Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 8
Kosningarnar á Ítalíu Fatafella afhjúpar ráðlausa valdsmenn Fyrstu viðbrögð ítalskra sósíalista eftir sigurinn í þing- kosningunum um síðustu heigi voru að benda á að þrátt fyrir ósigur kommúnista þá fælu þessi kosningaúrslit í sér meirihluta vinstrimanna á þingi í fyrsta skipti í sögu ítal- íu. Leiðtogar flokksins, þeir Bettino Craxi og Claudio Mar- telli létu jafnframt í það skína, að það fimm flokka stjórnar- mynstur sem verið hefði við lýði væri þeim hreint ekki að skapi lengur, þeir stefndu frekar að vinstra samstarfi í framtíðinni. Óþarfi er að taka yfirlýsingar af þessu tagi allt of bókstaflega, með þeim eru sósíalistar kannski fyrst og fremst að skapa sér and- rými í væntanlegum átökum við hina sigurvegarana í kosningun- um, Kristilega demókrata, en engu að síður er langt því frá að kosningaúrslitin séu eins ótví- ræður ósigur vinstriaflanna og menn hafa látið í veðri vaka. Tap kommúnistaflokksins var að vísu töluvert, hann hlaut 10,2 miljón atkvæði eða 26,6% til neðri deildar þingsins og tapaði 3,3% frá þingkosningunum 1983. Sigurvegarar kosninganna voru hins vegar sósíalistar, sem hlutu 14,3% atkvæða og bættu við sig 2,8%, Græningjar sem hlutu 2,5% en höfðu ekki boðið fram áður og Kristilegir demókratar, sem hlutu 13,2 miljónir atkvæða eða 34,3% til neðri deildarinnar og bættu við sig 1,4%. Athyglis- vert er að samstarfsflokkar Kristilegra og sósíalista í fráfar- andi fimm flokka stjórn töpuðu allir töluverðu fylgi, en það eykur um Ieið erfiðleikana á endurnýj- un slíks stjórnarmynsturs. Krafa um stöðugleika Margir hafa túlkað þessi úrslit á þann veg, að þau lýsi vilja kjós- enda til áframhaldandi samstarfs kristilegra og sósíalista í anda þess stöðugleika sem tókst að mynda í stjórnartíð Bettinos Craxi. Því sé þessum öflum nauðugur einn kostur að ná sam- an á ný, hversu ófýsilegur sem sá valkostur kann annars að vera fyrir Bettino Craxi. Hann hefur í formennskutíð sinni lagt áherslu á að skapa flokki sínum sjálfstætt svigrúm á milli risanna tveggja, kristilegra og kommúnista, og verður ekki annað sagt en að honum hafi orðið nokkuð ágengt í því á undanförnum árum. En þverstæða þessara úrslita gagnvart sósíalistum er sú, að þau þrengja þeim enn einu sinni í fangið á kristilegum, og í þetta skiptið án verulegs stuðnings þeirra þriggja smáflokka sem áður áttu aðild að fimm flokka stjórninni. Þeir flokkar sleikja nú sár sín af biturri reynslu af stjórn- arsamstarfinu. Möguleiki vinstristjórnar Sá fræðilegi möguleiki á vin- HEIMURINN Sptsl in abb. poat. gr. 2/70 • USPS 4ÍS760 con I.P Kosningabaráttan í ítölskum fjölmiðlum: Forsíða vikublaðsins Panorama skömmu fyrir kosningar sýnir léttklædda dömu í fólagsskap þeirra Ciriacx) De Mita, leiðtoga Kristilegra, Alessandro Natta, leiðtoga kommúnista og Bettino Craxi, leiðtoga sósíalista. Daman á að tákna hinn óráðna kjósanda á vinstri vængnum. strimeirihluta, sem Claudio Mar- telli talaði um strax eftir kosning- arnar byggir á því að sameigin- legur þingstyrkur kommúnista, Öreigalýðræðis, sósíalista, Rót- tæka flokksins, sósíaldemókrata og Græningja er 322 sæti í neðri deildinni á móti 309 þingsætum þeirra afla sem talin eru hægra megin við miðju. En kommúnistar, sem nú hafa hafið mikla sjálfskrufningu og sjálfsgagnrýni eftir ósigurinn, hafa hins vegar túlkað úrslitin svo, og það trúlega réttilega, að kjósendur hafi hafnað meginhug- mynd þeirra, sem fólst í nýjum valkosti: stjórn án kristilega flokksins, þar sem kommúnistar og sósíalistar mynduðu burðarás- inn. Sósíalistar gáfu aldrei grænt ljós á þessa hugmynd fyrir kosn- ingarnar, og erfitt er nú fyrir alla að neita kröfum kristilegra um forystu fyrir næstu stjórn, þar sem þeir eru bæði stærsti flokkur- inn og einn af sigurvpgurum þess- ara kosninga. Sjálfskrufning kommúnista * Það sem mesta athygli hefur vakið við þessi kosningaúrslit er að sjálfsögðu tap kommúnista. Forysta flokksins leggur nú höf- uðið í bleyti til þess að kryfja úr- slitin og átta sig á því, hvaða fylgi þeir hafa misst og hvert það hefur farið. Menn hafa strax rekið augun í það að fylgistapið er mest þar sem flokkurinn hefur verið hvað sterkastur fyrir: í iðnaðar- hverfum stórborganna, ekki síst í Mílanó og Torino. Almennt er þó talið að hið hefðbundna fylgi verkamanna hafi skilað sér til flokksins, flótt- inn hafi aðallega verið á meðal unga fólksins og ýmissa jaðar- hópa, sem stutt hafa flokkinn í baráttu hans fyrir auknu jafnrétti og gegn spillingu. Þannig hafa sumir skýrt tap flokksins með þeirri einföldu röksemd, að á sama hátt og hin hefðbundna verkalýðsstétt sé tölulega og póli- tískt á undanhaldi gagnvart þjón- ustustéttum og ýmsum jaðarhóp- um, þá sé hinn hefðbundni verka- lýðsflokkur dæmdur til þess að fara halloka Iíka. í þessu sam- bandi hafa menn bent á ósigra vesturþýskra og breskra jafnað- armanna að undanförnu, sem einnig mætti skýra á þennan hátt. Aðrir hafa hins vegar bent á að ítalskir kommúnistar hafi verið á undan öðrum að átta sig á þessari þróun og breyta flokknum í sam- ræmi við kröfur nýs tíma. Verkalýðs- hreyfingin blóraböggull Sú skoðun er einnig útbreidd meðal flokksmanna, að ósigurinn megi tengja slakri frammistöðu verkalýðshreyfingarinnar og veikari stöðu hennar gagnvart at- vinnurekendum. Verkalýðs- hreyfingin hafi nýverið skrifað undir kjarasamninga, þar sem ýmsir láglaunahópar hafi setið eftir, og flokkurinn gjaldi nú fyrir að hafa fórnað sér fyrir eininguna innan verkalýðshreyfingarinnar. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar úr röðurn kommúnista hafa viðurkennt veikari stöðu hennar og nauðsyn á endurskipu- lagningu með það að markmiði 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júní 1987 Fc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.