Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 2
FLOSI
af fengitíma
Það sem einkum hefur haft forgang í frétta-
flutningi fjölmiðla að undanförnu eru fréttir af
konunni, gleði hennar, sorgum og vandamálum
einkum þeim sem samfara eru kynferðislegri
áreitni, og svo auðvitað sauðkindinni, sem með
tilvist sinni hefur óumdeilanlega, lífs eða liðin,
staðið í vegi fyrireðlilegum gangi stjórnarmynd-
unar á íslandi.
Þó margt sé ólíkt með konunni og sauðkind-
inni eru þó sumir þættir í tilvist beggja furðu líkir,
einkum þegar kemur að útliti og sköpulagi, sem
með konum er kallað fegurð.
Bæði konurog kindur undirgangast reglulega
gripasýningar þar sem skrokkur og skankar eru
mældir og verðlaun veitt fyrir fegursta og eigu-
legasta gripinn.
Þannig er Fegurðarsamkeppni íslands nýaf-
staðin með frábærum árangri fegurstu ung-
meyja, en í sjónmáli er mikil landbúnaðarsýning
þar sem fegurstu ær bænda verða leiddar uppá
pall og verðlaunaðar fyrir það sama og konan
áður, semsagt sköpulagið.
Líkt og konur, skiptast kindur í fallegar kindur
og Ijótar kindur. Eðli málsins samkvæmt fá Ijótar
kindur ekki að fara á Landbúnaðarsýninguna
og Ijótar konur ekki í Fegurðasamkeppnina.
Ljótar kindur eru hafðar á afrétti þar sem þær
bíta afgangsgras þangað til afgangsgrasið er
búið og raunar allt gras, en eftir ekkert nema
auðnin tóm.
Reynt er hinsvegar að hafa Ijótar konur sem
mest innandyra á meðan ratljóst er, þó þær séu
á síðari árum farnar að gera æ háværari kröfur
til þess að fá að vera á almannafæri, ef þær geta
hugsað sér það sjálfar.
Sannleikurinn er sá - og ég hef margoft bent
á það áður - að auðvitað er það til háborinnar
skammar hvernig réttur Ijótra kvenna hefur ver-
ið fyrir borð borinn öldum saman á íslandi, en
með aukinni sjálfsmeðvitund eru þær farnar að
gera kröfu til þess að fá að koma á mannamót,
einsog fallegu konurnar, og satt að segja er það
ekki nema sanngjörn krafa, að minnsta kosti í
nútíma þjóðfélagi.
Þá nær auðvitað engri átt að Ijótar konur skuli
ekki umyrðalaust fá að taka þátt í fegurðarsam-
keppnum, einsog fallegu konurnar.
Slíkt er mismunun líkt og kynþáttaofsóknir.
Og auðvitað ætti allt sauðfé landsmanna að
fá að vera á Landbúnaðarsýningunni og helst
líka þeir árgangar sem búnir eru að halda til
árum saman í frystigeymslum Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, leiguhúsnæði sem er
einn af aðaltekjustofnum Sambandsins.
Þar kváðu leynast margir fallegir skrokkar og
enginn sem segir að í fegurðarsamkeppnum
þurfi allt sem sýnt er að vera á fæti.
Þegar búið er að borga dýra húsaleigu fyrir
freðna kroppana árum saman er gráupplagt að
sýna þá í fegurðarsamkeppni fjallalamba áður
en þeim er ekið á haugana, eða japönum borg-
að stórfé fyrir að taka við þeim og éta lambaket
af gömlu, ef þeir hafa lyst á því.
Nú hef ég í stórum dráttum tíundað það sem
líkt er með konunni og kindinni.
Hvað er það þá sem aðskilur þessar tvær
lífverur annað en það að konur ganga að öðru
jöfnu ekki nema á afturfótunum?
Og kem ég nú loksins að því sem allan tímann
átti að verða mergurinn þessa máls.
Ólíkt kindinni, er konan blæsma allan ársins
hring. Það er að minnsta kosti mjög útbreidd
skoðun.
Fengitími sauðkindarinnar er hinsvegar að-
eins tvær-þrjár vikur um jólaleytið.
Allirsem komið hafa í fjárhús um fengitímann
vita að þar ríkir kynhvötin ein ofar hverri kröfu.
Og hér er það sem hið umdeilda og margum-
rædda fyrirbrigði í mannlegum samskiptum er í
algleymingi. Nefnilega kynferðisleg áreitni.
Hver hreyfing ærinnar, lyktin, augngotur,
jarmur, kumr, nudd, juð og hvers kyns æsandi
tilburðir eru atferli til þess eins ætlað að vekja
hrútana til kynferðislegrar áreitni.
Sama er að segja um önnur þau spendýr sem
ég hef haft þá ánægju að vera í einhverju sam-
neyti við. Frumkvæðið virðist alltaf vera hjá
kvenþjóðinni.
Guð hjálpi (Deim fola sem sýnir hryssu kyn-
ferðislega áreitni þegar hún er ekki í hesta-
látum. Eða hvaða tarfi dytti í hug að leita á kú
sem ekki væri yxna? Og um hrútana er það að
segja að þeir mynda með sér órofa karlrembu-
samfélag um leið og fengitíminn er afstaðinn,
halda hópinn allt sumarið á afréttinum og líta
ekki á rollurnar fyrr en ballið byrjar á ný um
jólaleytið.
Það verður að telja karlmönnum það til máls-
bóta að fengitími kvenna er allan ársins hring,
en virðist fara svolítið eftir landshlutum hvort
hann er allsendis órofinn.
Þetta ruglar karla svolítið í ríminu.
Á Akureyri, í bæjarstjórn Reykjavíkur og á
Alþingi, virðast konur vera örlítið að nálgast
kvíguna, kindina og kapalinn að því leyti að þær
verða ókvæða við kynferðislegri áreitni, þegar
þær (svo ólíklega sem það nú kann að hljóma)
eru ekki í stuði.
Mér finnst satt að segja að: Akureyringar,
borgarfulltrúar í Reykjavík og Alþingismenn
ættu að sýna: iðnverkakonum á Akureyri, kven-
borgarfulltrúum í Reykjavík og Alþingiskonum
þá lágmarkstillitssemi að vera ekki að segja
þeim klámbrandara, syngja fyrir þær klámvísur
og káfa í klobbanum á þeim, nema hafa fyrst
gengið úr skugga um það og fengið á því pott-
þétta staðfestingu að slíka kynferðislega áreitni
bæri uppá miðjan fengitíma viðkomandi
kvenna.
Feður og synir
Hrafn Gunnlaugsson er at-
hafnasamur maður eins og al-
þjóð veit. Nú á næstu dögum
byrjar hann að filma nýjustu
mynd sina, „í skugga
hrafnsins". Hann hefurfengið
fjárveitingar frá íslandi og Sví-
þjóð uppá litlar 100 milljónir,
þannig að um er að ræða
langdýrustu mynd sem ís-
lenskur leikstjóri hefur gert.
Aðstoðarleikstjóri Hrafns
heitir Oaníel Bergman og er
sonur gamla Ingmars. Daníel
er ekki nema eitthvað hálfþrí-
tugur en engu að síður öllum
hnútum kunnugur í kvik-
myndagerð, enda haft fyrir
satt að pabbinn hafi tekið pilt
úr skóla á fimmtánda ári, svo
hann gæti numið galdrana.
Framkvæmdastjóri myndar-
innar er síðan sonur Hrafns
sjálfs, Kristján Þórður, sem
enn er í Menntaskólanum í
Fteykjavík og er helsta skáld
þeirra MR-inga og einn besti
ræðumaður yngri kynslóðar-
innar.
Upphaflega stóð til að filma
í fjórum löndum og nota ekki
færri en þúsund statista. Horf-
ið hefur verið frá því og verður
öll myndin tekin á Islandi í
sumar og kláruð í stúdíói í Sví-
þjóð í haust. Ekki er Ijóst
hversvegna niðurskurðurinn
er svo umfangsmikill, en for-
ráðamenn myndarinnar
munu hafa komist að þeirri
niðurstöðu að engin ástæða
væri til að filma útum allar
jarðir. Það væri, að sögn,
álíka og að skreppa frá
Reykjavík til Akureyrar eftir
einum hamborgara! ■
Leifur græðir
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 1
á tá og fingri
Það er gróðvænlegt að hönd-
la í nýju flugstöðinni ef marka
má leiguprísana. Um þessar
mundir er auglýst húsnæði
uppá 132 fermetra fyrir tísku-
vöruverslun sem skv. auglýs-
ingunni má selja fatnað og
leðurvörur. Leigan er svo litlar
fimm milljónirog þrjúhundruð-
þúsund á ári, - lágmark. Það
gerir ekki nema 441 þúsund á
mánuði. Vonandi verður
álagningin hjá þeim sem
hreppir húsnæðið jafn
sanngjörn... ■
ísak hjá
mm^mmmmmrnmmmmmmmmmmmmmmmmrm
Svörtu á hvítu
ísak Harðarson, eitt albesta
skáld yngri kynslóðarinnar,
hefur verið afkastamikill síðan
hann vann til verðlauna í sam-
keppni AB fyrir nokkrum
árum, fyrir Ijóðabókina
„Þriggja orða nafn". Síðan
sendi hann frá sér Ræfla-
testamentið, Slý og Veg-
gfóðraðan óendanleika.
Og nú er ísak kominn til
spútnikanna í Svörtu á hvítu
með nýja Ijóðabók. Að sögn
er þetta hans besta bók til
þessa og kemur væntanlega
út í haust. ■
Gróska í
útgáfu
Fjöldi íslenskra skáldsagna er
væntanlegur á markaðinn
með haustinu. Það verður at-
hyglisvert að fylgjast með
hvernig þær pluma sig í sam-
keppninni, en siðast slógu
bæði Thor Vilhjáimsson og
Steinunn Sigurðardóttir í
gegn.
Þjóðviljinn hefur þegar
greint frá því að ungskáldin
Sjón og Gyrðir Elíasson
gefa út skáldsögur hjá Máli og
menningu, Vigdís Gríms-
dóttir sendir eina frá sér, svo
og Álfrún Gunnlaugsdóttir.
Margir bíða skáldsögu Svövu
Jakobsdóttur með óþreyju
en það er Forlagið sem gefur
út. Jóhann Páll í Forlaginu___
gefur út aðra skáldsögu: Eftir
Auði Haralds sem nú kveður
sér hljóðs að nýju eftir nokkurt
hlé. Þá er og haft fyrir satt að
Þórarinn Eldjárn gefi út bók
hjá eigin forlagi. ■
Af Þorsteini
Þorsteinn Pálsson er þing-
maður Suðurlandskjördæm-
is, og eins og vera ber
heimsækir hann stundum
kjördæmi sitt. Meðal sjálf-
stæðismanna á svæðinu eru
deildar meiningar um nota-
gildi Þorsteins fyrir kjördæm-
ið. Sumir telja að hann hafi of
lítil tengsl við íbúana, en já-
kvæður stuðningsmaður Þor-
steins á Selfossi lét þau orð
falla á dögunum, að hann yrði
ævinlega bæði hissa og þakk-
látur þegar hann sæi Þorsteini
bregða fyrir í kjördæminu.
„Það eru nefnilega beygjur
á leiðinni hingað,1' sagði þessi
jákvæði stuðningsmaður. ■
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN