Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 4
___________LEIÐARI________
Aumur Alþýðuflokkur
Samkvæmt síöustu véfréttum úr stjórnar-
myndunarfarsanum verður Þorsteinn Pálsson
forsætisráöherra þríflokkastjórnarinnar nú um
helgina eftir tæplega tíu vikna þóf.
í stjórnarmyndunarviðræöunum hefur
gangur mála í stórum dráttum verið sá að fyrst
reyndi Steingrímur Hermannsson að fá þriðja
flokk til liðs við stjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, næst reyndi Þorsteinn Páls-
son að fá einhverja tvo flokka til liðs við Sjálf-
stæðisflokk, og að síðustu reyndi Jón Baldvin
Hannibalsson að fá þriðja flokk til liðs við stjórn
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks.
í aprílkosningunum urðu sexföld tímamót, og
þjóðin úthlutaði hverjum þingflokkanna nýju og
óvæntu hlutverki í stjórnmálunum. Það var Ijóst
að stjórnarmyndun yrði snúið verk, og nýjar
aðstæður kröfðust þess af forystusveit allra
flokka að þeir brygðust við með pólitískri ný-
hugsun. í sex flokka kerfi gilda ekki lengur
gömlu lögmálin, til dæmis þau frá 1938 eða
1946. Á þessu hafa margir vakið athygli, og
Þjóðviljinn benti á það skömmu eftir kosning-
arnar að í þeim grannlöndum okkar sem búa við
svipaðan flokkafjölda hafa í áratugi tíðkast
önnur stjórnarform en meirihlutastjórnir tveggja
og þriggja flokka. í Finnlandi situr nú fjögurra
flokka meirihlutastjórn, í Danmörku fjögurra
flokka minnihlutastjórn, í Svíþjóð og Noregi
minnihlutastjórnir eins flokks.
Og þótt flestir reyni að túlka kosningaúrslitin í
apríl sjálfum sér eins haganlega og hægt er
breytir engin túlkun þeirri söulegu staðreynd að
aldrei í íslenskri stjórnmálasögu hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn riðið megurra hrossi frá kosn-
ingum. Sjötíu og þrjú prósent kjósenda lögðu í
apríl lið öðrum stjórnmálasamtökum en Sjálf-
stæðisflokknum.
Forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks hafa ekki viljað tileinka sér þennan
augljósa lærdóm frá 25. apríl. Þeir hafa staðið í
vegi fyrir öllum tilraunum til annars en sam-
stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa
lýst fjögurra flokka stjórn vonlausa án þess að
láta á það reyna á hverju slitnaði, hvaða flokkur
hlypi útundan sér í viðræðunum, um hvað sam-
staða gæti orðið.
Þeir hafa heldur ekki haft pólitíska djörfung til
að íhuga minnihlutastjórn, til dæmis með þeim
hætti sem Guðrún Helgadóttir hefur kynnt; að
Alþýðubandalagið veitti minnihlutastjórn Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks eins árs
stuðning að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
um efnahagsstefnu. Slík stjórn hefði getað var-
ist vantrausti á þingi, og það hefði verið á
ábyrgð þriggja ósamstæðra stjórnarandstöðu-
flokka að fella sameiginlega einstök frumvörp
slíkrar stjórnar. Eftir árið hefðu kostir og gallar
slíkrar stjórnar verið íhugaðir og sest niður í
rólegheitum uppá nýtt.
Það bjóst sosum enginn við frumlegum pólit-
ískum glímutökum af framsóknarmönnum, sem
með einu stuttu hléi hafa setið í ráðherrastólum í
sextán ár og eru nánast orðnir að mubblum uppí
stjórnarráði. Hinsvegar fylgdist almenningur
með því af nokkurri eftirvæntingu hvað stæði á
bakvið gleiðan málflutning Alþýðuflokksins síð-
ustu misserin.
Nú, þegar verið er að taka umbúðirnar utanaf
Alþýðuflokknum, kemur svarið í Ijós: Ekki neitt.
Jón Baldvin og félagar hafa í stjórnarfýst sinni
gefið uppá bátinn hvert málefnið af öðru, og
ganga nú án nokkurra skuldbindinga til liðs við
gömlu ríkisstjórnina.
Og Alþýðuflokkurinn hefur sætt sig við að
vera áhrifalaus í þessari ríkisstjórn. Síðustu
fréttir herma að af ráðherrum hans þremur muni
skrifstofumaður úr Þjóðhagsstofnun setjast í
fjármálaráðuneytið, án þess að flokkurinn ráði
atvinnuvegaráðuneyti og geti þannig haft áhrif á
hið raunverulega gangvirki efnahagsmálanna.
Annar ráðherra á að setjast í félagsmálaráðu-
neytið, bundinn í báða þá skó sem þar skipta
mestu, í húsnæðismálunum.
Þriðji ráðherrann, að sögn flokksformaðurinn
sjálfur, á svo að stjórna viðskiptaráðuneytinu
hálfu. Eftir að búið er að taka undan því mikil-
vægasta málaflokkinn, utanríkisviðskipti, er
ekki mikið annað eftir en bankamálin, og þeim
stjórnar hvorteðer hinn eilífi skuggaráðherra
allra íslenskra ríkisstjórna síðustu áratugi,
seðlabankastjórinn Jóhannes Nordal. Sá sami
og formaður Alþýðuflokksins hét kjósendum að
reka úr starfi fyrir nokkrum mánuðum.
Þetta er eymd Alþýðuflokksins í verki. Og
almenning furðar í raun ekki á þeim sögusögn-
um að Jón Baldvin Hannibalsson íhugi nú að
standa utan þeirrar ríkisstjórnar sem hann á
sjálfur mestan þátt í að koma á legg. -m
KUPPT OG SKORID
Á 30. norræna bindindisþing-
inu sem haldið var á Akureyri á
dögunum flutti Nicolay S.
Tchernykh frá Sovétríkjunum
fróðlegan fyrirlestur um hina
nýju bindindisstefnu stjórnvalda
þar í landi. Erindið var birt í laus-
legri þýðingu Þorsteins Jónatans-
sonar í Degi á Akureyri og koma
þar ýmsar athyglisverðar stað-
reyndir fram.
Tchernykh segir aðalástæðuna
fyrir mikilli áfengisneyslu í Sov-
étríkjunum nú á síðari árum vera
fyrst og fremst þá að fjöldi fólks
sé flæktur í drykkjusiðum. „Að
baki liggja engar félagslegar eða
sálfræðilegar hvatir aðrar en þær
að fólk telur neyslu áfengis hluta
af eðlilegum lifnaðarháttum sín-
um. Drykkjuskapur blómstrar
vegna þess að fólk veit ekki hve
miklar hætturnar eru, skilur ekki
hversu skaðlegt áfengi getur ver-
ið, ekki einungis hverjum ein-
staklingi heldur og þjóðfélaginu í
heild, vegna þess að í hugsunar-
leysi hefur endalaust verið japlað
á skaðleysi og nauðsyn drykkju-
siða og hefða.“
Ný áfengisstefna
Mjög miklar hömlur hafa verið
settar á sölu áfengis í Sovétríkj-
unum samkvæmt hinni nýju á-
fengisstefnu stjórnvalda. Áfengir
drykkir eru ekki lengur seldir
fólki undir 21 árs aldri. Sölutím-
inn takmarkaður, áfengisversl-
unum fækkað snarlega en í öllum
hlutum Sovétríkjanna eru áfeng-
isverslanir nú þrisvar sinnum
færri en áður var.
Á sama tíma hefur framleiðsla
á áfengi í Sovétríkjunum verið
dregin saman. Um það bil 2000
um, í skemmtigörðum eða öðrum
opinberum stöðum. Fólk, sem
brýtur þessar reglur eða sést
mjög drukkið á opinberum stöð-
um, hlýtur áminningu eða sekt.
Sé um endurtekin brot að ræða,
er hægt að senda það í vinnubúðir
og í alvarlegum tilfellum jafnvel í
fangelsi.
Drykkjumenn
sektaðir
Drykkja er stranglega bönnuð
á vinnustöðum, í verksmiðjum, á
fundum, í opinberum stofnun-
og samtök launþega beiti enn-
fremur þeim aðferðum að taka
bónusgreiðslur af drykkju-
mönnum, einnig eftirsóttar ferðir
til hvfldarstaða og önnur forrétt-
indi.
Þá er ábyrgð lögð á hendur
þeim, sem koma unglingum til að
drekka. Sektum er beitt gagnvart
foreldrum, sem valda því að börn
fara að drekka, og ennfremur ef
börn þeirra hafa verið tekin fyrir
drykkju á opinberum stöðum eða
á almannafæri. Alvarlegri refs-
ingar bíða þó þeirra, sem koma
unglingum til að drekka. Áður
voru þeir dæmdir í eins árs fang-
elsisvist eða betrunarvinnu;
stundum var þó sekt látin duga,
ef ekki var um alvarleg atvik að
ræða. Nú hefur sektarupphæð
verið þrefölduð og fangelsisvist
getur orðið allt að tveimur árum.
Ótvíræður
árangur
Tchernykh er ekki í vafa um að
þessar aðgerðir hafi skilað
árangri. Hugarfarsbreyting hefur
átt sér stað segir hann og um 23%
þeirra sem áður stunduðu áfeng-
isdrykkju hafa lýst sig bindindis-
menn. Á síðasta ári var alkóhóln-
eysla í Sovétríkjunum aðeins
helmingur þess sem hún var
tveimur árum áður, hafði
minnkað úr 8.7 lítrum af hreinum
vínanda á mann í 4.4 lítra. Dán-
artíðnin lækkaði á sama tíma úr
10.6 í 9.7 á hverja þúsund íbúa en
slíkt hafði ekki gerst í fjölmörg
ár. Fæðingartíðni óx og í fyrsta
skipti í 10 ár hækkaði meðalaldur
Sovétmanna og komst í 69 ár.
-•g
verksmiðjur og framleiðslustöðv-
ar hafa hætt. Sumar þeirra hafa
verið endurbyggðar til fram-
leiðslu á ávaxtasafa, kryddvör-
um, sælgæti eða frystum ávöxtum
- og aðrar hafa verið teknar til
framleiðslu á skepnufóðri.
Hin nýja baráttustefna gegn á-
fenginu gerir ekki aðeins ráð fyrir
takmörkunum á framleiðslu og
sölu áfengis heldur og strangara
eftirliti með neyslu þess. Þannig
er t.d. í samþykkt frá Æðsta ráði
Sovétríkjanna, sem kom til fram-
kvæmda 1. júní 1985, bannað sér-
staklega að drekka áfenga drykki
á götum úti, á íþróttaleikvöng-
um, skólum, veislum og mót-
tökum. Það hefur alltaf verið illa
séð, að menn væru drukknir við
vinnu. Nú er hægt að beita sekt-
um, ef slíkt kemur fyrir. Dugi
þetta ekki til, á viðkomandi á
hættu að missa vinnuna.
Og annað þýðingarmikið atr-
iði. Það eru ekki bara drykkju-
mennirnir, sem verða sektaðir,
heldur einnig þeir yfirmenn, sem
hafa það viðhorf til drykkju, að
þeir láta hana viðgangast á vinnu-
stað.
Þá gerir hin nýja bindindis-
stefna kröfu til þess, að
stjórnvöld, opinberar stofnanir
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Frétta8tjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif 8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglý8inga8tjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir.
Auglyslngar: Unnur Ágústdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbrelðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjömsson.
Útkeyr8la, afgroiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö í lauaasölu: 55 kr.
Helgarblöð:60kr.
Áskrtftarverð á mánuði: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júlf 1987