Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 6
MENNING Reyndu að standa þig, gamli andskotinn Guðbergur Bergsson Farðu til fjandans, Tómas Jónsson, og reyndu að standa þig, gamli andskotinn. Með þeim orðum sendir Guð- bergur Bergsson frægasta skapnað sinn út í samfúníuna í formála að nýrri útgáfu Tóm- asar Jónssonar Metsölubók- ar, röskum tuttugu árum eftir að sú afdrifaríka bók kom út fyrst. Pað er Forlagið sem hefur unn- ið það þarfa verk að koma Tóm- asi í kiljuform. Úlfúð og aðdóun Ekki verður tækifærið notað hér til að skrifa nýja umsögn um þessa bók. Það er hinsvegar ekki úr vegi að minna á það, að af útkomu þessarar skáldsögu varð á sínum tíma verulegur hvellur. Það er ekki nema rétt sem For- lagið segir, hún vakti upp úlfúð. Og það var ekki einungis vegna þess að um þetta leyti „hafði formskyn okkar íslendinga lent í talsverðum blindgötum" eins og Guðbergur segir í formála nýju útgáfunnar, og að hann tók sér það fyrir hendur með róttækari aðferð en menn áður höfðu séð að brjóta leið út úr þeirri kreppu, þeirri stöðnun. Það kom líka fram að mönnum þótti „nei- kvæði“ bókarinnar yfirþyrmandi. Hún var ljót, andstyggileg, niður- Tónleikar lægjandi og þar fram eftir götum. Það skrýtna var þó, að þessi viðbrögð komu ekki svo mjög fram á prenti og að því mig minnir alls ekki í gagnrýninni. Þótt Guðbergur hafi, eins og rit- höfundum er títt, fátt eitt gott að segja um krítíkera og bók- menntafræðinga, þá reyndust þeir afar fegnir þegar þennan furðumann, Tómas Jónsson, aldamótaskrokkinn sem varð að íbúð í Hlíðunum, bar að garði. Það var engu líkara en þeir hefðu lengi beðið eftir honum. Til þessa er einmitt vitnað á bókarkápu. Ólafur heitir Jónsson kallaði Tómas Jónsson fyrstu virkilegu nútímasöguna á íslensku. Sigfús Daðason sagði að Guðbergur hefði brotið nýjum veruleika braut inn í íslenskar bókmenntir. Undirritaður skrifaði um það hér í blaðið, að með Tómasi Jónssyni hefði verið gerð tilraun með „nýja sögu“ sem tilþrifameiri væri en menn höfðu áður reynt, það hefði verið stigið skref sem um munaði. Ég man ekki betur en Morgunblaðsgagnrýnin hafi líka verið einkar jákvæð. Og gagnrýnendur höfðu ekki til- takanlegar áhyggjur af „neikvæð- inu“, „ljótleikanum“. I Þjóðvilj- anum sagði m.a. að bókin væri fullkomlega miskunnarlaus. í henni skini ekki sól. Og því var við bætt, að bókmenntalíf okkar benti til þess að miskunnarleysi þetta væri beinlínis nauðsynlegt. Síðasta hneykslið En úlfúðin var til að sönnu, og kannski mest í almennum kjaft- hætti. Mér er nær að halda að Tómas Jónsson sé síðasta dæmið sem við eigum um að skáldsaga veki upp heiftarleg viðbrögð. Þau voru áreiðanlega heimskuleg, en þau sýndu að minnsta kosti að mönnum stóð ekki á sama um bókmenntir. Menn brugðust náttúrlega við nýjum skáldverk- um eftir þetta, kannski með fögnuði, kannski með geispa. En þeir gátu ekki lengur hneykslast á neinu. íslenska sjónvarpið tók einmitt til starfa á sama ári og Tómas Jónsson kom út og við það breyttist viðkvæmnin í þjóðarsál- inni. Rithöfundar gátu sagt hvað sem var og hvernig sem var í þókum sínum. En hvert smálegt frávik frá einhverjum viðurkenn- dum og uppbyggilegum hugsun- arhætti sem sást í íslensku sjón- varpsefni fékk menn til að titra og skjálfa um langan tíma. Margrœðnin Sem fyrr segir: hér verður ekki tekin upp á nýtt túlkun á Tómasi Jónssyni. Höfundur sjálfur minnir á það í formálanum að „hugur minn stefndi að því að skapa táknmynd hinna trénuðu afla í þjóðfélagsgarðinum, skapa mann af hinni títt umræddu alda- mótakynslóð. Hún hafði áður verið frjótt hreyfiafl, einkum ís- lensks sjálfstæðis, en var nú orð- in, í hinum þjóðfélagslega veru- leika íslands, voðalegur dragbít- ur á öllum framförum. Kynslóðin var jafnvel ógn við sjálfstæðið sem hún hafði barist fyrir“. ( Til gamans má rifja upp að eitthvað svipað stendur í umsögn hér í Þjóðviljanum 6. nóvember 1966: „Sterkar líkur benda til þess að Tómas Jónsson sé sam- nefnari vanmáttar, smækkunar, hnignunar, rotnunar heillar kyn- slóðar, heils samfélags“.) En Guðbergur minnir um leið á að táknmynd skáldverks má ekki vera einfeldningsleg og að hann sjálfur hafi reynt að beita margræðinu sem mest. Og við upprifjun sést, að gagnrýnendur tímans hafa líka viljað forðast að finna sér einföld lykilorð að bók- inni, tekið mið af margræðinni. Menn fóru svo í ýmsar áttir í sín- um skilningi. En ekki man ég til þess að neinn kæmi auga á það, sem Guðbergur bendir á sjálfur í sínum formála þegar hann talar um margræðni þeirrar tákn- myndar sem íbúð Tómasar Jóns- sonar er í sögunni : „ég gerði leigjendurna líka að tákni hins er- lenda hers, sem var að leggja undir sig það gólfflæmi sem var milli veggja hins áður „sjálf- stæða“ manns“. Guðbergur segir að Tómas Jónsson Metsölubók hafi góðu heilli ekki skapað neina ákveðna stefnu í íslenskum bókmenntum. Það er líkast til alveg rétt. Og skal þó hvergi dregið úr áhrifavaldi þess fordæmis sem bókin var þeim sem fannst þröngt um sig innan veggja hefðarinnar. Kannski ýtti bókin fyrst og síðast undir þá stefnu að farsælast væri að hugsa sem minnst um stefnur. Árni Bergmann Leikfélag Akureyrar Sýningum fækkar á Kabarett Söngleikurinn aðeins sýndur út þennan mánuð. Fyrsta verkefni næsta leikárs verður dagskrá í tilefni 125 ára afmælis Akureyrar Einleikara- próf í píanóleik Hélga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari þreytir síðari hluta einleikaraprófs Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleikaraprófstónleika í Norræna húsinu í kvöld og þreytir þar Helga Biyndís Magn- úsdóttir píanóleikari síðari hluta einleikaraprófs síns. Á efnisskránni eru verk eftir J.S.Bach, Beethoven, Chopin og Ginastera. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis og öllum heimill. ~*ng Nú fer sýningum að fækka á söngleiknum Kabarett hjá Leikfé- lagi Akureyrar en hann hef ur sem kunnugt er verið sýndur þar við miklar vinsældir í vetur. Verður söngleikurinn aðeins sýndur út þennan mánuð og því hver síð- astur fyrir þá sem eiga eftir að sjá hann. Pétur Einarsson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar sagði að aðsókn hefði verið mjög góð og sýningar hefðu gengið ljómandi vel. „Við þurfum að hætta svona snemma til að leikararnir fái sitt sumarfrí vegna þess að í byrjun ágúst hefjum við æfingar á dag- skrá sem við sýnum í endaðan ág- úst í tilefni af 125 ára afmæli Ak- ureyrarbæjar sem er 29. ágúst. Kabarett verður ekki tekið aftur upp í haust vegna þess að leikarar eru búnir að ráða sig í önnur verkefni.“ Aðspurður um hvort ekki hefði komið til tals að koma suður með Kabarett sagði Pétur að víst hefði það komið til tals en verkið væri svo mannmargt að leikfélagið réði ekki við svo dýra ráðstöfun. -ing Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Kabarett en sýningum fer nú fækkandi og lýkur um mánaða- mótin. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 20. maf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.