Þjóðviljinn - 02.07.1987, Qupperneq 2
FRETTIR
"■SPURNINGIN--1
Hvað ætlar þú að gera í
sumarfríinu þínu?
Danival Finnbogason bifvéla-
virki:
Ég er nú í sumarfríi og ætla aö ferðast
innanlands. Ég er þegar búinn aö
fara til Vestmannaeyja og ætla mér
að reyna að komast vítt og breitt um
landið.
Kristín Dýrfjörð fóstra:
Ég ætla að nota fríið til að ferðast
innanlands og ég er ákveðin í þvi að
komast til Siglufjarðar.
Guðjón Björnsson, kennari á
Eskifirði:
Ég er í sumarfríi og er búinn að vera
viku hérna í Reykjavik. Síðan kem ég
til með að vera aðra viku á Flúðum í
Árnessýslu í orlofshúsum kennara.
Guðmundur Þór Ásmunds-
son, skólastjóri í Húnaþingi:
Ég ætla að ferðast innanlands. Ég
verð í Reykjavík fyrstu 2-3 vikurnar en
verð svo í leiðsögn í laxveiði í Mið-
fjarðará.
Inglbjörg Sveinbjörnsdóttir,
húsmóðir og verslunarmaður:
Ég ætla að fara til Evróþu. Við fljúgum
til Lúxemborgar og keyrum niður Evr-
óþu. Þetta kemur til með kosta 200-
250 þúsund kr.
Neyðarathvarf RK
Aðsókn eykst enn
Liðlega 200 börn og unglingar hafa leitað til athvarfs Rauða krossins frá stofnun þess.
Sigríður Sumarliðadóttir: Sum þeirra sem koma eru á götunni
Hingað koma börn og unglingar
af mismunandi ástæðum, en
oftast er það vegna samskiptaörð-
ugleika við foreldra og aðra for-
ráðamenn, sagði Sigríður
Sumarliðadóttir uppeldisráðgjafi
í neyðarathvarfi barna og ung-
linga sem Rauði krossinn hefur
rekið frá því í árslok 1985.
Að sögn Sigríðar hafa liðlega
200 börn og unglingar leitað til
athvarfsins á þessum tíma og að-
sóknin hefur verið stöðug og jöfn
aukning frá upphafi. Aldur barn-
anna og unglinganna, sem koma
sjálfviljug í RK-húsið, er allt frá
12 ára uppí 18 ára. Sigríður sagði
að aðstæður barnanna væru mjög
mismunandi. Sumir hefðu lent í
slæmu rifrildi við forráðamenn
sína og aðrir væru hreinlega á
götunni og vildu vinna að því að
gera eitthvað í sínum málum. Þá
eiga nokkrir við fíkniefnavanda-
mál að stríða. Sigríður sagði að
kynjaskipting þeirra sem sækja í
athvarfið virtist nokkuð jöfn, en
það gengi í bylgjum hvort stúlkur
eða drengir væru í meirihluta.
Alls er hægt að vista 6 börn og
unglinga í RK-húsinu og sagði
Sigríður að í einstaka tilfellum
hefði þurft að vísa fólki frá vegna
plássleysis. Þá sagði Sigríður að
athvarfið væri ekki meðferðar-
stofnun og því væri aðeins ætlast
til að gestirnir dveldu þar í
skamman tíma. Reynt er að
fylgja börnunum eða unglingun-
um úr hlaði þannig að þau fari í
öruggt umhverfi. Oft eru málin
leyst í samvinnu við foreldra en
einungis í samráði við barnið eða
unglinginn.
„það hefur fyllilega sýnt sig að
það er þörf á neyðarathvarfinu,"
sagði Sigríður. Starfsemin fékk
enda viðurkenningu frá síðustu
ríkisstjórn sem ákvað, að tillögu
framkvæmdanefndar hennar í
fíkniefnamálum, að veita starf-
seminni 2.5 miljóna kr. styrk á
þessu ári og því næsta.
f neyðarathvarfinu starfar
bæði fagfólk og ófaglærðir, en
þeir síðarnefndu hafa sótt nám-
skeið vegna starfsins. Þá starfa í
RK-húsinu sjálfboðaliðar, en
þeir vakta neyðarsíma athvarfs-
ins. Neyðarsíminn er 622260 og
athvarfið er að Tjarnargötu 35.
-K.ÓI.
Viðbyggingin við barnaskólann er meginverkefni bæjarins í ár, en að sögn Kristjáns Jóhannessonar má gera ráð fyrir að leggja þurfi í 10 milljóna króna
aukakostnað ef takast á að hýsa gagnfræðaskólann þar í haust. Mynd Sig.
Gagnfrœðaskólinn í Hveragerði
Skólahúsnæðið á uppboði
að ríkir talsverð óvissa um
húsnæðismál gagnfræða-
skólans. Við höfum núverandi
skólahúsnæði á leigu til 1. sept-
ember en í dag vitum við ekkert
hvað tekur við að því loknu, sagði
Kristján Jóhannesson, bæjar-
stjóri í Hveragcrði, í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Gagnfræðaskólinn í Hvera-
gerði hefur að sögn Kristjáns ver-
ið í leiguhúsnæði í eigu Trésmiðju
Hveragerðis, en trésmiðjan hætti
starfsemi í vor vegna rekstrarerf-
iðleika og í síðustu viku var hús-
næðið boðið upp. Enn er þó ekki
ljóst hver verður nýr eigandi
bússins.
Aðalverkefni bæjarins á þessu
ári og þeim næstu er viðbygging
við barnaskólann og verður hún
fokheld nú í júlí. Ráðgert var að
flytja starfsemi gagnfræða-
skólans í nýja húsnæðið haustið
1988 og sameina skólana þá um
leið í Grunnskóla Hveragerðis,
en nú gæti farið svo að leggja
þyrfti meira fjármagn í fram-
kvæmdir og starfrækja gagnf-
ræðaskólann í viðbyggingunni frá
og með næsta hausti.
Kristján sagði í gær að leggja
þyrfti í 10 milljóna króna auka-
kostnað ef takast ætti að hýsa
gagnfræðaskólann í viðbygging-
unni í haust. Þar að auki mætti
reikna með að skólahald myndi
frestast um einn mánuð. Ekki
liggur ljóst fyrir að sögn Kristjáns
hvernig á að mæta þessum auka-
kostnaði, en þess má geta að ríkið
skuldar bænum um 5 milljónir
króna vegna framkvæmdanna.
-gg
Kvennanámskeið
Um konu, frá konu
Hansína B. Einarsdóttir, námskeiðshaldari fyrir konur: Mikilþörfá að gera
konur meðvitaðri um stöðu sína. Mikill áhugi áþessum námskeiðum. Námskeið
vítt um landið
„Ahuginn á þessum námskeið-
um leynir sér ekki, ef marka má
þátttökuna í Stykkishólmi, en þar
var ég að Ijúka námskeiði,“ sagði
Hansína B. Einarsdóttir, nemi í
afbrotafræðum, en hún gengst
fyrir námskeiðum fyrir konur,
vítt og breitt um landið á næst-
unni, undir yfirskriftinni: „Kona
í dag. Kona í framtíð.“
„Námskeiðin standa í tvö
kvöld. Fyrra kvöldið ræði ég
stöðu kvenna gagnvart byggða-
þróun, konur á vinnumarkaði í
náinni framtíð, unglingavanda-
mál, vímuefnaneyslu og vændi.
Seinna kvöldið tala ég um hvern-
ig konur geta byggt upp sjálfs-
traust og eflt eigin sjálfsvirð-
ingu,“ sagði Hansína B. Einars-
dóttir.
Að sögn Hansínu er þörfin
mikil fyrir svona námskeið.
„Konur hafa lengi þurft að bæla
langanir sínar og ekki getað talað
opinskátt um stöðu sína í samfé-
laginu. Þessi námskeið eru ekki
síður hugsuð til að fá konur til að
tjá sig og vera virkar, en að veita
beina fræðslu," sagði Hansína B.
Einarsdóttir.
Á næstunni verða kvennanám-
skeið haldin á Blönduósi, Akra-
nesi, Búðardal, Egilsstöðum,
Neskaupstað, Höfn, Hólmavík
og víðar.
* Ég vissi ekki að þú værir ]
H farin að ganga i
I stælpeysum með merki.
rff.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. júlí 1987