Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 14
_ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ------------------------------- Alþýðubandalagið í Reykjavík Vinningstölur í happdrættum Vinningur í happdrætti ungra kjósenda kom á bækling númer 9009, ferð til Rhodos fyrir tvo. Hafið samband við Flokksmiðstöðina, sími 17500. Vinningur í skyndihappdrætti ABR í kosningamiðstöð á kjördag kom á miða númer 313, Mallorka-ferð. Hafið samband í síma 17500. Verði þessara ferðavinninga ekki vitjað fyrir 12. maí falla þeir úr gildi þarsem gert var ráð fyrir að ferðirnar væru farnar síðari hluta maímánaðar. Drætti í kosningahaþpdrættinu hefur verið frestað til 1. júní. Þeir sem enn oiqa eftir að gera skil eru beðnir að gera það hið fyrsta. Frá Skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími I sumar er skrifstofa AB opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík er með opna skrifstofu á Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 alla virka daga. G-listinn Reykjanesi Listaverkahappdrætti Dregið hefur verið hjá embætti bæjarfógetans í Kópavogi I Listaverka- happdrætti G-listans í Reykjaneskjördæmi. Þar sem enn hafa ekki borist lokaskil úr kjördæminu eru vinningsnúmerin innsigluð og verða birt í Þjóð- , viljanum miðvikudaginn 20. maí. Þeir sem enn eiga óuppgert eru beðnir að hafa samband við flokksskrifstof- urnar sem allra fyrst. G-iistinn Reykjanesi Tímaritstölurnar Vinningstölur í happdrætti tímaritsins G-87 á Reykjanesi eru þessar: 12488 - 15901 - 5454 - 16548 - 11459. Nánari upplýsingar í síma 41746. Alþýðubandalagið Reykjanesi Alþýðubandalagið Akureyri „Það er undarlegt að Landleiðum skuli veitt Hafnarfjarðarsérleyfið á sama tíma og sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu eru að vinna að því að koma á sameiginlegu strætisvagnakerfi", sagði Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði við Þjóðviljann í gær. tt r r- s , . / Mynd: E.ói. Hafnarfjarðcirstrœto HITI í HAFN- FIRÐINGUM Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 4. júní kl. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Almennur félagsfundur verður í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 21. maí, kl. 20.30. Dagskrá: Rætt um niðurstöðu kosninga og sagt frá miðstjórnarfundi. önnur mál. Áríðandi að félagar mæti. Stjórnin G-listinn Reykjanesi Listaverkahappdrættið Vinningstölur í Listaverkahappdrætti G-listans á Reykjanesi. Upp komu eftirtaldar tölur í þessari röð: 1) 6074 2) 5134 3) 11849 4) 7215 5) 4804 6) 3452 7)4425 8)10745 9)3051 10)5111 11)1138612)1061 13)507614) 11360 15) 10011 16) 7169 17) 9021 18) 11575 19) 7727 20) 4691. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi, sími 41746 sem fyrst. Alþýðubandalaglð Reykjanesi Frá Fjölbrautaskólanum viðÁrmúla Einkunnir verða afhentar föstudaginn 22. maí kl. 11.00-13.00 og þá skulu nemendur jafnframt velja sér áfanga fyrir næstu önn. Brautskráning stúdenta og skólaslit verða í Lang- holtskirkju laugardaginn 23, maí. Athöfnin hefst kl. 13.00. Innritun nýnema fyrir haustönn er hafin, en skólinn býður upp á nám í eftirtöldum brautum: Félagsfræðibraut, hagfræðibraut, heilsugæslu- braut, þjálfunar- og íþróttabraut, náttúrufræði- braut, nýmálabraut og viðskiptabraut. Skrifstofa skólans er opin k. 8-15, sími 84022. Skólameistari Beinið viðskiptum ykkar til þeirra sem auglýsa íj Þjóðviljanum GuðmundurÁrni Stefánsson bœjarstjóri: Höfum ítrekað óskað eftir að sérleyfinu yrði úthlutað til árs í senn „Mér kemur það afskaplega undarlega fyrir sjónir ef Skipu- lagsnefnd fólksflutninga áttar sig ekki á hvað er að gerast í almenn- ingssamgöngum hér á höfuðborg- arsvæðinu,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfírði í gær. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér harðorð mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar sam- gönguráðuneytisins að úthluta Landleiðum h.f. sérleyfi til fólks- flutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til næstu fimm ára. Krefst bæjarráð þess að ráðu- neytið afturkalli sérleyfið. Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum hafa verið uppi hugmyndir meðal sveitar- stjórnarmanna á höfuðborgar- svæðinu um sameiginlegt strætis- vagnakerfi fyrir allt svæðið, þ.e.a.s Reykjavík, Mosfellssveit, Hafnarfjörð og Garðabæ. í maí 1985 var samþykkt þings- ályktun á alþingi um að „láta fara fram könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almennings- farartækja á höfuðborgarsvæð- inu. Könnuð verði almenn og þjóðhagsleg hagkvæmni slíks sameiginlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlun um sam- göngur á svæðinu. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði“. Könnunarnefndin Samgönguráðuneytið skipaði síðan nefnd til að gera könnunina og áttu sæti í henni; Sveinn Björnsson forstjóri SVR., Gest- ur Ólafsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og Halldór Jóns- son verkfræðingur í Kópavogi. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í okt. sl. ogþakkaði samgönguráð- herra nefndinni skýrsluna og lagði hana síðan niður, að sögn ráðneytisstjóra samgönguráðu- neytisins, vegna þess að fé til að kosta starf hennar fékkst ekki úr ríkissjóði. Sveitarfélögin hafa síðan ítrekað óskað eftir því að nefndin taki aftur til starfa og ljúki verkinu og hafa sjálf skipað, að Reykjavík undanskilinni, full- trúa í nefnd sveitastjórnarmanna sem vinna skuli samhliða nefnd samgönguráðuneytisins og vera henni til aðstoðar. Skömmu fyrir lok síðasta al- þingis voru samþykkt ný lög um skipulag fólksflutninga og í þeim er nýmæli, sem er ákvæði er heimilar ráðherra að veita sér- leyfi til fólksflutninga innan þrengri tímamarka en samkv. eldri lögum. Nú getur ráðherra veitt sérleyfi til eins árs í einu í stað fimm ára. Þá getur ráðherra nú sagt upp sérleyfi sem veitt er án sérstakra þrengdra tíma- marka, sé í aðsigi aukin þátttaka eða samstarf sveitarfélaganna sjálfra um reksturinn og fellur þá sérleyfið niður að liðnum tveim árum frá uppsögn ráðherra. Hafnarfjarðarstrœtó Skipulagsnefnd fólksflutninga heitir nefnd sem skipuð er fulltrú- um ýmissa hagsmunahópa, svo sem bænda, ASÍ, sérleyfishafa og fleiri. Nefndinni er ætlað að meta sérleyfisumsóknir og leggja til við ráðherra hverjir skulu hljóta sér- leyfin. Sameiginlegt strætisvagnakerfi á sér mikinn hljómgrunn meðal bæði almennings og sveitar- stjórnarmanna á höfuðborgar- svæðinu og því kom það mörgum mjög svo í opna skjöldu þegar sérleyfum var úthlutað fyrir skömmu að Landleiðum h.f. var endurúthlutað Hafnarfjarðarsér- leyfinu án nokkurra tímatak- marka þannig að í reynd gildir það til næstu fimm ára. Mosfells- leiðarsérleyfinu var hins vegar út- hlutað til eins árs. (Þess skal þó getið að ráðherra getur, eins og áður segir, sagt því upp með tveggja ára fyrirvara). Bæjarstjórn og bæjarráð Hafn- arfjarðar hefur mikinn áhuga á sameiginlegu strætisvagnakerfi með höfuðborgarsvæðinu og áður en úthlutun sérleyfa fór fram óskuðu Hafnfirðingar ítrek- að eftir því við samgönguráðu- neytið, bæði bréflega og á fund- um með ráðuneytismönnum að sögn Guðmundar Árna Stefáns- sonar bæjarstjóra, að Hafnar- fjarðarséríeyfinu yrði úthlutað til eins árs í senn og sama gerði hreppsnefnd Mosfellshrepps. Að sögn Sveins Björnssonar, for- manns skipulagsnefndar fólks- flutninga barst nefndinni aldrei neitt erindi frá Hafníirðingum en hins vegar frá Mosfellingum. Hefði því nefndin lagt samhljóða til að farið yrði eftir beiðni Mos- fellinga og leyfinu á Mosfellsleið úthlutað til eins árs en þar sem engin tilmæli hefðu komið varð- andi Hafnarfjarðarsérleyfið hefði því verið úthlutað til fimm ára. „Ég hef engar kenningar uppi um hvað þarna hefur gerst og bíð skýringa frá ráðuneytinu," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, „en mér kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fagnefnd sem er umsagnaraðili til ráðherra skuli láta eins og hún viti ekkert hvað er að gerast hér á svæðinu. Það fór bréf frá okkur til nefndarinn- ar en hvað um það hefur orðið get ég ekkert um sagt,“ sagði Guð- mundur Árni ennfremur. H! LAUSAR STÖÐUR HJÁ ’l' REYKJAVIKURBORG Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- eindaverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýs- ingar um starfið veitir Árni Gunnarsson í síma 82400. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1987. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.