Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 12
Rómveijar tíl ískinds Sagtfrá hugmyndum um Rómverja á ís- landi árið 300 e. Kr. Hermenn keisarans standa þétt saman. Þaö er eins og þeir séu að skima eftir skipi - staddir upþá Búlandstindi... íslendingar státa gjarnan af því aö þeir þekki uppruna sinn beturen aðrarþjóöir. Sagan ertil þess aögeraeinföld:Á níundu öld komst konungurtil valda í Noregi sem hét því að skeröa hvorki hár sitt né skegg fyrr en hann hefði sam- einað landið í eitt ríki. Og þessi fyrirætlan bitnaði illilega á mörgum sem máttu sjá á bak bæði auð og völdum. Þessvegnastukkupeirúr landi. Þeirkomutil Islands. Þar með hefst saga íslands. Að vísu geta gömul rit um írska munka sem hér voru fyrir. Það voru papar. Ari fróði hefur fyrir satt að þeir hafi stokkið úr landi, en skilið e/tir sig bækur írskar og bjöllur og bagla. Ýmsir hafa orð- ið til að vefengja frásögn Ara Þorgilssonar og jafnvel komið með kenningar um að landið hafi verið albyggt írsku fólki þegar Norðmenn tóku að þyrpast til landsins. Ekkert hefur þó fund- ist, sem rennir stoðum undir það að hér hafi verið umfangsmikið landnám fyrir landnám. Hvað papana varðar, þessa sauðmeinlausu og guðræknu ein- setumenn, er harla ótrúlegt að þeim hafi gefist mikið ráðrúm til flutninga, úr því að þess er sér- staklega getið að þeir hafi skilið helstu dýrgripi sína eftir. Senni- legast hiýtur að teljast að nor- rænu hetjurnar, sem voru þaulæfðar í að drepa fólk og ekki síst fra, hafi gert sér að leik að salla papana niður. Á það verða þó vitanlega engar sönnur færðar að svo stöddu. Hver sem örlög papanna urðu þá eru þeir hluti af sögu íslands. Og þessvegna hefjast allar kennslubækur um íslandssögu á stuttaralegum frásögnum af þeim. En nú skal maður nefndur til sögunnar, sem Kristján Eldjárn skrifaði eitt sinn um: „Jón heitir maður, Sigfússon, og býr á Bragðavöllum í Hamarsfirði í Suður-Múlasýslu. Hann á þann heiður að hafa lengt sögu íslands um 500 ár aftur í tímann. Hann hefur fyrstur manna fundið slóðir Rómverja hinna fornu á íslandi." Þetta skrifaði Kristján í hinni stórskemmtilegu bók sinni „Gengið á reka“, sem út kom árið 1948. Kaflinn sem þessi til- vitnun er tekin úr heitir einfald- lega „Rómverjar á íslandi". Mr. Hawkes finnur pening Það sem Kristján Eldjárn hafði fyrir sér voru þrjár rómverskar myntir sem fundist höfðu hér á landi, svokallaðir antonionar. Tuttugu árum síðar fannst svo einn peningur til. Myntirnar sem hér hafa fundist voru slegnar fyrir keisara sem ríktu á árunum 270-305. Antoni- onar voru upphaflega úr silfri, en með versnandi gengi Rómar voru þeir blandaðir kopar í æ ríkari mæli. Þar kom, að þeir voru með öllu verðlausir utan hins róm- verska skattlands. Hafa ýmsir sérfræðingar raunar haldið því fram að hið látlausa gengissig á gjaldmiðli Rómverja sé ein höfuðástæðan fyrir endalokum ríkisins. En það er önnur saga. Fyrsta myntin sem fannst var slegin fyrir Probus (276-’82). Hana fann Jón bóndi, sem fyrr er að góðu getið, árið 1905 austur á Bragðavöllum á stað þar sem fundist hafa margir gripir sem rekja má til búsetu norrænna manna. Árið 1923 var enskur kennari, Mr. Leonard Hawkes, á ferðalagi um landið. Mr. Hawkes þessi fann annan pening á söndunum úti fyrir mynni Hvaldals, milli Hvalsness og Krossaness. Þess er sérstaklega getið að kennarinn hafi rótað dálítið meira í sandin- um en ekki fundið fleira. En Mr. Hawkes hafði fundið peninga frá tíð Diocletians, sem ríkti í Róm á árunum 284-305. Árið 1933 fann Jón bóndi ann- an pening í rústunum á Bragða- völlum. Var hann sleginn fyrir Aurelían keisara (270-275). Það varð til þess að Matthías Þórðar- son, þáverandi þjóðminjavörð- ur, brá sér austur til að athuga rústirnar, en það var þá orðið um seinan. Síðan liðu 35 ár. Þá fannst fjórði peningurinn - sá eini sem fundist hefur við vísindalega fornleifarannsókn. Það var í Hvítárholti í Hrunamannahreppi í rústum norrænnar byggðar frá landnáms- eða söguöld. Þessi mynt var sömu gerðar og hinar, en slegin fyrir Tacitus sem sat á valdastóli í eina átta mánuði á ár- unum 275-’76. Carausius kemur til sögunnar Og út frá þessum rómversku myntum setti Kristján Eldjárn fram býsna skemmtilega kenn- ingu í kaflanum sem áður er vitn- að til. Sú kenning var að vísu orð- in að tilgátu í doktorsritgerð hans, „Kuml og haugfé“, 1956 og loks að getgátu í „Sögu íslands" árið 1974. En nú skal sögunni vikið að Marcusi Aureliusi Carausiusi. Hann var belgískur Galli sem hófst til mikilla mannvirðinga í rómverska hernum. Hann var valinn til að stjórna flotastöð Rómverja þar sem nú er borgin Boulogne á Norðvestur- Frakklandi. Floti hans átti að hafa vald á Ermarsundi og stemma stigu við uppgangi sjó- ræningja sem ollu Rómverjum þungum búsifjum. Carausius var dugmikill her- foringi og gerði sjóræningjum marga skráveifuna. Hann varð hinsvegar helsti þurftafrekur á féð sem gert var upptækt og það vakti litla lukku suður í Róm. Því fór svo að lokum að Carausius var dæmdur til dauða fyrir fjár- drátt og drottinsvik. Hann hafði þessi skilaboð frá yfirboðurum sínum að engu, en sigldi til Bret- lands með flota sinn og lét hrópa sig til keisara að gömlum og góð- um sið. Maximian keisari gerði mátt- litla tilraun til að ráðast með flota að Carausiusi en beið algert af- hroð. Sjókeisarinn ríkti óáreittur í sjö ár og naut jafnvel viðurkenn- ingar rómverskra valdhafa. Kristján Eldjárn hefur tiltekið glefsu úr verki enska sagnfræð- ingsins Edwards Gibbon um Car- ausius. Þar segir: „Flotar hans brunuðu um Erm- arsund, drottnuðu fyrir mynni Signu og Rínar, herjuðu á strend- ur Atlantshafsins og létu ógnar- nafn hans hljóma hvarvetna fyrir utan stoðir Herkúlesar (þ.e. Gi- braltar). Bretland, sem löngu seinna átti eftir að verða heimsveldi á hafinu, komst undir stjórn Carausiusar í þá virðulegu og eðlilegu stöðu að verða sjó- veldi." Rómverjar kemba hœrur á íslandi Og Kristján leiðir að því getum að skip úr hinum geysiöfluga flota sjókeisarans hafi borið til fs- lands. Fundarstaður peninganna þriggja á Austfjörðum verður til að renna stoðum undir þessa kenningu; en Austfirðir liggja best við siglingum frá Bretlandi. Það er þessvegna hugsanlegt að rómverskt skip hafi strandað austur á fjörðum og áhöfn þess 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.