Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 7
DRAUGASAGAN
„Skemmtilegt er myrkrið"
Eftir
Gunnar Hersvein.
Myndskreyting
eftir
ÓlafHelga
Ég komst um daginn yfir
draugasögu sem Jón Árnason
hafði átt í fórum sínum. Af ó-
kunnum ástæðum lét hann aldrei
prenta þessa sögu. Aftur á móti
birti hann stytta útgáfu af henni
með allt annarri atburðarás. Sag-
an sú arna kom fyrir almennings-
sjónir undir nafninu „Skemmti-
legt er myrkrið” og hljóðar svo:
„Ifyrndinni og allt til vorra daga
var það landssiður að vaka yfir
líkum og var það oftast gjört við
ljós er nótt var eigi albjört. Einu
sinni dó galdramaður nokkur,
forn í skapi og illur viðfangs.
Vildu fáir verða til að vaka yfir
líki hans. Þó fékkst maður til þess
sem var hraustmenni mikið og
fullhugi að því skapi. Fórst hon-
um vel að vaka. Nóttina áður en
átti að kistuleggja slokknaði ljós-
ið litlu fyrr en dagur kom upp.
Reis þá líkið upp og mælti:
„Skemmtilegt er myrkrið.”
Vökumaður svaraði: „Þess nýtur
þú ekki.” Kvað hann þá vísu
þessa: „Alskínandi er nú fold, út
er runnin gríma. Það var kerti en
þú ert mold og þegiðu einhvern
tíma.” Síðan hljóp hann ofan á
líkið og braut það á bak aftur.
Var það síðan kyrrt það sem eftir
var nætur.”
fslendingar hafa frá fornu fari
haft þá meginreglu að hafa það
sem sannara reynist. Af þeim
sökum tel ég skyldu mína að leiða
sannleika draugasögunnar í ljós
með því að birta söguna sem ég
hef undir höndum. Hún greinir
nákvæmlega frá því sem gerðist í
raun og veru og kemur nú fyrir
augu ykkar í fyrsta skipti en ég
hef vélritað hana upp og lagað
hana m.t.t. nútíma stafsetningar.
Gerið þið svo vel:
Einu sinni var galdramaður .
með þykkar og loðnar augna-
brýr, svart skegg og silfurgráan
lubba. Hann var forn í skapi og
lifði einn í dularfullu húsi. Hann
starfaði á nóttunni og notaði
myrkrið við tilraunir sínar og
galdra. Menn spáðu oft í hvað
hann væri að bauka en voru ekki
á einu máli um það. Hvorki var
hægt að spyrja hann að því né
heimsækja hann því honum var
lítt um samræður og heimsóknir
gefið.
Meðal mannanna var fögur
stúlka sem bjó yfir óseðjandi
forvitni sem varð skynseminni
yfirsterkari. Hún var heitbundin
hraustmenni miklu en eina tungl-
bjarta nótt smeygði hún sér í
svarta yfirhöfn og læddist að húsi
galdramannsins. Hún guðaði á
glugga. Þetta var milda vetrar-
nótt og bláleitur hestur hljóp
framhjá og hvarf inn í skóginn.
Hún gægðist en innanhúss var
ekkert nema kolniðamyrkur því
húseigandinn þoldi ekki ljós.
Tunglið var þó fullt. Þarna stóð
hún við húsið grönn og lagleg á
góðum skóm og lyfti dálítið hæl-
unum, lagði fingur að glugga,
teygði höfuðið og þrýsti andlitinu
að rúðunni og mændi inn fyrir en
augun brugðust henni. Hún hélt
þó áfram að stara og þuldi í lágum
hljóðum ósk um að augun mættu
sjá.
Smátt og smátt tók óskin að
rætast og augun að aðlagast
myrkrinu. Hún greindi litlausa
hluti, stórt og fyrirferðarmikið
borð og alls konar litla hluti sem
lágu ofan á því en hún þekkti þá
ekki. Taldi hún að þetta væru
galdragripir. Augu hennar liðu
yfir eins og vaxandi og þverrandi
tungl á víxl í samræmi við forvitn-
ina sem munir galdramannsins
vöktu með henni uns hún mætti
augum hans skínandi eins og tvær
smágerðar sólir í myrkrinu. Þá
hneig hún niður.
Hún rankaði fljótlega við sér
og hljóp sem fætur toguðu heim í
rekkju til að hugsa, spennt og
rjóð í kinnum. Galdramaðurinn
fór líka að hugsa. Hann gekk um
gólf og velti málunum fyrir sér.
Hún var óspjölluð mey. Með
fulltingi hennar gæti hann flutt
fjöll úr stað. Allt í einu linaðist
hann upp og rann niður í djúpan
stól. Hann hafði sjálfur smíðað
þessi óvenjulegu húsgögn. Hann
var orðinn ástfanginn. Hann yrði
að seiða stúlkuna til sín eða búa
til ástardrykkinn og gefa henni af
honum. Hann ólgaði nóttina á
enda af nýjum tilfinningum og
glímdi við formúluna að töfra-
drykknum sínum.
í morgunsárið þegar stafir sól-
arinnar reyndu að stjaka við hon-
um var hann eins og steinrunninn
maður. Dauður, liðið lík.
Dauðann hafði borið að garði.
Hann kemur alltaf á versta tíma
og leyniformúlan að ástar-
drykknum hvarf á vit óminnis-
gyðjunnar.
Þegar það kom á daginn að
galdramaðurinn var dauður
skaut nýtt vandamál upp kollin-
um. í fyrndinni var það landssið-
ur að vaka yfir líkum og var það
oftast gert við ljós á vetrarnótt-
um. Hver átti að vaka yfir iíki
galdramannsins? Hugrekki þurfti
til en það var ekki auðfundið með
mönnum á þessum tíma. Fallega
stúlkan gerði gys að mönnum og
kallaði þá hugleysingja. Að lok-
um skipaði hún hreystimenni
sínu að vaka ella myndi hún slíta
trúlofuninni. Hinn hrausti var
ekki heigull í rauninni og bar nafn
með rentu. Hann féllst á skilmála
hennar og lét flytja líkið heim til
sín. Fórst honum vel að vaka um
nóttina.
Um morguninn kom stúlkan.
Hún þvoði líkið og snurfusaði.
Hún greiddi hár galdramannsins
og skegg. Hún lyfti augnalokun-
um og skoðaði augun sem voru
slokknuð og sokkin í djúp
dauðans og tár hennar drupu á
þau. Hún kyssti hann á munninn.
Henni fannst eitthvað töfrandi
við hann. Allan daginn dyttaði
hún að líkinu, klæddi það og
reyndi allt sem í hennar valdi stóð
til að gera það dálítið líflegra.
Þegar kvölda tók kom hreysti-
mennið heim eftir notadrjúgan
vinnudag og tendraði kerti.
Stúlkan kvaddi um miðnætti en
hún fór ekki heim til sín. Nóttin
var hlý og seiðmögnuð. Tunglið
var mikilfenglegt og himinninn
dökkblár. Ulfhundur ýlfraði í
fjarska og stúlkan sem var hvít
sem mjöll gekk í hið dularfulla
hús galdramannsins.
Það tók að líða á nóttina og
hreystimennið vakti tíðindalaust
við kertaljósið en litlu fyrr en
dagur rann slokknaði ljósið og
líkið reis upp og mælti „Skemmti-
legt er myrkið.” Hinum hrausta
hvellbrá og stirðnaði. Þegar blóð-
ið tók að renna á ný í æðum hans
svaraði hann líkinu „En þess nýt-
ur þú ekki” kvað hann síðan ein-
hverja vísu og stökk á líkið til að
brjóta það á bak aftur. Líkið
hafði gert ráð fyrir þessum við-
brögðum og smeygði sér liðlega
undan og náði um leið að koma
rothöggi á hinn hrausta. Galdra-
maðurinn kyrkti hann síðan,
hafði fataskipti við hann og bjó
um hið nýja lík til kistulagningar
og breiddi yfir það. Yrði það
greftrað næsta dag.
í grárri morgunskímunni gekk
hraustlegur maður út úr húsinu.
Álnarhátt þokulag huldi jörðina
en að öðru leyti var skyggni gott.
Maðurinn sá ekki fætur sína en
vissi að hann þokaðist nær húsi
sínu.
Sunnudagur 28. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7