Þjóðviljinn - 11.07.1987, Side 1
j Alþjóðahvalveiðiráðið
Ursögn enn á dagskrá
/
Meirihlutinn íráðinu brautgegn stofnskráþess, segirArni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri
Ursögn íslands úr Alþjóða
hvalveiðiráðinu er enn á dag-
skrá í sjávarútvegsráðuneytinu,
og ráðuneytið túlkar það ekki
sem brot á Hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna vegna þess
að Hvalveiðiráðið hefur að mati
ráðuneytisins brotið gegn eigin
stofnskrá með samþykkt sinni um
hvalveiðar íslendinga í vísinda-
skyni.
Þetta kom fram í samtali Pjóð-
viljans við Árna Kolbeinsson
ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, þegar hann svaraði
spurningum okkar um viðbrögð
ráðuneytisins við hótunum 20'
náttúruverndarsamtaka um refsi-
aðgerðir gegn hvalveiðum ís-
lendinga. Árni svaraði í fjarveru
sjávarútvegsráðherra og sagðist
því miður ekki hafa haft tækifæri
til að lesa bréf náttúruverndar-
samtakanna. Aðspurður um
hvort hann óttaðist ekki um fisk-
markaði íslendinga vegna þessa
máls sagði ráðuneytisstjórinn að
hugsanleg úrsögn íslands úr Al-
þjóða hvalveiðiráðinu hefði ekki
grundvallarþýðingu í því sam-
bandi.
Aðspurður um það hvort ríkis-
stjórnin óttaðist dóm Hvalveiði-
ráðsins eða vísindanefndar þess
um vísindalega þýðingu hval-
veiðanna sagði Árni: „Við höfum
aldrei verið því andvígir að vís-
indanefnd Hvalveiðiráðsins fjall-
aði um rannsóknaáætlanirokkar.
Það sem við gátum hins vegar
ekki sætt okkur við var sú
ákvörðun að leggja mat vísinda-
nefndarinnar undir atkvæða-
greiðslu hins pólitíska ráðs, eins
og gert var í þessu tilfelii. Við
teljum ekki að hið pólitíska ráð
geti eða eigi að leggja mat á vís-
indalegt gildi rannsókna, og allra
Síst að það verði gert með póli-
tískri atkvæðagreiðslu um vís-
indalegan ágreining innan nefnd-
arinnar eins og hér var gert. Það
stríðir meðal annars gegn 8. grein
stofnskrár Hvalveiðiráðsins, þar
sem veiðar í vísindaskyni eru
undanskildar öðrum samþykkt-
um ráðsins um skipulagningu
veiða.
-ólg
Alþýðublaðið
Matar-
skatturinn
slæmur
Kemur mest niður á
láglauna- og barnafjöl-
skyldum. Jón Baldvin:
Skiljanleg viðbrögð
- Matarskatturinn er vont
fyrirbaeri sem Alþýðublaðið
tekur afstöðu gegn. Biaðið tekur
undir þá gagnrýni að skattur
þessi kemur verst niður á lág-
launafjölskyldum og barn-
mörgum íjölskyldum og er ekki í
anda jafnaðarstefnunnar, segir í
leiðara Alþýðublaðsins í gær. Þá
leggst leiðarahöfundur einnig
gegn söluskatti á tölvur og segir
hann beinan neysluskatt.
- Þetta eru ósköp skiljanleg
viðbrögð. Það er alltaf hægt að
gagnrýna alla skattheimtu. Það
verður hins vegar að setja málin í
heildarsamhengi og það gerir
leiðarahöfundur Alþýðublaðsins
ekki, sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra um
skrif Alþýðublaðsins í gær.
- K.ÓI.
E r wPi
Landsmótið á Húsavík hófst formlega í gær og þá var m.a. keppt í línubeitingu. Sjá bls. 15.
Kjarsamningar
Viðræður hefjast fljótlega
Gunnar Friðriksson VSÍ: Viljum samninga útnœsta ár. Ásmundur
Stefánsson ASÍ: Viljum leiðrétta launamisvœgið áður en gengið verð-
ur til samninga til lengri tíma
Margt bendir til þess að samn-
ingaviðræður vinnuveitenda
og ASÍ um endurskoðun á launa-
liðum jólaföstusamninganna og
samninga fyrir næsta ár hefjist á
næstu vikum, þrátt fyrir
ágreining samningsaðila um þær
leiðir sem fara skuli í viðræðun-
um.
Fulltrúar vinnuveitenda hafa
lagt mikla áherslu á að skilyrði
fyrir því að hefja viðræður séu
þau að Alþýðusambandið sættist
á, að endurskoðun launaliða jól-
aföstusamninganna og samning-
ar fyrir árið 1988 verði gert í ein-
um pakka. „Við sjáum enga á-
stæðu til þess að gera samninga
fyrir nokkra mánuði í senn. Það
tekur því ekki,“ sagði Gunnar J.
Friðriksson formaður Vinnuveit-
endasambandsins.
„Það hefur skapast mikið mis-
vægi á milli launafólks í ASÍ og
annarra hópa launafólks á árinu
og þetta misvægi viljum við fá
leiðrétt áður en gengið er til
samninga fyrir árið 1988,“ sagði
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ. „Við lítum á endurskoðun
samninganna fyrir árið í ár og
samningagerð fyrir næsta ár sem
tvö aðskilin mál, “ sagði Ás-
mundur. Hann sagði að endur-
skoðun jólaföstsamninganna
væri í höndum sérsambandanna
og hann vildi ekki útiloka að ein-
hver þeirra vildu semja til lengri
tíma svo framarlega sem forsend-
ur fyrir árið 1988 lægju fyrir.
Grundvallarkrafa sambandanna
hlyti þó að vera kaupmáttartryg-
ging launa og viðunandi
kaupmáttur þeirra.
Aflabrögð
Stefnir
í metár
Heildaraflinn orðinn
tœp 900þúsund tonn.
A sama tíma ífyrra
varhann rúm 730
þúsund tonn
Það má búast við því að árið í
ár verði metár í aflabrögðum
og ennfremur að aflinn í ár sé sá
verðmætasti sem komið hefur
upp úr sjó hingað til, samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi
Islands um afla fyrstu sex mánuði
ársins. Þá var júní mjög góður og
varð aukning í afla í svo til öllum
landshlutum. Heildaraflinn
fyrstu sex mánuðina er orðinn
tæp 900 þúsund tonn, en á sama
tíma í fyrra var hann rúm 730
þúsund tonn. Þar munar mestu
um loðnuaflann sem er tæpum
150 þúsund tonnum meiri í ár en í
fyrra, 492.358 tonn á móti
345.222 tonnum í fyrra. Þorskur
er um 220.620 tonn á móti
213.619 tonnum í fyrra og annar
botnflskafli í ár er 164.168 tonn á
móti 151.378 í fyrra.
Sé litið á aflatölur í júnímánuði
í ár þá hefur þorskaflinn aukist úr
31.363 þúsund tonnum í fyrra í
39.485 þúsund tonn í ár. Ánnar
botnfiskafli jókst úr 21.292 tonn-
um í fyrra í 24.378 tonn í ár. Þá
hefur rækjaflinn aukist úr 2.344
tonnum í fyrra í 4.265 tonn í ár.
grh
Helgarveðrið
Bjart fyrir
norðan
Utlit er fyrir hægviðri um allt
landið um helgina. Hæg suð-
austan átt leikur um landið og
það þýðir að bjart verður norð-
anlands og austan og allt upp í
17-18 gráðu hiti. Lands-
mótsgestir verða því áfram í góða
skapinu.
Á Suður- og Suðurvesturlandi
verður skýjað veður en úrkomu-
laust að mestu og hitinn frá 10-14
gráður á celsíus. Af þessu er ljóst
að ekki kemur til með að væsa um
landann þessa helgi. - gsv.