Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.06.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Laugardaour 6. júnf l987 120. tölublað 52. örgangur Kefla víkurgangan Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Leiðar- vísir göngu- manna Fjölbreytt dagskrá hjá göngufólki. Rútuferðir í gönguna íallan dag í dag ganga allir friðelskandi menn og herstöðvaandstæðingar gegn kjarnorkuvopnum, her og NATO. Keflavíkurgangan hefst við aðalhlið Keflavíkurflugvallar strax í morgunsárið meðan enn er dögg á grasi, kl. 8.30. Þeir sem ætla að vera með frá upphafl er boðið að notfæra sér rútuferðir suður á Völl, frá Reykjavík og nágrannas veitarfélögum. Fyrsta áning verður við Voga- stapa kl. 10.45, þar sem Ægir Sig- urðsson mun segja göngu- mönnum frá því helsta sem ber fyrir augu, meðan þeir drekka morgunsopann sinn. í Kúagerði verður áð um tvö- leytið. Boðið verður upp á léttan málsverð, súpu og brauð. Leikhópurinn Hugleikur mun skemmta viðstöddum, lesin verða ljóð og göngufólk mun lið- ka raddböndin fyrir lokaáfang- ann niður Laugaveginn. Miðdeg- iskaffið drekka menn við Straum kl. 16. Þar mun Sigurður G. Tómasson segja frá jarðfræði og sögu næsta nágrennis. í Hafn- arfjörð verður komið kl. 18.30 og í Kópavog hálfum öðrum tíma síðar. Á þessum stöðum verður gerður stuttur stans og farið með laust og bundið mál í flutningi valinkunnra manna. Lokaáfanginn er síðan Lækjar- torg, en þar mun staðnæmst kl. 22. Á útifundinum í lok göngu verður flutt ávarp og Bubbi Morthens mun þenja raddböndin af sinni alkunnu snild. Þeir sem ekki eiga heiman- gengt fyrr en líða tekur á dag geta komið til móts við gönguna þótt síðar verði. Rútuferðir verða til móts við gönguna frá BSÍ í allan dag. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 17966 og 623170. -RK Einhugur um friðlýsingu Norrœna þingmannanefndin lýkur störfum með ályktun um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Alþýðuflokkur bað fundinn um aðfresta ályktuninni Iþessari viku lauk síðasta fundi norrænu þingmannanefndar- innar sem um nokkurt skeið hef- ur unnið að hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Á fundinum var samþykkt ályktun f 12 liðum þar sem lögð er áhersla á að lýst verði yfir kjarn- orkuvopnalausum Norður- löndum. Alþýðuflokkurinn sendi skeyti á fundinn þar sem lagt var til að lokaályktun frá nefndinni yrði frestað. Að sögn Kristínar Halldórs- dóttur, fulltrúa Kvennalistans í nefndinni, þótti ekki fært að taka tillit til óska Alþýðuflokksins, en ályktunin er ætluð sem innlegg í starf norrænu embættismanna- nefndarinnar sem utanríkisráð- herrar Norðurlandanna sam- þykktu að stofna á fundi sínum á Islandi í mars sl. Kristín sagði að samstaða hefði verið um all- flesta liði ályktunarinnar utan þess fyrsta þar sem hún ásamt Jo- hannes Dalsgaard frá Jafnaðar- mannaflokknum í Færeyjum gerðu athugasemdir við. Vildu Kristín og Johannes að kveðið væri sterkar að orði um að öll Norðurlöndin yrðu aðilar að yfir- lýsingunni, en ályktunin er orðuð á þann veg að stuðningur við slíka yfirlýsingu frá nefndinni er fyrir hendi jafnvel þótt þátttaka allra Norðurlandanna sé ekki fyrir hendi. Andstaða utnaríkisráð- herra íslands, Matthíasar Á. Mathiesen, tafði á sínum tíma verulega fyrir stofnun embætti- smannanefndarinnar og óljóst þykir um þá afstöðu sem vænta má frá íslendingum í þessu máli. í öðrum liðum tillögunnar er m.a. lögð áhersla á það að ekki verði leyfð umferð með kjarn- orkuvopn um svæðið og að fengin verði raunhæf trygging frá kjarn- orkuveldunum um að þau virði yfirlýsingunár Þá er gert ráð fyrir því að þau lönd sem eiga aðild að yfirlýsingunni skuldbindi sig til þess að þjálfa ekki hermenn í meðhöndlun kjarnavopna og hemaði. Á fundinum var jafn- framt mikið rætt um samnorrænt eftirlit á svæðinu og í ályktuninni er gert ráð fyrir samningum við alþjóðleg samtök í þeim tilgangi. Fyrir hönd íslands sátu í nefnd- inni fulltrúar frá öllum þingflokk- unum utan Sjálfstæðisflokks, en alls áttu sæti í nefndinni fulltrúar frá 47 flokkum á Norðurlöndun- um. -K.Ól. Það var létt yfir borgarbúum í gær enda lék veðrið við hvern sinn fingur og ekki spillti spilamennska Stuðmanna á Lækjartorgi fyrir sumarskapinu. Mynd -Ari. Varaflugvöllurinn Gengiö út frá 3000 m braut Starfshópurinn sem skoðar staðsetningu varaflugvallar telur3000 m. braut lágmark. Jóhann H. Jónssonflugmálastjórn: A að duga fyrir bœði herflugvélar og stærstu Jumboþotur Sérstakur starfshópur sem vinnur að tillögugerð um hvar heppilegast sé að koma upp vara- flugvelli fyrir millilandaflug hér- lendis, gengur út frá þeirri megin- forsendu að flugvöllurinn hafi minnst 3000 metra braut og sé þar með fær um að taka á móti her- flugvélum sem stærstu jumboþot- um. Jóhann H. Jónsson skrifstofu- stjóri Fiugmálastjórnar sem er formaður starfshópsins sem vinn- ur á vegum sérstakrar nefndar samgönguráðuneytisins staðfesti þetta í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að gengið væri út frá því að varaflugvöllurinn gæti tekið á móti öllum gerðum flug- véla og stærstu millilandavélum. Sérfróðir menn um flugmál hafa bent á að ástæðulaust sé að hafa flugbraut á varaflugvellinum stærri en 2.300 metra til að hún geti tekið á móti öllum íslenskum vélum, enda ætti að miða slíkan varaflugvöll við íslenskar þarfir. Jóhann sagði í gær að það væri mjög umdeilanlegt hvort slík braut dygði fyrir fullhlaðnar DC- 8 vélar og því væri gengið út frá 3000 metra braut. Þá miðar starfshópurinn við að reist verði húsnæði undir tækjageymslu og öryggistæki sem hægt verði að breyta í flugstöð, í þeim tilfellum sem farþegaflugvélar þurfa að lenda á vellinum. 6 staðir eru undir sérstakri smásjá hjá starfshópnum sem mögulegir fyrir varaflugvöll, Sauðárkrókur, Akureyri, Að- aldalur, Egilsstaðir og Horna- fjörður en starfshópurinn mun skila endanlegu áliti um hvaða staður sé heppilegastur í haust. -Ig- ísafjörður Góð þorskveiði „Það er búið að vera ágætis fískirí í vikutíma í þorskinum. Við þurftum að koma inn vegna þess að það bilaði hjá okkur spilið eftir þrjá daga á veiðum og við erum að landa 120 tonnum og fer það allt í vinnslu hér í landi. Aðal- veiðisvæðið er á Kögurgrunni, austan við Djúpálinn og einnig í Þverálnum,” sagði Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri á Guð- björgu ÍS. Sagði Guðbjartur þorskihn vera mjög góðan og væri nóg af honum og sumarið lofaði góðu. Þeir ættu nóg eftir af þorskkvót- anum þar sem þeir hefðu verið á grálúðu að undanföru og fiskað vel. grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.