Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 13
Rómverskt skip á siglingu um
Thames í Englandi. Floti Carausiusar
var mjög öflugur og getum hefur verið
að því leitt að eitt skipa hans hafi bor-
ið til íslands...
kembt hærurnar á þessu eyði-
landi árið 300 eftir Krist.
Hitt er einnig hugsanlegt að
sæförum hafi verið kunnugt um
ísland á þessum tíma, enda hefur
verið bent á að bronsaldarmenn á
Bretlandi réðu þegar árið 1200 f.
Kr. yfir farkostum sem siglt gátu
til íslands. Margar heimildir eru
til um Thule, landið í norðri, þótt
fræðimenn hafi jafnan greint á
um hvaða land sé átt við.
Þaö minnir á frásögn af sigl-
ingu Pyþeasar, árið 300 fyrir
Krist, frá Marseille í Suður-
Frakklandi, norður til Bretlands
og Thule. Ef Thule Pyþeasar er
ísland, þá hefur, samkvæmt frá-
sögnum hans, verið hér bústaður
fólks um það leyti.
En víkjum nú aftur að Carausi-
usi. Hann ríkti í sjö ár, en hlaut þá
í hæsta máta rómversk endalok:
Var myrtur af ráðgjafa sínum
árið 293. Morðinginn, Allectus
að nafni, sat síðan að völdum í
þrjú ár en var þá sigraður af róm-
verskum flota, undir stjórn Con-
stantiuasar. Breska sjóveldið var
liðið undir lok.
Rómversku myntirnar voru,
sem fyrr segir, slegnar á árunum
270-305. Breska sjóveldið stóð
287-296. Samsvörunin er nánast
algjör, segir Kristján Eldjárn árið
1948, og gerir lítið úr öðrum
möguleikum á því, hvernig mynt-
irnar hefðu getað borist til lands-
ins.
Voru papar
glysgjarnir?
En hverjir eru hinir mögu-
leikarnir? Matthías Þórðarson
áleit líklegast að myntimar hefðu
Myntirnar rómversku sem fundist
hafa á íslandi voru að mestu úr kopar
og því verðlitlar utan rómverska ríkis-
ins. Þær hafa enda ekki fundist nema
í sáralitlum mæli á Norðurlöndum.
Myndirnar voru slegnar á árunum
270-305 - og á þeim tíma ríkti Car-
ausius á Englandi.
borist hingað með pöpum eða
norrænum mönnum.
Papar voru litlir efnishyggju-
menn og það er afar ólíklegt að
þeir hefðu lagt sig eftir að safna
úreltum rómverskum peningum.
Enn ólíklegra er að þeir hefðu
borið þá með sér í önnur lönd,
innan um „bækur írskar og
bjöllur og bagla“. Og þótt ein-
hver glysgjarn einsetumaður
hefði gaman af gömlum pening-
um er vandséð hvar hann gat
komist yfir rómverska antoni-
ona.
Ekki er heldur líklegt að nor-
rænir menn hafi átt auðvelt með
að verða sér úti um rómverskan
gjaldmiðil, þótt þeir hefðu vissu-
lega meira gaman af peningum en
paparnir. Antonionarnir voru
verðlausir utan rómverska áhrif-
asvæðisins, en þeir hafa þó fund-
ist í einhverjum mæli bæði í Dan-
mörku og Noregi. Þannig er
hugsanlegt að einhver þessara
mynta sem hér hafa fundist hafi
þvælst í pyngur landnámsmanna.
Það er heldur ekki hægt að ganga
fram hjá því að þrjár myntanna
fundust í tengslum við norrænar
mannvistarleifar.
Kristján Eldjárn dró mjög úr
kenningu sinni um hingaðkomu
rómversks skips. Engu að síður
er afar líklegt að herskip Róm-
verja hafi hrakið til landsins. Og
kannski væri það verðugt verk-
efni fyrir þá sem leita að gull-
skipum að snúa sér að rómversk-
um galeiðum.
Það væri án efa fróðlegt að vita
hvernig Rómverjar hafa búið um
sig austur á fjörðum. Og þar hef-
ur skipstjórinn væntanlega verið
hrópaður til keisara yfir Islandi?
- hj
Constantius Chlorus 1., kemur
til London, skömmu fyrir alda-
mótin 300 til að staðfesta vald
rómverska keisarans yfir borg-
inni. Sjóveldi Carausiusar var lið-
ið undir lok- borgin er sýnd sem
krjúpandi kona, sem vottar
keisaranum hollustu.
Sunnudagur 28. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13