Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 19
SKAK Góður árangur Jóhanns í Moskvu TIMMAM HOLLENSKUR MEISTARI Aöeins ein umferð er nú eftir af skákmótinu í Moskvu þar sem Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson hafa þreytt taflið undanfarnar tvær vikur með misjöfnum árangri. Jóhanni hefur gengið allt í haginn eftir fremur slaka byrj- un. Hann sigraði sovéska meistarann Malanjúk í tólftu og næstsíðustu umferð og er með 7 vinninga úr 12 skákum og í 3.-4. sæti ásamt þessu fórnarlambi sínu. Efstur var Sovétmaðurinn Gurevic með 8 vinninga en 1/2 vinningi á eftir kom Oleg Romanishin með 71/2 vinning. Margeir hafði hlotið 5 vinninga. Þetta mót átti upphaflega að vera í Dubna en var af einhverj- um ástæðum flutt til Moskvu. Á Sport-hótelið sem margir kann- ast við, og hýst hefur merka við- burði er tengjast með einum eða öðrum hætti nafni Garrí Kaspar- ovs. Hann vann þarna á sviðinu millisvæðamótið 1982 með mikl- um glæsibrag, 10 vinninga úr 13 skákum og tefldi nokkrum mán- uðum síðar fyrsta einvígi sitt af þremur í áskorendakeppninni og gersigraði Beljavskí 6:3. Þarna var tefld ein skák í fyrsta einvígi Karpovs og Kasparovs, 48 skákir og þessa skák vann Kasparov og fannst mönnum þá nóg komið af svo góðu og einvíginu skyndilega hætt eins og flestum er kunnugt. Mönnum ber saman um að sal- arkynnum svipi til ráðstefnusal- arins á Hótel Loftleiðum, en inn í þann sal hafa ófáir skákunnendur stigið. Andrés, svo þarna hefurðu verið! og Nei sko, þarna er gamli hárbustinn minn líka. Jæja þá við erum komin aftur. En aftur að alþjóðlega skák- mótinu í Moskvu: Jóhann tapaði fyrstu umferð fyrir Romanishin en hefur síðan unnið Benjamin, Hodgson og Malanjúk en gert jafntefli í öðrum skákum. Mar- geir vann Razuvajev í gagnmerku drottningarendatafli í 130 leikjum, tapaði þá fjórum skákum í röð en náði síðan að leggja Vasjúkov að velli. Enda- taflið langa vakti allmikla athygli hér heima, enda fremur sjaldgæft að skákir fari yfir 100 leiki. Mar- geir var með b-peð með drott- ningunni en Mikhael Botvinnik sannaði fyrir meir en 30 árum að slíkar stöður eiga að vinnast með bestu taflmennsku. Staðan sem þeir Margeir og Razuvajev fengu upp var í hinu þekkta fræðiriti Averbakhs talin unnin, en þeir Jóhann og Margeir höfðu komist á aðra skoðun þegar skákin fór í bið eftir 120 leiki. Razuvajev taldi stöðuna hinsvegar vonlausa, fann ekki bestu leiðina og tapaði. Fyrir skömmu síðan lauk í Moskvu hinu eiginlega byltingar- móti. Þessu móti voru gerð nokk- ur skil hér í blaðinu fyrir viku. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Vag- anian 8 v. 2. Gurevich 7 v. 3.-6. Kir. Georgiev (Búlgaríu), P. Nikolic (Júgóslavíu), Salow og Romanishin 6V2 v. hver. 7. Sok- olow 6 v. 8.-11. Anderson (Sví- þjóð), Chandler (England), Jus- upow og Tukmakov 5/2 v. 12,- 13. Nogueiras (Kúbu) og Torre (Filippseyjum) 4*/2 vinning hvor. Ef annað er ekki tekið fram, er um heimamann að ræða. Vagani- an hefur um langt skeið verið í fremstu röð skákmanna Sovét- manna en hann er fremur brokk- gengur og tók stórt tap (2:6) í einvíginu við Sokolov í fyrra afar nærri sér. Sigurinn nú þykir benda til þess að hann sé að ná sér upp úr öldudalnum. Innrásarlið- ið erlenda hjó í þessu móti ekki stór skörð í raðir Sovétmanna, enda eru þeir erfiðir heim að sækja á þessu sviði. Þessvegna er árangur Jóhanns góður í alla staði. Jan Timman hollenskur meistari Jan Timman sigraði með mikl- um yfirburðum á hollenska meistaramótinu sem lauk fyrir nokkrum dögum. Timman hlaut 9V2 vinninga úr 11 skákum og varð 2 vinningum fyrir ofan helstu keppinauta sína þá John van der Wiel og Gennadi Sos- onko sem hlutu 7 vinninga. Paul van der Sterren varð í 4. sæti með 6/2 vinning. Timman hefur áður unnið hol- lenska meistaramótið árin 1974, 1975, 1976, 1978 (ásamt Sos- onko), 1980, 1981, 1983 og nú 1987 eða alls 8 sinnum. Hann er tvímælalaust sterkasti skákmað- HELGI ÓLAFSSON ur sem Hollendingar hafa eignast ef undan er skilinn Max Euwe heimsmeistari í skák á árunum 1935-37. Þó þolir hann ágætlega samanburð við Euwe og er í dag ásamt Nigel Short helsta ógnun Vesturlanda við heimstmeistar- atitil Kasparovs þó sitthvað megi breytast til þess að Hollendingar endurheimti hinn merka titil. Fram eftir móti virtist Sosonko ætla að veita Timman harðvítuga keppni en í innbyrðis uppgjöri þeirra fékkst úr því skorið hvor ynni titilinn. Skák þeirra fer hér á eftir og er um margt dæmigerð fyrir kraftmikinn stfl Timmans: Jan Timman - Gennadi Sosonko Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. R(3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 (Mér segir svo hugur, að íslensku Opið laugardag kl. 7-16 Laugalæk 2 — S: 686511 skákmennirnir Jón L. Árnason og Gudmundur Sigurjónsson hafi skotið þessari hugmynd að Timman. Leikurinn býður nefnilega upp á bragð sem ekki þykir gefa svörtum svo slæmt tafl: 6. - Rg4 7. Bb5 Rxe3 8. fxe3 Bd7 9. Bxc6 bxc6 10. 0-0 e6 11. e5!7 með flókinni stöðu. Þannig tefldi Jón gegn Margeiri á IBM-mótinu og vann eftir mikinn darraðardans). 6. ... g6 (Drekaafbrigðið verður ofan á að þessu sinni sem oftar. Sosonko er þar einn mestur sérfræðinga). 7. h3 Bg7 8. Dd2 0-0 9. 0-0-0 Bd7 10. g4 Hc8 11. Kbl Re5 12. f4 Rc4 13. Bxc4 Hxc4 14. eS (Timman hefur mætt Drakaafbrigð- inu á óvenjulegan hátt og hefur þegar náð mun vænlegri stöðu.) 14. .. Re8 15. Dd3 Hc8 16. Hhel a6? (Hér var talið betra að leika 16. - exf4 með hugmyndinni 17. Bxa7 Rd6 18. Rxd6 exd6 19. Dxd6 Be6 með flók- inni stöðu. Svartur situr nú uppi með afar þrönga og illteflanlega stöðu). 17. Bf2 Rc7 18. Bh4! dxe5 19. fxe5 De6 20. Rf5! Bxf5 (20. - gxf5 21. Dxd7 er engu betra). 21. gxfS e6 22. Re4! exf5 (Ekki 22. - Bxe5 23. Bf6! exf5 24. Rd6 o.s.frv.) 23. Rd6 Da4 24. Rxc8 Dxh4 25. Dd7 Re6 26. Dxb7 Dxh3 27. Dxa6 f4 28. Hhl Dg2 29. Hdgl De4 30. Re7+ Kh8 31. Rxg6+! fxg6 32. Dxe6 Dxe5 (Heldur skárra var 32. - f3 þó svarta staðan sé óverjandi eftir 33. Hel Df5 34. Dxf5 Hxf5 35. e6! o.s.frv.). 33. Hxh7+! Kxh7 34. Hhl+ Dh5 35. Hxh5 gxh5 36. De4+ Kg8 37. Df3 h4 38. a4 h3 39. a5 h2 40. a6 Hf7 41. c3 Ha7 42. Dd5+ Kf8 43. Dd8+ KI7 44. Dh4 Be5 45. Dxh2 Hxa6 46. Dh5+ Svartur gafst upp. Sérlega skemmtilega teflt hjá Tim- man. Þetta er víst kallað að eiga all- skostar við andstæðinginn. ÞEKIU KIÖRVARI ÞEKUR BETUR ÞEKJU KJÖRVARI þekur viðinn m'iög vel og ver hann óblíðri íslenskri veðráttu. ÞEKJU KJÖRVARI hindrar ekki eðlilega útöndun viðarins. ÞEKJU KJÖRVARI hentar því vel á allar viðartegundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.