Þjóðviljinn - 11.07.1987, Page 6
„Vísindaveiðar“
íslenskur fiskur og
ferðamannaþjónusta í bann
Miljónir manna standa á bak við náttúruverndarsamtökin 20,
sem hóta efnahagslegum refsiaðgerðum gegn hvalveiðum
Islendinga, segir Ole Lindquist, sem setið hefurfundi
Alþjóða hvalveiðiráðsins frá 1983
Gremja og reiði náttúruvernd-
arnna í garð íslenskra stjórnvalda
vegna hvalamálsins nú á suðup-
unkti, og það er Ijóst að þessi
samtök munu ekki láta það óár-
eitt að Islendingar hunsi sam-
þykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins,
sem samþykkt var með 3/4 hluta
atkvæða.
Petta sagði Ole Lindquist,
menntaskólakennari á Akureyri,
sem setið hefur fundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins sem áheyrnar-
fulltrúi fyrir International Ocean
Institute allt frá 1983. En stofnun
þessi hefur meðal annars beitt sér
mikið fyrir hafréttarmálum og
hefur aðalstöðvar sínar í Valettu
á Möltu.
Þjóðviljinn hitti Ole að máli í
gær í tilefni þess að 20 alþjóðleg
náttúruverndarsamtök hafa bor-
ið fram mjög alvarlegar ásakanir
á íslensku ríkisstjórnina og Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra, þar sem meðal annars
segir að íslenska ríkisstjórnin hafi
hótað að ganga gegn Hafréttar-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
virði samþykktir Alþjóða hval-
veiðiráðsins að vettugi. Samtökin
hóta nú refsiaðgerðum í garð ís-
lendinga á alþjóðavettvangi, og
við'spurðum Ole, hvort ástæða
væri til að taka þessar hótanir al-
varlega.
- Eg á innangengt meðal
margra af þessum náttúruvernd-
arsamtökum, þar sem sú vísind-
astofnun sem ég vinn fyrir hefur
náttúruverndarsjónarmið að
grundvallarreglu. Ég hef því
fylgst með tilurð þessa bréfs til
íslensku þjóðarinnar, og það er
ljóst að hafi menn ekki tekið að-
varanir erlendis frá alvarlega
hingað til, þá er nú komið í ein-
daga. Samtök vestanhafs, sem
hafa miljónir félagsmanna á bak
við sig, ætla nú á næstunni að
beita sér gegn neyslu á íslenskum
fiski. Þá munu samtökin einnig
kynna málið fyrir þingmönnum
og reka á eftir því innan
stjórnkerfisins að þarlend
stjórnvöld grípi til gagnaðgerða.
Samtök hér í Evrópu hafa sömu-
leiðis ákveðið aðgerðir gegn
neyslu á íslenskum fiski og ræða
nú í alvöru að skora á ferðamenn
að sniðganga ísland og þjónustu
Flugleiða. Flugleiðir og Ferðam-
álaráð auglýsa gjarna Island sem
hreint og ómengað land þar sem
menn lifi í friði við náttúruna, og
þessu telur þetta fólk sig ekki
geta kyngt lengur.
Hver eru helstu rök náttúru-
verndarsinna gegn hvalveiðum
íslendinga?
í fyrsta lagi segja þeir að á með-
an stofnarnir eru taldir í hættu og
óvissa ríki um ástand þeirra, þá
beri að virða þá stöðvun hval-
veiða, sem samþykkt var 1982 og
gekk í gildi haustið 1985.
í öðru lagi þá telja ekki bara
náttúruverndarsamtökin, heldur
einnig Alþjóða hvalveiðiráðið og
vísindanefnd þess, að vinna beri
úr því mikla magni líffræðilegra
sýna sem tekin hafa veríð til
þessa, áður en fleiri sýna er aflað.
í þriðja lagi þá telja vísinda-
menn að rök þau sem áframhald-
andi veiðar íslendinga hafa verið
réttlættar með, hafi verið afsönn-
uð, það er að segja að jöfn meðal-
veiði undanfarinna áratuga sanni
stöðugt eða jafnvel gott ástand
stofnanna. Þessi mælikvarði, sem
mældur hefur verið með afkasta-
getu á s'óknareiningu, er ekki
AFMÆLI
Verkfræðingar
Tæknifræðingar
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa
rafmagnsverkfræðing eöa tæknifræöing til starfa
við áætlanagerð viö raforkuvirki. Kunnátta í
Fortran-forritun æskileg.
Boöið er upp á góöa vinnuaðstöðu og m.a. að-
gang að stóru tölvukerfi, sem nota má við áætl-
anagerð.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma
686222.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Frá Borgarskipulagi
Skipulagssýning
Ole Lindquist: „Náttúruverndar-
samtökin eru ekki á móti rann-
sóknum á hvölum, þau eru á móti
veiðum sem ekki verða réttlættar
með vísindalegum rökum."
lengur tekinn gildur af vísinda-
mönnum. Ástæðan fyrir því er
einfaldlega sú að hvalir eru fé-
lagslynd dýr og halda sig í hóp-
um. Hvalveiðibátarnir sækja
alltaf á bestu veiðisvæðin inn í
miðjan hvalahópinn, og fá því
alltaf jafnaðarveiði án tillits til
stofnstærðar. Mælikvarðinn um
afkastagetu á sóknareiningu segir
einfaldlega ekki til sín fyrr en
stofninn er búinn.
íslensku „vísindaveiðamar"
eru stundaðar nákvæmlega með
sama hætti og hefðbundnu
veiðarnar með þeim rökum að
fylgjast þurfi með breytingum á
afkastagetunni, en það er nú vís-
indalega sannað að slík vinnu-
brögð em markleysa.
í fjórða lagi þá gera veiðar ís-
lendinga það að verkum að sú út-
tekt, sem Alþjóða hvalveiðiráðið
samþykkti 1982 að hefja skyldi á
tímabilinu 1985-90, verður ó-
framkvæmanleg, þar sem áfram-
haldandi veiðar breyta stöðugt
forsendum þeirrar úttektar. Það
er því reginmisskilningur, sem
sjávarútvegsráðherra hefur hald-
ið fram, að vísindanefnd Alþjóða
hvalveiðiráðsins og náttúru-
verndarsamtökin í heiminum séu
á móti rannsóknum á hvölum.
Þau em hins vegar á móti
veiðum, sem ekki verða réttlætt-
ar með vísindalegum rökum.
—úlg
byggingarþjónustunni Hallveigarstíg 1 stendur
Wvf^ning á Aða|skipulagi Reykjavíkur 1984-
2004 asamt ymsum öðrum skipulagsverkefnum
byningin er opin alla virka daga kl. 10.00-18 00
A Pnðjudögum milli kl. 16.00 og 18.00 verður
starfsmaður fra Borgarskipulagi á staðnum oq
ág^^^ ^rirsburnum- Sýningin verður opin til 5.
Einnig eru veittar upplýsingar um aðalskipulagið
á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 (3ju
hæð) frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga.
HEYRNARLAUSRA
Sumarhappdrætti
heyrnarlausra 1987
Dregið var í happdrættinu þann 1. júlí 1987. Vinn-
ingsnúmer eru þessi:
1. 7.689 5. 7.336
2. 9.602 6. 2.620
3. 2.988 7. 9.666
4. 10.355 8. 12.731
Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins að Klapp-
arstíg 28, kl. 9-12 alla virka daga, sími 13560.
Félagið þakkar veittan stuðning.
Félag heyrnarlausra
Hákon Bjamason
Fyrrum skógræktarstjóri áttrœður
Aðalbrautryðjandi í skógrækt
á íslandi, Hákon Bjarnason
fyrrum skógræktarstjóri, verður
áttræður á morgun, mánudaginn
13. júlí. Þetta er stutt afmælis-
kveðja til hins erna öldungs, sem
af lífi og sál fylgist með framvindu
sinnar miklu hugsjónar, að gefa
þessu nakta landi eitthvað af
sinni fyrri ásýnd og ekki síður
nýja og enn tilkomumeiri. Ævi-
atriði hans og starfsferill verður
ekki rakið að þessu sinni. Það
hefir áður verið gert í þessu blaði
á merkisdögum í ævi hans. Held-
ur skal það aðeins rifjað upp, sem
ég trúi Iengst muni minnst af
verkum hans: Að opna augu fs-
lendinga fyrir því, hvernig þeir
hafa farið með gróðurinn í landi
sínu og óþreytandi elja hans við
að auðga gróðurríki íslands,
einkanlega með tugum trjáteg-
unda, en einnig fjölmörgum teg-
undum jurta. Þar er ekki síst að
minnast þess, sem stundum vill
gleymast, að hann tók heim með
sér frá Alaska haustið 1945 Al-
askalúpínuna, sem einmitt þessar
vikur breiðir fagurbláan feld yfir
marga skriðu og margan mel,
sem ginu við sljóum augum fs-
lendinga. í frásögu af Alaskaför-
inni 1945 - sem verður að teljast
með merkustu könnunarferðum
íslendinga á fjarlægar slóðir - er
ein klausa, sem í látleysi sínu er
mér minnisstæðari en flestar, sem
Hákon hefir skrifað:
„En auk þessa tók ég bæði ræt-
ur og fræ af ýmsum plöntum, sem
uxu á þessum slóðum og mér virt-
ist, að fengur myndi í að flytja
hingað til lands. Einkum leist
mér vel á lúpínur, sem uxu eftir
endilangri ströndinni meðfram
skógarjaðrinum. Geti sú jurt vax-
ið af sjálfsdáðum hér á landi og
breiðst út, er áreiðanlega mikill
hagur að því, þar sem lúpínur
bæta allan jarðveg, sem þær vaxa
í.“
Þegar við lítum nú, 45 árum
síðar, á hið undraverða landnám
Alaskalúpínunnar á fslandi - sem
er þó líklega aðeins upphaf að
margfalt stærra landnámi hennar
- er ljóst, að spámaður hélt þarna
á penna.
Þá er ég einmitt búinn að nefna
einn stórbrotnasta eiginleika Há-
konar: Innsæið, hæfileika hans til
þess að senda ljósgeisla langt inn í
myrkur vanþekkingar, vantrúar
og vanahugsunar. Þannig dustaði
hann margsinnis landa sína til,
svo að þeir urðu ókvæða við, en
urðu síðar að ljúka upp augum.
Á þessum merkisdegi á langri
ævi getur hinn aldni brautryðj-
andi og baráttujaxl horft með
ærinni velþóknun yfir langan veg.
Svo er að sjá, að mikill hluti þjóð-
arinnar hafi tekið trúna á það
fagnaðarerindi, sem hann boð-
aði. Og þegar má hann líta yfir
margan fagran skógarteig, sem
vaxinn er upp á hrjósturmó. Ég
efast um að margir jafnaldrar
hans eigi fegurri sýn yfir farinn
veg.
Skógræktarmenn og landvernd-
armenn á íslandi hugsa til Há-
konar Bjarnasonar á þessum
merkisdegi hans.
Við höfum átt samleið í hálfan
fjórða áratug og ég þakka honum
samfylgd og leiðsögu og óska
honum góðra daga. Guðrúnu og
börnum þeirra óska ég til ham-
ingju með afmælisbarnið og flyt
þeim öllum bestu óskir mínar og
fjölskyldu minnar.
Sigurður Blöndal