Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 19. júní 1987 129. tölublað 52. örgangur
Byggingaryfirvöld
Heimurinn
Boða meiri hörku
Embœtti byggingafulltrúans i Reykjavík enn rcett í borgarstjórn. Borgarstjórn hótar dagsektum
Byggingaryfirvöld í Reykjavík,
embætti byggingafulltrúa og
byggingarnefnd, urðu fyrir
harðri gagnrýni á fundi borgar-
stjórnar í gærkvöldi m.a. vegna
linku gagnvart byggingaraðila
Hamarshússins, hússins við
Tryggvagötu 4-6. í fjölmörgum
atriðum er um það að ræða að
Byggingarfélagið Ós, sem annað-
ist breytingar á húsinu fyrir
nokkrum árum, hefur gert sig
sekt um að brjóta byggingarreg-
lugerð eða sniðganga hana. Til-
mælum um úrbætur hefur í engu
verið sinnt.
Sigurjón Pétursson Alþýöu-
bandalagi vakti máls á þessu með
fyrirspurn um úrbætur á húsinu.
Sigurjón benti á að auk þess sem
fleiri íbúðir eru í húsinu en sam-
þykktar hafa verið, vantar
neyðarstiga á það. Ýmsar
teikningar vantar og oft er um að
ræða misræmi milli þeirra
teikninga sem þó eru fyrir hendi.
Vegagerðin
Verkfall
skollið á
Samningar tókust ekki í
gœrkvöld. Nœstifundur
ekki fyrren á þriðjudag
en þá verða sjöfélög
komin í verkfall.
Samningafundi var slitið um
níuleytið í gærkvöld milli vega-
gerðarmanna, verkamanna hjá
Skógrækt ríkisins og Vinnumála-
nefndar ríkisins án þess að samn-
ingar hefðu náðst. Boðað verk-
fall verkalýðsfélaganna Rangæ-
ings á Hellu og Þórs á Selfossi
skall því á um miðnættið í nótt.
Næsti samningafundur er ekki
boðaður fyrr en á þriðjudag og
fylgja því boðuð verkföll fimm
annarra félaga í kjölfarið annað
kvöld. Sex félög hafa auk þess
boðað verkfall 23. og 24. júní.
Einkum munu verkföllin koma
niður á viðhaldi svo að búast má
við holóttum vegum fljótlega ef
ekki semst hið snarasta. Skóg-
ræktarmenn hafa ekki boðað
verkfall enn sem komið er.
í framhaldi af fyrirspurn Sig-
urjóns flutti Hilmar Guðlaugsson
formaður byggingarnefndar til-
lögu um að fela byggingarnefnd
að ganga eftir úrbótum á húsinu
að viðlögðum dagsektum á bygg-
ingaraðilann. Tillaga Hilmars var
samþykkt samhljóða.
Össur Skarphéðinsson Al-
þýðubandalagi sagðist telja þetta
dæmi enn eina staðfestinguna a
því að gera þyrfti úttekt á starf-
semi byggingafulltrúaembætt-
isins í Reykjavík. Hann benti á
steypumálið, sem kom upp í lok
síðasta árs, burðarþolsmálið og
þetta og sagði: „Það dettur allt í,
gegnum það öryggisnet sem á að
vera fólgið í starfsemi þessa emb-
ættis."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
sagðist telja að ganga þyrfti eftir
því af mun meiri hörku að byg-
gingameistarar fari eftir teikning-
um og samþykktum byggingar-
nefndar og tók Bjarni P. Magnús-
son Alþýðuflokki í sama streng.
Sagði Vilhjálmur það ekki óal-
gengt að vikið væri frá sam-
þykktum teikningum. -gg
Vínkjallari Viðeyjarábóta?
- Þetta er vínkjallari ábótans í Viðeyjarklaustri, það er
engin spurning, sagði þessi vígalegi drengur, Örn Þór
Halldórsson, einn verkamanna við fornleifauppgröft í
Viðey. Vínkjallari er það varla, og engar flöskur hafa
fundist þótt ýmislegt forvitnilegt hafi komið í Ijós síðustu
vikur. Líklegt þykir að mannvirkin sem grafin hafa verið
upp séu skemmur frá dögum Skúla fógeta. Meira frá
Viðey í næsta Sunnudagsblaði. (Mynd Sig.).
Stjórnarmyndun
Fatafella
aflijúpar
ráðamenn
Að venju kennir margra grasa í
Heimi í dag. Við viljum vekja at-
hygli góðfúss lesara á tveim
einkar fróðlegum greinum.
Önnur fjallar um ítölsku kosning-
arnar og horfur í stjórnmálunum
þar syðra. Hin snýst um andóf
gegn kjarnorku í frændríki Ítalíu,
Frakklandi. Að auki eru svo
margar frovitnilegar og skemmti-
legar smærri fréttir.
Vatnajökull
Hýr
skalia
Grímsfjalli
60 manna leiðangur á
Grímsfjalli. Borað í
fyrsta sinn gegnum
íshelluna yfir
Grímsvötnum
Sextíu manna leiðangur fór í
gær á Grímsijall á Vatnajökli
með nýjan skála fyrir jöklafara.
Skálinn, sem tekur 25 manns í ko-
jur, var settur á skíði og dreginn á
jöklinum af tveimur snjóbflum
frá Landsvirkjun. Ferðin frá
jökulröndinni upp á sjálft fjallið
tók ekki nema sex tíma og gekk
miklu betur en menn höfðu þorað
að vona. Flutningnum lauk um
sexleytið í gærmorgun í einmuna
sól og blíðu.
Þegar Þjóðviljinn hafði sam-
band við leiðangurinn um far-
síma í gær voru menn að vonum
þreyttir eftir næturferðina um
jökulinn og voru að skríða í poka.
Að sögn þeirra var jökullinn tal-
svert sprunginn, en þó gekk ferð-
in óhappalaust. Auk vísinda-
manna voru félagar úr flugbjörg-
unarsveitinni og hjálparsveit
skáta með í förinni.
Leiðangurinn fór á fimm snjó-
bílum en auk þess voru nokkrir
snjósleðar með. Skálinn, sem nú
var leystur af hólmi með þeim
nýja, var 30 ára gamall og vel
þekktur meðal jöklafara.
I leiðangrinum, sem kemur
ekki niður af jökli fyrr en eftir
viku í viðbót, verður í fyrsta
skipti borað gegnum íshelluna
yfir Grímsvötnum og sýni tekið
úr vatinu. _ös
Sandur í smurolíuna
Framsókn heimtar forsœtisráðuneytið. OECD-skýrslan setti strik í reikninginn. Kratar óhressir með upphlaup Framsóknar. Ekkert á að
gera íhúsnœðismálum. Flokkarnirþinga stíft. Príhjólinu seinkar
Framsóknarmenn undirstrik-
uðu þá kröfu sína í gær að
Steingrímur Hermannsson sæti
við stýrið á þríhjólinu. Það gerðu
þeir eftir margra klukkutíma
þingflokksfund. A fundinum kom
einnig fram megn óánægja með
hversu skammt virðist eiga að
ganga í þá átt að bæta halla ríkis-
sjóðs.
Framsóknarmenn höfðu á orði
að Jón Baldvin hefði gerst helst
til yfirlýsingaglaður þegar hann
sagði að búið væri að ná
samkomulagi um fyrstu aðgerð-
irnar. Þá mun OECD-skýrslan
hafa sett strik í reikninginn í gær,
en í skýrslunni er varað við halla-
rekstri ríkissjóðs.
„Það er erfitt að skilja hvers-
vegna framsóknarmenn eru að
strá sandi í smurolíuna," sagði
krati sem Þjóðviljinn ræddi við í
gær. Sagði hann jafnframt sér-
kennilegt hvernig Framsókn tal-
aði sig frá allri ábyrgð: „Nú er
Steingrímur steinhissa á erfiðri
stöðu ríkissjóðs einsog hann hafi
hvergi komið þar nærri.“
En kratar eru ekki bara óá-
nægðir með upphlaup Framsókn-
ar í gær. Það fer mjög í taugarnar
á þeim hversu litlu þeir hafa náð
fram, einkum þó í húsnæðismál-
um. íhaldið leggst alfarið gegn
kaupleiguíbúðunum og er^ and-
vígt því að auknu fjármagni verði
veitt í húsnæðiskerfið. Þá taka
þeir ekki í mál að leiðrétta mis-
gengið.
Stólastríðið er mjög flókið og
formennirnir þrír gera allir kröfu
til forsætisráðuneytisins. Þá
vinna reiknimeistarar flokkanna
enn að útfærslu fyrstu aðgerða í
ríkisfjármálum og nú leggst
íhaldið gegn tillögunni um krít-
arkortaskatt og andmæli fisk-
vinnslunnar við því að hætt verði
að endurgreiða uppsafnaðan
söluskatt virðast hafa hrifið.
Sjá bls. 3 um OECD-
skýrsluna.
-Sáf