Þjóðviljinn - 02.07.1987, Qupperneq 3
FRETTIR
Loðdýramarkaðurinn
Metsala á loðskinnum
Verð á loðskinnum hefur hækkað um 30%. Árleg framleiðsla á
minkaskinnum, 33-34 milljónir skinna, seldust upp á uppboðum ífyrra og í
ár. Einnig5 milljónirskinnafráþvíárinu á undan. Á Böggvisstaðabúinuá
Dalvík: Mikilfrjósemi og lítill hvolpadauði. Meðalþyngd minkahvolpa 6%
meiri en ífyrra
■"ÖRFRÉTTIR^
Hlíðargarðshátíð
Vinnuskólans í Kópavogi verður
haldin í dag. Hátíð þessi er fastur
liður í starfi vinnuskólans og jafn-
an haldin fyrri hluta júlímánaðar.
Lögð er áhersla á að ungir sem
aldnir geti unað í Hlíðargarði
þessa dagsstund. Þar verða tí-
volíbásar, leiktæki, minigolf og
farið verður í leiki og þrautir.
Veitingar verða á staðnum og
rennur ágóði af hátíðinni til fatl-
aðra ungmenna úr Kópavogi,
sem fara í sumarbúðir seinna í
sumar.
Létt Sólblóma
nefnist nýtt íslenskt viðbit, sem
inniheldur bara 40% fitu.
Landssamband hjartasjúklinga
fær eina krónu af hverju seldu
kílói af viðbitinu, auk þess sem
hjartasjúklingar fá einnig eina
krónu af hverju kílói Sólblóma-
smjöriíkis.
Eldri borgarar
geta á laugardögum sótt opið
hús i Sigtúni. Frá og með 1. júií
verður húsið opið frá kl. 14 til
„Hér hjá okkur á Böggvisstaða-
búinu hefur frjósemi verið mikil í
minkum og lítill hvoipadauði.
Miðað við árið í fyrra hafa hvolp-
arnir aukið þyngd sína um 6% að
meðaltali og fleiri hvolpar komið
undan hverri læðu. Þetta ásamt
háu verði á minkaskinnum gefur
okkur byr í seglin og framtíðin er
björt,“ sagði Geir Guðsteinsson á
Böggvisstaðabúinu á Dalvík sem
er stærsta loðdýrabú á landinu.
Eru þeir með 18-19 þúsund
minka og rúmlega 6 þúsund refí.
Sala á loðskinnum hefur verið
með eindæmum góð að undan-
förnu þrátt fyrir mikið framboð
af skinnum. Hefur verðið að
meðaltalihækkaðum30%. 1986-
1987 seldist upp öll framleiðsla á
minkaskinnum, eða 33-34
milljónir skinna sem framleitt er
á ári hverju. Að auki seldust upp
5 milljónir skinna frá árinu áður.
Sérfræðingar uppboðsfyrirtækja
komust að þeirri niðurstöðu með
því að skoða tölurnar frá 1985-
1986 og einnig með því að styðj-
ast við sölu á uppboðum það sem
af er þessu ári. Aðalástæða fyrir
þessari miklu þenslu á sölu loð-
skinna er talin vera meiri hlut-
deild Bandaríkjamarkaðarins í
kaupum á skinnum.
„Við reynum að vera raunsæir
þrátt fyrir velgengni þessa stund-
ina því reynslan hefur kennt okk-
ur að ofmetnast ekki í góðæri sem
þessu. Það varð til að mynda
verðhrun á loðskinnum 1985, um
það bil 30%, og mátti rekja það
til samdráttar á Bandaríkjamark-
aði. Loðskinnamarkaðurinn er
mjög viðkvæmur og það þarf ekki
annað en að öfgamenn í röðum
náttúruverndarmanna, með dyg-
gri aðstoð fjölmiðla, fjölyrði um
það að illa sé farið með dýrin að
loka þau inni f búrum, til þess að
samdráttur í sölu geti átt sér
stað,“ sagði Geir Guðsteinsson
að lokum.
grh
22.30.
Gula bókin
nefnist skrá yfir fyrirtæki, stofn-
anir og þjónustu á höfuðborgar-
svæðinu og næstu þéttbýlisstöð-
um í nágrenni þess, auk Akur-
eyrar, sem bókaforlagið Svart á
hvítu vinnur að um þessar mund-
ir. Áður hefur forlagið gefið út
Borgarskrána, sem náði yfir höf-
uðborgarsvæðið, en nú er ætlun-
in að bæta við þéttbýlisstöðum á
Suðurnesjum, Selfossi, Hverag-
erði, Akranesi og Akureyri. Gula
bókin verður prentuð í 110 þús-
und eintökum.
Aðalskipulag
Reykjavíkur
eða tillaga að því er til sýnis í
Byggingaþjónustunni, Hallveig-
arstíg 1. Sýningin var opnuð í
gær. Á sýningunni verða einnig
kynntar nokkrar skipulagstil-
lögur, sem unnar hafa verið í
tengslum við aðalskipulagsvinn-
una. Meðal þess sem sýnt er eru
frumdrög að hverfaskipulagi fyrir
Norðurbæinn, skipulag við
Meistaravelli, skipulag að nýju
hverfi í Grafarvogi, skipulag í
Rauðarárholti, deiliskipulag
Vesturhafnar, tillaga að íbúðum
aldraðra við Skúlagötu, skipulag
að Laugardal og tillögur um
gamla bæinn.
Plöntuhandbókin
eftir dr. Hörð Kristinsson grasa-
fræðing er komin út í epskri út-
gáfu hjá Erni og Örlygi. í bókinni
eru Ijósmyndir í lit af meginþorra
íslensku flórunnar í sínu rétta um-
hverfi. Þá hefur Örn og Örlygur
einnig sent frá sér rit Björns Th.
Björnssonar um Þingvelli í enskri
útgáfu.
Geysisgos
verður að öllum líkindum í
Haukadalnum á laugardag, en
Geysisnefnd hefur ákveðið að
sett verði sápa í hverinn kl. I5.00
og ætti hann þá að gjósa
myndarlega nokkru síðar.
Blönduóshreppur
hefur lýst yfir stuðningi við hug-
myndir Þróunarfélagsins um
stofnun þróunar- og fjárfesting-
arfélaga í öllum kjördæmum
landsins. Hefur hreppsnefndin
lýst yfir áhuga sínum að greiða
fyrir framgangi þessa máls.
Hákon Ólafsson
forstjóri Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna burðar-
þolsmálsins þar sem hann segir
að eitt þeirra húsa sem lentu í
margumræddu úrtaki, Skipholt
50c, sé vandað og standist fylli-
lega kröfur sem gerðar séu um
burðar- og jaröskjálftaþol.
Verðkönnun
Mikill munur
á grænmeti
Verðmunur á innfluttu kínakáli tœp 300%. A
innfluttum púrrulauk er munurinn á hœsta og
lægsta verði 217%
Mikill verðmunur er jafnt á
innfluttu sem innlendu
grænmeti í verslunum. Sem dæmi
kostar innflutt kínakál 49.30
krónur hvert kfló þar sem það er
lægst en 195 krónur kflóið þar
sem það er hæst. Verðmunurinn
er hvorki meira né minna en
295%. Þetta kemur fram í verð-
könnun Verðlagsstofnunar sem
gerð var í síðasta mánuði í 88
verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu og á ísafirði, Sauðárkróki,
Akureyri, Sauðarkróki, Egils-
stöðum, Eskifirði og Reyðarfirði.
í könnuninni kemur meðal
annars fram að púrrulaukur kost-
aði til dæmis 158.05 krónur hvert
kíló, þar sem það var lægst, en
501.20 krónur hvert kíló þar sem
verðið var hæst. Mismunurinn á
hæsta og lægsta verði 217%.
Á íslensku grænmeti var mesti
munur á hæsta og lægsta verði á
steinselju, en búntið af henni
kostaði 18 krónur þar sem það
var ódýrast, en dýrast kostaði
það 50 krónur sem er 178% hærra
verð. Á grænni papriku munaði
155% á lægsta og hæsta verði og
106% á blaðsalati.
Mikill verðmunur var á ís-
lensku og innfluttu grænmeti.
Þannig var meðalverð á inn-
lendum gulrótum 88% hærra en
meðalverð á innfluttum gulrót-
um. Meðalverð á innlendu kína-
káli var 67% hærra en meðalverð
á innfluttu. Dæmið snýst hins
vegar við þegar borið er saman
meðalverð á innlendum gul-
rófum og innfluttum, en þær
síðarnefndu eru 90% dýrari að
meðaltali. Þarer um nýjaerlenda
uppskeru að ræða.
grh
Það skiptir miklu hvar landsmenn
kaupa grænmetið sitt, verðmun-
urinnerallt að 300% ámilliein-
stakra verslana. Mestur er verð-
munurinn á þeim tegundum sem
hún Berglind í Glæsibæ sýndi
Ijósmyndara, innfluttu kínakáli,
jöklasalati og steinselju. Mynd:
E.ÓI.
Mosfellssveit
7 íbúðir í verkamannabústööum
Kristbjörn Árnason, formaður stjórnar Verkamannabústaða: Hvergi jafn
fáar íbúðir og í Mosfellssveit. Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandiformaður
Verkamannabústaða, mótfallin slíkum byggingum
Hvergi á landinu eru jafn fáar
íbúðir í verkamannabústöð-
um og í Mosfellssveit. Hér eru
bara 7 íbúðir í 3.800 manna
byggðarlagi, eða 542 íbúðir á
móti hverri verkamannabústað-
aríbúð. í Rcykjavík er hlutfallið
hinsvegar einn verkamannabú-
staður á 30 íbúðir og í Hafnar-
firði, sem hefur þótt aftarlega á
merinni, er verkamannabústaður
á fertugustu hverja íbúð, sagði
Kristbjörn Árnason, formaður
stjórnar Verkamannabústaða í
Mosfellssveit.
Hann sagði að í sjálfu sér þyrfti
þetta ekki að koma í óvart í ljósi
þess að Salóme Þorkelsdóttir,
fyrrverandi formaður stjórnar
Verkamannabústaða sveitarfé-
lagsins, hefði lýst því yfir að hún
væri andvíg íbúðum í verka-
mannabústöðum.
Hin nýja stjórn Verkamanna-
bústaða berst fyrir því að fleiri
verkamannabústaðir verði reistir
í Mosfellssveit og flutti fulltrúi
Alþýðubandalagsins í hrepps-
nefnd tillögu þar að lútandi í vet-
ur, en henni var hafnað.
í vor auglýsti stjórn Verka-
mannabústaða eftir umsóknum
að verkamannabústöðum og bár-
ust 18 umsóknir. Hefur stjórnin
lagt til að fjórum aðilum verði
útvegað leiguhúsnæði hið bráð-
asta og að ellefu umsækjendur
geti keypt íbúðir í verka-
mannabústöðum.
Kristbjörn sagði að i Mosfells-
sveit byggi fjöldi manns sem ætti í
húsnæðiserfiðleikum, enda væri
meirihluti starfa í byggðarlaginu
láglaunastörf hjá Álafossi og
Reykjalundi. Þá er töluverður
fjöldi þess fólks, sem fór illa út úr
misgengisárunum, búsettur í
Mosfellssveit. -Sáf
Kísilmálmur
Verksmiðjan
úr sögunni
Akveðið hefur verið að hætta
viðræðum við Rio Tinto Zink
um rekstur Kísilmálmvinnslunn-
ar á Reyðarfirði. Þetta var sam-
dóma niðurstaða viðræðunefnda
íslenska ríkisins og RTZ á fundi
22. júní. Aðalfundur Kisilm-
álmvinnslunnar staðfesti þessa
niðurstöðu sl. þriðjudag.
Ástæða þess að ekkert verður
úr verksmiðjunni er að hag-
kvæmnisathuganir leiddu í ljós að
arðsemi af fyrirtækinu er ekki
nægjanleg.
OU aðföng að verksmiðjunni,
ofnar og annar tæknibúnaður, er
keyptur frá Evrópu og því
greiddur í þýskum mörkum og
öðrum Evrópugjaldmiðlum sem
hafa hækkað að undanförnu en
afurðir yrðu seldar í dollurum og
þróun dollarans hefur verið niður
á við. -Sáf
Flmmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3