Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Nýjar leiðir - næstu skref Sjálfstæðisflokkurinn á nú við erfiðan innri vanda að glíma. Það kemur fram í vaxandi óeiningu innan flokksins. Þannig er nú komið á daginn að sjálfur formaðurinn virðist ekki hafa í eigin röðum þann stuðning sem æskilegur væri fyrir mann, sem gerir tilkall til embættis forsætisráðherra. Dæmi um það er sú sérkennilega staða, að innan Sjálfstæðisflokksins eru forystumenn af tölu- verðum þunga farnir að vinna gegn Þorsteini Pálssyni. Þannig er sagan frá 1980 farin að endur- taka sig, en þá unnu þungavigtarmenn í flokknum leynt og Ijóst gegn því að Geir Hallgrímsson yrði forsætisráðherra. Vegna þessa innra ástands er Ijóst, að í flokkn- um geta menn ekki komið sér saman um lausnir á þeim vanda sem við þjóðarbúinu blasir. Flokkurinn kemur fram af vaxandi ábyrgðarleysi - formaður- inn er pólitískt ónýtur. Það er einföld staðreynd, að viðskilnaður Þor- steins Pálssonar við ríkisfjármálin er mjög slæmur. Hallinn á ríkissjóði er á bilinu 3 - 5 miljarðar, og það er augljóst að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar - hver sem hún verður - verður að moka flórinn eftir frá- farandi fjármálaráðherra, sem enn er formaður Sjálfstæðisflokksins. Róttækar aðgerðir til umtals- verðrar tekjuöflunar hljóta að verða morgunverk næstu ríkisstjórnar. Andsþænis þessari staðreynd fer hins vegar for- manni Sjálfstæðisflokksins einsog ástralska strútnum: hann stingur höfðinu í sandinn og neitar að viðurkenna vandann. í viðræðum um myndun nýrrar stjórnar hefur komið skýrt fram, að Þorsteinn Pálsson og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa ekki pólitískan kjark til að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til tekjuöflunar. Þeir vilja bersýnilega frekar láta þjóðarbúið taka á sig þá óeðilegu þenslu sem óhjákvæmilega siglir í kjölfar halla af þeirri stærðargráðu sem Þorsteinn skilur eftir. Um það er aðeins eitt að segja: Flokkur, sem getur einungis efnt til útgjalda en ekki aflað tekna, er flokkur án ábyrgðar. Þannig flokkur dæmir sig sjálfur úr leik. Geti Sjálfstæðisflokkurinn ekki komið sér saman um tekjuöflunarleiðir sem duga til að greiða niður hinn hrikalega viðskilnað Þorsteins Pálssonar við ríkissjóð, hljóta viðræðuaðilarnir að leita annarra leiða til myndunar stjórnar. Næsta skref þeirra hlyti því að verða tilraun til myndunar ríkisstjórnar A-flokkanna, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Slíkri ríkisstjórn gætu misvitrir menn vafalaust fundið ýmislegt til foráttu. Hún yrði eigi að síður líkleg til að ná saman um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að draga úr þeirri óeðlilegu þenslu efnahagslífsins, sem stafar af hallarekstri Þor- steins Pálssonar á ríkissjóði. Það verður ekki gert öðru vísi en með álögum á breiðu bökin, - fyrir- tækin og stóreignafólkið. Til þess hefur hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn ekki pólitískt þrek. Jafnframt ríkir í þessum flokkum fjórum skilning- ur á þeim vandamálum, sem ný, ábyrg ríkisstjórn þyrfti að snúast gegn hið fyrsta. Þannig eru flokkarnir sammála um, að nauðsyn- legt sé að bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega umfram það sem nú er. Þeir eru sammála um að nauðsynlegt sé að gera sérstakt átak í kjarabótum handa hinum lægst launuðu, - og má í því sambandi minna á hugmynd Þrastar Ólafssonar um sérstaka afkomutryggingu. Þeir eru sammála um að nauðsyn þess, að átak verði gert til að gera sérlegar úrbætur á kjörum kvenna og aðstöðu barna og unglinga. Þeir eru sammála um að stytting vinnutíma sé ein brýnasta og tímabærasta kjarabótin fyrir launa- fólk í dag. Þeir virðast líka vera sammála um, að ísland eigi að vera aðili að kjarnorkuvopnalausum Norður- löndum. Það er vert að árétta, að Kvennalistinn hefur sett fram kröfu um lögbindingu lágmarkslauna sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Sú krafa hefur mætt andstöðu, en hins vegar er fullur vilji til að bæta verulega kjör hinna verst settu. Það kunna að vera aðrar leiðir verðar skoðunar en einungis bein lögbinding ríkisins. I Ijósi ofangreindra atriða hlýtur þessi kostur að skoðast mjög grannt af flokkunum fjórum, fari svo að slitni upp úr viðræðunum sem nú eru í gangi. Fyrir núverandi viðræðuaðila hlýtur hins vegar að vera álitamál, hvort það svari kostnaði að setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum við núverandi heilsufar. Hversu lengi er slík stjórn líkleg til að sitja? Þorsteinn Pálsson veikist með degi hverjum, og innan þingflokksins er komin upp opinber and- staða við hann. Það er ekki ólíklegt, að boðað verði með litlum fyrirvara til landsfundar, þar sem skipt verður um forystu og mótuð ný stefna, sem miðar að því að draga Borgaraflokkinn innfyrir borðstokk- inn aftur. Fyrir Alþýðuflokkinn sérstaklega hlýtur að vera áhorfsmál, hvort það borgi sig að láta reyta af sér hvert málið á fætur öðru til þes )ins að komast í ráðherrastóla með flokki sem er tæpast stjórn- tækur í dag. _ös » a i I LJ IÓS o p 1 1 1 Ð Mynd: Sigurður Mar uiu iUJ þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjÖrnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarfcalestur: Eltas Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útltt8teiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guörún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húamóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bllatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrolðslu- og afgrolðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgrelðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, aími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 68" 331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentamiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júnf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.