Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 3
Sjómannasamtökin Mótmæla Dounray Stjórnir Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Sjó- mannasambands íslands hafa sent frá sér harðorð mótmæli vegna fyrirhugaðrar byggingar endurvinnslustöðvar fyrir kjarn- orkuúrgang við Dounray í Skot- landi. Stjórnirnar fullyrða að starf- semi stöðvarinnar í Dounray geti teflt í tvísýnu öllum starfsgrein- um sjávarútvegs allra þjóða sem byggja afkomu sína á náttúru- auðæfum NA-Atlantshafsins, þar á meðal auðvitað íslendinga. Rætt hefur verið um að stöðin í Skotlandi geti séð um endur- vinnslu á úrgangi frá öllum kjarn- orkuverum í V-Evrópu og hafa fjölmargar þjóðir lýst yfir áhyggj- um sínum vegna mengunarhættu sem myndi verða þessari starf- semi samfara. -gg FRETTIR Krítarkortaskattur Bitnar á þeim verst settu Einar S. Einarsson hjá Visa: Mjög óvenjuleg skattheimta, hvergi heyrt um slíkt annarsstaðar. lslendingar nota krítarkort oftar og meira en aðrar þjóðir, - kort hér um 100 þúsund H ugsaniegur krítarkorta- skattur á Islandi mundi verða einsdæmi meðal þeirra þjóða sem nýta sér þennan greiðslumáta. Þennan skatt hefur borið á góma sem fjáröflunarleið í stjórnarm- yndunarviðræðunum og er sam- kvæmt lauslegum fréttum talið að um 2 prósent skattur á úttekt færði ríkissjóði kringum 150 milljónir til áramóta. Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri helsta krítarkorta- fyrirtækisins, Visa-ísland, segist ekki hafa heyrt af slíkum skatti neinsstaðar í Visa-kerfinu, „og ég tel þetta mjög langt gengið, ef ríkisstjórn ætlar að fara að skatt- Skógrœkt 10 miljónir skógarstyrk Bjartmar Sveinbjörnsson prófessor viðAlaska- háskóla vinnur að ítarlegum rannsóknum á skógarmörkum íSvíþjóð ogAlaska. Einnigmeð rannsóknir í Fnjóskadal og við Hallormsstað I jartmar Sveinbjörnsson próf- essor í líffræði við Alaska- Borgaraflokkurinn Aðalfundur í haust Þórir Lárusson, fyrrverandi formaður Varðar, kosinn formaður kjördœmafélags Borgaraflokksins í Reykjavík. Þórir: Ekki plássfyrirmigí Sjálfstœðisflokknum gf* órir Lárussoti, fyrrverandi m formaður Varðar, var kjör- inn formaður kjördæmafélags Borgaraflokksins í Reykjavík á fundi sl. mánudagskvöld. Hátt á annað hundrað manns mætti á fundinn. Áður hafði verið stofn- að kjördæmafélag á Reykjanesi. Halldór Pálsson er formaður þess. I sumar er svo ætlunin að stofna slfk félög um allt land og halda aðalfund Borgaraflokksins í september. Þórir sagði við Þjóðviljann að hann hefði áður tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og m.a. verið formaður Varðar í tvö ár upp úr 1980. Hann hefði hins- vegar komist að því að það væri ekki beint pláss fyrir hann í flokknum. „Eg var orðinn mjög óánægður og gekk því strax til liðs við Borgaraflokkinn þegar hann var stofnaður. Þórir sagði að á fundinum hefði komið fram almenn ó- ánægja með hversu lengi þeir menn hefðu haft umboðið sem nú væru að reyná að mynda stjórn. Þá tilkynnti Albert Guðmunds- son að hann hefði mótmælt því við forseta íslands hversu lengi þessi starfsstjórn sæti. Auk Þóris, sem var einróma kjörinn formaður, voru fjórtán manns kjörnir í stjórn kjördæma- félagsins. Jóhann Albertsson, Guðmundssonar, hlaut bestu kosninguna. -Sáf háskólann í Anchorage, hefur fengið úthlutað 10 miljóna króna styrk úr bandaríska vísinda- sjóðnum, National Science Fo- undation, til rannsóknar á skógarmörkum í Svíþjóð og Al- aska. Rannsóknirnar munu taka þrjú ár og byggja á niðurstöðum fyrri rannsókna í sænska Lapp- landi en Bjartmar starfaði í þrjú ár hjá sænsku Vísindaakademí- unni áður hann tók við prófess- orsstöðunni við Alaskahá- skólann. Megintilgangur rannsóknanna er að athuga hversu algengt sé að köfnunarefni takmarki trjávöxt við skógarmörkin, af hverju þessi köfnunarefnisskortur stafar og hvernig köfnunarefnisáburður eykur birkivöxtinn. Vísindasjóður íslands hefur kostað hluta af birkirannsóknum Bjartmars í Lapplandi og sjóður- leggja greiðslur ofaná skatt á tekjur, skatt á eignir og skatt á neyslu, sem er söluskatturinn". Krítarkort á íslandi eru um 100 þúsund, samkvæmt ágiskunum manna í krítarkortafyrirtækjun- um Visa og Euro, en auðvitað ekki öll „virk“. Skiptingin er þannig milli fyrirtækjanna að Visa hefur 70-75% markaðshlut- deildar, Euro 25-30. Samanburð- ur við hliðstæð erlend fyrirtæki sýnir að notkun kortanna er al- mennari hér en víðast erlendis. íslenskir korthafar nota kortin að meðaltali um tíu sinnum á mán- uði, en erlendis yfirleitt 3-4 sinn- um, og meðalúttekt á kort er um þrefalt hærri hér en algengast er erlendis. f báðum krítarkortafyrirtækj- unum telja menn víst að skattur drægi úr viðskiptum, en hversu mikið vilja menn ekki spá um. „Mér sýnist að skatturinn mundi bitna helst á þeim sem verst eru settir,“ sagði Einar S. Einarssoní gær, „láglaunafólki og húsbyggj- endum til dæmis, sem nú velta sér áfram á krítarkortinu, og geta ekki breytt sínum fjármálum á skömmum tíma. Þeir sem rýmri hafa fjárráð geta betur forðast skattinn." Krítarkortafyrirtækin inn- heimta þjónustugjöld hjá kaup- mönnum. Visa fær 1-1,5% hjá matvörukaupmönnum, 2-3% annarsstaðar, og telja margir að krítarkortaviðskiptin hafi hækk- að vöruverð á landinu, bæði til korthafa og kortlausra. „Það er ekkert óeðlilegt að huga að að- gerðum á því sviði,“ sagði einn yfirmanna krítarkortafyrirtækis við Þjóðviljann, „en þessi skattur kemur engum vel nema ríkis- sjóði. Hann hjálpar hvorki kaup- mönnum, fyrirtækjunum, kort- höfum né öðrum neytendum." inn hefur nú einnig veitt honum styrk til að kanna mikilvægi köfnunarefnis við skógarmörkin í Fnjóskadal og við Hallormsstað. Bjartmar er sonur hjónanna Sveinbjörns Markússonar fyrr- verandi yfirkennara við Austur- bæjarskólann og Önnu Jónsdótt- ur. Hann er kvæntur Halldóru Gunnarsdóttur. Krítarkortareikningarnir hrannast upp i bönkunum þegar kaupmenn skila af sér rétt eftir miðjan mánuð. Hér er Anne Marie í Landsbankanum að flokka og reikna (Mynd: Ari) OECD-skýrslan Þungur áfellisdómur á Þorstein Varað við hallarekstri ríkissjóðs. Lágmark að upphaflegu markmiði fjárlaga sé náð. Hallinn nú um helmingi meiri en gert var ráðfyrir. Aðgerðir vegna kjarasamninga mega ekki auka hallann á ríkissjóði r I gær var birt í París skýrsla Efnahagssamvinnu- og þróun- arstofnunarinnar OECD, um ís- lensk efnahagsmál 1986-87. Skýrslan er þungur áfellisdómur yfir Ijármálastjórn ríkisstjórnar- innar og varað er alvarlega við hallarekstri ríkissjóðs. í lokakafla skýrslunnar eru dregnar saman helstu niðurstöð- ur. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir hagstæð skilyrði á síðustu tveimur árum hefur ekki dregið úr hallarekstri ríkissjóðs. Því má reyndar halda fram að hallinn í jafnvægisástandi sé mun meiri, þar sem aukin umsvif að undan- förnu hafa fært ríkissjóði auknar tekjur. Af þessum sökum er afar brýnt, að upphaflegum markmið- um fjárlaga fyrir 1987 sé náð. Við núverandi aðstæður er þetta raunar lágmarksskilyrði.“ Einsog komið hefur frarn þá var upphaflega gert ráð fyrir tæp- um þriggja milljarða halla á fjár- lögum en hallinn var kominn yfir fimm milljarða króna áður en síð- ustu fréttir af landbúnaðarvand- anum bárust, sem stækka gatið upp undir sex milljarða króna, þrátt fyrir verulega aukningu tekna ríkissjóðs. í stjórnarmyndunarviðræðun- um að undanförnu hafa kratar og framsókn þráttað við íhaldið um hvort mæta eigi þessum vanda með efnahagsaðgerðum sem skaffa ríkissjóði fjármagn upp á um milljarð króna. Einsog sjá má á þessu nægir það engan veginn til svo lágmarksskilyrðunum, sem talað er um í OECD- skýrslunni, sé náð. í skýrslunni segir að aðgerðir í ríkisfjármálum, sem eigi að stuðla að hófsömum kjarasantn- ingum, séu aðeins réttlætanlegar, að þær auki ekki hallann á ríkis- sjóði. Ríkisstjórnin ákvað hins- vegar að mæta síðustu kjara- samningum með innlendum lán- tökum og þar er kominn hluti af skýringunni á hallarekstrinum. Alþýðusambandið lagði til við gerð síðustu samninga að aðgerð- ir ríkisins yrðu fjármagnaðar með stóreignaskatti og skatti á banka og þjónustu. Þessar hugmyndir náðu ekki fram að ganga vegna andstöðu Þorsteins Pálssonar, þrátt fyrir að VSÍ væri tilbúið að fallast á þær. Skýrsluhöfundar benda á að efnahagsframvindan síðustu tvö ár hafi verið um margt hagstæðari en gert var ráð fyrir og þakka það óvenju hagstæðum innri og ytri skilyrðum; auknum fiskafla, lækkun vaxta á alþjóðapening- amarkaði og mikilli viðskiptakj- arabót vegna lækkunar olíuverðs og hækkunar fiskverðs. Stjórnvöld eru aftur á móti vöruð við því að treysta á að ytri aðstæð- ur verði jafn hagstæðar í framtíð- inni. „Það væri óráðlegt að reikna með að alþjóðlegar aðstæður héldu áfram að vera jafn hag- stæðar og undanfarin tvö ár. Þótt nokkuð hafi áunnist í því að efla nýjar undirstöðugreinar, er at- vinnulíf íslendinga fremur fáb- reytilegt og svigrúm til að renna fleiri stoðum undir það takmark- að. Af þessum sökum er íslensku efnahagslífi nokkur hætta búin af ytri áföllum. Frekara gengisfall dollarans, lækkun fiskverðs, afia- brestur, lítill hagvöxtur í heimin- um eða hækkun alþjóðlegra vax- ta, gætu haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir hagvöxt og viðskipta- jöfnuð íslendinga. Þetta gæti orðið til þess, að erlendar skuldir í heild, þ.e. bæði einkaaðila og hins opinbera, sem nú nema um 50% af þjóðarframleiðslu, færu úr böndunum. Því er brýnt, að stefnumörkun í efnahagsmálum miði að sem mestum stöðug- leika.“ -Sáf Föstudagur 19. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.