Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN
Listasafn Háskóla íslands
sýnir hluta verka sinna í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans.
Listasafn háskólans var stofn-
að 1979 með listaverkagjöf
hjónannalngibjargarGuð-
mundsdóttur og Sverris Sig-
urðssonar, en meginuppistaða
þeirrar gjafar var verk Þorvald-
ar Skúlasonar er spönnuðu all-
an feril hans. Þau verk eru einn-
ig meginuppistaðan í sýning-
unni, auk þess sem sýnd eru
sýnishorn þeirra 130 verka sem
til safnsins hafa verið keypt síð-
an þaö varstofnað. Sýningin er
opin daglega kl. 13.30-17.
Graphica Atlantica - alþjóð-
leg grafíksýning á vegum
Reykjavíkurborgarog félagsins
íslensk grafík stendur nú yfir á
Kjarvalsstöðum. Á sýningunni
sýna um 100 listamenn frá 24
löndum um 400 verk, sem gefa
gott yfirlit yfir strauma í graf íklist
beggjavegna Atlantsála. Opið
14-19 til 28. júní.
Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson sýnir málverk,
skúlptúraog teikningar í Gallerí
Svart á hvítu við Óðinstorg.
Sýningin hefurþrjú megin-
þemu, sem sótt eru í Völsunga-
sögu og Eddukvæði.
Steingrímurstundaði nám við
MHÍ1971-75 og í Helsinki
1979-80 og Maastricht í Hol-
landi 1980-83.
Sænskt KEX nefnistsýning
ungra sænskra listamanna í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b
og MÍR-salnum, Vatnsstíg 10.
Sýningin er liður í skiptisýning-
um ungra myndlistarmanna frá
Noregi, Svíþjóðog (slandi, en
sýningar ungra listamanna f rá
þessum löndum hafa gengið á
milli Oslóar, Stokkhólms og
Reykjavíkur. Alls eiga 13
sænskir listamenn verk á sýn-
ingunni, en sýningar þessar eru
styrktar af Norræna menning-
armálasjóðnum og fleiri aðilum.
Kristján Kristjánsson sýnir
málverk og grafklippimyndir
sem unnareru með colla-
chrome aðferð í Ásmundarsal. i
fréttatilkynningu segir: „Hérer
horft úr bakspeglinum til fortíð-
ar og f ramtíðar, þar sem sjóng-
lerin sameinast í hvolfspegli
samtíðar.“Opið kl. 14-18virka
dagaen 14-22 umhelgartil 28.
júní.
Gullsmíðaháskólinn í Val-
by í Danmörku gengstfyrir
samsýningu 12 gull- og silfur-
smiða sem útskrifast hafa frá
skólanum í Gullsmíðastofu Pét-
urs T ryggva að Skólavörðustíg
6. Þátttakendurísýningunni
eiga það allir sammerkt að hafa
nýlokið tveggja ára framhalds-
námi við skólann og 9 þeirra
hafa hlotið sérstaka viðurkenn-
ingu skólans fyrir verk sín. Sýn-
ingin verður opnuð laugardag
20. júní kl. 10 og stendur til 30.
júní.
Garðar Jökulsson sýnir
landslagsmyndir í olíu og vatns-
lit í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Opið
kl. 14-22 dagana 19.-21. júní en
kl. 18-22 22. og 23. júní.
David B. van Doomelen
prófessorviðtextíldeild Pensyl-
vania State University í Banda-
ríkjunum sýnirtextílmyndirí
Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig
2. Doomelen er þekktur f ræði-
maður á sínu sviði og hefur
haldið fjölda einkasýninga og
samsýninga. Opiðalladagakl.
14-18 til 28. júní.
Ljósmyndasýning Þor-
varðar Árnasonar stendur
nú yfir í Djúpinu á horni Hafnar-
strætis og Pósthússtrætis.
Opið kl. 11 -23.30 til 28. júní.
UM HELGINA
Síðustu sýningar Leikfélags Reykjavíkur á Djöflaeyjunni og Degi vonar verða nú um helgina. Á myndinni eru Harald G.
Haralds, Margrét Ákadóttir og Guðmundur Ólafsson í hlutverkum sínum í Djöflaeyjunni.
Elías B. Halldórsson sýnir
plíumálverk og tréristur í Gallerí
íslensk list, Vesturgötu 17.
Opið kl. 14-19 um helgina. Síð-
ustudagar.
Áning 87 - Sumarsýning ASÍ
áverkum 11 listamannasem
sýnaglerlist, leirlist, textíl og
málmsmíði stendur nú yfir í
Listasafninu við Grensásveg.
Opiðvirkadaga kl. 16-20 en
14-22 umhelgartil 19.júlí.
Gallerí Gangskör, Torfunni
við Amtmannsstíg sýnir grafík-
myndir eftir f innsku listamenn-
ina Marjatta Nuoreva og Heikki
Arpo. Opið virka daga 12-18 en
14-18 um helgina. Síðasta sýn-
ingarhelgi.
Jón Ingi Sigurmundsson
sýnir 40 pastel-, vatnslita- og
olíumyndir í Eden í Hveragerði.
Þetta er þriðja einkasýning
Jóns Inga. Sýningin stendurtil
29. júní.
Myndlistarklúbbur Mos-
fellssveitar sýnir í Gagn-
fræðaskólanum í Mosfellssveit.
17 manns eiga myndir á sýn-
ingunni en klúbburinn starfar
undir handleiöslu Jóns Gunn-
arssonarlistmálara. Sýningin
er opin í dag kl. 18-21, laugar-
dag kl. 13-20 og sunnudag kl.
13-21.
Sæmundur Valdimarsson
myndhöggvari sýnirfresku-
myndir í vinnustofu sinni að
T unguvegi 22 eftir hádegi á
laugardag.
Sigurður Einarsson sýnir
pastel-, vatnslita- og olíumyndir
frá 1986 og 87 í Þrastalundi.
Þetta er þriðja einkasýning Sig-
urðar. Sýningin er opin á af-
greiðslutíma söluskálans til
mánaðamóta
Byggða-, lista- og dýra-
safn Árnesinga áSelfossi,
T ryggvagötu 23 er opið kl. 14-
17virkadagaog kl. 14-18 um
helgar til 13. september.
Ásmundarsafn sýnirum
þessarmundiryfirlitssýningu á
abstraktmyndum Ásmundar
Sveinssonarog spannarsýn-
ingin 30 ára tímabil á ferli lista-
mannsins. Einnig er á staðnum
sýnt myndband sem fjallar um
konuna í list Ásmundar Sveins-
sonar.
Listasafn Einars Jóns-
sonar er opið alla daga nema
mánudaga kl. 13-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla
dagakl. 11-17.
Þjóðminjasafn íslands er
opið laugardaga, sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga kl.
Arbæjarsaf n er opið alla
daga nema mánudaga kl. 10-
18. Meðal nýjunga á safninu er
sýning á gömlum slökkvibílum,
sýning áfornleifauppgreftri í
Reykjavík og sýning á Reykja-
víkurlíkönum.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8 í Hafnarfirði
stendur fyrir sýningu sem nefn-
ist Árabátaöldin, og er hún
byggð á handritum Lúðvíks
Kristjánssonar um íslenska
sjávarhætti. Heimildarkvik-
myndin „Silfur hafsins" er einn-
ig sýnd á safninu. Opið alla
daganemamánudagakl. 14-
18.
TÓNLIST
Drengjakór kirkju hins heil-
aga Nikulásar í Hamborg syng-
ur í Egilsstaðakirkju á laugar-
dag, í kirkjunni á Eyrarbakka
þriðjudaginn 23. júní og í Skál-
holti miðvikudaginn 24. júní.
Stjórnandi kórsins er Ekkehard
Richter og á söngskránni eru
verk eftir Mozart, Schutz,
Mendelssohn, Bach o. fl.
Sólstöðutónleikar verða í
Norræna húsinu á sunnudag kl.
20.30. Einleikari erörn
Magnússon. Örn kom heim fyrir
ári úr 6 ára framhaldsnámi í pí-
anóleik í Manitóba, Berlín og
London. Á efnisskrá eru ítalsk-
ur konsert eftir Bach, Sónata
op.27no.1 eftirBeethoven,
Ballaða eftir Chopin og Prelúdí-
ureftirDebussy.
Heitur Pottur í Duushúsi.
Sunnudagskvöld kl. 21.30 spil-
ar Kvartett Kristjáns Magnús-
sonar, á mánudagskvöld kl.
21.30 verður jam-session þar
sem fjölmargir hljóðfæraleikar-
arbregðaáleik. Kynnirverður
VernharðurLinnet.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkursýnir
Dag vonar eftir Birgi Sigurðs-
son í allra síðasta sinn í Iðnó
laugardag kl. 20. Leikritiðer
fjölskylduharmleikur reykvískr-
skrar fjölskyldu á sjötta áratugn-
um. Sýning þessi hlaut
góða dóma og hefur notið mjög
mikillaraðsóknar. Stefán Bald-
ursson leikstýrir, Þórunn S.
Þorgrímsdóttirgerir leikmynd og
búninga og tónlist er samin af
Gunnari Reyni Sveinssyni.
Djöflaeyjan eftir Kjartan Ragn-
arsson verður sýnd í Leik-
skemmu LR við Meistaravelli í
kvöld kl. 20 og laugardag kl. 20.
Eru þetta síðustu sýningar
verksins sem hefur notið geysi-
júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
legra vinsælda og eru sýningar
orðnar 60 á aðeins fjórum mán-
uðum og uppselt á nánast
hverjasýningu. Höfundurog
leikstjóri er Kjartan Ragnars-
son, leikmynd og búninga gerir
Grétar Reynisson og Jóhann
G. Jóhannsson aðstoðaði við
tónlistarflutning og útsetningar.
Þjóðleikhúsið sýnir Hvar er
hamarinn? eftir Njörð P Njarö-
vík í leikför um Vestfirði og Vest-
urland. Verkið er gleðileikur
fyrir eldri börn og unglinga og er
byggt á Þrymskviðu þar sem
segir f rá því þegar Þór týndi
hamri sínum í greipar Þryms
sem heimtar Freyju fyrir konu í
skiptum fyrirtóliö. Leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir, tónlist
ereftirHjálmarH. Ragnarsson
og leikmynd og búninga gerir
Sigurjón Jóhannsson. Sýnt
l/erður i Bolungarvík í kvöld,
Flateyri 20. júní, Þingeyri 21.
júní, Bíldudal 22. júní, Patreks-
firði 23. júní, Króksfjarðarnesi
24. júní, Búðardal 25. júní,
Stykkishólmi 26. júní, Grundar-
firði 27. júní, Hellissandi 28. júní
og á Akranesi 30. júní. Allar
sýningarnar hefjast kl. 20.30.
Ferðaleikhúsið sýnir Light
nights í Tjarnarbíói fjórum sinn-
um í viku: fimmtudags-,
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld kl. 21. Sýning-
in er f lutt á ensku enda ætluð
ferðamönnum. í 25 atriðum eru
leikin og sýnd atriði úr Egils-
sögu, þjóðsöguraf huldufólki,
tröllum og draugum og gamlar
gamanfrásagnir. Erþetta 18.
sumarið sem Ferðaleikhúsið
sýnir Light nights í Reykjavík.
HITT OG ÞETTA
Vikuleg laugardagsganga
Frístundahópsins Hana nú í
Kópavogi verður á morgun
laugardag 20.júní. Lagtaf stað
frá Digranesvegi 10 kl. 10. Rölt
verður um bæinn að skoða lita-
dýrð vorsins. Allir velkomnir.
Nýlagað molakaffi.
Úti vistarferð í Þórsmörk
sunnudag.
Sólstöðuferðir í Viðey sunnu-
dag kl. 13 og kl. 20. Góð leið-
sögn. Brottförfrá kornhlöðunni
Sundahöfn.
Jónsmessunæturganga þriðju-
dagkl.20.
Vestmannaeyjaferð 26.-28.
júní.
Upplýsingar og farmiðar á skrif-
stofu Útivistar Grófinni 1, símar
14606 og 23732.
13.30-16.
Föstudagur 19.
19líúiií
VERD. 29S ARSRIT KVLNRETTINDAFELAGS ÍSLANDS 1987
1 Ef Bíarní Fel vœri kona...
Arsrit
Kvenréttindafélags
íslands
„19. júní“ er komið út
Fæst í bókaverslunum, á blaösölustööum ög
hjá kvenfélögum um land allt.
Kvenréttindafélag ísldhdS|