Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 8
GENGIÐ OF LANGT? „Atvinnumennirnir" okkar í handboltanum eiga ekki náö- uga daga. Á þeim tíma sem handknattleiksmenn eru flest- ir í fríi frá íþrótt sinni hefur ís- lenska landsliöið sjaldan eöa aldrei gengið í gegnum erfið- ara prógramm en einmitt nú í júnímánuði. Eftir þrotlausar æfingar frá mánaðamótum voru leiknir þrír landsleikir við Dani um síðustu helgi. Útkoman varð ekki sú sem vonast var eftir, Bogdan heimtaði þrjá sigra en fékk tvö töp og einn sigur. Leikgleðina vantaði í íslenska liðið á meðan Danirnir mættu æfingarlitlir en hressir og endurnærðir eftir ró- legheit undanfarið. Fyrst farið er að æfa svona stíft á annað borð er sennilega rétt að fá leiki til að halda mönnum við efnið, en menn hljóta að spyrja sig: Er hætta á að gengið sé of langt, missa íslensku landsliðs- mennirnir ekki áhugann og ánægjuna við þessa stífu keyrslu? Nú um helgina hefja þeir keppni á geysisterku alþjóðlegu móti í Júgóslavíu og mæta Sovét- mönnum í fyrsta leik. Vonandi gengur þar allt í haginn, en á þessu móti má við öllu búast. Númer eitt er að missa ekki sjón- ar á langtímamarkmiðinu, góð- um árangri á ólympíuleikunum í Seoul eftir 15 mánuði - en þar þarf sjálf leikgleðin að vera til staðar. íslenskir frjálsíþróttamenn virðast vera að vakna af dvala og frammistaða tveggja sterkra kastara vakti mesta athygli í síð- ustu viku. Einar Vilhjálmsson var rétt búinn að slá íslandsmetið í spjótkasti og á greinilega mikið inni. Vésteinn Hafsteinsson er kominn á góðan skrið í kringlu- kastinu og hefur burði til að ná langt í alþjóðlegri keppni. Ur körfuboltanum bárust dap- urlegar fréttir - körfuknatt- leiksdeild Fram hefur verið lögð niður. Það var sorgarsaga að fylgjast með basli Framara í úr- valsdeildinni sl. vetur þar sem þeir töpuðu öllum 20 leikjunum, fen jafnframt oft aðdáunarvert að fylgjast með baráttuhug þeirra í vonlausri stöðu. Þeirra lykilmað- ur, Þorvaldur Geirsson, gekk á dögunum í Val og þar með var lítið eftir. Það eru aðeins 5 ár síð- an Fram átti eitt al- skemmtilegasta lið landsins og var með Val Brazy og Viðar Þorkelsson í fararbroddi skammt frá því að krækja í íslands- meistaratitilinn. En nú er Fram farið sömu leiðina og Ármann fyrir nokkrum árum - það virðist einfaldlega vera takmarkað rými fyrir körfuknattleikslið hér á landi. Alfreft Gíslason í kröppum dansi gegn Dönum á dögunum. - Er hætta á aö landsliðsmennirnir missi áhugann vegna stífra æfinga? (Mynd:E.ÓI.) Enn missa akureyrsk hand- knattleiksfélög fjöður úr sínum hatti. Nú er Jón Kristjánsson úr KA á leið í háskólann og í Val. Ef Akureyrarliðunum hefði tekist betur að halda sínum mönnum heima væru þau búin að láta meira að sér kveða en raunin hef- ur orðið. Guðmundur Steinsson hefur ákveðið að leika með Fram á ný í seinni hluta íslandsmótsins í knattspyrnu og það eru gleði- fregnir fyrir Islandsmeistarana sem nú eiga á brattann að sækja. SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI Deildarmeinatæknir Staða deildarmeinatæknis við Sjúkrahúsið er laus til umsóknar. - Góð vinnuaðstaða, búin nýj- um tækjum. - í boði eru góð laun og frítt húsnæði. Nánari upplýsingar gefa deildarmeinatæknir og framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið Patreksfirði Það er Iíka ánægjuefni fyrir ís- lensku knattspyrnuna að endur- heimta einn af okkar topp- mönnum, þó hin hliðin á málinu sé sú að honum gekk ekki sem skyldi í hörðum heimi atvinnu- mennskunnar. Hinn Guðmundurinn, Torfa- son, félagi Steinssonar, ætlar hinsvegar að ílendast ytra. Hann gerði í vikunni samning við Wint- erslag, sigurvegara í belgísku 2. deildinni í vor, og leikur með þeim í 1. deild næsta vetur. Hann átti erfitt uppdráttar hjá Bever- en, fékk sama og engin tækifæri, en tekst nú vonandi að sýna hvað í honum býr. Frömurum veitir ekki af liðs- styrk Guðmundar Steinssonar, það sást best á heppnissigri þeirra á FH í Hafnarfirði. Þeir þurftu sjálfsmark og afbrennda víta- spyrnu botnliðsins til að fá öll þrjú stigin. Á meðan sigruðu Val- ur og KR á sannfærandi hátt og eru á góðri leið með að stinga önnur lið af. Reyndar þurftu Valsmenn virkilega að hafa fyrir því að sigra ungt en baráttuglatt Skagaliðið. Og Ingi Björn Albertsson skorar enn. Nýorðinn þingmaður og 35 ára, en þurfti aðeins 16 mín- útur eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrsta skipti í sumar til að bæta enn einu markinu á langan listann. Það er ekki ónýtt fyrir Valsmenn að eiga slíkan leikmann í bakhöndinni. Ekki tekst íslenska 21-árs landsliðinu enn að skora mark í Evrópukeppninni. Markalapst jafntefli gegn Dönum á Akureyri á miðvikudagskvöldið þýðir að eftir þrjá leiki er ísland í neðsta sæti riðilsins með eitt stig og markatöluna 0-6. Þetta er sam- eiginlegt vandamál tveggja elstu landsliðanna okkar - þeim gengur bölvanlega að skora. A- landsliðið hefur aðeins gert eitt mark í 5 leikjum í Evrópukeppn- inni - eigum við ekki nógu skæða sóknarmenn, eða hvað? í 2. deild er sovéski töframað- urinn Youri Sedov kominn á sig- urbraut. Maðurinn sem gerði meðalsterkt lið Víkinga að ís- Iandsmeisturum árin 1981 og 1982 er kominn heim í Hæðar- garðinn á ný og strákarnir hans eru þegar komnir með 5 stiga forskot í 2. deildinni. Góð byrj- un, þótt vissulega geti slíkur munur verið fljótur að fjara út. Frammistaða Leifturs frá Ólafs- firði er enn athyglisverðari, ný- liðarnir sátu fyrir leikina í gær- kvöldi einir í 2. sæti deildarinnar, en þeir stefna væntanlega að því áfram eins og í upphafi að haida sér uppi. Kvennaknattspyrnan er komin vel af stað og þar verða íslands- og bikarmeistarar Vals greinilega það lið sem önnur þurfa að sigrast á. Markatalan 14-0 eftir fjóra sigurleiki segir sitt, og samt sakna Valsstúlkurnar Kristínar Arn- þórsdóttur, markadrottningar deildarinnar í fyrra, sem ekki get- ur leikið í sumar vegna meisla. Nýliðar Stjörnunnar hafa byrjað mjög vel en mest stingur í augun slæm staða Breiðabliks. Kópa- vogsliðið hefur um áraraðir verið stórveldi í íslenskri kvenna- knattspyrnu en þeir dagar virðast taldir, a.m.k. í bili. Golfmaðurinn ungi Úlfar Jóns- son náði góðum árangri á Evr- ópumóti Iandsliða og undirstrik- aði þau orð mín í síðasta íþrótta- spegli að hann ætti framtíðina fyrir sér á alþjóðlegum vettvangi. Landsliðið stóð sig vel og vann sér sæti í B-flokki á ný. Golf- sambandið stendur sig ekki jafnvel, sendir lið utan í Evrópu- keppni en lætur ekki fjölmiðlum, a.m.k. ekki öllum, í té upplýsing- ar um hvar hægt sé að ná í kepp- endur og fararstjóra í síma. Til að grafa upp dvalarstað og síma- númer golfmannanna í Austurr- íki þurfa síðan íþróttafréttamenn að eyða löngum og dýrmætum tíma. Svona vinnubrögð eru sem betur fer orðin nánast einsdæmi hjá íslensku sérsamböndunum. IÞROTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSON 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Framkvæmdastjóri Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Upplýs- ingar um starfið veita framkvæmdastjóri í síma 94-3224 og formaður svæðisstjórnar, Magnús Reynir Guðmundsson, í síma 94-3722. Miðað er við að framkvæmdastjóri geti hafið störf 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. og skulu um- sóknir sendar til formanns svæðisstjórnar, póst- hólf 86, ísafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.