Þjóðviljinn - 30.06.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Qupperneq 10
Sovétríkin Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir til- boðum í leiktæki til uppsetningar á ýmsum leiksvæðum í Reykjavík. Verkið felst í smíði og uppsetningu á leiktækjum sem samanstanda af köstulum 11 stk, bátum 11 stk, og strætó 21 stk. Leiktæki þessi eru úr timbri að meginhluta, af- hendast fullfrágengin og uppsett. Innifalið í tilboði er smíði, gröftur og fylling, flutn- ingur á staðinn og uppsetning. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5 þús. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. julí kl.11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Styrkir til háskólanáms í Grikklandi Grísk stjórnvöld bjóöa fram í löndum sem aðild eiga að Evrópu- ráðinu fimm styrki til háskólanáms í Grikklandi háskólaárið 1987- 88. Styrkir þessir eru ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna- starfa að loknu háskólaprófi. - Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Umsóknum skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, sem jafnframt lætur í té tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 25. júní 1987 Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólan- áms í Japan háskólaárið 1988-89 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1990. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið há- skólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júni 1987 Berðu ekki við tímaleysi „ í umferðinni. Það ert /bc sem situr undir stýri. uÉUMFERÐAR Uráð Alfreð Flóki verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Guðrún Nielsen Axel Darri Flókason Ingibjörg M. Alfreðsdóttir Alúðarþakkir færum við öllum sem heiðruðu minningu Guðgeirs Jónssonar bókbindára við andlát hans og útför. Bestu þakkirtil starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Sigurðardóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn Ólafur Þórður Þórarinsson Kárnesbraut 111, Kópavogi andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 27. júní. Fyrir hönd aðstandenda Ester Benedlktsdóttir Stjóm efnahags- mála úrelt Götumynd frá Novosibirsk. „ Vandamálin á að leysa heima I héraði," segir Ryzhkoff f orsætisráðherra. Nikolai Ryzhkoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, segir að stjórnun efnahagsmála í landinu sé úrelt, og skorar á Æðstaráðið að setja lög um róttækar efna- hagsumbætur. Ryzhkoff messaði í tvo tíma yfir meðlimum Æðstaráðsins í gær, og sagði að ofstjórn ráðu- neytanna í Moskvu og léleg nýt- ing á hráefnum yllu mestu um það að 13% sovéskra fyrirtækja hefðu verið rekin með tapi á síð- asta ári. Hann bætti við að almenningur í landinu byggi við stórfelldan húsnæðisskort, auk þess sem matvælaframleiðsla væri mjög í skötulíki, og fyrir bragðið blómstraði neðanjarðarhagkerf- ið. „Gamlar aðferðir við stjórn efnahagsmála eru orðnar úreltar. Þörfin á breytingum er orðin augljós og brýn,“ sagði Ryzh- koff. Fimmtán hundruð manns hlýddu á ræðuna, þeirra á meðal Gorbasjoff aðalritari, en hann gaf tóninn í síðustu viku er hann 1 reifaði efnahagsmálin í opin- skárri ræðu á sama vettvangi. Löggjöf sú sem Ryzhkoff boð- ar, rammalöggjöf um ríkisfyrir- tæki, tekur að líkindum gildi um næstu áramót, en reiknað er með að hún hljóti blessun Æðstaráðs- ins. Samkvæmt henni er halla- rekstur ekki á dagskrá. Fyrir- tækin sjá sjálf um tekjur sínar og gjöld, og er meiningin að laun verði tengd væntanlegum gróða, og þann veg stuðlað að auknum vinnuafköstum starfsfólks. Pant- anir frá ríkinu verða samkeppnis- bitbein fyrirtækjanna. Segir Ryzhkoff að þau fyrirtæki sem engum arði skila verði látin fara á hausinn. Gosplan heitir stofnun sú sem sér um áætlanagerð á vegum ríkisins, og verður starfsemi hennar stokkuð upp. Henni verð- ur gert að vinsa úr brýnustu verk- efnin á sviði efnahagsmála, frem- ur en að stjórna verksmiðjum beint með fimm ára áætlunum eins og nú tíðkast. í ræðu sinni hét Ryzhkoff á sveitarstjórnir að hætta að reiða sig á úrlausnir ofanfrá á brýnum vandamálum heima í héraði. „Matvælaskorturinn er ekki jafn- afleitur nú og verið hefur að und- anförnu,“ sagði hann, „en samt vantar mikið upp á. Engu skárri er húsnæðisskorturinn, en hann veldur milljónum verkafólks miklum búsifjum." Ryzhkoff hafði hörð orð um „efnahagslegt ólæsi“ margra framkvæmdastjóra, og sagði að mikið verk væri fyrir höndum að endurhæfa þá. „Við höfum ekki tíma til að velta vöngum,“ sagði hann. „Breytingar þær sem fyrir- hugaðar eru verða að gefa sósíal- ismanum nýja ímynd. HS r Mengun UraníumdalurUnion Carbide Yfirgefinn bæroggeislavirktlandsvœði ber auðhringnum vitni Draugabærinn Uravan í Colorado í Bandaríkjunum. Byggðin lagðist af þegar Union Carbide hætti rekstri og sagði starfsfólkinu upp. Uravan. Yfirgefinn smábær í Coloradofylki í Bandaríkjun- um. Uppi í fjallshlíð er risastór verksmiðja í eigu Union Carbide, en starfsemi hennar hefur verið lögð niður. Svæðið gekk undir nafninu Úr- aníumdalurinn, og helgast það af verksmiðjurekstrinum. Allmörg ár eru liðin síðan síðustu íbúarnir fluttu á brott frá Uravan, eða um svipað leyti og verksmiðjurekst- urinn var aflagður. Eftirspurn eftir úraníumi hefur minnkað upp á síðkastið, og mörgum nám- um hefur verið lokað. Þennan fróðleik er að finna í nýlegri grein eftir Susan LaMont. Námamennirnir voru ekki í neinu verkalýðsfélagi. Það er búið með vinnuna en þeir eru ekki búnir að bíta úr nálinni með afleiðingarnar. Þeir njóta ekki sjúkratrygginga til að létta sér baráttuna við sjúkdóma og þeir hafa engin eftirlaun. Það er staðreynd að úraníum- vinnsla veldur lungnakrabba- meini, en þrátt fyrir það nutu verkamennirnir í Uravan ekki heilsugæslu af neinu tagi. Byrjað var að vinna úraníum og radíum á þessum slóðum snemma á öldinni, en bæði þessi efni eru geislavirk. Seinna var tekið til við að vinna vanadíum, en það frumefni er þjáll, silfurlit- aður málmur, einkum notaður í stálblöndur til að auka þanþol. Bærinn Uravan dregur nafn sitt af þessu. Árið 1928 hóf Union Carbide námurekstur. í 56 ár losaði fyrir- tækið sig við mengaðan úrgang með því að gera lítið fjall fyrir ofan bæinn að ruslahaug. Þessi banvæni úrgangur var einnig not- aður sem uppfyllingarefni í Ura- van, og að hluta til var honum fleygt í vötn. Geislavirkur úr- gangur á þessu svæði er talinn vera að minnsta kosti tólf milljón tonn, og er geislavirknin sex sinn- um meiri en leyfilegt er sam- kvæmt stöðlum alríkisstjórnar- innar. Vegna þessa hefur Colorado- fylki staðið í málaferlum gegn Únion Carbide. Síðastliðið haust féll loks dómur eftir tíu ára laga- þras, og var fyrirtækinu gert að hefja hreinsun á svæðinu. Áætlað er að því verki verði ekki lokið fyrr en að fimmtán árum liðnum og muni kosta sem nemur hálfum öðrum milljarði íslenskra króna. Eins og kunnugt er kom fyrir- tæki þetta, Union Carbide, við sögu á Indlandi með ófögrum hætti á Indlandi árið 1984, þegar þúsundir manna létu lífið af völd- um þess í Bhopal. Ekki höfum við Islendingar heldur með öllu farið á mis við þennan illræmda auðhring. í þeim hluta Bandaríkjanna sem hér er til umræðu á sægur fólks um sárt að binda vegna kjarnavopnastefnu stjórnvalda. Heilar fjölskyldur í suðurhluta Utah hafa fengið krabbamein af völdum geislavirks ryks frá kjarnavopnatilraunum. Meðal námaverkamanna sem vinna úr- aníum er tíðni krabbabeins marg- falt hærri en gengur og gerist meðal þjóðarinnar. í Uravan og nágrenninu er ekki óalgengt að sjá fyrirtæki sem bera nöfn á borð við „Atóm- mótelið“ og „Úraníumbíó“. Þau bera þeim tímum vitni þegar verkafólk vissi ekki mikið um geislavirk efni og var haldið í fá- fræði um geigvænleg áhrif þeirra. Núna vitum við betur. HS 14 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 30. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.