Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Boraarstjórinn og bratnu loforðin í Grafarvogi í Reykjavík hefur á fáum árum risið blómleg byggð, sem verður æ líflegri og skemmtilegri. Eins og vera ber í nýjum hverfum hafa þar jafnframt orðið til starfsöm og öflug íbúasamtök, og það er óhætt að segja, að þau hafa verið hverfinu verulegur styrkur. Á sínum tíma stóð styr um hvert bæri að stefna nýjum byggingasvæðum í Reykjavíkur- landinu. Þáverandi meirihluti vinstri flokka vildi byggja á svæði við Rauðavatn, en Sjálfstæðis- flokkurinn kaus að leggja áherslu á Grafarvog- inn. Með kosningunum 1982 náði Sjálfstæðis- flokkurinn aftur meirihluta og þarmeð var jafn- framt tekin pólitísk ákvörðun um að byggja við Grafarvoginn. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn sættu sig vitaskuld við þá ákvörðun. Þrátt fyrir að ekki hafi verið full eining um Grafarvoginn í upphafi þá var eigi að síður um það skilningur í borgarstjórn að standa þyrfti myndarlega að uppbyggingu hverfisins. Eitt þeirra mála sem áhersla var lögð á var upp- bygging fyrirmyndarskóla í hverfinu, Folda- skóla. I fræðsluráði borgarinnar var samþykkt þegar á árinu 1983 að skólinn skyldi vera ein- setinn, hinn eini á borgarsvæðinu, og frá upp- hafi var stefnt að því að Foldaskóli gegndi einn- ig hlutverki félags- og menningarmiðstöðva hverfisins. Þegar hinn fyrsti þriggja áformaðra áfanga Foldaskóla tók til starfa um haustið 1985 má því segja að hann hafi verið sannkölluð hverfisprýði og fyrirmynd um hvernig góðan skóla skyldi byggja. Undirbúning annars áfanga átti svo að hefja á fyrra helmingi ársins 1986. Fyrir því lá fullgilt samþykki borgaryfirvalda. í dag er hins vegar komið fram á mitt ár 1987. Það er ennþá ekki byrjað á áfanganum sem átti að hefja snemma árs 1986. Afleiðingar þessa eru meðal annars þær, að skólinn, sem samkvæmt sérstakri samþykkt fræðsluráðs Reykjavíkur var lofað að væri ein- setinn, er nú tvísetinn. í hverfinu eru nú rösklega 430 börn á skólaaldri, en sá áfangi sem búið er að reisa tekur ekki nema um 200 börn. Til að koma öllum þessum fjölda fyrir þarf að stækka bekki, fella niður tónmenntakennslu og handa- vinnukennslu, auk þess sem nauðsynlegt er að tvísetja skólann. Áformin um fyrirmyndarskólann í Grafarvog- inum eru þessvegna að engu orðin. Ástandið sem blasir við lofar síður en svo bót. Samkvæmt könnun, sem Foreldrafélag Folda- skóla og íbúasamtök Grafarvogs gerðu síð- astliðið haust gætu nemendur Foldaskóla orðið allt að 600 til 650 við upphaf næsta skólaárs. Miklu, miklu fleiri heldur en skólinn í núverandi mynd getur tekið við. Og það þýðir ekki fyrir embættismenn eða borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að þykjast koma af fjöllum, því niður- stöður þessarar könnunar voru kynntar þeim á sérstökum fundi fyrir hartnær sjö mánuðum. Það þarf ekki heldur að spyrja um afleiðing- arnar. Þær eru settar fram á einkar skýran máta í grein í DV í gær, af formönnum tveggja ofan- greindra samtaka: Samkvæmt þeim er „ein- sýnt, að nú í haust þarf að aka 200 nemendum í aðra skóla og er íbúasamtökunum til efs að nýfluttum og tilvonandi íbúum Grafarvogs hafi verið skýrt frá þeirri nöpru staðreynd." Að loknum þessum áfellisdómi yfir orðheldni borgaryfirvalda bendir formannatvíeykið á, að kostnaður við akstur 200 nemenda í aðra skóla gæti á einu skólaári farið upp í 8 miljónir, og vitaskuld hlyti sá kostnaður að greiðast af borg- inni. En hefði þeirri fjárhæð verið varið til frá- gangs annars áfanga Foldaskóla, þá hefði ríkið orðið að leggja til sömu upphæð á móti, sam- kvæmt ríkjandi lögum. Þarmeð hefðu samtals 16 miljónir farið til byggingar skólans, en til fróð- leiks má geta þess að fyrsti áfanginn kostaði 17 miljónir samtals. Menn geta svo deilt um, hvað sé verst, sinnu- leysið gagnvart augljósum þörfum íbúanna í Grafarvogi, brotin á samþykktum og fullgildum loforðum um einsetinn skóla, eða sá ótrúlegi skortur á fjármálaviti sem þarna birtist. Því er svo við að bæta, að á ráði þeirra áætl- ana sem yfirvöld borgarinnar gerðu um fjölda skólabarna í Grafarvogi var ótrúlegur Ijóður. í þeim var hreinlega ekkert ráð gert fyrir verka- mannabústöðunum sem nú eru að rísa í hverf- inu, og þarafleiðandi ekki þeim börnum sem fjölskyldur verkamanna eiga. Hver ber eigin- lega ábyrgð á svona glópsku? Sagan af loforðunum um fyrirmyndarskólann í Grafarvogi er ekki til fyrirmyndar. Fólkið verður að geta treyst því, sem stjórnmálamenn lofa. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Frekja fullorðinna Það birtist í DV í gær eitt af þessum lesendabréfum sem sanna okkur að fjölmiðlar eru tæki í þágu lýðræðisins og vett- vangur til að viðra gremju okkar eða fögnuð yfir því sem máli skiptir. Bréfið var um „frekjuna í full- orðna fólkinu“ sem hafði, í því dæmi sem rakið er, hlammað sér niður í sæti sem unglingar höfðu tekið frá handa sér á leiksýningu. Og þar var talað af einlægum sársauka um það, að ekkert bar á „kurteisinni og tillittseminni sem þetta fullorðna fólk er alltaf að prédíka fýrir manni“. Óbærileiki tilverunnar Svo sannarlega búum við í vandamálahnútnum miðjum. Allt vald fjölmiðla miðast við að sannfæra okkur um það að tilver- an sé í rauninni óbærileg, einkum ef einstaklingum skyldi nú detta það í hug að tengjast annarri manneskju sterkum böndum. Hjónabönd og sambúð eru löngu orðin óþolandi vegna frekjunnar í hinu kyninu. Það er óþolandi að vera foreldri vegna frekjunnar í unglingunum. Og eins og í fyrr- nefndu bréfí segir: Það er óþol- andi að vera bam og unglingur fyrir frekjunni í fullorðna fólk- inu. Svona mætti lengi áfram halda. Og niðurstaðan er fyrst og síðast sú að fólk þorir ekki að umgangast nokkurn mann í al- vöru. Borgir nútímans Ieysast upp í hundleiðinlega einstaklinga sem eru einir með sjálfum sér og sjónvarpinu og leita huggunar í handbókum um sælu sjálfsfróun- ar og „Listarinnar að elska sjálf- an sig“. Útúrsnúningur Nú er Klippari kominn nokkuð út og suður frá því tilefni sem fyrst var nefnt til greinarskrifa. En lesendabréfið frá unglingnum minnti hann á það, hve Iengi menn hafa stein unglingavandans klappað. Og hvernig snúa má út úr því rausi öllu ef vill. Til dæmis með því að segja sem svo: Menn gleyma því svo gjarna þegar talað er um unglingavand- ann, að það eru einmitt fullorðnir sem bera ábyrgð á hinum stærstu vandamálum. Fullorðnir valda helmingi fleiri umferðarslysum en börn þeirra. Þeir standa meira en helmingi oftar í hjónaskilnuðum. Full- orðnir fremja næstum því sjötíu prósent allra auðgunarbrota. Og fullorðnar konur eiga fjórum > sinnum fleiri börn en ófullveðja mömmur - og eins og allir vita eru barneignir upphaf allra ann- arra leiðinda og vandræða. Það gerðist einmitt í unglinga- vakningunni fyrir ca. tuttugu árum, að einn af þeim sem best hafa kunnað að snúa út úr sálfræði- og félagsfræðilegri um- ræðu, Art Buchwald, bjó til við- tal við sérfræðing, sem hafði lagt fyrir sig vandamál andfélags- legrar hegðunar fullorðinna og i tilhneiginga þeirra til að gera uppreisn gegn börnum sínum. Sérfræðingurinn, sem kallaður er lAppelbaum, segir m.a. á þessa leið: Fullorðinna- vandinn „Hinn óbreytti fullorðni mað- ur hefur myndað sér þá afstöðu að börn hans skilji hann ekki. Því meiri áhuga sem hann sýnir þeim, þeim mun firrtari reynast þau honum í reynd. Því finnst hinum fullorðna sem hann sé einmana, misskilinn og varnarlaus. í sjálfs- vörn leitar hann nánari tengsla við annað fullorðið fólk sem á við svipaðan vanda að glíma. Þetta fólk flýtir sér að mynda klíkur, það fer saman út að skemmta sér, heldur partí - og þetta leiðir síðan til endanlegs klofnings í fjöl- skyldunni... Uppreisnarhneigðin er svo tengd því að til eru þeir foreldrar sem láta sig dreyma um sjálfstæði undan vilja barna sinna, en þeir þora ekki að óhlýðnast. Þeir full- orðnu eru hræddir við að snúast með opnum hætti gegn börnum sínum og því æsa þeir sig upp gegn þjóðfélaginu í heild...“ I þessum leik að umræðu, sem er enn um margt furðulík því sem gerðist fyrir tuttugu árum eða fjörtíu fær Appelbaum sérfræð- ingur spurningu þess efnis, hvort hann telji ekki að börnin beri ábyrgð á hegðun foreldra sinna. Hann hélt það nú. „Hinir fullorðnu reyna sem best þeir mega að líkja eftir börn- um sínum. Foreldrarnir leggja sig fram um að gera allt sem börn þeirra taka sér fyrir hendur - neyta áfengra drykkja, reykja hass (innskot: samanber fræga kvikmynd Milosar Formans), stinga sér á kaf í lauslæti, aka hratt, kjósa út í bláinn. Það liggur í augum uppi að ef ekki kæmi til fordæmi barnanna mundi full- orðnum aldrei detta í hug að fást við slíka hluti. Ég er sannfærður um að í hvert sinn sem fullorðinn maður verður sér til skammar eða fremur lögbrot má finna í næsta nágrenni hans einhvern unglingsglanna eða ófullveðja af- brotamann." Rætur meinsins, segir í þessum ágæta pistli, sem hér er vitnað til með nokkrum frávikum svo sem til skrauts, eru auðvitað á heimil- unum sjálfum. Börnin, segir sá góði Appelbaum, skortir áþreifanlega umburðarlyndi í garð foreldranna. Þau gagnrýna þau fyrir heimskulegan smekk, klæðaburð og sjónvarpsáhorfs- venjur. Ef að börnin væru meira heima með foreldrum sínum, veittu þeim frið og öryggiskennd, reyndu að setja sig inn í vandamál þeirra, þá er ég viss um að óleys- anlegum tilfínningahnútum jafnt sem beinum lögbrotum mundi fara mjög fækkandi... -áb þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefarvdl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóri: Lúðv(k Geirsson. Ðlaðamenn: Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (fþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarfcaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ðaldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgrelðslustjórl: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsta: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sfml 681333. Auglýslngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja ÞJóðvilJans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 20. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.