Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 6
Þórarinn Hjartarson skrifar
Undanhald samkvæmt áætlun?
Stríð okkar í fimmtán ár
Ég vænti ekki mikils af verka-
lýðsforystunni eða „verkalýðs-
flokkunum". Samt þykir mér það
merkilegt að þegar Steingrímur
Hermannsson, Þorsteinn Páls-
son og álíka menn halda því fram
- í kosningaræðum og öðrum
ræðum - að „kaupmáttur ráð-
stöfunartekna heimilanna" hafi
aldrei verið meiri, þá heyrist
hvorki hósti né stuna frá verka-
lýðsforystunni eða flokksforingj-
um „félagshyggju og verkalýðs".
Mér gafst færi á því í vor að
halda 1. maí-ræðu á fundi verka-
lýðsfélaga. Ég fór þá að dæmi
stjórnmálaleiðtoga og þjóð-
skörunga, ég leit yfir farinn veg.
Ég setti mér það fyrir að gera út-
tekt á árangri baráttunnar þau 15
ár sem ég, með stuttum hléum,
hef verið starfandi launamaður
innan vébanda ASÍ.
Mér varð fyrst hugsað til fyrstu
kjarasamninganna sem ég man
eftir að hafa greitt atkvæði um.
Það voru samningarnir í febrúar
1974, þá var ég í verkalýðsfé-
laginu Einingu. Þeir samningar
gáfu reyndar allgóða kauphækk-
un eftir því sem gerðist, það var
„góðæri" í landinu (Sú
kauphækkun rýrnaði að vísu
fljótt, en það er önnur saga). Nú
fletti ég upp í gömlu blaði og
skoðaði tölurnar. Framfærslu-
kostnaður vísitölufjölskyldunnar
á mánuði var þá rétt tæpar 50.000
kr. Og fjölmennasti taxti (4.
taxti) gaf eftir samningana tæpar
34.000 kr., þ.e.a.s. um 2/3 hluta
framfærslukostnaðar. Mér skilst
að framfærslukostnaðurinn hafi í
apríl-maí sl. verið u.þ.b. 90.000
kr. en þá gaf fjölmennasti taxti
Einingar 27.000 kr., þ.e. tæpan
þriðjung!
Öfugþróun
kaupmáttar
Eftir þessa óglæsilegu útkomu
fór ég að leita mér traustari heim-
ilda í opinberum tölum. Ég
studdist þá við Fréttabréf Kjara-
rannsóknarnefndar og Hagtölur
mánaðarins frá Hagstofunni. Ég
skoðaði tímabil mitt í verkalýðs-
hreyfingunni, árin 1972-1986. Ég
leitaði að tveimur stærðum:
a) þjóðartekjur á mann,
b) kaupmáttur kauptaxta mið-
að við vísitölu framfærsluk-
ostnaðar.
Þess ber að geta að hér er um
vísitölur að ræða sem sýna aðeins
þróun þjóðartekna og kaupmátt-
ar milli ára en ekki tölulegar
stærðir. Því sem næst fullt sam-
ræmi er á milli þróunar þjóðar-
tekna og þjóðarframleiðslu.
Fyrst er mæit tímabilið 1972-82,
og síðan tímabilið 1982-86 með
breyttum vísitölum. Tölurnar eru
teknar beint úr skýrslum.
Gleggra væri að umreikna allt til
samræmis við vísitöluna 100 fyrir
árið 1972, en þetta ætti að vera
nógu skýrt. Skoðað er fyrir
verkamenn og iðnaðarmenn.
Þjóðartekjur á mann:
1972: 104,1 1982: 140,2
1982: 102,2 1986: 106,0
Kaupmáttur kauptaxta: Verkamenn:
1972: 109,5 1982: 106,3
1982: 99,8 1986 75,3
Iðnaðarmenn:
1972: 106,9 1982: 96,9
1982: 101,1 1986: 73,1
Tölurnar sýna: í fyrsta lagi
hraðvaxandi þjóðartekjur árin
1972-82 („framsóknaráratugur-
inn“) en síðan hægan vöxt - þær
lækkuðu reyndar um nærri 6%
milli áranna 1982 og 1983. En í,
heild blasir við 38,4% aukning
þjóðartekna. í öðru lagi má sjá
fyrst hæga rýrnun kaupmáttar en
síðan dramatískt hrap eftir 1982.
Þróunin er nógu slæm fyrir verka-
menn, 26,8% fall, en þó er hún
enn hrapallegri fyrir okkur iðn-
aðarmenn, 36% fall. Hluti um-
rædds launafólks af vaxandi
þjóðartekjum hefur augljóslega
minnkað enn meir en kaupmátt-
urinn. Það heitir á marxísku að
arðránið hafi aukist, og það
mikið, og var það þó nóg fyrir.
Það er jú verkefni verkalýðs-
hreyfingarinnar að minnka (og
afnema) arðránið, svo eitthvað
hefur farið verulega úrskeiðis.
Hér ber þess að geta að í árslok
1986 var hætt að mæla framfærslu
vísitölu. Reyndar hafði ég aðeins
tölur fram á mitt ár 1986, og árið
1987 er ekki með. En þegar talað
er um góðæri og góð kjör nú má
vel hafa í huga að það eru miklir
fjármunir sem launafólk þarf að
ná aftur til þess eins að halda í
horfinu.
Það eru vissulega fleiri atriði
en stærð kauptaxta sem ákvarða
„kaupgetu ráðstöfunartekna
heimilanna". Stærsta atriði þar er
vinnumagn. Meðalvinnuvika
karlmanna innan ASÍ undanfar-
inn áratug hefur heldur styst en
það er svo lítið að það telst varla.
Hitt er aftur ekkert smáræði sem
atvinnuþátttaka kvenna hefur
aukist. Eftirfarandi tölur eru
teknar upp úr bókinni „Konur,
hvað nú?“
Breyting
upp 36,1 stig
upp 3,8 stig
niður 3,2 stig
niður 24,5 stig
niður 10,0 stig
niður 28,0 stig
Heildaratvinnuþátttaka
kvenna (20-60 ára) hefur aukist
úr 31,4% árið 1960 í 88,2% árið
1983. Ef talin er aðeins sk. virk
þátttaka - unnar 13 vikur eða
meira á ári - er aukningin úr
43,9% árið 1963 í 69,3 árið 1983.
Sé skoðuð sérstaklega virk þátt-
taka giftra kvenna er aukningin
sama tímabil úr 28,6% í 68,3%.
Þróunin er hröðust síðustu árin.
Á átta árum, frá 1976 til 1984 hef-
ur atvinnuþátttaka giftra kvenna
aukist úr 53,9% í 75,9%.
Af félagsmönnum í ASÍ vinnur
karlmaður að meðaltali rúma 50
tíma (1986) en kona rúma 40
tíma. Þegar sumarvinna unglinga
er talin með er vinnuvika miðl-
ungs alþýðuheimilis líklega ekki
langt frá 100 tímum. Hún hefur
aldrei í sögu verkalýðshreyfing-
arinnar verið meiri - fyrir utan
það að vera Evrópumet og lík-
lega heimsmet á vorum dögum.
Það mark virðist a.m.k. vera
alllangt undan að 40 stunda vinn-
uvika einnar fyrirvinnu nægi til
framfærslu.
Það er með þessu vinnumagni
sem eyðsla vísitölufjölskyldunn-
ar fer upp í 90 þúsund á mánuði.
Það er sá „kaupmáttur ráðstöfun-
artekna heimilanna" sem
Steingrímur og félagar guma af.
Á þann hátt verður hér mikil
neysla miðað við önnur lönd. Það
háa neyslustig kemur líka til af
því að tiltölulega stór hluti lands-
manna býr við kjör sem eru
gjörólík kjörum almenns launa-
fólks. Á hinn bóginn er sá hluti
líka stór sem býr við fátækt. ís-
lenskir fátæklingar reyna eftir
megni að láta ekki bera á fátækt
sinni. Þeir bæta á sig allri auka-
vinnu sem þeir komast yfir til að
halda uppi þeim lífskjörum og
neysluvenjum sem eiga að heita
almenn í landinu. íslenskir fátæk-
lingar eru ekki atvinnuleysingjar
eins og venjulegt er hjá öðrum
iðnvæddum þjóðum heldur fólk í
launavinnu. Líklega er út-
breiddasta form fátæktar frítím-
afátækt. Hún birtist bæði sem
tímaskortur á háu stigi og sem
vankunnátta að fara með frítíma
þá sjaldan hann gefst.
Hver bjargi sér
Höfuðbölið í kjaramálum hér-
lendis er þessi þróun til lækkandi
launa hjá fjöldanum - láglauna-
stefnan. Annað böl er sú ójafna
þróun lífskjara innan raða launa-
fólks sem orðið hefur síðustu
árin. Eftir kjaradóminn mikla
1983 tóku laun meirihlutans ört
að rýrna sem kunnugt er. En
samtímis því voru allstórir hópar
sem iiéldu sínum hlut eða jafnvel
stækkuðu hann, einkum fólk með
sérkunnáttu í ýmsum greinum
sem eru að þenjast út og þurfa
aukinn mannafla. En kjarabætur
þessa fólks komu yfirleitt ekki
gegnum kjarasamning stéttarfé-
lags heldur sem launaskrið, þ.e.
ýmsar yfirborganir og sposlur
sem menn slást um á eínstaklings-
grundvelli eða í smáhópum - eða
sem atvinnurekandi réttir að
mönnum eftir geðþótta. Síðan
öðlast þær e.t.v. löggildingu í
samningum, eftirá. Svona barátt-
uaðferðir, þar sem hver bjargar
sér, sýna einfaldlega að samtaka-
hefðum og stéttvísi hrakar innan
hreyfingarinnar eftir því sem hún
gegnir hlutverki sínu verr.
Onnur aðferð launafólks til að
svara óhagstæðri þróun kaup-
taxta og ná aftur upp launum er
að taka við þeim afkastahvetj-
andi Iaunakerfum sem atvinnu-
rekendur bjóða ljúfmannlega og
af rausn. Útkoman úr því er svo
bæði aukin vinnuharka og enn
minni áhersla á en ella á að
hækka tímakaup.'Það sést best á
dæmi iðnaðarmanna hvernig
þessi kerfi virka á launin. í þeirra
hópi er uppmæling og bónus mest
notað og þar er þróun kauptax-
tanna verst.
Og það verður að segjast að
gagnvart aukinni útbreiðslu af-
kastahvetjandi kerfa hefur
verkalýðshreyfingin verið nánast
stefnulaus þar til í óefni var kom-
ið, svo sem hjá fiskvinnslufólki. í
þeim málum hefur verkalýðurinn
m.ö.o. verið forystulaus. Einnig
það vitnar um gjaldþrot ríkjandi
verkalýðsmálastefnu.
Nú (19. júní) er mikið þjarkað í
stjórnarmyndun. Engu ætla ég að
spá um þau mál. „Við þurfum
vinsamlega ríkistjórn" segja
verkalýðsforingjar að vanda - og
Þjóðviljinn. Ýmsir verkalýðsfor-
kólfar gefa í skyn að kjarabarátt-
an sé vonlaus og fyrirfram töpuð
ef ekki situr „vinsamleg ríkis-
stjórn". Hugsanleg kjarabót
hverfi bara með aðgerðum ríkis-
ins o.s.frv.
Sú hugmyndafræði um ríkis-
valdið sem verkalýðsforystan (og
„verkalýðsflokkarnir") aðhyllist
er eitthvað á þessa leið: Ríkis-
valdið er hlutlaus stærð sem
rokkar til, pólitískt séð, eftir því
hverjir sitja í stjórn. Það verður
verkalýðssinnað ef réttir menn
setjast í stólana. Jafnframt því
hefur ríkisvaldið kjör okkar í
hendi sér og það stendur ekki í
okkar valdi að hindra það í gerð-
um sínum. Fráfarandi ríkisstjóm
hefur, auk þess að afnema verð-
bætur á laun, áreiðanlega stöðv-
að með lagaboði fleiri verkföll en
nokkur fyrri stjórn. Hvernig hafa
verkalýðsforingjarnir svarað því?
Þeir hafa kyngt hverjum hland-
sopanum af öðmm og í mesta lagi
tuldrað einhver mótmæli á milli
sopa. „Gamlar baráttuaðferðir
duga ekki lengur,“ segja þeir svo.
Og stríð mitt er nútímastríð,en
ekki af því taginu / að standa til
lengdar í tvísýnum vopnabrýn-
um, ein sog Steinn sagði Bjarg-
ræðið liggur í „vinsamlegri ríkis-
stjorn".
I framhaldi af hugmyndinni um
„hlutlaust“ ríkisvald er hug-
myndin um að ríkisvaldið beri
ábyrgð á að leiða kaupdeilur til
lykta. VSÍ og ASÍ-forysta sam-
einast um þá skoðun. Og við
horfum uppá símeiri íhlutun
ríkisins í samningagerð. Ríkis-
stjórn og Þjóðhagsstofnun leggja
fram tölur um hver sé staða at-
vinnuvega og þjóðarbús og „eðli-
lega stærð launakökunnar" út frá
því. Hlutverk verkalýðshreyfing-
arinnar er þá ekki að stækka þá
köku heldur aðeins að slást inn-
byrðis um stærð sneiða. Auka-
hækkun eins hóps er á kostnað
annarra. VSÍ og ASÍ-forysta
sameinast einnig um þá skoðun.
Það er bágt að þurfa að minna
lesendur Þjóðviljans á að ríkis-
valdið er kyrfilega stéttbundið.
Vaxandi ríkisforsjá í kjaramálum
er draumastaða eignastéttarinn-
ar. Hvort skyldi Þjóðhagsstofnun
hafa betri tengsl við atvinnurek-
endur eða verkafólk?
Afskipti ríkisstjórna af gerðum
kjarasamningum hafa þessi ár
mín sem launamaður verið mis-
hörkuleg, enda hefur árað misvel
í atvinnulífinu. En afskiptin hafa
alltaf verið sama eðlis: Til skerð-
ingar, einkum sem skerðing verð-
bóta á laun. Það sem sérlega hef-
ur einkennt þessi 15 ár í samning-
amálum er hin síaukna ríkisfor-
sjá. Og áðurnefnd launaþróun
ber „hlutleysi" ríkisins glöggt
vitni!
Það eru gömlu aðferðirnar sem
gilda. Dugandi verkalýðshreyf-
ing lætur ekki bara hrifsa af sér
verðbætur og eyðileggja samn-
inga strax að þeim loknum. Hún
segir samningum upp og fer í slag
um leið og ríkisvaldið dirfist að
hrófla við þeim. En til að svo geti
orðið þarf fyrst að endurreisa
verkalýðshreyfinguna.
Þórarinn Hjartarson -
Höfundur er stálsmiöur
á Akureyri
.. Það er bágt aðþurfa að minna les-
endur Þjóðviljans á að ríkisvaldið er
kyrfilega stéttbundið. Vaxandi ríkisfor-
sjá í kjaramálum er draumastaða eigna-
stéttarinnar. Hvortskyldi Þjóðhags-
stofnun hafa betri tengsl við atvinnurek-
endur eða verkafólk?... “
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júlí 1987