Þjóðviljinn - 03.07.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Page 1
Föstudagur 3. júlí 1987 141. tölublað 52. örgangur Stjórnarmyndun Piiringur hjá kratum Karvel gekk afþingflokksfundi. Neitar að styðja stjórnina. Kratar æfir út íJónana. Þorsteinnfœr umboð. Ráðherravandinn heldur áfram innanflokkanna. Guðmundur G. vill stól rátt fyrir að líkur bendi til að ný stjórn, undir forsaeti Þor- steins Pálssonar sem fékk form- legt stjórnarmyndunarumboð i gær, fæðist um og eftir helgi, er mikill óróleiki innan þingflokk- anna. Landsbyggðarþingmenn Alþýðuflokksins eru með hvað mesta ólund og gagnrýna harð- lega hlutskipti Alþýðuflokksins, verði stjórn þríflokkanna að veruleika. Svo Iangt gekk í fyrra- kvöld að Karvel Pálmason gekk af þingflokksfundi Alþýðuflokks- ins og tilkynnti Jóni Baldvin að hann gæti ekki stutt slíka stjórn að óbreyttu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans beinist óánægja margra þingmanna Alþýðuflokksins að eftirgjöf Jóns Baldvins og nafna hans Sigurðssonar í málefnum, auk þess sem þeir telja ráðuneyt- in léleg, þar sem í hlut flokksins fellur ekkert atvinnuráðun-, eytanna og ekkert ráðuneyti sem tengist landsbyggðinni sérstak- lega. Að auki eru landsbyggðar- þingmenn krata óhressir með að hafa alla ráðherrana úr Reykja- vík, og hefur Jón Baldvin Hanni- balsson hugleitt að vera utan stjórnarinnar til að leysa þau mál. í Sjálfstæðisflokki er enn ekki útséð um ráðherra, og hafa til- lögur um Ólaf G. Einarsson vak- ið furðu innan þingflokksins, bæði Matthíasar Á. og lands- byggðarmanna. Áhugi virðist meðal margra þingmanna að stilla Halldóri Blöndal upp gegn Ólafi G. Framsóknarflokkurinn hefur hingaðtil átt við minnstan vanda af þessu tæi að stríða en í gær krafðist Alfreð Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs flokksins í höfuðborginni, þess að Reykja- víkurþingmaðurinn Guðmundur G. Þórarinsson yrði ráðherra, og er því framboði stefnt gegn Jóni Helgasyni. Enn á eftir að hnýta lausa enda milli flokkanna, og voru töluverð fundahöld í gær. Friðrik Sophus- son og Jóhanna Sigurðardóttir hittust til að fjalla um kaupleigu- íbúðir, en talið er að þær deilur stöðvi ekki stjórnarmyndunina. Formennirnir þrír hittust síðan í gærkvöldi til að reyna að ná loka- samkomulagi og ákveða form- lega viðtöku stjórnarinnar. -m/RK Laxnessþingið Fullt hús Tæplega 200 hafa skráð sig, fólk komið á biðlista Það verður fullt hús á málþing- inu um HaUdór Laxness á Hótel Esju á morgun. Tæplega 200 geta setið þingið og eru komn- ir biðlistar hjá Vöku-Helgafelli sem stendur fyrir þinginu ásamt Félagi áhugamanna um bók- menntir. Þingið er haldið í tilefni 85 ára afmælis skáldsins, og heiðursgestur verður hinn þekkti sænski fræðimaður Peter Hall- berg. Verið er að athuga hvort hægt sé að auka húsrými á Esju til að hleypa að fleiri Laxnessaðdáend- um, sem að sögn Vökufólks eru ekki síst úr hópi ungs fólks. -m Veltuaukningin Kaupmönnum að óvörum Þjóðhagsstofnun segir yfir40% veltuaukningu í verslun. Guðjón Oddsson, formaður Kaupmanna- samtakanna: Kemurmér áóvartefrétter. Þetta eru tölur, sem mér dettur ekki i hug að vefengja. En það fyrsta sem mér dettur í hug er hvar í ósköpunum er um þessa miklu veltuaukningu að ræða í verslun. í þeim greinum verslun- ar þar sem ég þekki best til, getur maður ekki merkt slíka aukningu, sagði Guðjón Odds- son, formaður Kaupmannasam- takanna, um þær upplýsingar Þjóðhagsstofnunar að heildar- velta verslunar og þjónustu hefði aukist um rúm 40% á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. „Ég ætla mér ekki að draga þessar upplýsingar í efa, en ég vil fá að skoða þetta betur. Það kann að vera að veltan hafi aukist svona mikið í innflutningi á bflum og bflasímum, en að þetta sé það almenna í versiun, það kemur mér mjög á óvart,“ sagði Guðjón Oddsson. „Þessar upplýsingar eru unnar upp úr söluskattsframtölum sem berast til ríkisskattstjóra og þær ættu því að vera endanlegar. Reyndar er mismunandi hversu fljótt og vel söluskattsskýrslurnar berast ríkisskattstjóra, þannig að niðurstöðurnar eru samtala úr þeim skýrslum sem þegar hafa borist,“ sagði Maríanna Jónas- dóttir, viðskiptafræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Samkvæmt úttekt Þjóðhags- stofnunar var veltuaukningin mismunandi milli hinna ýmsu greina verslunar. Þannig jókst veltan í sölu bfla og bflavörum um 90.4% á fyrsta ársfjórðungi árs- ins, meðan veltuaukning í örðum greinum verslunar var all nokkru lægri, eða frá 26.7% í smásölu- verslun, upp í 44% í verslun með byggingavörur. -RK Siglt af kappi á Kópavogi. (mynd: EÓI) Fullvirðisréttur Yfir 500 hafa samið Milli 10-15% bœndastéttarinnar hafa selt eða leigt framleiðslurétt sinn til Framleiðnisjóðs. Fjárútlát sjóðsins nœr300 milljónir AIIs hafa yflr 500 bændur gert samning við Framleiðnisjóð landbúnaðarins um sölu eða leigu á fulivirðisrétti sínum frá því slík viðskipti voru tekin upp á verð- lagsárinu 1985-1986. Samkvæmt upplýsingum frá Stéttarsam- bandi bænda hefur Framleiðni- sjóður keypt framleiðslurétt sem nemur 1,5 mil|jónum lítra af mjólk, eða um það bil 8,600 ærg- ildum. Það lætur því nærri að 10-15% bændastéttarinnar hafi skrifað undir samning við sjóðinn um annað hvort sölu eða leigu á fullvirðisrétti. Þegar um sölu er að ræða er rétturinn ýmist seldur að fullu eða að hluta, en leigu- samningar gilda til 6 ára. Tölur um kaup á fullvirðisrétti sauðfjárbænda liggja ekki fyrir, en Framleiðnisjóður stefndi að því að kaupa eða leigja fram- leiðslurétt sem nemur um 43,500 ærgildum fyrir 1. september n.k. og er talið að sjóðurinn verði ekki langt frá því marki. Þá stefnir sjóðurinn að því að kaupa upp réttinn til þess að framleiða um 3 milljónir lítra af mjólk fyrir lok næsta verðlagsárs, en ekki er talið líklegt að það muni takast. Fjárútlát sjóðsins vegna þess- ara kaupa hljóða upp á 260-300 milljónir króna að sögn Árna Jónassonar hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. -gg Stúlkumar jafnokar r IKópavogi er þessa dagana siglt af miklu kappi á námskeiðum sem orðin eru árlegur viðburður. Danskur þjálfari, Henrik Rye Möller, er nú staddur hérlendis og hefur þjálfað krakkana á námskeiðinu í Skerjaflrðinum frá því á föstudag. Henrik ætlar einnig til Akur- eyrar og Egilsstaða til að þjálfa. „Krakkamir standa sig vel og við höfum nú æft frá því í maflok og þetta er lokahnykkurinn fyrir íslandsmótið sem verður um næstu helgi. Stúlkumar eru jafnokar dreng- janna á þessum námskeiðum og gefa þeim í engu eftir, sagði Henrik. Og áhuginn er mikill. -gsv

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.