Þjóðviljinn - 11.07.1987, Qupperneq 4
1EIÐARI
Afleitir stjómarskattar
Ríkisstjórnin hefur feril sinn á því að ákveða nýja
skatta, og við því er raunar ekkert að segja eftir stjórn
ríkisfjármála í höndum Þorsteins Pálssonar.
Það hefur hinsvegar vakið athygli að undir fjármál-
aforystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem er
fæddur í Alþýðuhúsinu á ísafirði, hafa ráðherrarnir
ellefu ekki fundið sér annan sjóð girnilegri en mat-
arpeninga heimilanna.
Matarskatturinn hefur mælst afar illa fyrir. Helstu
samtök launafólks hafa mótmælt harðlega og bent á
að matarskatturinn komi verst niður þar sem síst
skyidi, og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar
hljóta þessa dagana að sitja á rökstólum um það
hvernig þessari kjaraskerðingu skuli svarað.
Þeim hefur raunar gefist mikilsverður tími til þeirra
verka, því að í 73 daga stjórnarmyndunarþreifingum
flokkanna þriggja gleymdist að athuga hvernig skatt-
urinn skyldi lagður á. Þrátt fyrir allt skjalaflóðið láðist
skriffinnum stjórnarmyndunarmannanna, undir for-
ystu Jóns Sigurðssonar fyrrverandi yfirmanns á
Þjóðhagsstofnun, að taka með í reikninga sína hinn
eðlilega skriffinnskugang skattheimtukerfisins, og
almenningur getur því hamstrað sér matvöru út júl-
ímánuð.
Matarskatturinn virðist ásamt þungaskattinum á
bíla einskonar forspá um virðingu hinnar nýju ríkis-*
stjórnar fyrir kjörum alls almennings. Og á sama hátt
virðist tölvuskatturinn sýna afstöðu stjórnarinnar til
uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi.
Stjórnmálamennirnir Ragnar Arnalds og Albert
Guðmundsson bjóða af sér svo ólíkan pólitískan
þokka að þeir verða vart bornir saman. Þeir hafa þó
báðir í sæti fjármálaráðherra sýnt þá framsýni að
greiða fyrir tölvuöld á íslandi. Ragnar Arnalds felldi á
sínum tíma niður aðflutningsgjöld á tölvum, og Albert
Guðmundsson sló af þann söluskatt sem ríkisstjórn
Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks hefur nú ákveðið að taka upp aftur til að bæta
hag ríkissjóðs á kostnað framþróunar í atvinnulífi. Og
raunar verður einnig að líta á þennan söluskatt sem
toll af almennum neytendum, því eitt af séreinkenn-
um í upphafi íslenskrar upplýsingaaldar hefur verið
mjög útbreidd tölvueign einstaklinga.
Skýrslutæknifélagið hefur mótmælt tölvuskattin-
um, iðnrekendur hafa mótmælt tölvuskattinum, og
meira að segja Alþýðublaðið hefur risið gegn
eigendum sínum og bent á þversögnina milli fjár-
heimtu af tölvum og bókfestra yfirlýsinga stjórnarinn-
ar um að efla nýtækni.
Vitmenn um verslun og viðskipti segja um aðra
skatta stjórnarinnar, þá sem við fyrstu sýn beinast að
verkfræðistofum, auglýsingum, veitingahúsum,
lögfræðistofum og svo framvegis, að skattgreiðend-
um muni reynast einkar auðvelt að koma af sér
tollinum útí verðlagið.
Um þetta stendur í ályktun frá þingflokki Alþýðu-
bandalagsins og framkvæmdastjórn frá því á
fimmtudaginn að „í stað þess að sækja fjármggn til
Kveðja til
Ungmennafélögin halda landsmót sitt á Húsavík
þessa helgi, hið 19. í röðinni. Ungmennafélögin eiga
sér merka sögu, og þrátt fyrir allar samfélags -
:bireytingar halda þau enn ákveðinni félagslegri sér-
stöou með sitt „unga íslands merki“.
Landsmót UMFÍ er þannig ekki einasta merkur
íþróttaviðburður heldur fjölskyldusamkoma, hátíð,
stóreignamanna, stórfyrirtækja og Ijármagns-
eigenda, einsog Alþýðuflokkurinn boÓaÓi fyrir
kosningar, eru lagðar auknar byrðar á almenning
með neyslusköttum og hækkun vaxta.“ Það hafi
komið í Ijós að launafólki sé ætlað að greiða óráðsíu-
skuldir fyrri stjórnar, gróðastéttirnar sleppi sem fyrr.
Fyrstu aðgerðir nýgömlu stjórnarinnar eru afleitar.
Þar er farin sú gamalkunna aðferð að seilast í vasa
launafólks þegar vandi steðjar að, og þær lýsa einn-
ig daufingjalegu skilningsleysi um vaxtarmegn í
atvinnulífi og nauðsyn þess að hlynna að þeim nýju
sprotum sem orðið gætu burðarásar samfélagsins á
21. öldinni.
Dómur Félags íslenskra iðnrekenda um þetta
brambolt allt er síðan sá að skattahækkanirnar muni
að vísu færa ríkissjóði tekjur, - nema hvað? - en það
sé „ólíklegt að þær muni hafa mikil áhrif á viðskipta-
hallann", muni „fyrst og fremst valda aukinni verð-
bólgu og skerða samkeppnisstöðu atvinnulífsins",
að þær vinni gegn þeim markmiðum að örva hagvöxt
og framfarir í atvinnulífinu og bæta lífskjör.
Var þetta inntakið í fundaherferð Alþýðuflokksins
undir spurningunni „Hver á ísland?“?
Húsavíkur
þar sem starf og skemmtun fjöldans skipar ekki lægri
sess en árangur afreksmanna.
Þjóðviljinn sendir Landsmótsgestum öllum kveðju
sína, og ekki síst húsvískum gestgjöfum, sem nú
sýna enn einu sinni að Þingeyingum er ekkert um
megn.
-m
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, ,
Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, Ingunn Ásdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason,
RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrfmsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrtta- og prófarfcaioatur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlftstaiknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifatofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýaingaatjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Augiýaingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins-
dóttir.
Sfmvarala: Katrín Anna Lund, Sigrfður Kristjánsdóttir.
Húamóðir: Soffía Björgúlfsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelöslu-og afgrelðslustjórl: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðala, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasöiu: 55 kr.
Helgarblöð:60kr.
Áskriftarverð á mánuði: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. júlí 1987