Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 16
POPPSIÐA
16 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 28. júní 1987
Elvls Costello - platan sýnir tónlistarferil hans mjög vel.
Fjöldi
tónleika
í sumar
Nú á þessum síðustu og verstu,
þegar kaupmáttur utanlands-
ferða hefur aldrei verið meiri, er
full ástæða til að benda á nokkuð
af því sem í boði er í Evrópu. Til
að byrja með er þó rétt að benda
fólki á ákveðna hluti í þessu sam-
bandi. Best er auðvitað að
tryggja sér miða á þá tónleika
sem stefnt er á, fyrirfram. Þetta
er hægt í gegnum ferðaskrifstofur
hér á landi og með því að hafa
samband beint út. Ef þetta tekst
ekki er ráð að reyna að ná sér í
miða fyrir utan tónleikana því
þótt það sé uppselt er yfirleitt
alltaf hægt að ná sér í miða.
Hvað er síðan í boði? Það er
eiginlega næstum hvað sem er;
það er aðeins að vera á réttum
stað á réttum tíma. Fyrir utan
hátíðir eins og Hróarskeldu
(fyrstu helgi í júlí), Donington
(kannski betur þekkt undir nafn-
inu „Monsters of Rock” og er
víðs vegar í Evrópu í lok ágúst og
byrjun september), Reading
(sem á 25 ára afmæli og er 28.-30.
ágúst), þá er margt um að vera.
Genesis, Siouxsie and the Bans-
hees, New Order, P.I.L., David
Bowie, Eurythmics, Van Morri-
son, Go West ásamt fjöldamörg-
um öðrum verða á ferðinni í júlí
og ágúst og því engin ástæða til að
láta slíkt framhjá sér fara í sumar-
leyfinu!
David Bowie á ferð og flugi; alltaf
jafn ungur í anda.
Led Zeppelin í íslandsreisu. „Gamla góða rokkið” slær í gegn á nýjan leik. Grateful Death - gömlu sýruhipparnir enn að!
Framsœkið rokk í uppsveiflu
Gamlar hugmyndir sœkja í sig veðrið í Bandaríkj-
unum og Bretlandi
Á undanförnum mánuðum hef-
ur í sífellt auknum mæli borið á
því að svokallað „framsækið"
(eða eins og það er nefnt á enska
tungu „progressive”) rokk hefur
mjög verið að sækja í sig veðrið.
Hefur þetta verið greinilegt bæði
vestan hafs og austan þar sem
þessi tegund tónlistar hefur verið
að leggja undir sig vinsældalista
um allar jarðir og hefur ísland
ekki verið þar nein undantekning
á. Það er þó rétt að útskýra að-
eins hvað ég er að fara þegar ég
nota hugtakið „framsækið rokk”.
Þessi tegund tónlistar á, eins og
margt fleira, rætur sínar að rekja
aftur til hippanna. Þegar fór að
síga á seinni hlutann á þeirri til-
raun fóru að koma fram hljóm-
sveitir sem voru kenndar við
þessa stefnu og má þar nefna
nöfn eins og Led Zeppelin (Sem
sumir kalla þungarokkssveit),
E.L.P., Jethro Tull, Yes, The
Grateful Death o.fl.
Þessar hljómsveitir nutu gífur-
legra vinsælda á árunum í kring-
um 1970 og nokkur næstu ár þar á
eftir. Það var mörgum þyrnir í
augum að tónlistin þótti í
auknum mæli færast frá áhor-
fendum og aðdáendum hljóm-
sveitanna og það sem áður hafði
verið talin framför þótti staðnað
urn tíma aftur eins og það var
fyrir daga pönksins ætla ég mér
ekki að leggja nokkurn dóm á hér
en þó er rétt að benda á að sífellt
færist í vöxt að hlustendum sé
boðið upp á það sama og var fyrir
daga pönksins. Vinsældirnar
virðast vera fyrir hendi og ljóst er
að ákveðinn hópur fólks lítur svo
á að hér sé um framför að ræða
þar sem besta tónlistin hafi verið
samin og flutt fyrir daga pön-
ksins. Mjög hefur þregnt að
óháðu fyrirtækjunum í Bretlandi
að undanförnu og allt virðist
benda til þess að þessi þróun eigi
eftir að halda áfram
Það eina sem ég vil segja er það
að tónlist sem endaði lífdaga sína
fyrir 10-15 árum getur varla haft
yfir sér mikinn ferskleika og hug-
sjón sem er enn dauðari getur
varla átt erindi við daginn í dag.
Þó má ekki örvænta of fljótt; það
er aldrei að vita nema popp dags-
ins í dag sé það sem koma skal.
Eins og góð vísa er aldrei of oft
kveðin er gott lag aldrei of oft
endurtekið.
og þreytt. Eitt af einkennum
þessa tíma var útgáfa tveggja og
þriggja platna albúma sem oft
snerust um eitt ákveðið þema.
Sítt hár og mikilfengleg gítarsóló
og tónleikar þar sem hljómsveitin
varð smátt og smátt aukaatriði
varð að þróun sem pönkið lagði
sig allt fram um að breyta. Fræg
eru orð eins meðlima The Clash:
SIGMUNDUR
HALLDÓRSSON
„Við komum eins og bál sem
kveikti í öllum úreltu risaeðlun-
»»
um.
Pönkið dó en koma
risaeðlurnar aftur?
laupana eða í þann mund að gera
það. Það hefur því komið nokkuð
á óvart að á undanförnum mán-
uðum virðist svo sem aftur sé að
skapast áhugi á þessari tegund
tónlistar.
Má þar fyrst telja til að margar
af þessum hljómsveitum hafa
verið endurreistar og hafa nokkr-
ar náð að skapa sér vinsældir á
nýjan leik.
Live-Aid þótti einnig ýta undir
þessa þróun þar sem þar hefði
verið lagður grundvöllur að
sköpun nýrra stórstjarna. Það er
þó líklega tvennt sem hér skiptir
ekki minna máli. Gífurlegar vins-
ældir sveita sem spila bandarískt
iðnaðarrokk (AOR) eins og til
dæmis Bon Jovi, Motley Crue
o.fl. og aukinn áhugi á þessari
tegund tónlistar í Bretlandi, þar
sem eru sveitir eins og The Cult
og Zodiac Mindwarp and The
Love Reaction, svo aðeins séu
nefndar tvær sem hafa viður-
kennt að þeirra vegna hefði
pönkið mátt fara fjandans til.
Það þótti því nokkuð ólíklegt
að þessi tegund tónlistar mundi
rísa afturúröskustónni. Um 1980
voru líka flestar þessar hljóm-
sveitir búnar að leggja upp
Þróunin
heldur ófram
Hvort ástandið verður nokk-
Centaur
Blúsinn
lifir
Fyrsta íslenska blúsplatan
vœntanleg
Þær eru ekki margar íslensku
sveitirnar sem geta státað af því
að hafa verið starfandi í 5 ár og
séu síður en svo að leggja upp
laupana. Ein af fáum er hljóm-
sveitin Centaur en þeir hafa nú
verið í hljóðveri við upptökur á
sinni annarri skífu og er hún
væntanleg um miðjan júlí.
Hér er um að ræða fyrsta grip
sinnar tegundar á landinu (að því
er þeir segja sjálfir), en hér mun
vera um að ræða „blús“plötu og
er ekki að efa að hún er mikill
fengur fyrir alla þá er hrífast af
þeirri tegund tónlistar.
Blúsinn hefur einmitt verið í
mikilli uppsveiflu hér á landi og
er þar skemmst að minnast Blús-
hundanna sem vöktu eftirtekt og
aðdáun þeirra er í heyrðu. Cent-
aur segist sækja á sama markað.
Þeir gefa óhikað plötuna út sjálfir
því svo virðist sem útgefendur
hér á landi hafi ekki áhuga á
þessu efni.
ELVIS COSTELLO
- THE MAN
Vel þess virði
Elvis Costello er eirtn af þeim
tónlistarmönnum sem aðeins
virðast vera góðir á fyrstu tveimur
til þremurfyrstu plötum sínum, en
verða síðán bara betri og betri
eftir því sem lengra líður á feri-
linn. Það kom mér því ekki neitt
óskaplega á óvart aö hann hefði
gefið út „Best of“-plötu sem
spannaði meira eða minna allan
hans feril.____
PLÖTUDÓMUR
Það vill reyndar svo til að Elvis
Costcllo gaf út tvær stórgóðar
skífur á síðasta ári og það hefðu
því verið nokkuð mikil afköst að
gefa út nýja plötu núna í ár. Á
þessari plötu er að finna það
besta sem Costello hefur verið að
gera á sínum ferli og það er orðið
ansi mikið.
Eins og með allar plötur af
þessu tagi er alltaf erfitt að kveða
upp dóm um þær, þar sem ekki
fer alltaf saman smekkur þess
sem velur lögin og smekkur þess
sem gagnrýnir og í mínu tilviki er
því reyndar svo farið. Ekki svo að
skilja að ég sé ekki ánægður með
lögin. Langt í frá, ég hefði bara
helst viljað hafa þau miklu fleiri.
Samt er þetta skífa sem er svo
sannarlega peninganna virði, því
á henni eru óvenjulega mörg lög
og greinilega lagt mikið upp úr
því að kynna Costello sem best.
Það er aðeins eitt sem ég get
fundið að plötunni, og það er að
ekki skuli vera að finna á henni
nánari upplýsingar um útgáfur á
einstaka lögum. Sem sagt; ef þú
átt ekki allt sem Costello hefur
sent frá sér, þá er þetta platan
sem þú hefur verið að leita að!