Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Hér gefur að líta verðlaunahafana frá Cannes. Að ofan: Maurice Pialat sem aukaverðlaun í sinn hlut. Wim Wenders var útnefndur besti leikstjórinn en hafði hreppti Gullpálmann og vandlætingu áhorfenda. Tengis Abuladze fékk þrenn þrem árum fyrr hreppt Gullpálmann. Cannes ......þá geðjast mér ekki að ykkur.“ Uppistand varð við afhendingu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes þegar tilkynnt var aðfranski leikstjórinn Maurice Pialat hefði hreppt Gullpálmann —ÖRFRÉTTIR ■■■■■■ Níu lík hafa fundist til viðbótar um borð í freigátunni Stark sem á sunnu- dagskvöld varð fyrir eldflaugar- árás íraskrar Mirageþotu. Það er því Ijóst að 37 sjóliðar hafa orðið fórnarlömb árásar sem ráða- menn í Bandaríkjunum og írak eru sammála um að verið hafi „óviljaverk". Reagan forseti hef- ur nú fyrirskipað áhöfnum her- skipa sinna á Persaflóa að vera á varðbergi og hika ekki við að hleypa af kanónum ef illfygli sést á sveimi sem til alls er líklegt. Vígamaður í læknisgervi var tekinn höndum í gær í fangelsi Heilags Jósefs í Lyon. „Læknirinn" knúði dyra og fékk inngöngu í fangelsið enda hafði hann meðferðis skjöl frá ó- nefndu sjúkrahúsi í Paris um að hann væri gerður út af örkinni þeirra erinda að fá þvagsýni frá einum fanganna, Klaus Barbie að nafni. En árvakur lögreglu- þjónn ákvað að leita á „lækni“ og þá kom sjálfvirk skammbyssa í Ijós. Nýmunkur einn á Englandi fylltist örvilnan í gær vegna hins stranga aga í klaustri sínu, stal þrjátíu smálesta vöruflutningabifreið og lagði á flótta. Ekki tókst framkvæmdin betur en svo að hann sigldi fley- inu í strand á næstu umferðar- eyju og situr nú inni fyrir tiltækið. Lögmaður hans sagði skjólstæð- ing sinn hafa það sértil málsbóta að miklar föstur og bænahald í tíma og ótíma hafi nær riðið geð- heilsu hans að fullu og fyrir vikið hafi dómgreindin ekki verið í góðu lagi. Charlotte Bronté höfundur hinnar rómuðu skáld- sögu um gæðablóðið Jane Eyre, mun kæta aðdáendur sína á næstunni þótt 130 ár séu liðin frá dauðahennar. í lok þessararviku verða gefin út fyrsta sinni meira en hundrað smáverk eftir hana, Ijóð og óbundið mál. Það hefur tekið Kristínu nokkra Alexander átta ár að hafa uppi á verkunum sem dreifð voru vítt og breitt um Bretland og Bandaríkin og voru ýmist í einkaeigu eða varðveitt á háskólabókasöf n u m. Hæstiréttur Filippseyja ákvað í gær að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á allri framkvæmd og tilhögun þingkosninganna sem fram fóru í fyrri viku. Stjórnarandstöðuflokk- ar hafa ítrekað sakað Aquino forseta um að hafa haft rangt við og skipulagt stórsvindl en tals- menn hennar og hlutlausra eftir- litsaðila hafa vísað þeim aðdrótt- unum á bug. Skoðanabræðurnir Mikjáll Gorbatsjof og Nguyen Van Linh, leiðtogi Víetnama, hafa að undanförnu spjallað saman um ágæti nýsköpunarog umbóta í ríkjum sósíalismans og fleira skemmtilegt í Moskvu. í gær felldu þeir þó hið létta hjal er Linh greindi kollega sínum frá efna- hagsörðugleikum í landi sínu. Hann kvaö lausn vandans alger- lega undir því komna að Sovét- menn og bandamenn þeirra hlypu undir bagga eftirleiðis sem hingaðtil. Dómnefndin á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes skaut spá- mönnum ref fyrir rass í gær og veitti franska kvikmyndaleik- stjóranum Maurice Pialat hinn eftirsótta Gullpálma fyrir mynd sína „Undir sólu andskotans“ við mikinn ófögnuð viðstaddra. Fyrir verðlaunaafhendinguna höfðu flestir hallast á sveif með kvikmyndunum „Iðrun“ eftir Grúsíumanninn Tengis Abula- dze og „Himinninn yfir Berlín“ sem vesturþýski filmarinn Wim Wenders hafði veg og vanda af. Fæstir töldu mynd Pialats líklega til stórræða enda hafði hún fengið fremur dræmar undirtektir gagnrýnenda. Barátta blökkumanna fyrir mannréttindum i Suður- Afríku er með ýmsum hætti en ekkert bragð snertir ríkissjóð jafn illa og ákvörðun sem þeir tóku fyrir ellefu mánuðum um að neita að greiða húsaleigu. Krafa leigjendanna er sú sama og annarra þeldökkra, þeir krefj- ast þess að fangar sem lokaðir hafa verið í dýflissum frá því rík- isstjórn Bothas setti „neyðarlög" verði látnir lausir, að hin al- ræmda slagsmálalögregla yfir- valda verði kölluð burt úr byggð- um svartra og að blökkumenn fái sína réttmætu hlutdeild í stjórn landsins. Áætlað er að um 450 000 fjöl- skyldur taki þátt í aðgerðunum eða um fjórar miljónir manna vítt og breitt um landið. Tekjutap ríkisins vegna aðgerðanna nemur Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Georges Bernanos og greinir frá klerki sem fellur í eina af hinum lævísu gildrum pöru- piltsins í neðra. Aðalhlutverk eru í höndum Gerards Depardieu, sem leikur klerk, og Sandrine nokkurrar Bonnaire sem fer með hlutverk 15 ára gamallar stúlku sem fyrir handvömm verður elsk- huga sínum að bana. Múgur og margmenni voru við afhendingu verðlaunanna en þegar franska leikkonan Cather- ine Deneuve tilkynnti hver hreppt hefði hnossið þá ætlaði allt af göflum að ganga. Fólk pú- aði, fussaði og sveiaði og leikkon- an varð þrásinnis að biðja gesti að nú um 190 miljónum randa sem eru um 2800 miljónir íslenskra króna. Gjöldin eru allajafna innheimt af bæjarráðum sem skipuð eru blökkumönnum er starfa í óþökk þorra svartra. Þau voru sett á laggirnar af stjórn hvítra og var það gert til að „koma til móts við“ kröfur þeldökkra um aukin póli tísk réttindi. Samtök sem berjast fyrir af- námi aðskilnaðarstefnunnar segja ráðin fígúru sem þjóni þeim eina tilgangi að slá ryki í augu blökkumanna og líta á þá sem sæti taka í þeim sem svikara við málstaðinn. { bæjarráðskosning- um sem fram fóru árið 1978 greiddu innan við 6 prósent svartra atkvæði. Kostnaður við rekstur ráðanna hefur ætíð verið greiddur með sitja á strák sínum og þegja áður en vinningshafinn fékk hljóð og ávarpaði samkunduna. Hann þakkaði pent fyrir sig og beindi þvínæst orðum sínum til viðstaddra og sagði, stutt og lag- gott: „Ef ykkur geðjast ekki að mynd minni þá geðjast mér ekki að ykkur“. Fyrr um daginn höfðu verð- laun gagnrýnenda og verðlaun kirkjunnar manna fallið Abula- dze í skaut fyrir „Iðrun“ en hann fékk einnig sérstök aukaverðlaun dómnefndar Canneshátíðarinn- ar. Myndin er einskonar uppgjör höfundar við Stalínstímann í Sov- étríkjunum og um hana segir Árni Bergmann: „Mikill lista- leigufé sem innheimt hefur verið frá íbúum byggða þeldökkra en nú er sú tekjulind þorrin vegna mótmælagreiðslustöðvunarinn- ar. í Soweto, steinsnarfrá Jóhann- esarborg, eru um 40 000 af 75 000 hýbýla í eigu hins opinbera og umsjá bæjarráðanna. Þar er þátt- takan í greiðslustöðvuninni mjög almenn og þar hafa yfirvöld brugðist við með ýmsu móti. Fyrst í stað efndu þau til áróð- ursherferðar og létu hengja upp veggspjöld í bænum þar sem bor- ið var lof á þau sjálf fyrir örlæti því rafmagn og vatn væri selt inn- byggjurunum fyrir spottprís. Á spjöldunum var síðan klykkt út með setningum á borð við þessa: „En jafnvel spottprísa verða menn að greiða.“ Allt kom fyrir ekki og þá var maður notar áhrifaríkan miðil til að fjalla um hluti sem skipta miklu máli. Og verður sá ekki samur maður sem á hefur horft.“ Wim Wenders fór ekki alveg bónleiður til búðar því hann var útnefndur besti leikstjórinn. Fyrir þrem árum hreppti hann Gullpálmann fyrir myndina „Par- is, Texas“ og er það alkunna að engum er veitt sú virðing í tví- gang. Af öðrum verðlaunahöfum er það helst að segja að ítalinn Marcello Mastroianni var sagður bestur leikara en hin bandaríska Barbara Hershey fremst leikkvenna. látið skína í tennurnar. Fólk gat átt von á að tekið yrði hús á því um miðjar nætur og það borið út. Fjöldi fjölskyldna hefur hrakist á vergang en ekki hreif þetta bragð. Leigan var eftir sem áður ekki greidd. Þá datt ráðamönnum það „snjallræði“ í hug að hafa í hótun- um við leiðtoga blökkumanna í Soweto. Nýlega bárust tilkynn- ingar inn um bréfalúguna til Winnie Mandela (eiginkonu Nelsons Mandela) og forystu- manns Sameinaða lýðræðis- bandalagsins, Albertínu Sisulu, um að þær skyldu hypja sig hið bráðasta. Þær segjast báðar ætla að sitja sem fastast án þess að greiða leiguna. Trauðla áræða lögregluyfirvöld að láta varpa þeim á dyr. Þá færi örugglega allt í bál og brand í Soweto. -ks. UiAuilmrlamir OO k lAnwii iifcibi « Aðalheimild: Reuter -ks. Suður-Afríka Neita að greiða húsaleigu Um ellefu mánaða skeið hafa íbúar íþorpum og bœjum blökkumanna neitað að greiða húsaleigu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.