hert lögreglueftirlit Girðingin við Hvassaleitisskóla ekki rifin. Herteftirlit lögreglu ersvar við beiðni íbúa um aðgerðir Svar borgarráðs við erindi íbúa við Hvassaleitisskóla um að- gerðir vegna mannsins sem nefndur hefur verið „Hvassaleit- isdóninn“ er fólgið í hertu eftirliti Sovétþingmenn Utrýmingu, ekki tiHærslu Sovésk sendinefnd œðstaráðsmanna á íslandi: Kafbátatillögur Weinbergers á skjön við tilgang viðræðna um kjarnavopn íEvrópu. Gagnlegar samrœður við íslenska þingmenn Þrír sovéskir æðstaráðsmenn þökkuðu fyrir sig í gær eftir nokkurra daga heimsókn á ís- landi þarsem þeir ræddu við kol- lega sína á alþingi og skoðuðu sig um. í heimsókn sinni lögðu sovésku þingmennirnir megináherslu á að kynna og skýra afstöðu Sovét- manna í kjarnorkuviðræðum Flugumferðarstjórar Löglegt eða ólöglegt verkfall? Málið þingfest í dag „Málflutningur fer fram á fimmtudag eða föstudag og úr- skurðar að vænta um helgina," sagði Garðar Gíslason forseti Félagsdóms í gær, en eins og kunnugt er leitaði fjármálaráðu- neytið úrskurðar dómsins um lögmæti boðaðs verkfalls flugum- ferðarstjóra. risaveldanna, en í tali þeirra og íslensku þingmannanna bar við- skiptamál ríkjanna einnig á góma. Á blaðamannafundi í sovéska sendiráðinu í gær ræddu þing- mennirnir einkum kjarnorku- vopnamál, sögðu meðal annars að Sovétmenn væru fúsir til við- ræðna um hefðbundinn herafla, en nýleg krafa af vestrænni hálfu um að meðaldrægar flaugar í As- íuhluta Sovétríkjanna yrðu fjar- lægðar væri hinsvegar annað mál og snerti kjarnorkujafnvægi í þeim heimshluta. Þingmennirnir voru spurðir álits á þeirri afstöðu Weinberg- ers, varnarmálaráðherra Banda- ríkjastjómar, að fækkun eða út- rýming meðaldrægra kjarnaf- lauga í Evrópu hefði í för með sér meiri umsvif kjarnorkukafbáta á Norðurhöfum. Var því svarað til að Sovétmenn vildu ræða fyrst um fækkun eða útrýmingu ák- veðinna tegunda kjarnavopna, en slíkt ætti ekki að leiða til aukningar á öðrum sviðum kjarn- orkuvígbúnaðar. Það þyrfti að „frysta“ aðrar tegundir kjarna- vopna meðan reynt væri að ná samkomulagi á einu sviði. „Við lögreglu á þessu svæði. Tillaga Sigurjóns Péturssonar um þetta efni var samþykkt á fundi borg- arráðs í gær. íbúar við Hvassaleitisskóla hafa verulegar áhyggjur af því að skjólgirðing við skólann bjóði heim hættunni á kynferðislegri áreitni við börn, eins og dæmin sanna. Uppi hafa verið raddir um að rífa þyrfti girðinguna, en ekki verður brugðið á það ráð að svo stöddu að minnsta kosti, enda er það sameiginlegur skilningur allra aðila að vandamálið sé mað- urinn og hegðan hans, en ekki girðingin. Hins vegar verður eins og áður sagði farið fram á hert eftirlit lög- reglu á svæðinu. Dugi það ekki verður væntanlega gripið til ann- arra ráðstafana til þess að draga úr hættu á því að börnum sé sýnd kynferðisleg áreitni við skólann. -gg Sovésku æðstaráðsmennirnir á blaðamannafundi í sendiráði sínu í gær: Skáldið Égor Isajef, ritari sovéska rithöfundasambandsins, Jan Vagris, forseti lettneska æðstaráðsins og varaforseti æðstaráðsins í Moskvu, og Roald Sag- dejef framkvæmdastjóri geimrannsóknarstofnunarinnar í Moskvu. Mynd: Sig. erum að ræða um útrýmingu,, ekki tilfærslu". Þeir sögðu aðspurðir að efa- laust væri samhengi milli ný- sköpunarstefnu Gorbatsjofs í innanlandsmálum og sovéskra af- vopnunartiilagna síðustu misseri, og þá fyrst og fremst í almennum breytingum á pólitískum hugsun- arhætti og auknum hreyfanleika í sovéskri afstöðu. Einnig væri ljóst að Sovétmenn hefðu síður en svo hag af vopnakapphlaup- inu, sérstaklega í ljósi þeirra fé- lagslegu og efnahagslegu umbóta sem nú stæðu yfir. Sovéska sendinefndin þakkaði viðtökur allar á íslandi og hrósaði íslenskum þingmönnum fyrir að vera vel með á nótum í afvopnun- armálum. Dagvistun 15% hækkun 1m r r . jum Borgarráð ákvað í gær að hækka dagvistargjöld í borginni um 15% frá og með 1. júní næst komandi. Hækkunin var afgreidd frá stjórn Dagvistar í fyrradag og var þar samþykkt með fjórum at- kvæðum, en Kristín Á. Ólafs- dóttir, fulltrúi Alþýðubandalags- ins. sat hjá. I borgarráði í gær greiddu full- trúar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks atkvæði með hækk- uninni, en Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi sat hjá. -gg Mlðvikudagur 20. mai 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.