Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 15
Rafsoðin
tígrisdýr
Tígrisdýr austur í Indlandi
mega nú enn kynnast fólsku
mannanna. í Sunderbanskógin-
um við mynni Ganges-fljóts hef-
ur verið komið fyrir herskara af
dúkkum í fullri líkamsstærð. Ef
einhver vinalegur og dálítið
svangur tígur lætur blekkjast af
þessu platfólki og fær sér bita fær
hann umsvifalaust 230 volta raf-
straum í kaupbæti.
Á þessu svæði hefur tígrisdýr-
um fjölgað úr 135 árið 1973 og í
264, samkvæmt síðustu talningu.
Aðeins 5% dýranna hafa þvílíkt
dálæti á mannfólki að þau geta
ekki neitað sér um kræsingarnar.
Þessi sömu fimmprósent hafa
hinsvegar verið býsna framtaks-
söm í Sunderbanskóginum, því á
síðustu 10 árum hafa 425 manns
orðið þeim að bráð. En nú ætlar
Herra Pranabes Sanyal yfirmað-
ur svæðisins semsagt að snúa
vörn í sókn. Meiningin er sú að
mannætutígrarnir verði í framtíð-
inni dauðhræddir við fólk yfir-
leitt; eftir að hafa verið rafsoðnir
af platfólkinu.
-hj.
Fóstrur
Fóstra óskast til starfa að dagheimilinu Furu-
grund. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
41124. Umsóknum skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum sem liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitirda-
gvistarfulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma
45700.
Kennarar takið eftir
Seyðisfjarðarkaupstað vantar kennara. M.a.
íþróttakennara og handmenntakennara. Ódýrt
húsnæði er í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri í
síma 97-2365 og formaður skólanefndar í síma
97-2291.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Ólafsvík.
2. Staða húkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Þórshöfn.
3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina í Fossvogi, Reykjavík.
4. Staða húkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
5. Hálf staða húkrunarfræðings við
Heilsugæslustöðina á ísafirði.
6. Staða húkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Eyrarbakka. Staðan verður veitt frá
1. september.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygging-
amálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
25. júní 1987
Til sölu útihús
á Laugarvatni
Kauptilboð óskast í útihús Héraðsskólans á Laugarvatni þ.e.
fjós og hlöðu með áföstum viðbyggingum án sérstakra lóðar-
réttinda. Eignin verður til sýnis í samráði við Þóri Þorgeirsson
oddvita, Laugarvatni.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá oddvita og á skrifstofu
vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl.
14.00 þriðjudaginn 7. júlí n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
;flif j
Tilboð
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn
30. júní 1987 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7,
Reykjavík.
Tegund Árg.
1 stk. Volvo F-86 vörubifr. m/krana 1975
1 stk. Volvo fólks- og vörubifr. 10 farþ. 1966
1 stk. Hino KM410 vörubifreið 1980
1 stk. Ford Club Van E 250 11 farþ. 1979
1 stk. Mitsubishi Rosa Bus fólksfl. bifr. 1980
1 stk. Ford Econoline E 150 sendibifr. 1979
1 stk. Toyota Hi Ace sendif. bifr. 1983
1 stk. Mitsubishi L 300 sendif. bifr. 1980
1 stk. Chevrol. Van sendif. bifr. 1977
2 stk. Citroen C 25 sendif. bifr. m/lyftu diesel 1984
1 stk. Datsun Cherry Van 1981
1 stk. Scout Pick-up m/húsi 4x4 diesel 1980
1 stk. Scout4x4 bensín 1980
1 stk. Chevrolet pick-up 4x4 1980
1 stk. GMC pick-up m/húsi 4x4 1978
1 stk. Datsun pick-up 2200 diesel 1981
1 stk. Lada Sport 4x4 1979
1 stk. Subaru station 1800 1982
1 stk. Subaru station 1800 1983
1 stk. Subaru station 1600 1979
1 stk. Mazda 929 station 1983
2 stk. Mazda 929 station 1982
1 stk. Mazda 929 fólksbifr. 1981
1 stk. Volvo 244 fólksbifr. 1980
1 stk. Volvo 244 fólksbifr. 1979
1 stk. Suzuki Alto fólksbifr. 1984
1 stk. Lada station 1500 1983
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend-
um. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844
Viltu ferðast fara í frí?
Hafðu samband við BSÍ
Hring- og tímamiðar
hvað er nú það?
Já þaö er von aö þú spyrjir, en
þetta er alveg ótrúlega ódýr
ferðamáti. Hugsiö ykkur:
Hringmiði á aöeins kr. 4.800- og
þú getur feröast á eins löngum
tíma og þú vilt allan „hringinn".
ÓTRÚLEGT.
Og tímamiðarnir! Ein vika á aöeins
kr. 5.800,- fyrir ótakmarkaöan
akstur meö sérleyfisbifreiðum.
(Tvær vikur á 7.500, þrjár vikur á
9.600 og fjórar vikur á 10.800.) En
þetta kostar ekki meira en kr. 386
á dag fyrir 4ja vikna ferðalag.
ÓTRÚLEGT.
Já HRINGMIÐI og TÍMAMIÐI eru svo sannarlega lykillinn að
ódýru og skemmtilegu ferðalagi um ísland.
Og fyrir þá sem leigja vilja HÓPFERÐABÍLA bjóða
BSÍ-HÓPFERÐABÍLAR upp á margar stærðir bíla til fjallaferða,
sem taka frá 12 upp í 60 manns. I bílaflota okkar eru lúxusinn-
réttaðir bílar með myndbandstæki og sjónvarpi og öllu þar á
milli.
Láttu okkur gera tilboð sem þú getur ekki hafnað.
BSÍ Hópferðabílar
Ferðaskrifstofa BSÍ
Umferðarmiöslööinni
Reykjavlk
Simar 22300 - 25035
Umferðarmiðstöðinni
Reykjavík
Slmi 22300
10 HELGARPOSTURINN