Þjóðviljinn - 24.06.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Page 6
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ MINNING Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 25. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Kosningahappdrætti ABR Vinningsnúmerið Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Vinningurinn, sem er bifreið, kom á miða nr. 3271. Vinningshafi er beðinn að hafa samband við skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105- sími 17500. Alþýðubandalagið í Reykjavík Gróðursetning í Heiðmörk 5. og 6. deild ABR (Breiðholts- og Árbæjarhverfi) gangast fyrir gróðursetn- ingarferð í Heiðmörk laugardaginn 27. júní. Þátttakendur safnist saman við Elliðavatnsbæinn klukkan 13.30. 5. deild (Gísli, 77354), 6. deild (Hafþór, 672365). Delldarstjórnirnar MÐSTJÓRNAR- FUNDUR 26.-28. júní - Reykjavík Dagskrá: Flokkurinn og framtíðin Föstudagur 26. júní: Kl. 20.00 Framsögur: Ásmundur Stefánsson, Guðrún Helgadóttir, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Á. Ólafsdóttir. Laugardagur 27. júni: Kl. 10.00 Starfshópar: 1) Kjaramál og stéttabarátta. 2) Flokkurinn og samtök launafólks. 3) Flokkur og fjölmiðlar. 4) Flokkurinn og staða kvenna. 5) Skipu- lagsmál flokksins og starfshættir. 6) Stefnan í atvinnu- og efna- hagsmálum. 7) Byggðamál. Kl. 12.00-13.00 Matarhlé, kl. 13.00: Starfshópar frh., kl. 15.00- 15.30: Skil starfshópa, almennar umræður. Sunnudagur 28. júní: Kl. 10.00: Almennar umræður frh., kl. 12.00-13.00: Matarhlé, kl. 13.00: Almennar umræður frh., niðurstöður, önnur mál. Stefnt að fundarslitum fyrir kl. 17.00 sunnudag. Miðstjórnarmenn eru beðnir að tilkynna skrifstofu (s. 17500) þátt- töku eða forföll. I minningu Guðgeirs Jónssonar í dag er til moldar borinn Guð- geir Jónsson forseti ASÍ. Guð- geir var einn þeirra manna sem mótuðu íslenska verkalýðshreyf- ingu. Sem virkur félagi og for- ystumaður skilaði hann miklu lífsstarfi. Alþýðusamband íslands var stofnað árið 1916 og í upphafi hvort tveggja í senn heildar- samtök íslensks verkafólks og pólitískur flokkur því Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn voru í þá tíð ein og sama skipu- lagslega heildin. Með vaxandi styrk verkalýð- sfélaganna og pólitískum klofn- ingi vinstri hreyfingarinnar, með stofnun Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistaflokksins varð erf- iðara og erfiðara að halda sam- búðinni áfram. Ýms félög lentu utan Alþýðus- ambandsins af pólitískum ástæð- um. Hinn pólitíski kiofningur hindraði traust samstarf hinnar faglegu hreyfingar. Á þingi sam- bandsins árið 1940 var ákveðið að skilja á milli Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Árið 1942 var haldið fyrsta þing Alþýðus- ambandsins eftir aðskilnaðinn, fyrsta þing sambandsins sem hreinna verkalýðssamtaka. Á þinginu 1942 var Guðgeir Jónsson kjörinn forseti Alþýðu- sambandsins, fyrsti forseti sam- bandsins sem óháðra samtaka launafólks, þar sem allir höfðu jafnan rétt óháð stjórnmála- skoðun, en fram að því var stuðn- ingur við stefnuskrá Alþýðu- flokksins forsenda setu á Alþýðu- sambandsþingi. Þau verkalýðsfé- lög sem horfið höfðu úr sam- bandinu gengu nú til starfa innan þess að nýju. Guðgeir lagði sem forseti áherslu á að ná styrkri samstöðu innan sambandsins. Hann gerði sér Ijóst hve mikilvægt það var að ná góðu samstarfi milli félaga og einstaklinga þó greina kynni á í flokkspólitískri afstöðu. Með festu, lagni og jafnaðargeði tókst honum að tengja saman hina ólíku hópa. Flokkspólitískar deilur voru ekki úr sögunni en einmitt fyrstu árin var lykilatriði að fólk skynjaði mikilvægi sam- stöðunnar í verkalýðshreyfing- unni hvað sem pólitíkinni leið. Guðgeir Iét af störfum sem forseti á þingi sambandsins árið 1944. Afskiptum hans af verka- lýðshreyfingunni var þó ekki þar með lokið. Hann hélt áfram að vera virkur í starfi, bæði á vett- vangi sambandsins og í sínu félagi og þegar ég kynntist honum há- öldruðum ljómaði hann enn af þeim sterka neista sem alla tíð hélt eldmóðinum við. Við sem störfum í verkalýðs- hreyfingunni í dag eigum Guð- geiri skuld að gjalda. Allt launa- fólk býr að framlagi hans og þeirra sem með honum störfuðu. Við njótum mikilvægs brautryðj- andastarfs Guðgeirs. Eftirlifandi eiginkonu Guð- geirs, Guðrúnu Sigurðardóttur, og fjöldskyldu hans allri flyt ég innilegustu samúðarkveðju á erf- iðri stundu. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Kveðja frá Félagi bóka- gerðarmanna Guðgeir Jónsson, heiðursfé- lagi Félags bókagerðarmanna, er látinn í hárri elli. Bókagerðarmenn, eins og ann- að verkafólk, eiga Guðgeiri Jónssyni skuld að gjalda. Hann 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN var ritari Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1916-1918, formað- ur 1918. Gjaldkeri Bókbindara- félags Reykjavíkur 1935-1942, formaður 1942-50. Formaður Bókbindarafélags íslands 1951- 60. Guðgeir var kjörinn heiðursfélagi Bókbindarafélags íslands árið 1960 fyrir mikil og giftudrjúg störf. Guðgeir sat í miðstjórn Alþýðusambands ís- Iands: 1940-42 ritari; 1942-44 forseti; 1946-48 gjaldkeri. Allan sinn aldur missti Guð- geir Jónsson aldrei sjónar á því markmiði að standa vörð um vel- ferð hins vinnandi manns. Hann var ekki einasta ötull baráttu- maður í hinni daglegu baráttu um launin, hann vissi og skildi að fleira snerti hagsmuni verka- fólks. Ungur lagði hann þeirri baráttu lið, sem enn er svo mikil- væg, baráttunni gegn áfengisböl- inu. Fá vopn auðvaldsins hafa reynst verkafólki jafn hættuleg; lamað þrek og vitund einstak- linga og um leið veikt hreyfing- una. Við fráfall Guðgeirs Jónssonar lútum við höfði og vottum honum virðingu, en við hækkum jafn- framt rödd og strengjum þess heit að halda baráttunni áfram. Ein- ungis með því móti getum við vottað honum sanna virðingu. Magnús Einar Sigurðsson í dag verður útför Guðgeirs Jónssonar gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Guðgeir lést 7. júní síð- astliðinn, 94 ára. Guðgeir var bókbindari að mennt og atvinnu og stóð meginhluta ævi sinnar í fremstu röð verkalýðshreyfingar og sósíalískrar baráttu og var að auki virkur liðsmaður bindindis- samtakanna. Guðgeir gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum þessara fylkinga, og var meðal annars forseti Alþýðusam- bandsins 1942-44, á tímamótum í sögu þess. Þjóðviljinn og Guðgeir Jóns- son eiga saman langa sögu og ánægjulega samvinnu. Þjóðvilj- inn vottar eiginkonu Guðgeirs, Guðrúnu Sigurðardóttur, og öðr- um vandamönnum hans djúpa samúð að leiðarlokum. Ritstj. DJOÐVILJINN I 'íminn Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ Blaðbera vantar víðsvegar um borgina DJODVIUINN rnmrmnwmm Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd garðyrkjudeildar Reykjavíkur óskar eftirtilboðum í „lóðarlögun við gæsluvöll og leiksvæði við Fannafold" í Reykjavík. Verkið felst í frágangi á lóð gæsluvallarins við Fannafold 56 og leiksvæði þar fyrir vestan. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. júlí 1987 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.