Þjóðviljinn - 02.07.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Síða 7
Sú bitra fregn barst til Kaup- mannahafnar á fremur kuldaleg- um sumardegi, að minn gamli vinur, Alfreð Flóki væri látinn. Við kynntumst vorið 1959 og hittumst stundum á kaffihúsum í Reykjavík. Hann hafði verið á Akademíinu í Kaupmannahöfn hjá Prófessor Sören Hjorth Ni- elsen. Taldi Flóki réttast að ég sækti um skólavist hjá þessum manni, úr því að ég var í þeim þönkum. Þannig byrjaði samvera okkar haustið 1961, en eftir þetta bjó hann tímabundið í borginni, oft ár í einu, og kom gjarnan á vorin. Hann elskaði gömlu Kaup- mannahöfn og við höfum átt margar ógleymanlegar stundir þar saman. Leiðin að hjarta Flóka gat legið í gegnum pott af ungversku gúllasi, vel sterku, og flösku af frönsku rauðvíni. En annars komu þau Ingibjörg oft, m.a. vegna þess að þau höfðu gaman af börnum. Að eðli var Flóki afar hlýr, hlé- drægur, jafnvel býsna feiminn maður. Hann var húmoristi af Guðs náð og var snillingur í að segja sögur. Hann naut sín allra best í litlum hópi. Engan mynd- listarmann hef ég þekkt, sem var jafn víðlesinn í menningarsög- unni, ekki síst persónusögu, og það frá fjölda landa. Meðal nemenda Akademísins vakti Flóki mikla athygli og vissi hann mæta vel af þessu. I mat- stofu skólans leit þetta stundum þannig út að hann gat varla borð- að „frikadellurnar" fyrir stor- mandi kvenhylli. í annan tíma sat mikill hópur í kringum hann og allt í uppnámi, því að þá var hann að tefla skólafélaga sína af sér, hvern af öðrum, og hafði lagt peninga undir. í eitt sinn var það að hann leit yfir liðið og sagði að það væri hann handviss um, að eithvert þrautleiðinlegasta tóm- stundagaman sem fyrirfyndist, væri að vera svona normal. Eftir slíka sigra var farið í búlluhring- ferð, byrjað á Skindbuksen eða Hviida og oft komið seint heim. Á slíkum næturferðum kom margt misjafnt fyrir og gæti orðið langur kapítuli. Aðalpersónan gat haft gaman af að heyra þessar „Flókasögur“ af sjálfum sér í hverfunum í kring um Nikolaj kirkju og Kóngsins Nýjatorg. Einmitt þess vegna finnst mér Flóki standa fyrir aftan mig þessa stundina, horfa yfir öxlina á þess- ar línur og segja: „Gamle dreng, ætlarðu ekki, ormurinn þinn, að hafa eina einustu Flókasögu af Old boy, Alfredó og það í sjálfum nekrólógnum um snillinginn?" En svo verður ekki að sinni, þó af nógu sé að taka. Það er engin hætta á að Alfreðs Flóka verði ekki minnst á góðum stöðum í gömlu Kaupmannahöfn. Við fórum mikið á bókasafn skólans á tímabili og leituðum að alls ólíkum hlutum. Flóki kynnti mig fyrir verkum listamanna eins og t.d. Ivar Arosenius, Angueli, Joosephsson, Grúnewald og C.F. Hill. Sá síðastnefndi var okkur oft umræðuefni. Þetta voru allt hans menn og sunnar í álfunni átti hann þá Doré, Redon, Ensor, Moreau og Pascin o.fl. Við vor- um ekki sammála um nemendur Moreaus nema Rouault sem við báðir dáðum. Flóka fannst Mat- isse hálf úrkynjaður og hann brosti að kúbistunum. Sem teiknari var Flóki alger- lega í sérflokki. Hann réð mjög snemma yfir góðri tækni, var þrautseigur og vann af mikilli ná- kvæmni. Hann starfaði alla tíð á fremur þröngu sviði, hann rækt- aði sinn garð og vildi hafa hann í friði. Á skólaárunum teiknaði hann mikið, en ekki alltaf í sjálf- MINNING Fæddur: 19.12. 1938 - Dáinn: 18.06. 1987 - um skólanum. Hann gerði samn- ing við Hjorth Nielsen um að teikna heima og líka í skólanum eftir vild, gegn því skilyrði að sýna kennaranum myndirnar reglulega. Hann uppfyllti þetta loforð á góðan máta, enda er mér minnisstætt þegar hann kom með möppurnar sínar inná skrifstofu Hjorts og þeir ræddu teikning- arnar langtímum saman. Flóki vann markvisst sem teiknari eftir þetta og á sér enga hliðstæðu í íslenskri list. Hann var náttúrlega skyldur alheimshreyfingu súrrealismans, sem hann glugg- aði mikið í, en Flóki fór alltaf sínar eigin götur. Hann skoðaði hluti afar vel, þegar hann var á söfnum. Gekk hægt um salina, beit kannski örlítið í neðri vörina og kom svo eftir drykklanga stund með skýrt álit sitt á verk- inu. Flóki elskaði konur. Hann var alla tíð gjörsamlega töfraður af konum. Þær voru verur sem bæði gátu heillað menn eða gert þá sturlaða með dulrænu afli. Um þetta fjölluðu myndir hans að verulegu leyti, frjósemin gegn dauðanum, lífið og erótíkin. Hann var á vissan hátt tvíráður einfari, vissi að maðurinn er alltaf einn og deyr einn. Hann trúði á erótíkina í sama skilningi og Forn-grikkir. Trúlega eigum við Gerður eftir að sakna sögumannsins og húm- oristans Flóka allra mest, svo og bréfanna og kortanna frá honum. Hinn sérkennilegi undirtónn í sögum Flóka byggðist á næstum barnslegri eftirtekt og ríkri kímniblendinni dómgreind. Þess vegna er okkur sár hryggð í huga og við munum minnast Al- freðs Flóka svo lengi sem við lifum. Við samhryggjumst inni- lega móður hans, syni, Ingi- björgu og öðrum aðstandendum. Tryggvi Ólafsson Kæri Alfreð, Ég heyrði þig segja við stúlkuna: „Hagaðu þér ekki eins og lostafull jómfrú sem lætur fallast fyrir dagrenningu, stirnið bíður með fulla reisn.“ Þrykkt er á hnapp og arfleifð Sades birtist: Láttu þetta líða hægt, við gerum eins og dýrin, sér í lagi slöngurn- ar, upp í kvöldsólina. Ég hef alltaf átt eitthvað van- talað við þig, en hugsunin er hverful, rétt eins og hjá Breton, ein töf. Vertu mér hlýr áður en jörðin opnast. Ég hitti þig á íslandi, í Kaup- mannahöfn og víðar. Sá blíð augu þín, kímnina, angist- ina og titrandi hendurnar. Hugsaði um hárfínar línurnar í myndum þínum. Augu okkar voru alltaf með á nótunum, og þú sagðir að það sem við sæjum væru tvær hliðar á því sama. Maður á að sjá með öklunum, nefinu, augunum, tungunni og hinni ástríku svipu. Við gátum verið ósáttir, en þó aldrei í þeim mæli að kærleiks- belgurinn sem við dönsuðum í mundi bresta. Ég átti mín leyndarmál, þú þín, -við vorum ekki smásmugulegir. Ég veit að þú sveikst mig vegna tunglsjúku anemónunnar; ég þig út af gleðikonunni Körlu í Flór- ens... Þegar þú skildir þetta sagð- ir þú ekkert, horfðir einungis til mín með mínum augum og brost- ir: Víst erum við eitt, eins og fugl- inn efst uppi á Santa Maria del Fiore. Ert þú núna þar og ég hér? Nei, við erum saman, blómskrúðið brýst fram. Úr yndisskauti al- heimsins heyrist lúður gjalla. Engin skuld, engin refsing, allt er kyrrt. Þú stendureins ogsjóarinn á kránni, slærð í glasið og við bíð- um eftir ræðu, eftir sumarkveðju. Eða eftir sögu um málarann sem byrjaði hlutlægt en varð óhlut- lægur, elskaði alla jarðliti en mál- aði með bláu. Ég felli tár. Terra di Siena fell- ur í glasið. Engill kemur aðsví- fandi og hrærir í vökvanum. Ég er fjólublár dropi í hafinu, innilukt- ur í hnykli tilfinninganna. Hugsa til þín, gamli gaur, síðhærður með sígarettuna. Egill Skallagrímsson var eitthvað sem við drukkum, bætt með tári af Svartadauða. Gerð- um hróp að öllum öpum og idíót- um sem liðu hjá. Ég sit með eina af myndum þínum, drekk þína skál og hrópa, fullur af kærleika: Flóki, að ganga fram af fólki, það er að lifa! Mundirðu eftir túss- pennanum þínum? Ég á ramma með reglubundnu mynstri. Þar máttu teikna fjöldann allan af fíg- úrum, fullum af vitund. Þú sviðs- etur sorgina, því þú kannt meira en að móta yfirborðið, sem er allt í senn, samúð, fúlmennska og harmur. Hið opna land sálarinnar, sem er nafnlaust, vellur upp sem asúr- blá bjartsýni, paradís og hel. Eitt snöggt hlé verður ekki að við- skilnaði okkar. Hans Henrik Jörgensen, kvikmyndaleikstjóri, Kaupmannahöfn Gálgafuglinn er horfinn úr ís- lenzka menningarberginu. Hann bjó þar á syllu sinni - einn - langa hríð. Júlí 1955. Á spítalaflötinni sunnanvið Landakot sátu tveir menn: Snorri Arinbjarnar listmálari og sjúk- lingur og toginleitur, mjósleginn unglingur með þykk hornspanga- gleraugu, fár og feimnislegur og fölari en nokkur sjúklinganna: Alfreð Flóki. Okkur bar þar að, félagana, í heimsókn til Snorra. Á þessum árum var Flóki með- al efnilegustu skákmanna lands- ins, næstum orðinn Reykjavík- urmeistari. Þar, sem víðar, lét hann vinninginn liggja. Um haustið hóf hann listnám. Fjölskyldan, foreldrar og syst- ir, bjuggu f hinu gamla húsi föð- urættarinnar við Bárugötu 18: gamalt og virðulegt hús undir laufkrónum og innan dyra ríkti mýstískt andrúm fortíðar. En foreldrar Flóka tóku á móti félögum sonarins af svo andófs- lausri elskusemi, að einstakt var. Og það var þeim líka aldeilis sjálfsagður hlutur að sonurinn færi til listnáms - þótt slíkt væri ekki fýsilegur kostur á þessum árum. Herbergi Flóka undir súðinni að vestan var mikill furðuheimur: á veggjunum voru ógnvænlegar og sjarmerandi myndir af ýmsum stórsnillingum bókmenntasög- unnar, Hugo, Balzac, Baudlea- ire, Rimbaud, Poe, Oscar Wilde omfl. Og í hillum ótal raðir þung- lamalegra leksíkona og úrval heimsbókmenntanna. í þessari vistarveru stundaði hinn feimnis- legi unglingur bókmenntir og list sína. Af munklegri elju og fýsn. Lestur og teiknun voru honum tvær jafn réttháar fíknir. Árin liðu og Flóki varð frægur og viðurkenndur og umdeildur myndlistarmaður og einstaklega hittinn á meinlaus loddarabrögð til að vekja á sér athygli og erta smáborgaraskapið. Hann varð fyrir löngu þjóðsagnapersóna og hafði vissa ánægju af athyglinni, sem uppátæki hans vöktu. Myndir hans eru víða á söfnum erlendis og hafa lengi verið eftir- sótt var af löndum hans. Og nafn hans er löngu komið í erlenda leksíkona. Og samt var hann svo fáskiptinn um veraldlegt lff og framapot, að vinir hans urðu oft þrumu lostnir vegna þeirra tækifæra, sem hann lét ganga sér úr greipum. Hann lét vinninginn liggja. Og í prakt- ískum hlutum var hann ævintýra- lega viðutan og framandi - ég veit satt að segja ekki, hvort hann kunni að hella uppá kaffi - og var þó meiriháttar kaffikall. Og skyndilega er hann allur, þessi gamli snilldarinnar spjátr- ungur. Og hvað er þá minnisstæðast í veru svo magnaðs og umdeilds persónuleika? Eru það heitar lífsnautna- stundir frá æskudögum, þar sem frásagnaleiftran snillingsins lýsti upp stuttar nætur? Eru það myndverk hans, ótta- leg og falleg í senn - geníöl að gerð? Fágætur lífskúltúr hans og sið- fágun? Eða er það kannski minning úr dönskum kóngsgarði, þarsem Flóki hoppar og skoppar með ungum dreng sem féll í grasið - og meistari réttir honum langa, mjúka hönd sína og þeir leiðast, tveir og eru eitt? Bragi Kristjónsson Nína Björk Árnadóttir: Flóki In memoriam Pie Jesu, Domine, dona eis requiem. Við ferðumst um hann rökkurheiminn þú gast alltaf opnað hann œvintýri - sögur dularfullir hlátrar - ofsakátir alltaf sat engill innst. Nuna get ég ekkert nema grátið eins og barn í sjálfselsku minni og kveinað þessi orð annars skálds: deyðu ekki mér þykir svo vœnt um þig Fimmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.