Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Og þetta líka... Fimm landsliðsmenn í knattspyrnu frá Indónesíu hresstu aðeins uppá fjárhaginn og lögðu sitt af mörkum til þess að Indónesía tap- aði gegn Singapúr í undankeppni Ol- ympíuleikanna. Þeir högnuðust þó ekki mikið á uppátækinu því aö nú fyrir stuttu voru þeir dæmdir í þriggja ára bann frá allri knattspyrnuiðkun fyrir mútur. Það á jafnt við innanlands sem utan. Möguleikar Indónesíu á þátttöku í Olympíuleikunum eru mjög litlir eftir þetta tap. Sebastiano Nela leikmaður Roma á Ítalíu leikur ekki meira með næstu átta mánuðina. Hann fór í erfiða aðgerð á hné og leikur ekki með Roma í bráð. Roma hefur gengið mjög illa og ekki langt síðan stjórinn, Sven Göran Hriksson yfirgaf sökkvandi skip, fyrir hálfum mánuði. Roma hafnaði í 7. sæti en þeir sigruðu í deildinni í fyrra. Kíló af guili fær Porto fyrir hvert mark sem þeir skoragegn Bayern Munchen í úrslita- leik Evrópukeppninnar. Það er ítal- skur kaffiframleiðandi sem lofar þessum verðlaunum. Tilboðið gildir þó aðeins fyrstu 90 mínúturnar. Kílóið af gulli er metið á 600.000 þúsund kr. um þessar mundir. Á Bretlandi voru úrslitaleikir bikarkeppnanna leiknir um helgina. Coventry sigraði á Englandi og St. Mirren á Skotlandi. En það var einnig leikið á Wales. Þar gerðu Newport og Merthyr Tydfil, jafntefli 2-2 og þurfa að mætast að nýju. Boston Celtics átti í mesta basli með Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austur-deildar NBA. Milwaukee tókst að jafna með því að vinna tvo leiki í röð, annan í Boston Garden. En Boston sigruðu í síðasta leiknum, 119-113 og komast þannig áfram. Klaus Augenthaler fyrirliði Bayern Munchen, þarf að gangast undir aðgerð nú fljótlega. Hann haltraði útaf í hálfleik gegn Bay- er Uerdingen, meiddur á hné. Hann verður líklega að taka sér frí í nokkrar vikur. ítölsku félögin Milan og Sampdoria verða að leika til úrslita um hvort liðið kemst í UEFA- keppnina. Liðin voru jöfn í 5. sæti og verða því að leika til úrslita. Leikurinn ferfram á laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem aukaleik þarf til úrslita um-UEFA sæti á ftalíu. Golf Kiwanismót Golfmót Kiwanismanna fer fram á golfvelli GS- manna í Leiru um næstu helgi. Spilaðar verða 18 holur og verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, með og án forgjafar. Skráning og upplýsingar í símum, 46777, 656495 og 92- 3412. Fram og Þór léku fyrir ári og einmitt á Valbjarnarvellinum. Á myndinni skorar Guðmundur Steinsson annað mark Framara sem sigruðu, 2-1. Hitt markið skoraði Guðmundur Torfason, en þeir eru báðir fjarri góðu gamni. l.deildin England Mabbut úr hópnum Gary Mabbut lék ekki með gegn Brasilíumönnum í gær og leikur ekki með gegn Skotum. Fé- lag hans Tottenham dró hann úr hópnum eftir leikinn gegn Co- ventry. Gary Mabbut, sem varð fyrir því ólaní að skora sjálfsmark í úrslitaleik bikarkeppninnar, haltraði af velli að leik loknum. Hann þarf að fara í smávægilega aðgerð og missir einnig af Ieik Englendinga gegn Skotum. Bobby Robson, þjálfari enska landlsiðsins sagði að Mabbut væri óánægður með að vera dreginn úr hópnum og hefði viljað leika leikina. Robson sagði einnig að hann væri í vafa með aðra leikmenn Tottenham, sem hefðu verið undir miklu álagi uppá síðkastið. -Ibe Siguriausir meistarar Framarar hafa ekki enn sigrað 1. deildar lið Eins og flcstir vita hefst keppn- in í 1. deild á morgun. Þá verður leikin heil umferð. En það er margt athyglisvert sem kemur í ljós þegar litið er á gengi liðanna í undirbúnings- mótunum. Það sem kemur líklega mest á óvart er slæmt gengi Framara. Þeir eru búnir að missa tvo af þremur titlum sínum frá því í fyrra. Þeir hafa ekki enn sigrað lið úr 1. deild og eru þá taldir með æfingaleikir. Þeir töpuðu tvívegis gegn Val í Reykjavíkurmótinu, en komust í úrslit með því að vinna Víking naumlega, eftir framlengdan leik. Það sem háir þeim líklega mest er bitlaus sóknarleikur. Guðm- undarnir Steinsson og Torfason hafa skilið eftir sig stór skörð, sem ekki hefur gengið vel að fylla uppí. Það gæti þó svo farið að þeir kæmu aftur og lékju með Fram og Ragnar Margeirsson er einnig líklegur. Framarar hafa einnig misst fleiri leikmenn m.a. Jónas Björnsson og Gauta Laxdal, tvo af efnilegri leikmönnum sínum en fengið nokkra sterka leik- menn í þeirra stað. Það er því ekki rétt að útiloka þá frá meistaratign. Skagamönnum hefur hinsveg- argengiðmjögvel. Þeirhafaekki tapað leik og sigruðu í Litlu bik- arkeppninni og meistarakepp- ninni. í liði þeirra hefur átt sér stað mikil endurnýjun og Guðjón Þórðarson hefur byggt upp mjög frískt lið. Flestir leikmenn liðsins eru rétt um tvítugt, en liðsheildin mjög sterk. En það tippa flestir á Vals- menn og ekki að ástæðulausu. Þeir eru með mjög sterkan hóp og hefur gengið mjög vel í undir- búningsmótum, sigruðu í Reykjavíkurmótinu. Sævar Jóns- son hefur styrkt lið þeirra veru- lega og liðið hefur sýnt góðan leik það sem af er. Það áttu flestir von á því að sjá KR-inga ofar í fyrra. Þá höfnuðu þeir í 4. sæti, eftir góða byrjun. Þeir áttu aldrei möguleika á titl- inum. Þeir misstu Gunnar Gunn- arsson en halda samt enn mjög sterkri vörn. í sóknina hefa þeir fengið Pétur Pétursson og Andra Marteinsson. ÍBK hefur gengið nokkuð vel í upphafi sumars. Þeir höfnðuu í 2. sæti í Litlu bikarkeppninni. Peter Farrel og Helgi Bentsson hafa gengið til liðs við þá, en þeir hafa misst Valþór Sigþórsson og Gísla Grétarsson. KA er af mörgum spáð falli, en liðið þó ekki misst neinn af leik- mönnum sínum frá í fyrra. Til liðs við þá hafa gengið Gauti Laxdal úr Fram og Olafur Gottskálksson úr ÍBK. Litlar breytingar hafa orðið hjá FH og Víði. Þeim er af mörgum spáð fallbaráttu. Þessi lið hafa þó sýnt mikla baráttu og gefa ekki eftir 1. deildar sæti sitt svo auðveldlega. Völsungum hefur einnig verið spáð í botnbaráttu. Þeir hafa þó styrkt lið sitt verulega. Aðal- steinn Aðalsteinsson slóst nú ný- lega í hópinn. Það varður án efa erfitt að ná stigum á Húsavík. Loks eru það Þórsarar. Þeir hafa mjög leikreynt lið og eiga án efa eftir að verða ofarlega í sumar. Á morgun leikur Völsungur gegn ÍBK á Húsavík, Víðir og Valur í Garðinum, KÁ og KR á Akureyri, FH og ÍA í Kaplakrik- anum og Fram og Þór á Valbjarn- arvellinum. Það er reyndar athyglisvert Fram og Þór léku á nákvæmlega sama tíma í fyrra, 21. maí og ein- mitt á Valbjarnarvellinum. Þá sigraði Fram, 2-1 með mörkum frá Guðmundunum Steinssyni og Torfasyni. En þeir eru nú fjarri góðu gamni og spennandi að sjá hvernig Framarar spjara sig án þeirra. -Ibe Ítalía Liedholm til Roma Það bendir flest til þess að Sví- inn Nils Liedholm taki við liði Roma í þriðja sinn. Landi hans, Sven Göran Eriks- son, sagði af sér fyrir stuttu og á Roma nú í mestu vandræðum. Liedholm náði mjög góðum ár- angri með liðið 1978-79 og 1983- 84. Hann þjálfar nú lið Milan. -Ibe/Reuter Noregur Brann í efsta sæti Fr'á Baldri Pálssyni, fréttamanni Þjóövilj- ans I Noregi: Brann er nú öllum á óvart kom- ið á topp norsku 1. deiidarinnar. Þeir sigruðu Volleringen um helg- ina, 1-0. Bjarni Sigurðsson hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þremur leikjum og staðið sig mjög vel. Hann átti góðan leik í gær og er næstefstur í stigagjöf yfir bestu markmenn. Moss, lið Gunnars Gíslasonar, tapaði á heimavelli gegn Bryne, 0-2. Gunnar hefur nú verið færð- ur aftur og leikur stöðu hægri bakvarðar. Moss var betra liðið framan af en missti smátt og smátt tökin á leiknum. Önnur úrslit voru þau að Ham- Kam og Tromsö gerðu jafntefli, 1-1, en Tromsö sigraði í víta- spyrnukeppni. Lilleström er loks komið í gang og sigraði Start, 5-1. Molde sigraði Mjöndalen, 1-0 og Rosenberg og Kongsvinger gerðu jafntefli, 0-0, en Kongsvin- ger sigraði í vítaspyrnukeppni. Brann er í efsta sæti með 8 stig, í 2. sæti er Bryne með 6 stig og í 3.-5. sæti koma Moss, Tromsö og Rosenberg með fimm stig. Hálfmaraþon Agúst sigraði Frjálsar Met hjá Helgu Helga Halldórsdóttir úr KR, sem reyndar er þekktust fyrir grindahlaup, setti um helgina ís-. landsmet í 400 metra hlaupi. Helga varð fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa undir 54 sek- úndum, en gamla metið á Oddný Árnadóttir og var það 54.39. Helga setti metið á móti í Sacr- amento og sigraði í greininni. -Ibe Ágúst Þorsteinsson sigraði í ís- landsmótinu í hálfmaraþoni sem fram fór í Reykjavík á sunnudag. 43 keppendur tóku þátt í hlaupinu, en einnig var hlaupið 7 km skemmtiskokk. Sighvatur Dýri Guðmundsson leiddi framan af í hlaupinu, en þá tók Ágúst við og hélt forystunni til loka. Ágúst fékk tímann 1.12.55. Sighvatur Guðmundsson hafnaði í2. sæti á 1.13.31 og Jakob Hann- esson í 3. sæti á 1.14.18. Gunnar Páll Jóakimsson er kominn á fulla ferð og hafnaði í 4. sæti á 1.16.15. Þá vakti athygli góð frammi- staða Arons Haraldssonar. Hann hafnaði í 20. sæti, en hann er að- eins 11 ára og er mjög efnilegur. í skemmtiskokkinu sigraði Kári Þorsteinsson á 28.05. í 2. sæti varð Bergþór Ólafsson á 28.45 og í 3. sæti Brynjólfur Gíslason á 30.23. Debbie Brewster varð efst af konunum. Hún hljóp á 31.45 en næst kom Helen Robles á 35.18 og í 3. sæti Guðrún H. Karlsdóttir á 39.05. -Ibe Mi&vikudagur 20. mai 1987 ÞJÓÐVILdlNN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.