Þjóðviljinn - 03.07.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Qupperneq 10
HEIMURINN pgB . : : ■ Æ, æ, fussumsvei. Ljótt er það og leiðinlegt og nú er illt í efni. Frakkland Hnignun, hmgnun... Fransmenn eru í vondu skapiþessa dagana. 68prósent telja föðurlandinu hnigna Er Frakkland komið að fótum fram? í síðustu viku breiddist út faraldur meðal landsmanna, þjóðin fór að velta því fyrir sér hvort allt væri að drabbast niður í þessu aldna stórveldi. Stjórnmálamenn, fréttaskýr- endur fjölmiðla og menntamenn hófu naflaskoðun. Hver væri staða Frakklands í umheiminum, hvað myndi framtíðin bera í skauti sér? Slæmar horfur í efna- hagsmálum hleyptu umræðunni af stað. Skýrsla á vegum rannsóknarstotnunarinnar INS- EE bendir til þess að hagvöxtur í ár verði mun minni en stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir eða 1,5 pró- sent í stað 2,8. Ennfremur sögðu sérfræðingar stofnunarinnar að atvinnuleysi kynni að aukast í ár úr 11,1 hundraðshlutum í 11,7. Verðbólgan vex þeim einnig í augum þótt hætt sé við að mör- landinn kími góðlátlega. Hún kvað munu hækka úr 2,3 prósent í fyrra í 3,5 af hundraði í ár. Og ekki er bitið úr nálinni því ofan á allt annað bætist að halli á við- skiptum við útlönd, sem er krón- ískur vandi í Frakklandi, jókst jafnt og þétt á fyrstu fimm mán- uðum ársins. Þessar staðreyndir renna Yvon Gattaz, fyrrum for- seta franska vinnuveitendasam- bandsins, mjög til rifja: „Ég hef þungar áhyggjur af því hve okkur gengur illa að verða samkeppnis- færir“. Einsog lög gera ráð fyrir verð- ur að finna blóraböggul til að skella skuldinni á þegar blikur eru á lofti. Og franskir atvinnu- rekendur velkjast ekki í vafa: verkamenn séu húðlatir og haldnir skrópsýki og standist ekki samanburð við japanska, banda- ríska og svissneska kollega sína! En nóg um einfaldar lausnir. í nýjasta tölublaði tímaritsins „Le Point“ er meginþemað „athugun á hnignun Frakklands". Blaðið er stútfullt af línuritum og töflum þar sem fram kemur að óheilla- þróunin snertir flest svið þjóðlífs- ins. Ennfremur er þar að finna niðurstöðu skoðanakönnunar um viðhorf landsmanna. Niður- staðan er sláandi því hvorki meira né minna en 68 af hundraði telja Frakklandi vera að elna sóttin og því hnigna ört. Forstjóri stofnunarinnar sem hafði veg og vanda af könnuninni fær ekki orða bundist: „Þetta er í fyrsta skipti að fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, stuðnings- menn allra stjórnmálaflokka, virðist vera á einu máli um að Frakklandi hnigni". Væntanlegir og hugsanlegir frambjóðendur í forsetakjöri að ári hafa allir gert þessar dapur- legu staðreyndir að umtalsefni og reynt að peppa upp móralinn. Mitterrand forseti ávarpaði hóp Normandíbúa á dögunum. ...örlögin eru í okkar eigin höndum. Frakkar hafa enga á- stæðu til að gefast upp þótt á móti blási.“ Forsætisráðherrann Jacques Chirac neitaði því í sjónvarps- ávarpi að Frakklandi hnignaði en varð þó að viðurkenna að lands- menn ættu við „nokkra erfiðleika að etja.“ Hinn íhaldssami Ray- mond Barre og sósíalistinn Mic- hel Rocard hafa báðir tekið í svipaða strengi. Allt er þetta næsta sorglegt. Frakkar hafa löngum verið stoltir af landi og þjóð, sögu og menn- ingu. Sjálfan Charles de Gaulle dreymdi stóra drauma um stór- fengleika Frakklands og upphafs- setning endurminninga hans hljóðar svo: „Ég hefi ávallt vitað að Frakkland er einstakt meðal ríkja.“ Én staðreyndin er sú að land Voltaires og Descartes, Loðvíks 14. og Richelieus kardínála er ekki svipur hjá sjón. Frakkland er aðeins meðalveldi í heimi nú- tímans. Máski hittir Jacques nokkur Bourgeois naglann á höf- uðið: „Það er helst til marks um hnignun Frakklands að þjóðin virðist nú loks vera að átta sig á raunverulegri stöðu landsins í nútímanum og er ófeimin að ræða hana, hversu sársaukafullt sem það kann að vera. A refilstigum túrismans Taktu þér byssu í hönd Alvörubyssuleikirfyrir japanska túrista á Kyrrahafseyjunni Guam. Afleiðingarnar oft hörmulegar Japanskir túristar flykkjast til Kyrrahafseyjarinnar Guam og borga offjár fyrir að fá að skjóta með alvörubyssum. Skot- mörkin eru að mestu úr pappír, en vopnin af öllum stærðum og gerðum. Ásókn ferðamannanna í að gera Villtavestursdrauma sína að veruleika er orðinn meiriháttar tekjulind fyrir eyjarskeggja. Fátt annað er til staðar til að trekkja að túrista, en Guam er í viðráð- anlegri fjarlægð frá Tókíó. Skothallir og byssuklúbbar spretta upp, og hvarvetna getur að líta stór skilti með myndum af byssumönnum og -konum, grimmilegum hermönnum og síð- ast en ekki síst, vopnunum sjálf- um. Allar eru áletranirnar á japön- sku, sem og glannalegar auglýs- ingarnar í túristabæklingum þeim sem dreift er á hótelherbergi. Mörg hótel kæra sig ekki um aðra gesti en Japani. „Hingað kemur það fólk sem óskar sér einskis frekar en að fara til Bandaríkjanna, en hefur ekki efni á því. Það sér allt þetta kúr- ekadót í sjónvarpinu heimafyrir og vill fá að gera líka,“ sagði einn klúbbeigandinn fréttamönnum. í staðinn fyrir Bandarikjaförlætur fólkið sér nægja að skreppa til Guam, útvarðar vesturheims séð frá eigin bæjardyrum. Á Guam er stór bandarísk herstöð, en eyjan er í tvö þúsund kílómetra fjar- lægð frá höfuðborg Japans, Tókíó. Viðskiptavinir klúbbanna eru allt frá unglingsstúlkum og upp í gamla karla. fsíðarnefnda hópn- um eru allnokkrir sem hleyptu af í alvöru í Kyrrahafsstríðinu fyrir 45 árum. Skemmtunin er ekki gefin; það kostar frá tólfhundruð og upp í þrjúþúsund krónur að munda byssu og finna púðurfnyk- inn. Donald Dwiggens heitir höfuð- paurinn í klúbbi sem nefnist Villta vestrið. Daglega lætur hann drápstæki í hendurnar á 50- 60 túristum en fyrst eru þeim gerð ljós í stuttu máli grundvallaratriði í meðferð skotvopna. Engum málalengingum fyrir að fara á námskeiðinu því. Dwiggens sýnir verðandi skot- mönnum hvernig á að munda byssu og hvað snýr fram og hvað aftur á gripnum. Þá tekur hann fólkinu vara fyrir því að skjóta göt á loftið, en með misjöfnum árangri. „Byssur eru bannaðar í Japan. Fólk kemst ekki í neitt nema loftriffla og eftirlíkingar, en hérna getur það valið úr al- vöruvopnum og fær alveg æðis- lega mikið út úr því,“ segir Dwiggens. Skotmennirnir hafa að vonum minjagripi upp úr krafsinu. Það eru pappaskotmörk sem þeir eru búnir að gata vítt og breitt. Þarna er líka boðið upp á ljósmynda- þjónustu. Kúrekaföt og indjána- eru til reiðu fyrir myndatökur. Kvenfólkið velur sér yfirleitt litlar og nettar byssur, en karlarn- ir eru gjaman í Rambóleik og vilja fá í hendurnar stærstu byssur sem völ er á. Árangurinn af byssugleðinni má svo marka af því að gólf, loft og veggir í klúbbunum eru öll sundurskotin. Oft eru kúluförin ekki nema aðeins fáeina metra frá þeim stað þar sem fólkinu er Hvað ertu búin(n) að horfa lengi á þennan og aðra slíka á hvíta tjaldinu? Viltu byssufútt í eigin tilveru? Túrista- trekkeríið á Guam leysir vandann. ætlað að standa þegar það hleypir af. Slys em tíð. Með þeim vægari eru handarbrot sem eiga sér stað er vitlaust er haldið á öflugustu vopnunum. En starfsmenn klúbbanna kunna að greina frá mörgu voðaskotinu. Ymsir hafa gleymt sér í skotgleðinni og reyna að líkja eftir innbyggjurum hvíta tjaldsins með því að Iáta skamm- byssu snúast á einum fingri, og eru afleiðingarnar oftar en ekki hörmulegar. Og svo er alltaf einn og einn sem sér kjörinn vettvang fyrir sjálfsmorð í byssuklúbbun- um. HS 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.