Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 6
Mælingamaður Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa mælingamann til starfa við mælingar fyrir stólp- um, línum og lögnum. Nauðsynlegt er aö viökom- andi hafi góða þekkingu á viðhaldi bygginga og æskilegast að hann sé iðnmenntaður. Upplýsingar um starfið gefa starfsmannastjóri og deildarstjóri byggingadeildar. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Raf- magnsveitunnar að Suðurlandsbraut 34, Reykja- vík fyrir 1. ágúst n.k. P>3 RAFMAG NSVEITA REYKJAVÍKUR Kennarar - fóstrur - sjúkraþjálfarar Hvammstangahreppuróskar eftir að ráða eftirtal- ið starfsfólk: Kennara við Grunnskólann einkum til kennslu í raungreinum og tölvufræði en annað kemur til greina. í skólanum eru um það bil 160 nemendur og er andinn meðal starfsfólks og nemenda góð- ur. Upplýsingar veitir Fleming Jessen skólastjóri í símum 95-1367 og 1368. Forstöðukonu við leikskólann Fóstru við leikskólann. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 95-1353. Heilsugæslustöðin á Hvammstanga óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Góð vinnuað- staða í nýju húsnæði. Upplýsingar í síma 95- 1348. Hvammstangi er miðja vegu milii Reykjavíkur og Akureyrar og er u.þ.b. 3ja klst. akstur í hvora áttina sem er. Staðurinn er þjónustumiðstöð fyrir V-Húnvetninga en með vaxandi útgerðarstarf- semi. Þar er ný heilsugæslustöð, hótel og sund- laug og nýlega hefur viðbygging við Grunn- skólann verið tekin í notkun. Á Hvammstanga búa nú tæplega 700 manns og hefur staðurinn vaxið ört síðustu ár. St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Starfsfólk óskast við ræstingar, einnig í býtibúr, kvöldvaktir. Upplýsingar í síma 19600/259 alla virka daga kl. 10-12. Hafnarbúðir Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 60-80% næturvaktir frá 1. ágúst n.k. Deildarstjóralaun. Starfsmann vantar í eldhús. 50% vinna fyrir há- degi. Föst staða. Einnig vantar starfsmann í afleys- ingar. 100% vinna. Upplýsingar í síma 19600/ 200 alla virka daga. Reykjavík 17. júlí 1987 Kennarar Við Grunnskólann í Grindavík vantar nú góða kennara í eftirtaldar greinar: Almenn kennsla yngri barna, íslenska, stærðfræði og stuðnings- kennsla. Einnig þarf nýtt skólasafn á góðum starfsmanni að halda. Og svo vantar okkur um- sjónarmann með starfsdeild. Við höfum gott leiguhúsnæði til reiðu. Og símarnir eru: 92- 68555, 92-68504 (skólastjóri) og 92-68304 (skólanefnd) Grunnskólann á ísafirði vantr kennara í eftirtaldar stöður: Almenna bekkjarkennslu Smíðar Sérkennslu Tungumál íþróttir Heimilsifræði Tónmennt Þú getur komið til ísafjarðar þér að kostnaðrlausu því flutningskostnaður er greiddur fyrir þig. Þú færð leigða íbúð langt undir markaðsverði. Eigirðu börn er aðstoðað við að fá gæslu fyrir þau. Kennarhópurinn er áhugasamur og já- kvæður og skólahúsnæðið er í uppbyggingu. Það bendir því margt til framfara í skólamálum á ísa- firði á næstu árum. Hvers vegna ekki að kanna möguleikana? Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Upplýsingar gefa: Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri, v.s. 94-3044, h.s. 94-4294 eða Björn Teitsson, formaður skólanefndar, v.s. 94-3599, h.s. 94-4119. Gestir í Þjóðveldisbænum í Þjórsár- dal fá nokkra hugmynd um hvernig forfeður okkar hafa búið og byggt. Söfn 1 Þjóðveldis bærinn opinn Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal var fyrir skömmu opnaður al- menningi til sýnis fyrir sumarið. Þjóðveldisbærinn er eins og kunnugt er eftirlíking af bæ frá þjóðveldisöld. Við fyrsta Heklugos í sögu ís- lands árið 1104 lögðust hátt í tutt- ugu bæir í eyði í Þjórsárdal í Ám- essýslu. Árið 1939 grófu norrænir fomleifafræðingar upp nokkra af þessum bæjum og á einum þeirra kom upp fágætlega vel varðveitt rúst af fornu býli, sem vart á sér sinn líka á hinu norræna menn- ingarsvæði. Þar hét fyrmm í Stöng. Eftirlíkingin af þjóðveldisbæn- um í Þjórsárdal er hugarsmíð Harðar Ágústssonar listmálara og lagði hann rústirnar í Stöng til grundvallar við hönnun bæjarins sem og aðrar heimildir bæði skrif- legar og uppistandandi mann- virki í nágrannalöndum, þá aðal- lega í Noregi, sem eiga rætur að rekja aftur til miðalda. í einu og öllu var farið eftir stærð, legu og lagi húsaleifanna í Stöng og höfð náin hliðsjón af allri innréttingu að svo miklu leyti sem rústimar segja til um það efni. Við gerð bæjarins voru einkum tvö sjónarmið höfð í huga. f fyrsta lagi að byggja eins ná- kvæmlega og unnt var á leifum bæjarrústanna í Stöng, og í öðru lagi að gera bæinn að einskonar safni sýnishorna af smíð og verk- mennt, sem með ömggri vissu hefur verið iðkuð á þjóðveldisöld og eitthvað lengur. Enn vantar nokkuð á að í bænum sé sá innan- búnaður og munir sem vitað er að hafa verið í slíkum bæ en í ráði er að bæta úr því eftir því sem fjár- magn leyfir. Þjóðveldisbærinn hefur vakið mikla athygli, bæði meðal inn- lendra og útlendra gesta og að sögn bæjarvarðar sem nú er Ás- ólfur Pálsson, vakna margar spumingar upp í hugum fólks þegar gengið er um bæinn. Bærinn er í eigu íslneska ríkis- ins en rekstur hans og stjórn er í höndum nefndar sem skipuð er af forsætisráðuneytinu. Bærinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 13 til 17. -ing 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.