Þjóðviljinn - 11.07.1987, Side 11
ERLENDAR FRETTIR
Eyjaálfa
Aslralir kjósa
til þings
Búist við sigri Verkamannaflokksins þóttnið-
urstöður glænýrrar skoðanakönnunar hafi
valdið sviða í brjósti Bobs Hawkesforsœtis-
ráðherra
r
Idag ganga tíu og hálf miljón at-
kvæðisbærra Astrala að kjör-
borði og velja sér 148 þingmenn. í
boði eru þrír fýsilegir kostir.
Verkamannaflokkur Bobs Hawk-
es forsætisráðherra sem hefur
hreinan meirihluta á þingi eða 82
þingmenn. Hinn íhaldssami
Frjálslyndi flokkur undir leið-
sögn helsta keppinautar Hawkes,
Johns nokkurs Howards, en hann
hefur nú umráð yfir 45 þingsæt-
um. Og að endingu er það Þjóð-
arflokkurinn sem á 21 fulltrúa á
þingi. Síðastnefndu flokkarnir
tveir kosta, sem skiljanlegt er,
kapps um að ná völdum úr hönd-
um Verkamannaflokksins.
Frá því kosningabaráttan hófst
hafa allar spár lagst á eitt um að
gleðja hjarta Bobs Hawkes.
Hann nýtur mikils persónufylgis í
Ástralíu og hefur getið sér gott
orð á alþjóðavettvangi þau tvö
kjörtímabil sem hann hefur
vermt stól forsætisráðherra. Hin-
ir ýmsu þjóðfélagshópar eru
hæstánægðir með stjórn hans,
verkalýðshreyfinguna hefur hann
á sínu bandi, enda fyrrum leið-
togi hennar, og bissnessmenn eru
einnig veikir fyrir honum. Flestir
fjölmiðla landsins hvetja lands-
menn til að veita honum brautar-
gengi í dag.
En blikur eru á lofti og í gær
Þegar Ástralíu ber á góma hvarflar hugur margra gjarna til pokadýrs nokkurs
sem býr yfir miklum stökkkrafti. Færri vita að þar er Bob nokkur Hawke
forsætisráðherra.
fékk Hawke óvænta harmafregn.
Glæný skoðanakönnun gaf sterk-
lega í skyn að andstöðuflokkarnir
tveir hefðu dregið verulega á
valdaflokkinn og að kosningarn-
ar yrðu næsta tvísýnar. Af 1400
aðspurðum kváðust 46 af hundr-
aði styðja Verkamannaflokkinn
en 44 hundraðshlutar hugðust ljá
Howard og félögum atkvæði sitt.
Howard var í sjöunda himni,
svo sem vænta mátti, og var alveg
Kanamórall
Forseti, þingmaður
eða filmstjama
Hœgrimenn í Repúblikanaflokknum telja Oliver North koma til
greina sem forsetaefni flokksins í framtíðinni
Oliver North ofursti hefur vak-
ið slíka lukku nieðal banda-
rískra hægrimanna að þeir vilja
ólmir og uppvægir fela honum
ábygðarstörf! samfélaginu, gera
hann að öldungadeildarþing-
manni eða jafnvel forseta.
Ástæðan er einföld, hann
tekur sig svo fjári vel út í sjón-
varpi. North hefur mætt upp á
hvern dag í yfirheyrslur þing-
nefndarinnar sem fer oní
saumana á írans/
Kontrasvínaríinu í fullum her-
skrúða með allskyns dinglum-
dangl á brjóstinu. Hann hefur
verið öryggið uppmálað, svarað
skjótt öllum fyrirspurnum og á
stundum hafið gagnsókn og sak-
að nefndarmenn um að efna til
þórðargleði með framferði sínu.
North hefur að eigin sögn ætíð
látið hagsmuni föðurlandsins
sitja í fyrirrúmi, aldrei óhlýðnast
yfirboðurum sínum og ekki kom-
ið til hugar að taka fram hjá ást-
kærri eiginkonu sinni með föngu-
legum einkaritara.
Og viti menn, landar hans
halda vart vatni né vindi af hrifn-
ingu. Þekktur hægrimaður og
Reaganvinur vestra útskýrir
sjónvarpsvelgengni Norths: „Það
eru ekki orðin sem blífa heldur
músíkin“ og sérfræðingur um
sápuóperur, Merideth einhver
Brown, lætur sitt ekki eftir liggja:
„Ollí North er hin fullkomna
hetja úr sápuóperu, hann er við-
kvæmur með stór brún augu.“
Þótt North hafi játað á sig
lygar, skjalafals og eyðingu
sönnunargagna þá varpar það
ekki skugga á mannorð hans því
hann gerði það allt í þágu banda-
rísku þjóðarinnar og frelsishetj-
anna í Kontrahreyfingunni. „Það
eru ekki orðin sem blífa...“
En ef örlagadísirnar leika OIlí
það grátt að honum verði gert að
sæta ábyrgð afbrota sinna þá er
Kvöldstund með Oliver North er að minnsta kosti 20 000 dala virði.
stjórnmálaframi úr sögunni. Um
þetta eru ákvæði í bandarískum
lögum.
En þá opnast önnur leið.
„Hollywood gæti orðið Ollíwo-
od“ segir aðdáandinn og sjón-
varpsgagnrýnandinn Howard
Rosenberg. Hann telur miklar
líkur á að kvikmynd verði gerð
um „amerísku hetjuna Oliver
North" sem að auki fengi senni-
lega mörg tilboð um að leika
aukahlutverk í sjónvarpsþáttum
á borð við Dallas og Dynasty.
Enn er ónefnd drjúg tekjulind
fyrir North í framtíðinni. Banda-
ríkjamenn greiða frægum ein-
staklingum vænan skilding fyrir
að flytja fyrirlestra um störf og
hugðarefni sín og má þá einu
gilda hvort þeir eru frægir að
endemum. Nokkrir af helstu
með það á hreinu hví örlagadís-
irnar voru honum allt í einu svo
hliðhollar.
„Við höfum verið málefna-
legir, boðið uppá hugsjónir, rætt
um framtíðarskipan mála og, síð-
an en ekki síst, bent á lausnir út úr
áströlskum vanda.“
-ks.
skúrkum Watergatehneykslisins,
þeir Gordon Liddy, John Erlich-
mann og Bob Haldemann hafa í
gegnum árum rakað saman fé á
fundahaldi og taka enn þann dag í
dag um 7,500 dali fyrir að heiðra
samborgara með nærveru sinni.
Þar sem North er nýr og fersk-
ur skúrkur ásamt því að vera
„þjóðhollur" kani með brún
augu, trúr spúsu sinni og býsna
músíkalskur, má vera ljóst að
hann getur krafist hærri upphæð-
ar en fyrrnefndir kollegar hans.
Fundaspekúlantar vestra skatt-
yrðast nú um verðgildi Norths.
Ýmsir kveða nærveru hans 15000
dala virði en aðrir setja markið
hærra og fullyrða að frásagnir af
afreksverkum Oliver Norths séu
að minnsta kosti 20000 dala virði.
-ks.
Sovéskir andófsmenn
Frelsi
með skilyrðum
Náðaðir andófsmenn fá ekki atvinnu og eru í
húsnæðishraki. Umbótastefna Gorbatshovs
hefur sín takmörk
Sovéskir andófsmenn virðast
hafa farið í ýmsu varhluta af
umbótastefnu Mikjáls Gorbats-
hovs, aðalritara sovéska Komm-
únistaflokksins, ef mark er haf-
andi á umkvörtunum andófs-
manna. Þrátt fyrir um margt góð-
an ásetning Gorbatshovs við að
draga úr hömlum í sovésku
samfélagi, sem meðal annars hef-
ur komið fram í náðun fjöl-
margra fangelsaðra andófs-
manna, hefur „Glasnost“ og
„Perioka“ aðalritarans sín tak-
mörk.
Sovéskir andófsmenn, hafa
trekk í trekk lent í útistöðum við
lögreglu og embættiskerfi, vegna
þess að þeim hefur fæstum tekist
að útvega sér fasta vinnu og finna
sér íverustað, en samkvæmt so-
véskum félagsmálaklásúlum er
iðjuleysi og hverskyns vandalismi
talið til verri lasta.
Að sögn kristins strangtrúar-
manns, Alexanders Ogorodnik-
ov, sem var slepp úr haldi í febrú-
ar s.l. ásamt 150 öðrum andófs-
mönnum, fyrirskipuðu fangelsis-
yfirvöld honum að búa í Bolshe-
vo, rétt utan við Moskvu. Þar
sem Ogorodnikov, hafði ekki í
höndunum heimild, - „prop-
iska“, til þess að setjast að í bæn-
um, fékk hann hvergi inni.
„Embættismenn meinuðu mér
um „propiska", á þeirri forsendu
að ég væri ekki heimilisfastur í
Bolshevo og fyrst ég hafði ekki
fastan samanstað, fékk ég hvergi
vinnu,“ sagði Ogorodnikov við
fréttamenn.
„Án „propiska" er maður með
öllu réttlaus - maður er í rauninni
ekki til,“ sagði Ogorodnikov og
bætti því við að þótt það væri ekki
ólöglegt að vera heimilislaus og
hafa ekki vinnu, ættu menn yfir
höfði sér allt að tveggja ára betr-
unarvist, gætu þeir ekki sýnt fram
á að þeir gætu séð sér farborða.
Vestrænir fréttaritarar gera að
því skóna að stjórnvöld í Sovét-
ríkjunum hafi í lengstu lög von-
að, að með því að náða slatta af
andófsmönnum slægju þau tvær
flugur í einu höggi: annars vegar
keyptu þau sér frið fyrir gagnrýni
vestrænna ríkja fyrir mannrétt-
indabrot og skoðanakúgun og
hins vegar yrðu náðaðir andófs-
menn svo fegnir frelsinu að þeir
héldu sér framvegis á mottunni.
Reyndin hefur orðið önnur.
Um tuitugu manna hópur and-
ófsmanna, sem hlaut náð fyrir
augum yfirvalda í febrúar s.l. og
var sleppt úr haldi, hafa sett á
laggirnar umræðuklúbb og tíma-
rit, sem þeir kenna við „Glas-
nost“: Sumir félaganna hafa að
undanförnu fengið heimsókn lög-
reglu, sem hefur varað þá við að
hafa sig frekara í frammi og hafa
ættingjar og vinir verið strang-
lega áminntir um það að veita
þeim ekki húsaskjól.
-RK
Frá menntamálaráðuneytinu
Laus staða
Embætti forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins er laust til
umsóknar.
Forstöðumaður skal hafa lokið háskólaprófi á sviði
uppeldismála og hafa auk þess reynslu og/eða menntun í
stjórnunarstörfum.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu
sendast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 15. ágúst næstkomandi.
Laugardagur 11. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11