Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. maí 1987 112. tölublað 52. örgangur I Burðarþol bygginga Hrikaleg niðurstaða úr athugun á burðarþoli nýlegra stórbygginga íReykjavík. Teikningar vantar hjá byggingafulltrúa. Kunnáttu hönnuða í burðarþolsfrœðum stórlega ábótavant Útflutningur Lýsið út um allt Sala á lýsisflöskum eykst og eykst. Islenskt lýsi til yfir 30 landa víðs vegar um heim „Sala á lýsisflöskum hér innan- lands hefur aukist um 30% á síð- ustu misserum og við seljum það til 30-40 landa víðs vegar um heiminn,” segir Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis hf. Fyrirtækið framleiðir þrjár teg- undir af lýsi: Þorska- og ufsalýsi og mintu- og ávaxtalýsi. Var haf- in framleiðsla á síðast nefnda lýs- inu til þess að fólk, sem væri illa við hefðbundna bragðið, hefði eitthvað annað upp á að hlaupa og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Sagði Ágúst að það væri greini- leg hreyfing á mörkuðunum er- lendis og þá sérstaklega vegna þess hve vel væri skrifað um það í blöð og tímarit sem nauðsynlega hollustuvöru. Lifrina fær Lýsi hf. frá saltfiskverkunarstöðvum suður með sjó en einnig frá lifrarbræð- slum víðs vegar um landið. grh Ekkert húsanna stenst að öllu leyti settar kröfur um burðar- þol þött nokkur húsanna hafi ver- ið valin í þeirri von að þau gerðu það. Auk þess er undrunarefni sá skortur á gögnum hjá bygginga- fulltrúanum í Reykjavík sem fram kom við þessa athugun.” Þessi hörðu orð standa í skýrslu verkfræðinganefndar sem athugaði burðarþol nokkurra bygginga með tilliti til teikninga að tilhlutan félagsmálaráðherra, en skýrslan var kynnt á frétta- mannafundi í gær. Könnunin náði til bygginga á Reykjavíkur- svæðinu og sagði ábyrgðarmaður skýrslunnar, Hafsteinn Pálsson verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun byggingaiðnaðarins að engar af þeim byggingum sem skoðaðar voru hefðu staðist að fullu kröfur íslenskra staðla um burðarþol. Athuguð voru 10 hús á Reykja- víkursvæðinu sem öll eru nýleg og annað hvort verslunar og skrifstofu-, eða skólahús. í einu tilfelli voru teikningar ekki til hjá byggingafulltrúa og í flestum til- fellum vantaði burðarþolsteikn- ingar og útreikninga. í sumum til- fellum var ljóst af teikningum að húsin væru það léleg að þau stæðu vart undir sjálfum sér, hvað þá að þau þyldu jarð- skjálfta. Alexander Stefánsson fé- lagsmálaráðherra sagði í gær að herða þyrfti verulega eftirlit með þolhönnun húsa og reglur sem gilda um löggildingu hönnuða þar sem í þessu tilliti hefði orðið neikvæð þróun hérlendis undan- farin ár. Hann sagði að brýnt væri að endurskoða einnig núgildandi staðla og gera þolhönnunarstaðla sem nú eru ekki til. Á fundinum kom fram að ástæða væri til að ætla að mörg íbúðarhús, bæði ein- og fjölbýlis- hús uppfylltu ekki lágmarkskröf- ur hvað varðar burðarþol, en þó væru þau líkast til sterkari al- mennt en skóla- og iðnaðarhús- næði, þar sem meir er af veggjum í íbúðarhúsnæði. sá. Sum húsin eru svo léleg að þau standa varla undir sér hvað þá að þau standist jarðskjálfta, segir í skýrslu burðarþolsnefndarinnar. Niðurstöður hennar benda til þess að hús séu teiknuð án tillits til burðarþolsstaðla, og eftirlit með byggingum sé slælegt. Utan við Rúgbrauðsgerðina rétt fyrir átta í gærkvöld. Þrír þingmenn Kvennalist- ans ganga af fundi Þorsteins eftir rúmlega sex tíma setu samtals: Kristín Einarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttirog DanfríðurSkarphéðinsdóttir. (mynd: Sig.) Stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokkurínn talar viö Albert Langar könnunarviðrœður Sjálfstæðisflokks og Kvennalista ígœr. Albert knýrfram viðurkenningufrá Porsteini með hugmynd um DBS-stjórn Búist er við að Þorsteinn Páls- son hafi í dag samband við Al- bert Guðmundsson og bjóði hon- um til könnunarviðræðna eftir að þingflokkur Borgaraflokksins kúventi í fyrrakvöld og lýsti vilja til að koma til liðs við núverandi stjórnarflokka með því skilyrði að Steingrímur verði forsætisráð- herra og ekki Þorsteinn. Þorsteinn lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að ræða við Borg- araflokkinn, en hafði áður ekki minnst á slíkan fund. í gærkvöldi hafði þó enn ekki verið haft sam- band við Albert. Yfirlýsing Borgaraflokksins um stjórnarvilja kemur fram á þeim tíma að Þorsteinn á erfitt með að sniðganga Albert og fé- laga, þarsem slíkt yrði hægtúlkað sem svo að Þorsteinn hafnaði hugsanlegum stjórnarkosti að ó- reyndu. Yfirlýsingin eykur enn á glund- roða innan þingflokks Sjálfstæð- isflokksins þarsem uppi eru ýmis- legar skoðanir um samstarfs- menn og málefnagrunn. Þing- flokkurinn kemur væntanlega saman í dag eða á morgun, og eftir það gerir Þorsteinn sam- kvæmt hefð annað tveggja, boðar til formlegra viðræðna þriggja flokka eða skilar umboði sínu. í allan gærdag sátu þeir Þor- steinn og Friðrik Sophusson á fundi með kvennalistaþingmönn- unum Danfríði Skarphéðinsdótt- ur, Guðrúnu Agnarsdóttur og Kristínu Einarsdóttur. Viðræðu-- menn eru að venju fámálir um gang mála, en Kristín Einarsdótt- ir sagði eftir fundinn að efnahags- mál hefðu tekið mestan tíma. Drepið hefði verið á flesta mála- flokka, en fátt rætt um hugsan- legt stjórnarmynstur. Ljóst er þó að af hálfu Sjálfstæðisflokksins er með viðræðum við Kvennalista verið að hugsa fyrst og fremst um stjórn með honum og Alþýðu- flokki. Málefnasamstaða Kvennalista og Sjálfstæðisflokks þykir öðrum pólitíkusum ekki sennileg, en Danfríður sagði þó í fundarhléi í Rúgbrauðsgerðinni í gær að „fleiri og fleiri gera sér ljóst að reynsluheimur kvenna er raun- veruleiki“. Á meðan Þorsteinn Pálsson klárar sína umboðshringferð mun Vigdís forseti hafa notað tímann til óformlegra samtala við ýmsa stjórnmálamenn sem ekki standa í fremstu stjórnarmynd- unarvíglínu í flokkum sínum. -m Lánskjaravísitalan Verðbólgukippur Lánskjaravísitalan hækkaði Umreiknuð til síðustu þriggja um 1,50% frá síðasta mánuði mánaða er hún 19,4% og til síð- samkvæmt útreikningi Seðla- ustu 12 mánaða 16,5%. Það er bankans og var þá verðbólgan í því ljóst að hún er að taka hressi- síðasta mánuði umreiknuð til árs- legan kipp. hækkunar 19,6%. _s£.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.