Þjóðviljinn - 11.07.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Page 8
Strengjaleikhúsið í Hlaðvarpanum Handrit, leikmynd: Messíana Tómas- dóttir Tónlist: Patrick Kosk Leikstjórn: Messíana Tómasdóttir & Patrick Kosk Lýsing: Ágúst Pétursson Leikarar: Asa Svavarsdóttir, Þór Tul- iníus Flautuleikari: Kolbeinn Bjarnason Ljósamaður: Patrick Drake Förðun: Guðrún Þorvarðardóttir Smíðar: Pétur Knútsson Það er með „nýjungaleikhús- ið“ dálítið einsog nútímaljóðið ón'maða. Þetta verður erfiðara og erfiðara með árunum. Ekkert er í sjálfu sér meiri þraut en standardíseraður frumleiki, svona þegar til lengdarinnar lætur. En báðar þessar andstæðu kröfur eru vissulega gerðar til „nýjungaleikhússins“. Það er líka með tímanum orðið nokkuð formfast engu síðuren nútíma- ljóðið sem einnig var formbylting á sínum tíma. Eitthvað þessulíkt kemur manni í hug undireins gagnvart leikmyndinni sem bíður í Hlað- varpanum þegar inn er komið. Þar eru hvítmálaðar stoðir, dá- lítið einsog súlnagöng eilífðarinn- ar, kertastjakar og slæður, spegl- ar og nokkurskonar turn handa persónunum og fara inní og koma myndhöggvari, heldur eru teikningar hans og málverk ekki síður merkileg. Snilli Einars birt- ist meðal annars í fullkomnum trúnaði hans við listina. Einar trúði því statt og stöðugt að listin væri númer eitt í veröldinni og stýrði öllu öðru, og sjálfum sér samkvæmur tók hann aldrei tillit til annars en að vera listinni trúr í verkum sínum. Það er í mínum augum merki um sannan lista- mann að hann geri aldrei annað en nákvæmlega það sem vilji hans segir til um og án tillits til alls annars. - Annað sem gerir myndir Ein- ars merkilegar er hvernig hann lætur formið, plastíkina, þjóna hugmyndinni. Hjá honum er meiningin aðalatriði, hvort sem hún er trúarlegs eða pólitísks eðl- is. í verkum hans er Ijósið eða Kristur grundvallaratriði, en það birtist alltaf á grunni myrkursins, fortíðarinnar og sögunnar, þar sem djöflar, forynjur og tröll leika lausum hala. Þá er tíma- hugsunin í verkum hans afar at- hyglisverð, eins og kemur til dæmis fram í verkinu „Alda ald- anna“. Við sjáum það hvergi bet- ur en hjá Einari, að konseptið eða hugmyndin hefur alltaf verið til í allri stórri list. - Hvenær fórst þú fyrst að læra myndlist? - Það var þegar ég var 13 ára í Myndlistarskólanum hjá þeim Lúðvíg Guðmundssyni og Kurt Zier á Grundarstígnum. Annars var það Kjartan Guðjónsson sem kenndi mér, þá nýkominn frá París. Hann lét okkur teikna hauskúpur og bein, og ég man S/ö spegilmyndir aftur útúr sem nýjar og gjör- breyttar persónur. Það veit mað- ur strax því þetta er gömul og virðuleg nýjung. Svo kemur tónlistin með tíma- skyn af lífvana plánetu einhver- staðar langt útí tóminu því allir hlutir verða að gerast fjarskalega hægt (tilað áhorfandanum gefist ráðrúm að skilja þetta nýja). . Persónurnar í þessu leikformi mega helst ekkert heita nema Hann, Hún og Það. Efnisþráður- inn þarf að vera bæði víðtækur og almennur, rúma alt og alla líktog símaskráin gerir með öðrum hætti að vísu. Því raunverulega stöndum við hér frammifyrir hugleiðingu leikhússins um sjálfs sín eðli. Thalía skoðar sig í spegli, hæg- lát og virðuleg, stundum kanski ögn tilgerðarleg jafnvel. Það er alveg sérstök reynsla að horfa á svona leikhús. Venjulegu fólki á að geta fundist gaman að fá að horfa yfir öxlina á leiklista- gyðjunni þegar hún er ein að spegla sig, aukþess sem atriðin verða strax að mjög almennum táknum sem hverjum og einum leyfist að láta vekja með sér þær hugsanir sem helst leita framí sinnið. Óþarfi líka að ræða þær neitt frekar. Þá er leikhúsið eiginlega stigið inní persónulegan heim og sjálfsævisögu hvers áhorfanda fyrir sig. Leikhúsfólki ættu slíkar sýn- ingar að geta orðið gagnlegar eða stundum jafnvel nauðsynlegar vegna hugmynda sem þar birtast í hreinu formi og margoft nýtast síðarmeir í öðru samhengi. Enda hefur maður oft séð þvílíkt ger- ast. Ég fæ ekki betur séð en mánuð- irnir í Finnlandi og gönguferðirn- ar við sjóinn hafi nýst Messíönu alveg mætavel, en þar segist hún hafa unnið Sjö spegilmyndir. Verkið er fjarska einlægt og þættir leikhússins renna þar sam- an í heild, nema hvað töluðum texta er gefið frí. Það undirstrikar hreinræktunina útaffyrir sig enn betur. Því mannsröddin er þó ekki fjarverandi með öllu. Um tónlistina kann ég ekki að dæma nema hvað mér virtist hún á köflum orka mjög sterkt (í nánu samstarfi við leikara og leikmuni). Og gaman þótti mér að sjá og heyra Kolbein Bjarna- son, sem orðinn er nokkurskonar fastráðinn Pan í reykvísku leikhúsi, birtast nú í gervi og stíga skrefið alveg inní leikinn. Það var ný nýjung. Um leikara í svonalöguðu verki er blessunarlega ógerlegt að dæma því vitaskuld á þar alt að vera á nýjum grunni og ósambærilegt við fyrri reynslu. Mér virðist að báðir þessir ungu leikarar hafi gert mætavel það- sem af þeim var krafist. Hitt er svo annað mál að markvísari leik- stjórn hefði mörgu getað breytt. Eins má líka fara að gera sér verkið í hugarlund með þjálfuð- um dönsurum og akrópötum sem réðu við hnitmiðaðri og voldugri hreyfingar en þau tvö gerðu. En það væri nú annar sálmur. Enda raunar engin þörf að kvarta því hér er komin á fjalir sýning sem vissulega er þörf og lærdómsrík. Nýjung hennar kan- ski sú einna nýjust hvernig grím- ukonan skjannahvíta (nunnan? eða dauðinn?) kemur inní þetta. Það var sterkt atriði með alveg beinni áorkun. Enda hefur Mess- íana fyr gert sterka hluti með grímur í annarskonar leikhúsi. Þar er hennar svið augljóslega. Leikhúsfólk ætti skilyrðislaust að gá að því hvort ekki sé þarna að finna hugmyndir og tilþrif sem frískað gætu uppá starfsandann. Fólk með áhuga á listinni og dá- lítið hugmyndaflug getur líka vel skroppið í Hlaðvarpann tilað eiga þar góða stund með sjálfu sér og þeim hugmyndum sem þekkileg, frjáls og ljúf sýning hlýtur að vekja með þeim. Ófrávíkjanlega. Ég þakka bara fyrir mig. Þorgeir Þorgeirsson Lj ós vakamiðlarnir Hærri laun hjá ríkinu Ríkissjónvarpið greiðir betur fyrir þýðingar á erlendu efni yfir á íslensku heldur en Stöð tvö. Einsdæmiaðlaunséuhærrihjáríkinuenhjáeinkafyrirtæki. Er þetta menningarstefna Stöðvarinnar? Umræöan umfjölmiölana stendur enn sem hæst og landinn berst hatrammri bar- áttu við að innbyrða allar stöðvarnar sem á boðstólum eru. Eittaðalumræðuefniðer magn og gæði íslensks efnis, hvort sem það er í útvarpi eða sjónvarpi, en þó eru háværari kröfur um þetta hvað sjónvarp varðar. Menn virðast hafa sljóvgast meira gagnvart allri þeirri erlendu dægurtónlist sem tröllríður bylgjunum, stjörnunum og rásunum. En aftur um sjónvörpin. Is- lenskt efni er í miklum minni- hluta og unnið íslenskt efni, vandaðir þættir um þjóðlífið láta í minni pokann fyrir spurninga- leikjum og umræðuþáttum þar sem þátttakendur sitja á stólum og myndavélin stendur kjur. Nauðsynlegt er þó talið að er- lent efni sem inn á heimili vor berst, sé fært yfir á hið ástkæra ylhýra og því birtist textinn á skjánum í hvert sinn sem einhver erlend stórstjarnan opnar munn- inn. Ríkissjónvarpið gerir þetta reyndar skammlaust, það er, að láta þýða allt erlent efni á sæmi- lega íslensku og það sem meira er, Ríkissjónvarpið borgar meira að segja sæmilega fyrir. Það er þetta með að ríkið eigi að styrkja menninguna og tunguna og allt það. En á Stöð 2 virðist þetta atriði ekki eins mikilvægt, að minnsta kosti ekki ef litið er til þess að frá upphafi Stöðvarinnar hafa for- ráðamenn hennar greitt þýðend- um lægri laun heldur en ríkisfjöl- miðillinn. Mun það vera eins- dæmi í sögunni að einkafyrirtæki borgi ver en ríkið. Eins og alþjóð hefur grun um hefur Stöðin yfirborgað starfs- fólk sitt, sem sést best á því að stór hluti fyrrverandi starfs- manna Ríkissjónvarpsins er kominn yfir á Stöðina. Varla er það vegna þess að þeir fái svona miklu fjölbreyttari tækifæri í inn- lendri dagskrárgerð, við hin höf- um að minnsta kosti ekki séð það enn. Þannig að það hljóta að vera launin. Sem kemur reyndar á daginn þegar spurt er, þó enginn fáist til að gefa upp launamis- muninn í tölum. En það er þetta með þýðend- urna. Ér hægt að ætlast til að þeir vandi vinnu sína og færi okkur upp í hendurnar fallega vandaða íslenska texta á skjánum þegar þeir fá allt að 30% lægri laun en kollegar þeirra hjá ríkinu? Þeir hafa nú aldrei þótt flá feitan gölt sem vinna hjá ríkinu. Forsvarsmaður stöðvarinnar í launamálum Ragnar Guðmunds- son hjá Myndveri segir þennan mismun byggjast á því að hjá Ríkissjónvarpinu fylgi þýðendur texta sínum eftir alla leið í gegn- um útsendingu, en á Stöð tvö skili þýðendur texta sínum til tækni- manna þegar þýðingarvinnunni sé lokið. Þannig geti þýðendur einbeitt sér að þýðingum ein- göngu og þurfi ekki að láta trufl- ast af aukastörfum, svo og að þeir fái þau laun sem þeir eiga skilið. Meinið er bara að þessi auka- störf eru greidd sérstaklega hjá Ríkissjónvarpinu. Þegar þýðandi þar fær rúmar þrettán krónur fyrir hvern texta sem birtist á skjánum fær þýðandi á Stöð 2 rúmar tíu, og stutt er síðan þessi greiðsla hækkaði úr sjö krónum. Ríkissjónvarpsþýðandinn eykur síðan tekjur sínar með því að fylgja textanum eftir gegnum út- sendingu en þýðandinn á Stöð 2 hefur ekkert tækifæri til þess. Þeir segja á Stöðinni að þetta standi til bóta, samningar séu í gangi og leiðréttingar að vænta innan skamms. En það breytir samt sem áður ekki fortíðinni. Jón Óttar Ragnarsson segist ekkert hafa með launagreiðslur og samninga að gera. Stefna hans sé dagskrá í háum gæðaflokki og eigi það líka við um efni á ís- lensku. En einhvern veginn skýtur þama skökku við í sam- ræmingunni og erfitt er að kom- ast hjá því að spyrja hvert sé hið raunverulega menningarlega við- horf Stöðvarinnar gagnvart ís- lenskun á erlendu efni. - ing Bœkur Gægjugat — Tunglið heitir nýtt útgáfu- og menningarfélag sem stofnað var í byrjun júlí. Hefur það þegar gef- ið út eina bók, GÆGJUGAT eftir Gunnar Hersvein. Gægjugat er ljóðabók og inni- heldur 21 ljóð. Er þetta fyrsta bók höfundar en ljóð eftir hann hafa birst í ýmsum tímaritum. Gunnar Hersveinn er Reykvík- ingur, fæddur 1960. Á næstunni eru væntanlegar tvær bækur frá Tunglinu, önnur ný Ijóðabók eftir Jón Egil Bergþórsson en hin eftir ókunnan höfund. Gægjugat er til sýnis og sölu í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókabúð Máls og menn- ingar. Við látum hér fylgja eitt ljóð úr ljóðabókinni Gægjugati. Einbeiting Með tær við hæl lárétta handleggi og augun einsog svifandi hnetti við augnatóftirnar teta ég mig áfram loftlínuna. alltaf hvað ég öfundaði Árna Elfar af teíkningunum hans, hann var bestur af okkur öllum. - En þú fórst semsagt ekki i myndlistarnám, heldur í vélsmíði í Iðnskólanum. Hvenær byrjaðir þú að vinna að myndlist í alvöru? - Ég stofnaði heimili og fjöl- skyldu eftir Iðnskólann og var með fyrirtæki og lifði að nokkru leyti á hönnun eða design. En ég vann alltaf að gerð myndverka meðfram vinnunni. I hjónaband- inu eignaðist ég tvær yndislegar dætur, en fjölskyldulífiö varð mér brátt kvöð. Fyrsta mynd- verkið sem ég gerði í fullri alvöru heitir „Svo er margt sinnið sem skinnið“ og það var Rannsókna- stofa Háskólans að Keldum sem keypti það og það er nú vel geymt í bókasafninu þar. Ég hafði áður sýnt með FÍM í gamla Lista- mannaskálanum 1951 og 1953, en svo varð hlé á þar til við stofnuð- um SÚM og héldum fyrstu SÚM- sýninguna 1965. Það var með þeim Hreini Friðfinnssyni, Sig- urjóni Jóhannssyni og Hauki Dór. - Hvað var SÚM? - SÚM var ekki annað en fé- lagsskapur manna sem gerði það sem brjóstið bauð þeim. Á þess- um tíma var ekki annað að sjá hér á landi en útkjálkasýningar á ab- straktlist. Við fluttum heimslist- ina til íslands, sýndum hér verk eftir Josep Boys, Richard Ham- ilton, Dieter Roth og fleiri heimsþekkta listamenn. Ég er þeirrar skoðunar að SÚM- tímabilið hafi verið eitthvert merkilegasta tímaskeiðið í ís- lenskri myndlist. Listin hafði allt í einu fengið meiningu og hlut- verk, var ekki bara til sjálfrar sín vegna. -Hverjir voru það sem einkum höfðu mótandi áhrif á þig á þess- um tíma? - Dieter Roth hafði mikil áhrif á mig á þessum tima, og hann hafði reyndar mikil áhrif á ís- lenska myndlist í heild sinni. Hann kom hingað til lands með nýja strauma. Svo má einnig nefna skúlptúrista eins og Tingu- ely, sem gerði hreyfanlega skúl- ptúra og vélar sem eyðilögðu sjálfar sig. Áhugi minn vaknaði snemma á því að líta á myndli- stina sem kennslutæki, ekki þannig að hún ætti að mata áhorf- andann, heldur að hún ætti að hjálpa honum til að uppgötva nýjan sannleika með því að taka sjálfur þátt í mótun listaverksins. Ég fór til London 1965 og fór þar á kúrs sem postgraduate nemandi. Þar gerði ég verk sem var með 9600 götum og um 400 mismunandi elementum sem hægt var að raða upp í götin með óendanlegum tilbrigðum. Ég seldi þetta verk úti og ætlaðist til þess að eigandinn gerði myndina eftir sínu höfði. - Á þessum tíma höfðu myndir þínar ekki það árásargjarna yfir- bragð, sem síðar varð með vélum og hnífum, sem frægt er orðið. Hvað olli þessari breytingu? - Á þessum tíma geisaði Víetn- amstríðið á fullu, og það fékk mig tii að fara að hugsa um hnífa, vopn og sjálfvirkar vélar. Ég hélt síðan mjög aggresífa sýningu 1968, þar sem meðal annars voru vélar, sem gátu framleitt mikinn hávaða. Agressjónin í myndum mínum var bein viðbrögð við þeim agressífa heimi sem ég hef búið í. Ég reyndi að koma ógn- inni, sem við búum við, inn í verk mín. Ég bjó meðal annars til verk sem hét sjálfvirk vélbyssa, og átti það rætur að rekja til þess að Bandaríkjamenn höfðu plantað slíkum tólum allt í kringum flug- völlinn í Danang í Víetnam. Þetta voru vélar sem miðuðu beint út í frumskóginn í kring, og ef þær urðu varar við hitageislun frá lif- andi verum, þá fóru þær sjálf- krafa í gang. Ég er pólitískur listamaður og fyrirbæri sem þessi höfðu áhrif á list mína. Ég læt mig til dæmis skipta ef þeir ætla að fara að eyðileggja ósonlagið, eða fikta við sólina. Ég skipti mér hins vegar ekki af því hverjir eru valdir í bæjarstjórn á Sauðár- króki ef því er að skipta. - Hefur menntun þín sem vél- virki ekki skipt máli fyrir þróun þína sem listamaður? -Jú. Ég er menntaðurvélvirki, og ég hef smíðað vélar sem hafa fúnksjón. Allar „framfarir“ í vélsmíði koma fyrst fram í víg- búnaði, þar eru hugvitsmennirnir notaðir af stjórnmálamönnun- um. Mikið af mínum skúlptúrum eru lfka vélar og fjalla um sam- band manns og vélar. I kringum 1970 gerði ég meira að segja verk sem ég kallaði „EGO“ og fjallar um það hvenær vélin sjálf fari að vernda sig gagnvart manninum. Þetta er svört mynd með glerkúlu í miðju, sem hefur að geyma rauðan vökva. Út frá henni ganga armar sem eru allir settir hvössum hnífum. Þetta er ein- hvers konar vél, sem verndar líf- svökvann gagnvart manninum. Það var Ragnar í Smára sem keypti þetta verk af mér. En þess- ar myndir féllu í misjafnan jarð- veg. Sumir kölluðu þetta við- bjóð, og það var allt í lagi. Þar erum við komin inn á þetta pe- dagógíska í listinni. - Þegar þú ert að mótast sem myndlistarmaður var ab- straktlistin nánast einráð hér á landi. Hafði hún ekki áhrif á þig, gerðir þú ekki líka abstraktverk? -Nei, mér fannst abstraktlistin alltaf vera einhvers konar sjálfs- fróun. Þessi abstraktexpressíón- ismi, sem var allsráðandi á SÚM- árunum, höfðaði aldrei til mín. Mér finnst að öll list eigi að segja eitthvað, og ég fann ekki að það kæmi mér við hvað menn væru að bauka þegar þeir sjá ekkert út- fyrir sjálfa sig. Nei, abstraktlistin er einhver mesta spilling sem komið hefur inn í listina. - Mörgum er minnisstæð myndin af hjartanu, sem þú gerð- ir úr gömlum bilapörtum, stuður- um og púströrum. Og hávaðan- um sem það framleiddi og gat fengið menn til að fá fyrir hjart- að... - Já, þessi mynd varð til upp úr því ógeði sem ég fékk á hjarta- flutningum Barnards læknis í S- Afríku. Mér fannst það vera mis- notkun á hugviti mannsins. Ég vil ekki láta setja hjarta úr lélegum listamanni í góðan listamann. Það stríðir gegn öllu mannlegu. í stað þess að nota hugvitið til þess að fyrirbyggja sjúkdóma er það notað til þess að afskræma mann- eskjuna. - Mér finnst koma fram viss tvíræðni í mörgum verka þinna, þau eru hvöss og bita frá sér, en útkoman er oft undir áhorfand- anum sjálfum komin. Til dæmis hvernig túlka á þetta öskrandi hjarta... - Ég held ekki að það sé mikil tvíræðni í mínum myndum, þær eru hreinar og beinar. En ég vil að áhorfandinn búi til sína sögu, sína mynd, og það er kannski tví- ræðnin sem þú átt við. Tökum til dæmis verkið „Leikur fyrir tvo stjórnmálamenn, annan örvhent- an og hinn rétthentan". Hér er auðvitað átt við hægriöflin og vin- striöflin. Þeir standa hvor and- spænis öðrum á kringlunni svo þétt að þeir verða nánast að halda hvor utan um annan með hníf í hendi. Og ef annar fellur, þá fell- ur hinn, því þeir eru nánast fastir saman. Þetta ereiginlega ofljóst- ...en tvíræðnin felst þá í því að áhorfandinn gangi inn í listaverk- ið og upplifi þessa óhjákvæmi- legu nánd við óvininn á sjálfum - Á tímabili varst þú mjög upptekinn af hreinni konseptlist og minimalisma og gerðir nokkur verk í þeiin anda, sem ckki eru á þessari sýningu... - Já, árið 1975 gerði ég eins lítið og hægt var, það var eins konar hvíldarár fyrir mig, en ég hugsaði þeim mun meira. En ég hafði þá þegar unnið í konseptú- alisma og minimalisma í mörg ár samhliða hnífamyndunum. Það er konsept - hugmynd - í öllum mínum verkum, en þarna var ég að hreinrækta hugmyndina. Til dæmis verk eins og Sellophony, sem er hreint konseptverk. Það byggist á því að áhorfandinn á að hlusta á skrjáfrið í sellófanblaði deyja út. Það byggist á þvf að þagnirnar verða stöðugt lengri og lengri og í einbeitninni ferðu að heyra alls konar önnur hljóð í umhverfinu sem þú hefðir ekki tekið eftir að öðrum kosti. Það gengur ákveðinn þráður í gegn- um öll mín verk og þetta verk er ekki frábrugðið að því leyti að það byggir á þátttöku og ein- beitni áhorfandans. - En síðan gerðir þú verk sem tengjast sólinni og umhverfinu í mun víðara skilningi en áður, eins og til dæmis í verkinu „Að gera sólina bjartari", sem þú lýsir á þessari sýningu. Ert þú sóldýrk- andi? - Já, sjáðu tii, við lifum á einni lítilli jörð af þúsundum eða milljónum í veröldinni og við höf- um eina sól af þúsundum sóla, og þessi eina sól gefur okkur allt sem við þurfum. Ég hef alltaf verið upptekinn af orkunni og það gengur í gegnum öll mín verk, hnífamyndirnar líka. Á þessari sýningu sýni ég heimildir um verkið „Að gera sólina bjartari", sem ég vann úti í Flatey 1974. í þessu verki, sem er jafnframt eins konar hylling til sólarinnar, er ég að reyna að færa mig út úr gufu- hvolfinu og leysa upp skúlptúrinn sem slíkan, gera myndverk sem hefur óræða stærð þar sem bæði rýmið og maðurinn eru hlutar af verkinu. Það var á Jónsmessu 1974 að ég setti upp 4 spegla í Flatey, sem endurvörpuðu ljós- inu til sólarinnar á ákveðnum tíma. Ég mældi út nákvæma hnattstöðu og síðan þann hluta af yfirborði jarðar sem hlaut aukna birtu frá hverjum spegli. Myndin Sólvagninn, sem einnig er á þess- ari sýningu, er líka mónúmental- verk fyrir sólina. - I þessum verkum þínum er umhverfið og rýmið orðið hluti af listaverkinu. Hvernig ber að skilja þessi verk? - Umhverfisverkin eru unnin út frá sömu grundvallarhugmynd og skúlptúrarnir, í þessu tilfelli nota ég bara rýmið í stað áþreifanlegs skúlptúrs til þess að tjá ákveðna hugmynd. Þetta er tilraun til þess að útvíkka mögu- leika skúlptúrsins. Á sínum tíma stofnuðum við Rúrí ásamt með dönskum listamanni samtök sem heita „Experimental Environ- ment“. Við héldum okkar fyrstu sýningu á Kjarvalsstöðum og síð- an hafa fjölmargar fylgt í kjölfar- ið, einkum erlendis. Til dæmis voru speglarnir sem ég steypti niður í gangstéttar víðsvegar um Kaupmannahöfn liður í slíkri um- hveiifistilraun. Þessir speglar, sem eru enn greyptir niður í gangstéttir víða um borgina, eiga að þjóna því hlutverki að álútir borgarbúar geti séð himininn þegar þeir ganga um götur borg- arinnar. Önnur slík tilraun á vegum Ex- perimental Environment var gerð úti í eyju í finnska skerjagarðinum í maí 1985. Hóp- ur norrænna listamanna kom þá saman þar úti í eins konar hópefli og vann óundirbúin verk. Þar upplifði ég söguna um uppruna íslendinga, sem einnig er sagt frá á sýningunni í Norræna húsinu: ég fann að ég hafði haft viðdvöl á þessari eyju á ferð minni frá Mongólíu til íslands fyrir mörg- hundruð árum. Saga af uppruna íslendinga Eins og þú veist eru til hug- myndir um að fslendingar séu upprunnir frá Mongólíu. Og ég hef uppgötvað sögu þeirra þjóð- flutninga sem er á þessa leið: Fyrir mörgum öldum bjó voldug- ur herkonungur, segjum að það hafi verið Alexander mikli, mið- svæðis í hinum þekkta heimi. Hann sendi úrvalslið sinna vösk- ustu hermanna ásamt með nokkrum konum, skrifurum og öðru fylgdarliði í könnunar- leiðangra í 4 höfuðáttir til þess að vinna ný og áður óþekkt lönd. Þeir sem fóru í austur gengu stöðugt í átt til rísandi sólar, þar til þeir komu á gresjur Mongólíu, þar sem þeir gleymdu sér í góðum viðurgjörningi. Skrifararnir sem fylgt höfðu flokknum áttu að skrásetja það sem fyrir bar, kon- ungnum til upplýsingar. Þegar menn nokkrum öldum síðar tóku að rýna í hin gleymdu blöð skrif- aranna komst þetta fólk að því að það átti sér annað föðurland í vestri, og það ákvað því að taka saman föggur sínar og halda til baka til vesturs í átt til hnígandi sólar. Við héldum í sólarátt svo dögum og árum skipti, ýmist gangandi, ríðandi eða siglandi á skipum. Við uxum að reynslu og þrótti á leið okkar og skráðum niður allt sem á daga okkar dreif. Ég minnist endalausra furu- skóga, fjalla og fallvatna, vatna, eyja, og sjávarsunda, þar til við loksins komum að opnu úthafi. Við smíðuðum stór farskip og sigldum vestur í sólsetursátt. Flest okkar höfnuðu á eyju úti í miðju úthafinu, en sumir héldu enn áfram í átt til hnígandi sól- ar... Þar sem ég upplifði þátttöku mína í þessum leiðangri svo sterkt úti í eyjunni Bockholm í finnska skerjagarðinum hjó ég mynd af sólarskipi á granítstein í flæðarmálinu.. .sólarskipið felur í sér fyrirheit um ónumið land, og ég hef það líka á þessari sýningu í Norræna húsinu, unnið í stál. En til staðfestingar á sannleiks- gildi þessarar sögu hef ég fundið út að fornum mongólskum vefn- aði svipar mjög til þess íslenska, að mongólar kunnu að gera hrossabresti sem eru nákvæm- lega eins og þeir íslensku og að ekkert hrossakyn í veröldinni á sér sambærilega blóðflokka við íslenska hestakynið nema mong- ólsku gresjuhestarnir... Ef við viljum upplifa og skilja tortímingarhvöt mannsins í taumlausri dýrkun hans á tækn- inni, upplifa samspil manns og sólar, orku og efnis og undarleg ævintýri á vegferð mannsins til hins fyrirheitna lands sólarinnar, þá gerum við vart annað betra en að fara og skoða sýningu Jóns Gunnars Árnasonar í Norræna húsinu: „Sól, hnífar, skip“. -61g 8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. júlí 1987 Laugardagur 11. júlí 1987: ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.