Þjóðviljinn - 24.06.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINNl Miðvikudagur 24. júní 1987 133. tölublað 52. árgangur rt'Tr-i#-;...iff- LEON AÐ FARSCm SKÓLACÖNGU SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF. Fellaskóli Asbesb'ð burt Borgarráð ákvað í gær að hei- mila fímm milljóna króna auka- fjárveitingu í það verkefni að Qarlægja asbestklæðningu úr lofti Fellaskóla. Klæðingin verður fjarlægð í sumar, þannig að börn og kenn- arar ættu að geta andað léttar þegar þau mæta í skólann í haust. Heilbrigðiseftirlitið hefur lagt hart að borgaryfirvöldum um all langt skeið að fjarlægja þessa klæðningu, enda er talið að tals- verð mengunarhætta stafi af henni. -gg Hrossarœkt Sæðingar á Hvanneyri Gunnar Örn Guðmundsson dýralœknir á Hvanneyri gerir tilraunir með hrossasœðingar annað áriðíröð. Tók sœði úr Ófeig 818 og Ófeig 882 Enn sem komið er er þetta ein- ungis á tilraunastigi. Ég sæddi 20-30 merar nú í júní og vonast til þess að geta fengið niðurstöður þeirra tilrauna innan skamms. Ég reyndi þetta lítillega í fyrra, en það gafst ekki nógu vel, sagði, sagði Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir á Hvanneyri í samtali við Þjóðviljann í gær, en Gunnar gerði nú í júnímánuði til- raunir með hrossasæðingar. Ekki hafa áður verið gerðar til- raunir með hrossasæðingar á ís- landi, ef frá er talin tilraun Gunn- ars fyrir ári síðan. Að þessu sinni tók hann sæði úr stóðhestunum Ófeigi 818 frá Hvanneyri og Ó- feigi 882 frá Flugumýri og sæddi 20-30 merar úr Borgarfirði og af Suðurlandi. Bændaskólinn á Hvanneyri lagði til alla aðstöðu. Tilraununum lauk í fyrradag. Að sögn Gunnars er það mun meiri erfiðleikum háð að sæða merar en ýmis önnur dýr. í fyrsta lagi er erfiðara að geyma sæði úr stóðhestum og í öðru lagi er erfið- ara að átta sig á hvenær merar hafa egglos. Erlendis hafa verið gerðar til- raunir með að djúpfrysta sæði úr stóðhestum með þolanlegum ár- angri og sagði Gunnar ekki úti- lokað að það yrði næsta skrefið í þessum efnum hérlendis. Aðspurður um gildi þessara til- rauna sagði Gunnar að með sæð- ingum væri hægt að nýta bestu stóðhestana betur, auk þess sem þær gætu veitt afskekktari hér- uðum betri aðgang að bestu stóðhestunum. -gg Bjarni Thors framkvæmdastjóri hins nýja fiskmarkaðs og starfsmaður hans leiðbeina viðskiptavini á fyrsta uppboðinu í Reykjavík. Mynd Sig, Fiskmarkaður Faxa markaður opnaði í gæmr Fiskmarkaður var formlega opnaður í Reykjavík í gær og voru boðin upp 60 tonn af þorski úr togaranum Sléttanesi frá Þing- eyri. Þá kom bóndi akandi úr Dal- asýslunni með um 50 kg af silungi sem boðinn var upp. Faxamarkaðurinn er nafn hins nýja fyrirtækis sem er hlutafélag fiskverkenda og fiskseljenda á SV-Iandi. Að sögn Ágústs Ein- arssonar formanns hlutafélagsins eru undirtektirnar mjög góðar. „Ég hef þá trú að þetta eigi eftir að breiðast frekar út um landið í einni eða annarri mynd. Menn munu koma sér upp fjarskipta- markaði, það er bjóða í fisk í gegnum fjarskiptakerfið," sagði Ágúst að lokum. -gsv Hvalveiðiráðið íslendingar hóta úrsögn Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, ítrckaði í gær, að sterklega kæmi til greina að íslendingar segðu sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, ef tillaga Banda- ríkjamanna um að vísindaráðið þurfí að fjalla um vísindahval- veiðar, verður samþykkt. Halldór vísar því til næstu ríkis- stjórnar að taka ákvörðun um slíkt, en hvalfriðunarsinnar benda á að Halldór hafi margoft áður hótað þessu. í dag munu umræður um til- lögu Bandaríkjanna hefjast aftur og koma til atkvæðagreiðslu ann- aðhvort í dag eða á morgun. Mjög líklegt er talið að tillaga Bandaríkjamanna verði sam- þykkt enda eingöngu fimm þjóðir lýst stuðningi við málflutning ís- lendinga. -Sáf Fjórhjól Leigunum fjölgar stöðugt Eitthjólkostar 110-230þúsundkr. Leiguverð er um 2000 kr. ífjórar klst. Það hefur vakið athygli margra að fjórhjólaleigurnar eru að spretta upp og sffellt má sjá fleiri auglýsingar í blöðum um dá- semdir þessara tækja. Leigurnar spretta upp vegna þcss að fjórhjól eru dýr tæki. Þau kosta frá 110- 230 þúsund krónur, allt eftir vél- arstærð, drifmöguleikum og öðr- um slíkum mismunandi eigin- leikum. Samkvæmt upplýsingum frá fjórhjólaleigum er leiguverð hjólanna nokkuð svipað frá einni leigu til annarrar. Á einni kostar hjól í 2 klst. eitt þúsund kr. með- an önnur leigir þér hjólið á 1800 kr. í 4 klst. Leigurnar bjóða líka kerrur undir hjólin og sumar taka leigugjald fyrir þær líka en aðrar ekki. Á einni leigu eru frá 4 og upp í 10 hjól. Mismunandi reglur virðast gilda hjá þessum leigum um það hverjir geti tekið hjól á leigu. Tuttugu ára aldurs- takmark og bílpróf er skilyrði hjá einni en einungis bflpróf hjá ann- arri. Samkvæmt reglugerð frá því vetur mega hins vegar 14 ára og eldri aka fjórhjóli svo framarlega sem þeir hafa próf á dráttarvél, bifhjól eða annað sambærilegt farartæki. -gsv Vegagerðin Maraþonfundur hjá sáttasemjara Pað ber enn nokkuð mikið á milli deiluaðila, en frekar hef- ur þó þokast í áttina í dag. Ég býst fastlega við að við munum funda fram eftir nóttu, sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, um sáttafund í deilu ríkisvaldsins við starfsmenn Vegagerðarinnar, sem eru margir hverjir í verkfalli og starfsmenn Skógræktarinnar. Áttust deiluaðilar við fram eftir nóttu án árangurs. Á miðnætti kom verkfallsboð- un vegagerðarmanna á Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki til framkvæmda og eru þá alls 14 fé- lög vegagerðarmanna í verkfalli. Takist samningar ekki fyrir helg- ina bætast vegagerðarmenn í Vík í Mýrdal og á Austurlandi í verk- fallshópinn. Að frátaldri kjaradeilu ríkis- valdsins við starfsmenn Vega- gerðarinnar og Skógræktarinnar, hefur eitt félag boðað verkfall til sáttasemjara á næstunni, en það er Vélstjórafélag Suðurnesja, sem á ósamið við Hitaveitu Suðurnesja um launamál vél- fræðinga í orkubúinu í Svartsengi. -RK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.