Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 3
Ingimar
í sjónvarpið
Geysir gefinn út
vestanhafs
Stutt spjall við Ásmundí Gramminu um íslenska tónlist ó Bandaríkjamarkaði,
fyrsta geisladiskinn hérlendis og Sykurmolana
„Könunum finnst þessi músík
athyglisverð söguleg heimild og
merkilegtónlistarlegaséö. Þeir
hafa áhuga á þessari bylgju sem
reis sem hæst hér á landi upp úr
1980,” sagði Ásmundur Jóns-
son í Gramminu í samtali við
Sunnudagsblaðið en um næstu
mánaðamót kemur út í Banda-
ríkjunum platan GEYSIR.
Á GEYSI verður tónlist með
fjölmörgum hljómsveitum og
einstaklingum; Kuklinu, Þey,
Þorsteini Magnússyni, Purrkn-
um, Hilmari Erni Hilmarssyni,
Das Kapital og Sveinbirni
Beinteinssyni, svo nokkur nöfn
séu tiltekin.
- En kunna Bandaríkjamenn
að meta íslenskt rokk, - er það
ekki einhver afdalatónlist fyrir
þeim?
„Innan þess markaðar sem er
skilgreindur independent er tals-
verður áhugi, ekki hvað síst á
Þeysurunum og Kuklinu. En það
stendur til að gefa þessa plötu út í
Kanada og Evrópu líka og það er
verið að reyna að vekja áhuga
Japana.”
- Verður plötunni fylgt eftir
með tónleikahaldi vestanhafs?
„Nei, við kynnum plötuna á
tvennan hátt. Ánnars vegar í út-
varpsstöðvum og hins vegar með
myndböndum. Ég hef þegar
fengið slatta af bréfum frá stöðv-
um í Bandaríkjunum og þau eru
mjög jákvæð og skemmtileg.
Myndböndin verða í eldri kantin-
um, flest síðan Þeyr var upp á sitt
besta.
í haust er síðan væntanleg
plata á markaðinn frá sama fyrir-
tæki, safnplata með Þeysurun-
um, en tónlist þeirra virðist ætla
að standast tímans tönn býsna
vel.”
- Stendur þá ekki til að hóa
Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
þessari sveit saman á nýjan leik
úr því heimsfrægðin er loks á
næsta leyti?
„Ég minntist nú á það við
nokkra af fyrrum meðlimum
hljómsveitarinnar þegar sýnt var
að platan þeirra kæmi út í Banda-
ríkjunum. Þeyr fórnuðu höndum
yfir tilhugsuninni einni saman.
Þeyr tilheyrir fortíðinni.”
- Það var og. En hvað er að
frétta af útgáfumálum Gramms-
ins að öðru leyti?
„Þessa dagana erum við að
gefa út fyrsta diskinn sem er gerð-
ur fyrir geislaspilara. Það gerum
við í samvinnu við Japis sem er
innflytjandi þessara tækja. Á
þessum fyrsta diski verður Frelsi
til sölu með Bubba Morthens. Sú
hljómplata hefur nú selst í 15000
eintökum og er þannig ein af
mest seldu plötum á landinu frá
upphafi.
Áð auki eru fjögur önnur lög
Bubba á diskinum; tvö af Das
Kapital plötunni og síðan nýtt lag
við ljóð Snorra Hjartarsonar,
Þjóðvísa. I haust er einmitt vænt-
anleg frá Bubba trúbadorplata,
þar sem þetta lag verður væntan-
lega líka.
- Og Sykurmolarnir ykkar,
hvað eru þeir að bedrífa þessa
dagana?
„Nú á næstunni kemur út á
Englandi smáskífa með þeim og á
næstu þrernur mánuðum væntan-
lega önnur til viðbótar og svo stór
plata. Það verður gaman að fylgj-
ast með hvernig þeim gengur.
Snati tekinn á beinið
Elskulegur Snati.
Þar sem þú sjálfur ert nú ekki
hugaðri en svo að þora ekki að
klóra undir nafni þá hef ég ekki
hugsað mér að gera það heldur
(það sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra-reglan). En ástæða
þess að ég finn hjá mér þörf til að
sletta bleki á blað eru skrif þín, en
þó sérstaklega þann 21. júní síð-
astliðinn. Raunar hef ég ekki gert
mér fyllilega grein fyrir því hvort
um grín eða alvöru var að ræða,
en hafi þetta átt að vera grín er
skopskyn þitt svo sannarlega bág-
borið, mun bágbornara en þeirra
Jóns Áxels og Péturs Steins. Ekki
þar fyrir að ég voni það ekki.
Það var þessi þriðji kafli (skrif-
aður með rómverskum tölum -
góð íslenska það) sem fór svona
eitthvað í taugarnar á mér. Þú
skrifar: „Jón Axel, Pétur Steinn
og fleiri góðir menn, vart mæl-
andi á íslensku og þaðan af síður
með vott af skopskyni, tröllríða
þjáðum hlustum þjóðarinnar.
Þeir eru alltaf í góðu skapi
þessir strákar. Ausa auðfúsir úr
brunnum fáfræði sinnar og aula-
fyndni. Og þeir eru allir eins. Þeir
eru hetjur hvunndagsins sem
auglýsa týndar lyklakippur og
steikarpönnur; spyrja hlustendur
út úr um fæðingardag frelsarans
og trommuleikarann í U2.“
Ég skal ekki dæma um skop-
skyn né íslenskukunnáttu þeirra
Bylgjumanna, enda enginn sér-
fræðingur í þeim efnum, en hitt er
annað mál að oft er það nú svo að
fólk sér svo óskaplega vel flísina í
auga annarra þrátt fyrir bjálkann
sinn stóra og mikla. Nóg um það.
En það var þetta með fáf-
ræðina sem ég ætlaði mér að fetta
fingur út í. Því að þetta sem þeir
Jón Axel, Pétur Steinn og fleiri
hafa verið að miðla okkur hlust-
endunum á ekkert skylt við
heimsku. Viska um popptónlist,
týndar lyklakippur og steikar-
pönnur er viska líka og ekkert
síðri en önnur þó svo að þú eigir
erfitt með að melta hana. Og
kvelji hún eitthvað hlustir þínar
er kominn tími til að þú skoðir
leiðbeiningarnar með viðtækinu
þínu og reynir að komast að því
hvar „off-takkinn“ er staðsettur á
því.
Það er nefnilega staðreynd sem
þú verður bara að sætta þig við,
elskulegur Snati minn, að þetta
er það sem þjóðin vill. Fjöldi
þeirra sem hringja og reyna að
finna svarið við því hver fæðing-
ardagur frelsarans er og gefa upp
ýmsar upplýsingar um trommu-
leikarann í U2 er sönnun þess.
Og Snati minn! Hvað er að því
að vera í góðu skapi?
Nei, það er satt að frelsið (og
þá ekki síður prentfrelsið) fæðir
af sér fífl. Að minnsta kosti ætla
ég að vona að þú hlífir okkur les-
endum Þjóðviljans við frekari
loppuförum þínum, séu þau öll í
þessum dúr. Að öðrum kosti
verður ekki langt að bíða þess að
þetta ágæta blað verði orðað við
sorpblaðamennsku þá sem þú
varst svo duglegur að saka þá kol-
lega þína á DV um.
ScY\ol-rfeL
Uppstokkunin á yfirstjórn
sjónvarpsins heldur áfram.
Ekki er langt síðan Bogi
Ágústsson var gerður að
hægri hönd útvarpsstjóra. Nú
er í kyrrþey búið að gera
fréttamanninn góðkunna,
Ingimar Ingimarsson, að
aðstoðarframkvæmdastjóra
sjónvarpsins... ■
Tídindi
í Teningi
Listtímaritið Teningur er
væntanlegt á næstu dögum.
Meðal efnis í blaðinu að
þessu sinni er viðtal við Gyrði
Elíasson skáld og Kristján
Guðmundsson myndlistar-
mann.
Það sem þó sætir mestum
tíðindum er áður óbirt Ijóð eftir
sjálfan Sigfús Daðason, en
a.m.k. tíu ár eru nú liðin síðan
hann birti síðast Ijóð eftir sig.
Ljóðaunnendur hafa því tilefni
til að gleðjast... ■
Á besta aldri
Af bókaútgáfu er það einnig
að frétta að þær Þuríður
Pálsdóttir og Jóhanna
Sveinsdóttir munu nú vinna
að bók um breytingaskeiðið
hjá konum. Jóhanna gerði ís-
lenskum elskhugum skil í
einni bók hér um árið og Þur-
íður var með söluhæstu bók-
ina á síðustu vertíð. Og það er
Forlagið sem gefur þessa bók
út. Og nafnið- að sjálfsögðu:
Á besta aldri! ■
Holland
Biðjið
fyrir
heiðríkju!
Veðurguðirnir hafa ekki verið
Hollendingum hliðhollir að und-
anförnu. Það sem af er júnímán-
uði hefur rignt svo að segja lát-
laust og muna landsmenn ekki
eftir annarri eins úrkomu um hás-
umarið né kuldum.
Nú er svo komið að jafnvel
strangtrúuðum kaþólikkum þyk-
ir nóg komið af hnerrum og snýt-
ingum. í gær létu leiðtogar þeirra
það boð út ganga til presta og
preláta að þeir fengju fólk til liðs
við sig til að fá almættið í betra
veðurskap með innilegum bæn-
um um skýjarof og sólarglætu.
- ks