Þjóðviljinn - 20.05.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Síða 7
MENNING Leiklist Viðurkenning fyrir framsögn Halldór Björnsson leikari hlýtur viðurkenningu í minningu Lárusar Pálssonar fyrir framsögn frá Félagi íslenskra leikara Við skólaslit Leiklistarskóla íslands á dögunum vakti það athygli að Félag íslenskra leikara veitti einum þeirra nemenda sem í vor útskrifuð- ust úr Nemendaleikhúsinu sérstaka viðurkenningu fyrir framsögn. Varviðurkenning þessi veitt í minningu Lárusar Pálssonar og hlaut hana Hall- dór Björnsson sem um þessar mundir leikur Rúnar í finnska leikritinu Rúnarog Kyllikki eftir Jussi Kylatasku sem Nemendaleikhúsið sýnir. „Þetta er í fyrsta skipti sem, þessi viðurkenning er veitt og auðvitað er mjög gaman að hljóta hana,“ sagði Halldór. „Mér skilst að hugmyndin á bak við þessa viðurkenningu sé að vekja um- ræðu um framsögn og mögu- leikinn að fá þessa viðurkenningu hlýtur að verka hvetjandi á nem- endur Leiklistarskólans. Einn út- skriftarnemandi fær þessa viður- kenningu héðan í frá og skólinn fær skjöld þar sem nöfn þeirra nemenda sem fá viðurkenning- una verða grafin. Viðurkenning- argripurinn er gullhringur sem á er grafið „Lárusarviður- kenning‘% ártalið og svo Leiklist- argrímurnar og það er mjög vel við hæfi vegna þess að í leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar gengu nemendur gjarnan með hringa sem í voru grafnar leiklistargrím- urnar og stafirnir LLP.“ Aðspurður um hvort hann hefði leikið eitthvað áður en hann fór í Leiklistarskólann sagð- ist Halldór fyrst hafa byrjað 10 ára á árshátíð í barnaskólanum og haldið því áfram svo til sam- fellt síðan. „í menntaskóla lék ég líka í skólaleikritum og í Atóm- stöðinni sem Bríet Héðinsdóttir setti upp hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Henni þótti ég ekki hafa nógu góða framsögn og þegar ég átti að segja „æskulýðshöll“ þá spurði hún gjarnan hvaða ull það væri.“ Halldór sagðist hlakka til að vera búinn með skólann og fara að reyna vængina. „Maður er bú- inn að vera svo lengi innan þess ramma sem skólinn er að það er kominn tími á okkur að komast að því hvort og þá hvað við fáum að gera. í skólanum höfum við fengið tækifæri til að takast á við bæði stór og smá verkefni og þess er gætt að nemendur fái að spreyta sig á að leika sem fjöl- breyttastar manngerðir. Svo er bara að sjá til hvað gerist." -ing Samþykkt Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði Halldór Björnsson leikari fékk Lárusarviðurkenningu fyrir framsögn frá Félagi íslenskra leikara við skólaslit Leiklistar- skólans en Halldór leikur Rúnar í leikriti Nemendaleikhússins Rúnar og Kyllikki. Vantar sérstöðu í kjölfar kosningaúrslitanna virðist hafa gætt nokkurs taugatitrings í röðum Alþýðu- bandalagsmanna, og þá kannski sérstaklega meðal einstakra for- ystumanna flokksins. Hafa menn leitast við að finna skýringar á þeirri útreið sem Alþýðubanda- lagið fékk í nýafstöðnum kosn- ingum, og sýnist sitt hverjum. Það er ljóst, Alþýðubandalags- mönnum sem öðrum, að skýring- anna er víða að leita og þær ekki einhlítar. Þau málefni og þær hugsjónir sem Alþýðubandalagið stendur fyrir, virðast í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu ekki hafa náð nægj- anlega vel til kjósenda, það er og ljóst að deilur hafa hrætt kjós- endur frá flokknum, þe. þær deilur sem átt hafa sér stað innan flokksins á undanförnum árum og þá einkum meðal flokks- manna á Reykjavíkursvæðinu. Deilur sem oftar en ekki hafa staðið um menn en ekki málefni. Nú virðist flokkurinn einnig gjalda fyrir þátttöku sína í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen. Þetta eru, ásamt mörgum öðrum þáttum, þær ástæður sem skýra að nokkru leyti það fylgistap sem flokkurinn varð fyrir í kosningun- um. Hitt er ljóst að Alþýðubanda- lagið þarf að taka sér tak og skýrari til vinstri marka sér skýrari og ákveðnari sérstöðu til vinstri í íslenskri póli- tík en það hefur í dag. Það hefur og komið fram hjá einstökum þingmönnum flokksins að skýr- ingar fylgistapsins sé að finna hjá forystunni og meðal einstakra frambjóðenda. Auðvitað er alltaf af hinu góða að leita skýringa á því sem að er, en slfkt verður skilyrðislaust að gerast án þess að efnt sé til innan- flokksátaka og bræðravíga. Því fordæmir flokkurinn árásir ein- stakra flokksmanna á formann flokksins og forseta ASÍ í fjöl- miðlum. Við landsbyggðarfólkið komum yfirleitt lítið við sögu í sambandi við örlagaríkar ákvarð- anir í flokksmálum. Við hljótum því að treysta - og krefjast þess að forystulið AB starfi sem raun- sær og samstilltur hópur. Þegar okkur berast fréttir af öðru, hljó- tum við að segja: Hvort er það getan eða viljinn sem vantar til góðra verka fyrir flokkinn okkar sem er og á að vera forystuafl og brjóstvörn vinstri manna í landinu. Ágætu félagar! Verið þessa minnug. Samþykkt samhljóða á félags- fundi í Alþýðubandalagsfélagi Seyðisfjarðar 11. maí 1987. djúðviuinn Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsimi (91)68 13 33. DJÖÐVILIINN 0 68 13 33 45 68 18 66 Tímiiui 0 68 63 00 Blaöburdur er og borgar sig Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Hafðu samband við ok Síðumúla 6 0 6813 33

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.