Þjóðviljinn - 06.06.1987, Side 3
tmÖRFRÉTTIR
Sjómannafélag
Reykjavíkur
hefur lýst undrun sinni á afstöðu
Verkamannasambandsins til út-
flutnings á ferskum fiski. Bendir
félagið á að 85% flotans séu nú í
eigu fiskvinnslunnar og því hæg
heimatökin fyrir þá aðila að
breyta til, vilji þeir vinna meira úr
aflanum innanlands.
Hugmyndasamkeppni
um nýja atvinnustarfsemi í sveit-
um stendur nú yfir á vegum land-
búnaðarsýningarinnar BÚ “87,
sem verður opnuð síðar í sumar,
og Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins. Veitt verða þrenn peninga-
verðlaun; 1. verðlaun'150 þús.
kr. Skilafrestur hugmynda er til 1.
ágúst n.k.
Stjórn Flugleiða
samþykkti á hátíðarfundi sínum á
Akureyri [ vikunni að færa Akur-
eyrarbæ að gjöf útilistarverk til
minningar um upphaf flugstarf-
semi á íslandi en fyrsta íslenska
flugfélagið, Flugfélag Akureyrar
var stofnað fyrir réttum 50 árum.
Áburðarverksmiðjan
hefur gert nýjan rafmagns-
kaupsamning við Landsvirkjun.
Rafmagnsverðið fylgir ekki
lengur verðinu til ÍSAL eins og
áður, heldur verði á innfluttu
ammoníaki á hverjum tíma. Þá
lækkar lágmarksverð úr jafngildi
12.5 í 8.7 mill á kwst. og
hámarksverð úr 22.3 í 18.5 mill.
Nýi samningurinn gildir frá 1. jan-
úar sl. til ársloka 1989.
Bókasamband íslands
fagnar stóraukinni bókaútgáfu á
fyrri hluta þessa árs miðað við
síðustu ár. Stóraukning hefur
orðið á bókaútgáfu í kiljuformi og
Bókasambandið telur að öflug
vorbókaútgáfa verði lands-
mönnum hvatning til aukinna
bókakaupa og bóklesturs.
FRETTIR
Borgarstjórn
Burt með nagladekk
Páll Gíslason: Kostnaður vegna slits á malbiki afvöldum nagladekkja er 60 - 70 miljónir árlega.
Samþykktað verja 1,1 miljón íáróðurgegn negldum dekkjum
Oflug kynning gegn skaðsemi
nagladekkja verður hafin í
haust, og meðal annars er fyrir-
hugað að gera stutta sjónvarps-
mynd um cfnið. Þetta var sam-
þykkt í borgarstjórn á flmmtu-
dagskvöld, að frumkvæði Páls
Gíslasonar, Sjálfstæðisflokki.
Allir borgarfulitrúar voru til-
lögunni sammála.
Páll benti í framsögu sinni á að
skemmdir á malbiki vegna nagla-
Sjóminjasafni íslands við Vesturgötu 8 í Hafn-
arfirði vex fiskur um hrygg með ári hverju. í dag kl. 14
verður opnuð sýning sem kölluð er Árabátaöldin og
byggir hún áverki Lúðvíks Kristjánssonar íslenskirsjávar-
hættir sem komið er út í fimm bindum. Á myndinni sést
hluti af líkani hákarlaskipsins Ófeigs sem Helgi Vígfússon
smíðaði. Það er á sýningunni ásamt fleiri skipslíkönum.
Þau sem hafa borið hitann og þungann af uppsetningu
sýningarinnar eru frá vinstri: Gyða Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Sjóminjasafnsins, Glls Guðmundsson, rit-
höfundur, formaður stjórnar safnsins, og Póll V. Bjarna-
son arkitekt.
dekkja næmu árlega um 50 - 60
miljónum króna, en tæp 70 pró-
sent bfla í borginni eru með
negldum dekkjum að vetrinum.
Jafnframt væri allsendis óvíst að
veruleg slysavörn væri að þeim í
hálku. Hann taldi þó ekki rétt að
fara leið V-Þjóðverja, sem hafa
alfarið bannað notkun nagladek-
kja.
Heiga Jóhannsdóttir, Sjálf-
stæðisflokki, benti á að á votu
malbiki drægju naglar úr hemlun-
argetu bifreiða og ykju því slysa-
hættu. Hún taldi mögulegt að
fækka nöglum í dekkjum, og
draga þannig úr sliti af þeirra
völdum. Hún varpaði fram þeirri
hugmynd að ef til vill mætti stytta
leyfilegan notkunartíma nagla-
dekkja án þess endilega að banna
notkun þeirra alfarið.
„Framsóknarflokkurinn hefur
áður flutt svipaða tillögu, og ekki
annað að sjá en Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi tekið okkar tillögu
upp,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir
frá Framsóknarflokki og lýsti
stuðningi við tillöguna.
Össur Skarphéðinsson benti
auk þess á að nagladekkin ryfu
yfirborð malbiksins, mynduðu
rásir, og erlendar kannanir sýndu
að þetta orsakaði slysahættu í
rigningu. í Reykjavík væru rign-
ingar tíðar, og því vafasamt að
nagladekkin væru af hinu góða.
Samþykkt var að verja 1,1
miljón króna í kynninguna.
-•g-
Stjórnstöðin
Sverrir Haukur Gunnlaugsson
skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins hefur óskað eftir að
fá birtar eftirfarandi athuga-
semdir vegna fréttar Þjóðviljans í
gær um kostnað við byggingu ný-
rrar stjórnstöðvar hersins á
Kefla víkurflug vclli.
1. Kostnaður við nýja stjórn-
stöð varnarliðsins samkvæmt ný-
gerðum samningi við íslenska að-
alverktaka er um 9 millj. dollara
eða 360 millj. króna, ef miðað er
við að gengi Bandaríkjadollars sé
40 ísl. kr. Þetta var haft eftir mér í
Þjóðviljanum miðvikudaginn 3.
júní s.l. og er rétt upphæð. í
Þjóðviljanum 5. júní er sagt, að
kostnaður samkvæmt áætlun
Bandaríkjahers frá 1985 sé 660
millj. króna og að rangt hafi verið
farið með staðreyndir af minni
hálfu. Athygli Þjóðviljans skal
vakin á því, að svipuð upphæð og
blaðið tilgreinir var til umræðu í
undirnefnd Bandaríkjaþings árið
1983. Sú upphæð var áætlaður
kostnaður við bygginguna meðan
ekki var búið að ganga frá
hönnun hennar. Það er því með
öllu útilokað fyrir Þjóðviljann að
Hreinsibúnaður vegna efnavopna
Athugasemdirfrá Sverri Hauki Gunnlaugssyni skrifstofustjóra utan ríkisráðuneytisins
halda því fram, að það séu rang-
færslur þegar gefin er upp upp-
hæð um endanlegt samningsverð
í dag samanborið við þá upphæð
sem rædd var í undirnefnd
Bandaríkjaþings, þegar málið
var þar til umfjöllunar fyrir
nokkrum árum.
2. Því er haldið fram í föstu-
dagsútgáfu Þjóðviljans, að
stjórnstöðin sé neðanjarðar. í
viðtali við blaðamann Þjóðvilj-
ans var lesinn kafli úr skýrslu
utanríkisráðherra frá 1985 um
stjórnstöðina, sem er svohijóð-
andi:
„Stiórnstöð.
Áform eru fyrir hendi um
byggingu styrktrar stjórnstöðvar
í stað núverandi, sem er í járng-
rindarhúsi með mjög ófull-
kominni aðstöðu að öllu leyti.
Staðhæft hefur verið að stjórns-
töðinni yrði komið fyrir neðan-
jarðar, hún væri gerð til að þola
kjarnavopn. Hið rétta er, að hér
er um að ræða tveggja hæða
byggingu, gluggalausa, sem er
hönnuð til að hýsa ýmsa stjórn-
unarþætti, er verið hafa til staðar
á Keflavíkurflugvelli frá því að
varnarliðið kom fyrst til landsins.
Endurnýjun stöðvarinnar hefur
því ekki í för með sér neina eðlis-
breytingu á þeirri stjórnunar-
starfsemi, sem Bandaríkin reka
til varnar íslandi og svæðunum
umhverfis landið. Byggingin á að
vera útbúin sérstökum hreinsi-
búnaði vegna hugsanlegrar
mengunar frá efnavopnum og á
þannig að geta hýst starfsmenn
þess í allt að eina viku. Slíkt er í
samræmi við NATO-staðla, enda
byggingin að miklu leyti greidd af
mannvirkjasjóði Atlantshafs-
bandalagsins úr þeim verkefna-
flokki sjóðsins, sem greiðir
kostnað við flugvelli og flugvall-
armannvirki. Viss hætta er talin
vera til staðar, að slík vopn kynnu
að verða notuð, ef árásir yrðu
gerðar á bækistöðvar Atlants-
hafsbandalagsins. Því er ekki um
neina sérstöðu að ræða hvað ís-
Iand varðar í þessum efnum.
Væntanlega yrði hafist handa um
byggingu stöðvarinnar á næsta
ári.“
Athugasemdir biaðamanns
Iyfirheyrslum ijárlaganefndar
fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, yfir aðmírál Zobel vegna
hernaðarframkvæmda
Bandaríkjahers fyrir árið 1983,
kemur fram að áætlaður kostn-
aður við stjórnstöðina er 15,8
milijónir dollara, eða 632
miiljónir íslenskra króna, miðað
við að gengi dollarans sé 40 kr.
íslenskar. I kostnaðaráætlun yfir
sömu stjórnstöð frá 1985 hefur
þessi upphæð hækkað í 16,5
milljónir dollara, eða í 660
milijónir íslenskra króna.
í yfirheyrslunum yfir aðmíráln-
um segir Zobel orðrétt: „It is not
quite underground, but it is well
below the surrounding terrain. In
order to protect it from blast.
There is a lot involved in the bu-
ilding and a lot of climatic control
inside, because we are able to
seal it off. All of those things
contribute to the extra cost. It is a
very hardened facility, very thick
concrete walls, and that contri-
butes, certainly to the cost of it.“
Stjómstöðin er semsagt ekki
öll neðanjarðar samkvæmt full-
yrðingu aðmírálsins en vel undir
umhverfinu í kring. Hvernig er
hægt að skilja þetta öðru vísi en
að hún sé að stórum hluta niður-
grafin.
Hér virðist því stangast á full-
yrðing bandarísks hershöfðingja
og það sem kemur fram í skýrslu
utanríkisráðherra árið 1985.
Ályktunin um að hér sé um
kjarnorkubirgi að ræða er dregin
út frá notkuninni á orðinu blast,
einnig er sagt að stöðin sé mjög
styrkt og að veggir hennar séu
mjög þykkir.
Virðingarfyllst,
SigurSur A. Fríðþjófsson.
Keflavíkurganqan
6. júní 1987
Sjá auglýsingu bls. 3
Sunnudagsblaði Þjóðviljans