Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1987, Blaðsíða 6
19. JUNI AFMÆLI Þorbjöm Sigurgeirsson vonlausir! Þeir kunna ekki einu sinni aö halda á uppþvottabursta. Hver elur þá upp og gerir þá svona? Kennarar og foreldrar. Og það er leitt til þess að hugsa að konur geri syni sína svona. Og röddin sem segir að kvennafram- boð sé brot á jafnréttislögum! Að þessi rödd skuli vera til..! Samt sem áður megum við ekki hugsa sem svo að ekkert hafi breyst með kvennabaráttunni. Ef Eg hef aldrei verið virk í kvennahreyfingunni, en ég styð hana og finnst gott að vita af henni, sagði Dóra Takefusa 16 ára nemi. „Ég hef hins vegar aldrei verið sú manneskja sem sækist eftir því að starfa í félagasamtökum. Ekki mín deild.“ Hvernig finnst þér afstaða jafnaldra þinna vera gagnvart kvennahreyfingunni? „Ég umgengst mjög lítið mína jafnaldra og get því lítið tjáð mig um það. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að fólk á mínum aldri sé að fá vaxandi áhuga á pólitík almennt. Jafnaldrar mínir í skólanum eru, að mér finnst, mjögvakandi. Þau eru kröfuhörð og ákveðin. Þetta er fólk sem er á ég ympra á því við ömmu að árangurinn sé lítill bregst hún hin versta við. Við höfum auðvitað áorkað miklu. Mér finnst samt eins og við séum nú komnar á tímabil ákveðinnar stöðnunnar. Konur verða að átta sig á því að þær hafa kraft og þær geta haft áhrif. Við beitum þessum krafti ekki sem skyldi og venjulega gera konur það ekki fyrr en eitthvað er farið að brenna á þeim. Konur eiga að fara út í baráttuna áður en svo er kornið." -K.OI. þeim aldri að það er í hraðri þró- un og það er að verða ineðvitað um stöðu sína í samfélaginu. Pól- itísk umræða hjá þessum hópi virðist óaðskiljanlegur hluti af þessari þróun. Ég held að eftir að kosninga- aldurinn var færður niður séu pólitíkusar farnir að taka ungt fólk meira inn í dæmið en áður. Fyrir þá snýst málið fyrst og fremst um atkvæði en það hefur lfka verið talað meira til unga fólksins fyrir bragðið, sem hefur síðan glætt áhugann á pólitík." Hvað kvennahreyfinguna varðar sérstaklega þá held ég að stelpurnar séu mjög stoltar af kvennahreyfingunni. Og ég er sannfærð um það að hreyfingin á eftir að vaxa og dafna vel á næstu árum.“ Þótt ég hafi byrjað að sniglast í kringum íslenska eðlisfræði á menntaskólaárunum kringum 1958, liðu 10 ár þar til ég fór að kynnast Þorbirni Sigurgeirssyni að marki. Vegna framhaldsnáms og síðan heimferðar þurfti ég þá að leita til hans um marga hluti og hann reyndist mér sem öðrum bæði hollráður og hvetjandi. En þegar heim kom að lokum síðsumars 1969, voru veður vá- lynd á slóðum raunvísinda vestur á Háskólalóð. Ungir menn og reiðir höfðu allt á hornum sér um stjórn verkfræði- og raunvísinda- deildar og Raunvísindastofnun- ar. Mátti sumpart rekja uppsteit- inn til þeirrar hreyfingar sem kennd er við árið 1968 og fór sem eldur í sinu um vesturlönd á þess- um árum. Ýfingarnar mæddu ekki síst á Þorbirni því að hann var þá deildarforseti. Þó að ég fyllti að sjálfsögðu flokk hinna ungu og reiðu, man ég glöggt prúðmennskuna og þrautseigj- una sem Þorbjörn sýndi í þessum deilum, enda báru hinir ungu í rauninni óskorað traust til hans þrátt fyrir reiðina. Og víðsýni hans og farsæld áttu mikinn þátt í að þessar deilur sjötluðust að lok- um svo að nú man þær varla nokkur maður, enda má heita gróið um heilt. Þegar ég hóf störf vió Há- skólann, hafði ég ekkert fengist við hefðbundna eðlisfræði síðan á fyrstu árum háskólanáms, og í rauninni hafði hún aldrei runnið mér nægilega í merg og bein. Engu að síður átti ég að geta kennt þessar greinar eðlisfræð- innar umyrðalaust. Þegar slíkt ber að höndum er eins gott að eiga góða að. Ég tel það því eitthvert mesta lán starfsævinnar að hafa haft Þorbjörn Sigurgeirsson innan seilingar þegar ég var að staulast fyrstu skrefin á braut hins unga kennara, sem verður stundum svo þyrnum stráð. Fyrst kenndi ég dæmatíma í námskeiðum þar sem hann flutti fyrirlestra. Síðar- meir tók ég við fyrirlestrunum en naut þá handleiðslu hans áfram. Er mér til dæmis minnsstætt þeg- ar ég tók við kennslu af honum er gosið varð í Heimaey árið 1973: Það var strangur skóli en býsna skilvirkur. Ég held að ég hafi hvorki fyrr né síðar lært eins mikið í eðlis- fræði á jafnstuttum tíma og á þessum árum, og mest af Þor- birni, leynt eða ljóst. Einnigfékk ég að fara í smiðju til hans um kennsluhætti og próf, enda komst ég fljótlega að því að hann lagði meiri hugsun í prófaðferðir sínar en aðrir. Hygg ég að þar hafi sagt til sín samviskusemi hans og bjargföst réttlætiskennd. Ég beiti þessum aðferðum enn þegar við á og held þeim einnig fast fram við aðra. - Þannig er mér nær að halda að ég hafi af fáum mönnum lært eins mikið um ævina og af Þorbirni, og hefur hann þó aldrei verið „kennari" minn í venju- legum skilningi. Ég þykist raunar vita að margir samstarfsmenn Þorbjörns hafi svipaða sögu að segja: „Öllum kom hann til nokk- urs þroska," sagði Snorri um Er- ling Skjálgsson forðum. Sú hugsun leitar á mig að Þor- björn sé í rauninni eins konar fað- ir íslenskrar eðlisfræði, þó að öðrum beri þá kannski nafnbót afanna. Hvað sem því líður hefur Þorbjörn um langt skeið verið óumdeildur leiðtogi íslenskrar eðlisfræði. Það þótti því ekkert áhorfsmál að hann yrði fyrsti for- maður Eðlisfræðifélags íslands þegar það var stofnað fyrir tíu árum, enda var hann einn af frumkvöðlum þess. Þannig var það að verðleikum sem félagið sjötugur gerði hann að fyrsta heiðursfé- laga sínum fyrir nokkrum árum. Og það er með sama hugarfari þakklætis og virðingar sem sam- starfsmenn Þorbjörns gangast nú fyrir því að á þessum dögum kem- ur út afmælisritið í hlutarins eðli, en þar er meðal annars að finna ýmsan fróðlek um hin margvís- legu störf Þorbjörns gegnum tíð- ina. Þorbjörn er einn af þeim raun- vísindamönnum sem skilja að raunvísindi eru hluti menningar- innar, og íslensk raunvísindi eru hluti íslenskrar menningar (en því miður skortir oft skilning á þessu bæði meðal raunvísinda- manna, hugvísindamanna og jafnvel annarra svokallaðra menningarvita). Hafa störf Þor- björns að eðlisfræði og raunvís- indum ævinlega verið þessu marki brennd. Þannig hefur hann til dæmis gert sér far um að skrifa um fræðin á íslensku og kynna þau almenningi. Mér er til að mynda (næstum) í barnsminni fróðleg grein sem hann skrifaði um eðlisfræði í bókina Vísindi nú- tímans frá 1958. Sú grein og aðrar slíkar hafa vissulega orðið til að glæða áhuga íslenskra ungmenna á raunvísindum. Á áhugasviðum Þorbjörns sem tengjast öðrum þáttum menning- arinnar má einnig nefna orða- smíð um fræðileg efni. Ég man glöggt að ég lærði af honum ís- iensk orð um helstu hugtök al- fræðinnar fyrir tuttugu árum. Ég veit ekki hver þeirra hann hafði smíðað sjálfur enda mundi hann verða síðastur manna til að hampa því. Hitt veit ég af eigin raun að orðin sem hann notaði og mælti með voru valin af þeirri smekkvísi og gerhygli sem nauðsynleg er til þess að ný orð standist prófraunir tungunnar. Vakandi vitund Þorbjörns um tengsl vísinda og samfélags og um samfélagslega ábyrgð vísinda- manna sést einnig af þeim áhuga sem hann hefur sýnt friðar- og afvopnunarmálum bæði fyrr og síðar þótt unglingur væri, þykist ég muna að hann gekk fram fyrir skjöldu á opinberum vettvangi á sjötta tug aldarinnar þear tilraun- ir risaveldanna með kjarnorku- vopn keyrðu um þverbak og geislavirkni í lofti og vatni varð ógnvekjandi. Síðar varð sem bet- ur fer minna tilefni til að sinna þessum málum um sinn þar til nú er tilvera sj álfra vopnabúranna er orðin að ógnvaldi. Og þá hefur ekki heldur staðið á því að Þor- björn legði fúslega lóð sitt á vog- arskál skynsemi og mannhyggju. Enn er ótalið frægasta dæmið um það, hvernig Þorbjörn skilur tengsl vísinda og samfélags sínum skilningi og hlýðir kallinu þegar á reynir. Ég á að sjálfsögðu við starf hans að kælingu hraunsins í Heimaey. í þeirri sögu er að mínu mati ýmislegt sem vert er til um- hugsunar á þessum misserum, þegar sumir þykjast vita þau vís- indi ein sem látin verði í askana í dag eða á morgun, en aðrir láta sér fátt um finnast og vilja ekki heyra minnst á neina aska. Milli- röddin í þessum kór fær hins veg- ar varla að heyrast. Hér kynni mörgum að vera hollt að hugleiða feril prófessors- ins sem stóð fyrir hraunkæling- unni - manns sem lagði stund á torskilin og fjarlæg vísindi nútím- ans við fremstu háskóla heims og hefur síðan unnið íslenskum grunnrannsóknum meira en margur annar. Hver veit hvað honum hefði orðið ágengt í bar- áttunni við hraunið ef hann hefði ekki verið búinn að heyja sér alla þessa „óhagnýtu" þekkingu? Hvar eru þá mörkin? En nú er mál að linni og því ekki rúm til að rifja upp persónu- leg kynni á ferðalögum, í leikfimi og víðar, og er þó margs að minn- ast af þeim vettvangi líka. Ég slæ botninn í með kærum kveðjum og heillaóskum til afmælis- barnsins og Þórdísar konu hans. Þorsteinn Vilhjálmsson jP Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Laus kennarastaða við búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri Staða aðalkennara í hagfræði við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Launakjör eru hin sömu og háskólakennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 15. júlí n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 18. iúní 1987 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundi enn frestað Aöalfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri hefur enn veriö frestaö af óvið- ráðanlegum ástæðum. Aðalfundurinn er nú boðaður fimmtudaginn 25. júní í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Kosningahappdrætti ABR Vinningsnúmerið Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjavík Vinningurinn, sem er bifreið, kom á miða nr. 3271. Vinningshafi er beðinn að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalaasins Hverfisgötu 105 - sími 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Gróðursetning í Heiðmörk 5. og 6. deild ABR (Breiðholts- og Árbæjarhverfi) gangast fyrir gróðursetn- ingarferð í Heiðmörk laugardaginn 27. júní. Þátttakendur safnist saman við Elliðavatnsbæinn klukkan 13.30. 5. deild (Gísli, 77354), 6. deild (Hafbór 672365). ’ Deildarstjórnirnar Dóra: Fólk á mínum aldri er að fá vaxandi áhuga á pólitík. Mynd Sig. Stelpumar stoltar af kvenna- hreyfingunni Dóra Takefusa: Ég ersannfœrð um að kvennahreyfingin á eftir að vaxa mikið á næstu árum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.